Morgunblaðið - 10.08.1957, Side 7
Laugardagur 10. ágúst 1957
MORGUWBLAÐIÐ
7
Verzlunarstétfin krefst réftlœtis
og tcekifœris til að sýna að með
henni búa öfl framtaks og þekkingat
Útvarpsávarp Gunnars Gubjónssonar,
formanns Verzlunarráðs Islands
DAGURINN í dag er árlegur há-
tíðisdagur allra þeirra landsbúa,
sem að lifsstarfi eða um stund-
arsakir vinna við verzlun og við-
skipti. Þetta er allstór hópur,
því ætla má að upp undir 10%
allrar þjóðarinnar hafi lífsfram-
færi sitt af þessari atvinnugrein.
Fyrir einni öld var það djarfur
framtiðardraumur einungis fárra
íslendinga, að verzlun og sigl-
ingar mættu komast á íslenzkar
hendur, og að hér mætti koma
upp stétt manna, sem hefði þekk
ingu og hæfileika til þess að
takast á hendur slík verkefni, en
fiestir höfðu litla trú á, að íslend
ingar mundu nokkurn tíma verða
þess umkomnir að taka að sér
verzlun og siglingar landsmanna.
Sem betur fór, reyndist þó þessi
svartsýni og vanmáttarkennd
þjóðar, sem um langan aldur
hafði búið við algjöra verzlun-
aránuð, ekki á rökum reist.
Draumurinn rættist, þannig að á
því sem af er liðið þessari öld,
hefir vaxið upp dugmikil og
menntuð verzlunarstétt, sem ó-
hætt er að segja um, að hafi átt
sinn drjúga þátt í því, að leggja
grundvöllinn að efnahagslegu
sjálfstæði þjóðarinnar, sem er
undirstöðuatriði sjálfstæðis henn
ar.
Um þetta voru á sinum tíma
allir sammála, og jafnframt um
það, að það fjöregg sem bezt
þyrfti að gæta, til þess að þessi
þýðingarmikli þáttur þjóðlífs
vors mætti vaxa og dafna, væri
frelsi, sem almest frelsi til at-
hafna. — Þetta sjónarmið ríkti
líka og ríkir enn hjá öllum lýð-
ræðisríkjum vestan járntjalds,
sem og vestan hafs, en hér á ís-
landi eru aftur á móti komnar
upp hjáróma raddir.
Hér á landi er nú þannig kom-
ið okkar högum, þrátt fyrir það
að yfir þjóðina hafa gengið frá
byrjun seinustu heimsstyrjaldar
mestu efnahagslegu velgengnis-
ár, sem fslandssagan getur um,
og tæp 40 ár eru liðin frá þvi
að við hlutum efnahagslegt sjálfs
forræði, erum við komnir í al-
gjört fjárhagslegt öngþveiti.
Kröfur einstakra stétta á
hendur þjóðarheildiiíni og þar
með öðrum stéttum þjóðfélags-
ins hafa verið skefjalausar,
þannig að ekki hefir mátt rönd
við reisa, og er afleiðingin alltaf
að verða áþreifanlegri, þar sem
efnahagskerfi þjóðarinnar nálg-
ast algjörðan glundroða. — Verk-
föll og vinnudeilur í ýmsum
starísgreinum eru frekar að
verða normal-ástand en hitt, og
nú seinast hefir þjóðin mátt
horfa á það um hálfs annars
mánaðar skeið, að allur verzlun-
arflotinn lægi bundinn í höfn,
landsmönnum til óbærilegs tjóns.
Verði slikum algjörum skæru-
hernaði stétta á móti stéttum —
allra á móti öllum — haldið á-
fram, gefur það vissulega ekki
góð fyrirheit um áframhaldandi
tilveru okkar sem sjálfstæðrar
þjóðar. — Hér fer ég vissulega
ekki með nein ný sannindi. Á
þetta hefir verið bent af mörg-
um góðum mönnum, sem glögg
skil vita á raunverulegum hag
þjóðarbúsins, og menn sér að
skaðlausu hefðu mátt hlusta á.
— Þó hafa stjórnmálamenn, sem
betur mættu vita, lítt lagt stund
á að benda þjóðinni á þann voða,
sem stendur fyrir dyrum, heldur
valið þann kostinn, að segja
henni einungis það, sem henni
er ljúft að heyra, eða sem þeir
gizka á að falli háttvirtum kjós-
endum vel í geð.
Mér virðist oft, sem alltof
mörgum okkar íslendinga muni
xnargt betur gefið en að rökræða
Gunnar Guðjónsson
eða hlusta á landsmál rökrædd
og metin að verðleikum, heldur
hætti mönnum við að meta mál-
efni meira eftir vopnfimi og
hæfileikum þess sem flytur, til
að þyrla upp ryki. Það er að
vísu eiginleiki, sem óskandi
væri að ekki glatist meðal ís-
lendinga, að þeir kunni að meta
þá iþrótt, að mál séu flutt af
hugmyndaflugi og mikilli
mælsku, en því miður verður
ekki lifað af slikri snilld einni
saman, og því nauðsynlegt að
koma til jarðar, þegar brauðið
er annars vegar, og hugsa þá og
haga sér af raunsæi í meira lagi.
Öllum vilja menn kenna um
það ófremda'rástand, sem hér
ríkir, öðrum en sjálfum sér.
Sjálfur vildi ég ekki taka þátt
í því að sakfella neina stétt
eða einstaklinga öðrum fremur,
í þeim efnum, því það hlýtur að
vera hverjum ljóst, sem um hugs-
ar, að á því fjárhagslega fram-
tíðarleysi, sem nú ríkir hér á
landi, á öll þjóðin undantekning
arlítið einhverja sök. Við virð-
umst um stund vera búin að
gleyma því, að við búum í einu
harðbýlasta landi hins byggða
heims. Þrátt fyrir það, að landið
getur veitt íbúum sínum viðun-
anleg og jafnvel góð lifsskilyrði,
sé fast sótt eftir þeim gæðum,
sem fyrir hendi eru til lands og
sjávar, getum við engan veginn
ætlazt til þess, að þær kröfur,
sem þjóðin hefir tamið sér að
gera á undanförnum velgengnis-
árum, og byggjast að miklu leyti
á haldlausum forsendum, fái
staðizt áfram. Þar getur enginn
sótt neitt í annars greipar. Við
getum aldrei verðlaunað okkur
með bættum lífskjörum eða
eyðslu, hvorki hins opinbera né
einstaklings, nema aukin fram-
leiðsla komi á móti.
Til er allstór hópur manna,
sem vilja telja þjóðinni trú um,
að til séu töfraformúlur, sem
leysi öll okkar efnahagsvanda-
mál, án þess að nokkur maður
þurfi að slá hið minnsta af að
vísu ofurskiljanlegum draumum
um fljótbætt lífskjör og aukin
lífsþægindi, eða að hér verði allt
gert á einni mannsævi, sem aðr-
ar þjóðir, er ekki búa yfir því
meiri náttúruauðæfum, hafa í
raun og veru þurft aldir til að
framkvæma.
Ein af þessum undralækning-
um, sem við eigum að draga okk-
ur sjálf upp á hárinu með, og
mjög oft hefir heyrzt flíkað í
ræðu og riti, jafnvel af skyn-
sömum mönnum, heitir „afnám
milliliðagróðans".
Milliliðir þeir, sem um ræðir,
eru aðiljarnir sem annast inn-
kaup á innfluttum varningi lands
manna, sjá um sölu hans og dreif
ingu, sem og þeim varningi, sem
framleiddur er í landinu sjálfu.
Þegar talað er um milliliðagróð-
ann, mun vera átt einvörðungu
við einkaverzlunina, þótt til
þeirra teljist vissulega einnig
samvinnufélögin, ríkiseinkasölur
og ríkisfyrirtæki.
Nú greinir menn mjög á um,
hvort verzlunarrekstur eigi að
vera í höndum einstaklinga, sam
vinnufélaga eða ríkisins. Eina
leiðin til að sannprófað verði,
hver þessara aðilja reynist fær-
astur um að annast verzlunar-
reksturinn á ódýrastan og hag-
kvæmastan hátt fyrir þjóðina,
hlýtur að vera sú, að þeim gef-
ist kostur á að keppa hver við
annan. Vel að merkja hlýtur for-
senda fyrir slíkum samanburði
að vera sú, að þeim sé öllum
gert jafnhátt undir höfði. Með
öðrum orðum, að öllum sé gert
að greiða skatta og útsvör eftir
sömu reglum, og enginn njóti
sérstakra ívilnana. Þá fyrst verð
ur rekstrarhagkvæmni hvers að-
ilja sannprófuð.
Um ríkiseinkasölurnar er það
að segja, að skýrslur eru ekki
fáanlegar, sem sýni hver dreif-
ingarkostnaður þeirra sé, og
hafa þær að öðru leyti slíka al-
gjöra sérstöðu, að samanburður
á venjulegum verzlunargrund-
velli er ekki mögulegur í stuttu
máli.
Einkaverzlunin og samvinnu-
félögin hafa frá öndverðu starf-
að hlið við hlið hér í landi á sam-
keppnisgrundvelli. Virðist þar
gefa auga^leið, að í slíkri sam-
keppni má ekkert fyrirtæki vera
öðru dýrseldara að jafnaði, ef
það á ekki að heltast úr lestinni.
Sé það nú staðreynd, að um
óeðlilegan verzlunarhagnað hafi
verið að ræða hjá þessum að-
iljum, ætti það að hafa komið
mjög greinilega í ljós hjá sam-
vinnufélögunum, en hverjum fé-
lagsmanni þeirra er greiður að-
gangur að reikningum þeirra. Svo
virðist þó ekki vera, og er að sjá,
sem samvinnufélögin hafi ekki
talið sér fært að annast vörudreif
ingu með lægri álagningu en
einkaverzlunin. Verður því ekki
komizt hjá því að álykta, að
ásakanirnar um óhóflegan verzl-
unarhagnað séu gripnar algjör-
lega úr lausu lofti.
Hins vegar má staðhæfa um
alla hina íslenzku verzlunarstétt,
að innan hennar starfi vel mennt
aðir og reyndir menn, sem und
antekningalítið hafi í hvívetna
reynzt vel færir um að inna af
hendi það hlutverk, sem þeir
hafa hlotið innan þjóðfélagsins.
Því miður hefir nú á umliðnu
ári verið horfið af þeirri heilla-
braut, sem áður hafði verið lagt
út á, að hafa verzlunina sem
alfrjálsasta, og lofa þannig öll-
um kostum frjálsrar verzlunar að
njóta sín sem bezt. Þrátt fyrir
eindregin og rökstudd mótmæli
verzlunarstéttarinnar, hefir kost
ur hennar nú verið svo þrengd
ur upp á síðkastið, fyrir opin-
berar aðgjörðir, að gleggstu menn
felja, að hún fái ekki staðizt það
til langframa, að svo nærri henni
sé gengið.
Verzlunarstéttin krefst einsk
is nema réttlætis og tækifæris
til að sýna og sanna, að meðal
hennar búa þau öfl framtaks og
þekkingar, að hún hefir merki-
legt hlutverk að vinna fyrir þjóð
ina. Jafnframt hefir hún ekki og
mun ekki skorast undan því að
taka á sig þann réttláta skerf
þeirrar byrðar sem allir íbúar
þessa lands verða að axla, ef þjóð
inni á að auðnast að komast aft
ur __ efnahagslega á þurrt lnd.
Ég vil ljúka máli mínu með
því að senda öllu verzlunarfólki
fjær og nær beztu kveðjur, og
vona að það njóti hvíldarinnar
sem bezt.
Silfurtunglib
Dansleikur í kvöld kl. 9.
Nýju dansarnir
Kvartett Karls Jónatanssonar leikur.
Rock’n Roll leikið frá kl. 10.30—11.00.
kl. 11—11.30 er tækifæri fyrir þá sem vilja reyna
hæfni sína í dægurlagasöng.
Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 8.
SILFURTUNGLIÐ
Útvegum skemmtikrafta. — Sími 19611 og 18457.
Gunnarshólmi
DAIMSLEIKUR
að Gunnarshólma, Landssveit í kvöld kl. 9.
• Hinn vinsæli óska-dægurlagatími kl. 10.
• RAGNAR BJARNASON
• K.—K. SEXTETTINN
leika og syngja nýjustu
Roek- og dægurlögin.
Komið og skemmtið ykkur í hinu glæsilega samkomuhúsi
Gunnarshólma í kvöld.
K. K.-sextettinn.
Starfsstúlkur óskast
Vífilsstaðahælið vill ráða sem fyrst
tvær starfsstúlkur.
Upplýsingar hjá yfirhjúkrunarkonunni, sími 15611.
Skrifstofa rikisspítalanna.
2—3 herbergja
■búð
með baði, en án þvottahúss í góðu húsi í úthverfi bæj-
arins, til leigu til næsta vors eða sumars.
Tilboð merkt „Sanngjörn leiga”, þar sem tilgreind
er fjölskyldustærð, sendist blaðinu.
Verzlunarhúsnœði
Lagerpláss og búðarhúsnæði, að stærð 300—400 ferm.
óskast til leigu í Austurbænum.
Tilboð merkt „Verzlunarhúsnæði —6058“, leggist inn
á afgr. Mbl. fyrir 15. ágúst.
Þriðja stýrlmriDRiii og
loftskey ta nia n si
vantar á 24000 tonna norskt olfuskip.
Upplýsingar gefur Skipadeiid S. í. S.