Morgunblaðið - 10.08.1957, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 10.08.1957, Qupperneq 13
Laugardagur10.ágúst1957 MORGVNBLAÐIÐ 13 Má ég detta"? eftir Sigurð Jóns- frá Brún son „MÁ ÉG DETTA", sagði draug- urinn. Mér verður dæmi hans, þótt hrossafár sé ég orðinn, þeg- ar ég sé grein Haraldar Árna- sonar héraðsráðunauts Skagfirð- inga, birta í Morgunblaðinu 1. ágúst s. 1. f*ar er sumt sagt og annað ósagt og allmargt þannig, að meira umtals virðist þurfa en eytt er til, einkum mætti sýnast nauðsynlegt að líta gaumgæfi- lega yfir rekstrarskilyrði ann- arrar framleiðslu bænda, ekki til rógs né lægingar, heldur til samanburðar, en það verður lík- lega að bíða annarra manna sem eg mat á réttlæti eiginleika- hlutfalla í dómsniðurstöðum sýn- ingar þeirrar, er hann gerir þar að umtalsefni. >að liggur í hlutarins eðli ef um hrossasýningar skal rætt, að það er aðalatriðið hvort nokkrar hrossasýnlngar eigi rétt á sér eða hrossaframleiðsla yfir höfuð sök- um breyttra atvinnuhátta. Sýningarstarfsemi sú, sem hald ið er uppi birtir samt þann dóm ráðamanna þjóðfélagsins, að enn skuli svo haldið sem horfir, kosta þeir til launum ráðunauts, út- gjöldum við sýningarstaði, dag- kaupi dómnefnda, vinnutapi hrossaeigenda og ónæði gripanna sjálfra. Stælir það viðhorf upp strákinn í hestelskum mönnum, þótt ekki sé dómurinn traustur, þar sem bæði er dregið af fyrir- höfn með flestum árum — en það ber ekki vott um öryggi skoðunar mátans — og eins má trúa mikl- um hluta aíþingismanna og kannske búnaðarþingmanna líka til að eyða þjóðarfé í arðlausa hluti, ef það er haldið vinSælla við næstu kosningar heldur en réttsýnni sparsemi. Verður því það atriði að standa óútkljáð að sinni og eins þótt sýnd væru í ár 38 kvikindi af öllum hrossa- stóli Skagfirðinga eða sanngjarn- legar tiltekið 23 ein af tömdum hrossum sýningarhæfum milii hafs og heiða á bilinu milli Kol- ugafjalls og Heljardalsheiðar Mun því tryggast að leita fleiti upplýsinga um gildi búgreinar þeirrar, er hér um ræðir, ef nokk uð á að vitkast af umtalinu. — Sténdur þá næst sú fullyrðing Haraldar, sem rýrir ef sönn er, nokkuð álit starfseminnar, að í framtíð verði hross aðeins notuð til reiðar. Að vísu er það spásögn enn og óvíst um rök fyrir, en má verða sönn. Skal því efni ekki hér í stælur hleypt, en hér- aðsráðunautnum bent á skrif hon um lærðari manns, hrossarækt arráðunauts Gunnars Bjarnaspn- ar, þar sem hann segir frá eftir- sókn hinna fátækari Mið-Evrópu- ríkja í smáhesta til raðhreinsun- ar í görðum og til annars auð- unnis dráttar auk margendur- tekinna frásagna sama manns, en þá kannske í einstaklingseyru, um dráttarorku og knáleik is- lenzkra hrossa á nafngreindu búi -— í Hannover mun það vera. — Neyðast menn því að ófengnum nánari upplýsingum að taka trú- anlegan dóm ríkis-, fjármála- cg búnaðarstjórna um gagnsemi hrossa til líklega bæði dráttar og reiðar. En við Islendingar er- um hneigðir fyrir íburð og eftir- læti við sjálfa okkur. Sanna það verkföll tvö nýafstaðinn, þar sem hálaunamenn og aðrir með krappari kjör gerðu leik til þess, að þrengja kosti almennings til þess að geta sjálfir setið við meira en mikið. Til eru og þeir, sem annað heimta. Þá lang- ar í hrossakjöt og það sem feit- ast, þverhandarþykkar síður, heitar úr potti. Mega þeir ekki gera kröfur til kjörmatar síns eins og flugmenn til hækkaðra hálauna heimtaðra til að kaupa fyrir hrossakjöt eða annan munað? Þarfir þeirra voru sannlega fylltar fyrir. Matarsmekkur er tízkuatriði og að öðrum hluta kominn af vana. Allir menntaðir menn vita að Frökkum t. d. bauð við kartöfl- um í fyrstu. Það er mannkyns- sögulegt lærdómsatriði að Lúð- vík Frakkakonungur kom þar á kartöfluáti með því að bera kar- töflublóm í jakkahorninu. Þá varð óætið svokallaða upp ur moldinni allt í einu fínt — alltaf hafði það verið hollt, gott og ódýrt. Tízkan er breytileg og það er heimskra manna háttur að elta hana mjög. Frá þeim eltingaleik og engum öðrum má fá afsökun illmælisins: að tala eins og fá- vísar konur tala. Hér að framan er fært að tveim ur flokkum verkfallsmanna. Svo mætti virðast sem sú til- slettni félli með brýlu og óverk- un öll. í koll þeim, sem hrossa- kjöt heimta til kræsinga í eigin belg. Sá væri og réttur þeirra ef hrossakjötið veldur sama kostnaði beint og óbeint sem hækkuð laun farmanna á legi og í lofti. En það mun nú athugað og nefnt til orðið atvik ef þá yrði að skýrara hvernig þeim málum er varið. Einhleypingur einn setti á vet ur 30 hross. Hann kom sér upp stálgrindahúsi yfir heyið og grip- ina, en lauk því ekki fyrr en á hausti í ónæðistíð, einn um hverja þakjárnsplötu og óvanur smíðum Þarf því engum að segja að hús ið var illt. Maður þessi eyddi ekki helm- ingi áætlaðs fóðurs og hefði þó getað komizt af með minna hefði heyið verið minna skemmt úr geymslu og húsnæði gripanna betra eða meiri kunnátta skepnuhirðingu. Sami maður með sauðfé sett jafntæpt á hey- magn hefði gefið á endann í sömu tíð og jörðum en drepið úr hor í verra nema honum hefði komið hjáp. Á meðan sett er á svo til hverja tuggu heys sauðfé og kýr og fóðrið eyðist víðast að mestu, en hross við skemmt hey og kjánalega hirðingu aúk illrar húsvistar, ljúka ekki helmingi úthlutaðs marnings, er hart að heyra og sjá viti borna menn tala um hrossakjötsframleiðslu sem óþarfa. Þá væru heldur óþarfi ojanirnar og fussið yfir hverjum féitum bita — nema af svíni sé — og sér í lagi flóttinn, sem hver tekur eftir öðrum, frá öllu hross- um viðkomandi, og meira er af tilgerð tilkominn en nokkru öðru. Vitað er, því hér skal allt „dependera" af útlendingum, að bent mun, ef grein þessi þykir nokkurra svara verð, á það að hrossakjöt er erlendis verðlágt og illa séð. Komi sú upplýsing fram væri sá hinn fróði maður þess vel spyrjandi, hvort búfé manna þeim megin hafs sé ekki jafnaðarlega vátryggt, og hvort þar fáist almennt goldið trygg- ingarfé fyrir felldan grip nema hann hafi verið banvænn af slysi eða sjúkleika, og þá líka hvort von sé að kjöt af slíkum peningi njóti álits eða hvort sláturhross okkar íslendinga lendi í svipað- an gæðaflokk. Það mætti rneira að segja benda honum á að Gunn ar Bjarnason hrossaræktarráðu- nautur hefir nú um misseraskeið farið hamförum við að fá 1»áta- gjaldeyri á folaldakroppa út- flutta. En gikkirnir íslenzku þora sýnilega ekki að eiga undir því að folaldakjötið íslenzka etist erlendis og að þeir fái hæsta- réttardóm frá Belgíu um, að þeir séu smekklausir, matvandir gikkir. Næst kemur til athugunar, fyrst Belgíudómur þessi fæst ekki settur, eitt einstakt orð úr ritgerð Haraldar, en það er orðið hjarðmennska. Virðist það eiga að vera sá Tyrfingur, sem ekk- ert grær undan, mannorðsdrep- andi heiti öllum þeim, er slíka atvinnu stunda. Satt er það og margsagt, að vart getur yndislegra starf en að seðja svanga munna og sézt hafa gamlar grenjaskyttur sætbros- andi gefa yrðlingum sauðakjöt úr eigin búri. Þarf þá ekki lengra að leita líkinda fyrir hve mikið æskilegra væri að geta fengið það verð fyrir hross þau, sem fæðast ná, að þau séu hafandi sem brauðbítir í húsi hverja þá stund, sem kular á skinn. En einnig má á hi'tt líta, þótt ekki verði fæddu folaldi ábyrgzt lúx- uslíf, að lífið er sjálft gjöf, þótt fátæklegt sé stundum og er með engu minni rétti talin var- mennska að hindra það í að verða til og njóta þess, er notið verð- ur gegn því gjaldi, sem ástæður heimta, en önnur viðurkennd ill- virki. Mætti þar, því hliðstætt er að sumu, minna á, að síðasta vetur fréttist um horfelli hrein- dýra. Benedikt Gíslason frá Hof- teigi upplýsti það, að gamalkýr einar myndu fallið hafa og van- Þá er hætt við lítilli lögvernd og hirðu slíks fánýtis. Hitt mætti ætla, að fjöldi hrossanna gæfi fagurt úrval til framtímgunar göfugri gripa en nú þekkjast nema einn og einn hestur geltur og gróinn eða skrá- læst reiðmeri einhvers sælkera, sem allt vill eta á einu málinu og þá samkvæmt því ríða heilt gæðingakyn niður í jörðina á meðan hann slítur út úr einu hrossi. Temja þarf hross, og er þess getið í grein héraðsráðunautsins, telur hann það ákjósanlegt skóla- verk og minnir á Hvanneyrar- starfsemina. En það fer tvennum sögum um afrek á þeim stað og er að von- um. Þangað koma hestvanir menn og hesthneigðir jafnt sem aðrir Islenzkur hestur metakálfar og fannst skiljanlegt. Honum var lagt til lasts og háð- ungar svo illmannlegt orðaskrap. En þá sannaðist að þeir hinir tannhvössu hreindýraunnendur höfðu ekki gert sér ljóst að bann- að er að skjóta af íslenzkum hreindýrum nema óþarfa grað- hreina. En hindurnar eldast af því að lifa og missa að endingu tennur, heilsu og holdsemi. Þær sofna ekki út úr veröldinni af ástasorg hjá önduðum graddan- um, heldur bíður þeirra horfellir eitthvert árið alla þá stund, sem Elli gamla lafir á þeirri löpp- inni, sem laskaðist ekki hjá Þór um árið, svo maður haldi sig við rannsóknir Þorsteins Erlings- sonar á heilsufari hennar og frá- sögn Eddu. Hrossin stóðbændanna eru þeg- ar til keraur alveg jafníínn peningur og hreindýr Fjallfinna í Skandinavíu eða í Rússlandi, ef fyrir kommúnisk augu kæmi, — nú ellegar útigöngukýr í Gunn- arsholti. — Merni skyldu beita horfellis- lögunum og velja hugrakka og hreinlynda menn til fóðurs og fóðrunar-eftirlits, en láta bænd- ur að öðru um búpeningsteg- undir. Þó er rétt að hafa gripa- sýningar, því ætíð er betri góður gripur en illur, á meðan nokkur er hafður. Og hvað beztur allra gripa er sá ráðunautur, sem glöggt hefir auga og trausta þekkingu á starfi sínu. Hann skyldu menn ráða og honum umbuna. Haraldur telur hrossafjölda galla við ræktun hrossa. Er það ekki ný erfðafræði- kenning? Það hefir frétzt til ólærðra manna auk heldur, að fluguteg- und.sú, er mest er notuð til slíksa rannsókna hafi til þess tvo kosti, stutt æviskeið og viðkomu svo öra að fá megi upp mikinn fjölda til rannsókna og virðist það skiljanlegt en hitt miður. Þó má hugsa sér — og er enda gef- ið í skyn — það í þeim eiði ósært, að í fjöldanum sé illt að koma við eftirliti og hætt við misfell- um. Er það rétt mál á meðan bæði eigendum og löggæzlumönn um er talin trú um að búpenings- tegund þessi sé arðlaus og að 'engu hafandi, jafnvel varla æt. og hlýtur þeim að takast bjarg- lega, þyrfti engan að undra þólt hjá einstöku manni yrði með af- brigðum, en þaðan hvað hafa út- sksifazt maður, sem staðinn var að því að lemja dráttarvél sína, þegar verkið mistókst hjá þeim félögum, honum og vélinni. Sú geðspekt hefði að vísu þurft tamningu, ef ólogin er sagan, en að hann hefði verið maður lík- legur til að temja hross, jafnvel undir handleiðslu hrossaræktar- ráðunauts Búnaðarfélags íslands, því trúii- enginn. Kennsla yfir höfuð er eitt hið mesta vandamál, sem þekkist. — Kennsla ómálga dýra er margfalt vandasamari en mælandi manna. Flestir klúðrast út úr því að kenna svo börnum sínum að þau líkist mönnum áður en skólar taka við þeim, og flestir geta ef í nauðirnar rekur gert megin- hluta hesta nothæfa til einhvers, en skólatamningu væri freistandi að byrja með því að prófa hvort kennarinn sé taminn og þessu næst með því að vinsa úr nem- endur þá, sem líklegir eru ttt að spilla öllum hrossum. Þá loks- ins kynni að verða hættulaus skólinn hestefnum. Að síðustu víkur enn að aðal- efni greinar þessarar: Hrossa- sýningum og því hvað sýna beri. við slík tækifæri og er þá ýmis- legt að athuga. Fyrir getur kom- ið að svo illa hafi valizt starfs- menn að dómi, að þeir séu engu vitrari en sýnendur sjálfir eða svo ósamstæðir að ekki verði fræðsla að dómum. Slíkar sýningar gefa lítið I aðra hönd. Samt er trassa- mennska að sækja þær ekki með úrval þeirra búa, sem ósamstætt eiga búfé. Einn getur lært af öðrum það, sem efni skortir heima til að sjá. En það er óaf- sakanleg héraðshneisa að sækja illa búfj ársýningar og hroki og derringur að telja sjálfan sig sem hæstarétt yfir alþjóð um hvað vinna skal. Það á að gerast sem samfélagið heimtar unnið og vinnast svo drengilega að raun gefi til hvers leiðir. En þeir sem eiga góð og nokkuð samfelld stóð og svo margt óþekktra hrossa að ekki hafi þeir vinnulið til að leiða þau fram eftir gild- andi reglum verða þá að vísu útundan um mestan hluta erindis á sýningarstað en er skaðlítið. Stóð slíkra manna þekkja flestir ef nokkur er áhugi fyrir hross- um og þau eru gagnslaus ef enginn vill nýta þau hversu góð sem þau eru í eðli. Svo sérstæð- ur skepnueigandi gæti líka vel átt þann talanda að einhverjum væri léttir að fjarveru hans. En gerum ráð fyrir hinu að starfsmenn sýningar séu verki sínu vaxnir, sjái kosti og galla og kunni að skýra þá fyrir öðr- um. Hvað á þá sýningargestur að flytja með sér á staðinn? Á hann að ómaka þangað roskna reið- meri öllum kunna, sem hann á undan margt og tamið sumt? A hann að reka þangað þrevetluna frænku hennar, eða stóru mer- inu nýkeyptu? Eina svarið er: Hann á að sýna það, sem hann veit sízt sjálfur hvaða verð hefir að geyma. Til þess eru fræðimenn að ráða úr vanda, leysa líkingar af ann- arri, þriðju og fjórðu gráðu, ea ekki til að segja fullörðnum mönnum að tveir og tveir séu fjórir. Því eru sýningar svo til tómra taminna hrossa fánýti eitt en augnagotur glöggs manns á hlaupandi stóð, þótt ómælt fari þaðan geta verið eigandanum gjöf og guðsblessun. Af slíkum mönnum er aldrei nóg, sízt meðal leiðbeinenda al- mennings. Þyrfti svo þetta greinarkorn að bæta hirðu um málefni hrossaræktunar í einhverja þá glufu, sem orðið hefir í afskipt- um mímim og annarra því við- komandi. Skrifstofustulka óskast á skrifstofu hér í bænum. — Þarf að hafa góða rithönd og vera góð í reikningi. Umsóknir sendist afgr. Morgunbl. merktar: „Stundvís —6054“. Einbýlishús til sölu Glæsilegt einbýlishús, sem gæti verið tvær íbúðir — kjallari og hæð — til sölu. Húsið er fokhelt 112 m2 að stærð og stendur á einum fegursta stað í Kópavogi. AHar uppl. í síma: 22541. Ráðskona og handavinmikenriari Héraðsskólann. að Skógum vantar ráðskonu mötuneytis og handavinnukennslukonu stúlkna á hausti komanda. Skólastjóri Skógaskóla gefur nánari upplýsingar. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.