Morgunblaðið - 11.08.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.08.1957, Blaðsíða 11
Sunnudagur ll. ágúst 1957 MORCVNBLAÐ1Ð 11 Við þessa götu bjia bjarma á dal og hlíð og er sem svartálfar spretti undan kletta- björgunum, þar sem sést til mannaferða uppi í grösugri brekk unni. Mannshöndin og náttúra dalsins hafa þarna lagzt á eitt um að búa svo í haginn, að þeg- ar litið er ofan af haug yfir dal- inn, hvítar tjaldbúðir við blátært vatnið und svartbrýndu hamra- bergi er líkast því sem í huldu- mannabyggð sé komið, í borg gleðinnar, þar sem enginn mað- ur er raunum haldinn eða sorg sleginn, heldur leikið á fínustu fiðlustrengina um langa óttu. Þjóðhátíðin 1 Vestmannaeyj- um gefur ekkert eftir brúðkaupunum, sem haldin voru meðan þjóðinni hafði ekki enn áskotnazt sú virðing "að eiga sér 1 tjöldunum ríkir ósvikin íslenzk gestrisni, þar er vel kneifað víða og glatt á hjalla. (Friðrik Jesson tók allar myndirnar) konung. Hún stendur samfleytt í þrjá daga og þrjár nætur og þá daga tekur enginn sér verk í hönd, heldur gengur óskiptur eintómir höfðingjar. að skemmtuninni. Gamlir Vest- mannaeyingar, sem verið hafa á þjóðhátíð í 50 ár eða lengur hafa orð á því, að tvennir tímar séu nú og þegar þeir fyrst komu í Herjólfsdal á hátíðina. Svipur- inn sé breyttur, fólkið sé annað. Ó, gömlu dagar! andvarpa þeir. Og sumir kvarta undan því, að allt of margt utanbæjarfólk komi nú á hátíðina, en miklu fleiri segja að það sé ekki nema gleðilegt tímanna tákn um auk- in og bætt samskipti þjóðanna tveggja, í eyju og 1 landi, og þús- und manna flokkur ungs fólks hlýtur vissulega alltaf að setja svipmót sitt á staðinn. En reyndar held ég, að það sé alveg ástæðulaust fyrir Eyjabúa að ótt- ast gesti og gangandi á þjóðhá- tíð, því svo vel sækja þeir hana sjálfir, allt frá kornungum börn- um með eftirvæntingarsvip og stór augu, til gamla fólksins, ammanna sem alltaf eiga heitt á katlinum í hústjöldunum og afanna, sem aldrei fá betra tæki- færi til þess að segja sögur af sjálfum sér og öðrum merkileg- um fyrirbærum. í þessu stutta máli sem hér er skráð um þjóðhátíðina að þessu sinni skal ekki gert að miklu umtalsefni allt hið fjöl- marga, sem þarna var til skemmt unar, snjallar ræður, leikur hornahljómsveitar undir klettin- um í hlíðinni, söngur og leikur góðra listamanna, íþróttir frækn- legar og bjargsigið, sem hætta varð við I miðju kafi seinni daginn vegna óveð- urs, það þótti flestum hvað mest skemmtanaspjöllin. Og þá er enn dansinn ótalinn á steypt- um palli, en óhætt mun vera að segja að álit þjóðhátíðargesta á honum hefir ærið breytzt frá því Markús Sigurðsson söngkennari segir frá þjóðhátíðinni í Vest mannaeyjum árið 1911 í grein i ísafold. Um dansinn þá segir hann svo: „Kl. 10 um kvöldið var byrjað að stíga dans undir húsþaki og var sá þáttur hátíðarhaldsins lang-lakast sóttur. Get ég þess Vestmannaeyingum til hróss. — Yfirleitt fór hátíðin mjög vel fram....“. Vestmannaeyingar eru ákaf- lega vinalegt fólk, og ó- venju skírir og hreinskilnir að skapferli. í þeim finnur maður varla tvískinnung eða skap blendni, eftir nokkra viðkynn ingu. Kannski er það vegna þess, að baráttan við höfuðskepnur og lífið er þar óvenjuhörð. En hvaS um það, þeir kunna að skemmta sér og skemmta öðrum. Sá sem gengið hefir um Herjólfsdalinn undir miðnætti þjóðhátíðardag- ana gleymir þeim stundum ekki, þegar flugeldar þjóta um himin- hvolfið, bergbrúnanna á milli og neistaflóðið fyllir næturhimin- inn. Ljós er í hverju tjaldi og kynlegar skuggamyndir íbúanna bera við Ijóst seglið — hvar vetna er veizla. Menn ganga tjald úr tjaldi, minnast við vini og kynnast nýj- um, alls staðar eru dyr á gátt og gleðskapur mikill inni fyrir. Ég segi þetta af eigin reynslu og miklum sannleik, því marga hitti ég þá heimamenn hátíðar- næturnar, þar sem þeir sátu yfir glasi í hústjöldum sínum, en óra- fjarri var það þeim öllum, að stugga við hreinræktuðum Norð- lending innan frá dölum, sem kannski hefði verið laminn ann- ars staðar á landinu fyrir það eitt að vera ekki fæddur undir sömu þúfu og heimamaður. Ómar danslaganna neðan frá tjörninni bárust milli tjaldanna í kvöldkyrrðinni og blönduðust kliðnum i tjöldunum, og jafnan þegar hallaði frá miðnætti tóku þeir söngglöðustu sig út úr ið- unni og leituðu upp í hlíðina og innan stundar mátti heyra þar þrjá eða fjóra kóra kyrja ælt- jarðarlögin, undir rokksöngvum hljómsveitarinnar í fjarska. Þannig verður þjóðhátíð í Vest mannaeyjum, þessi merki siður litlu þjóðarinnar undan Rangár- sandi, öllum ógleymanleg, sem hana sækja. Og það er ékki fyrr en í flugvélinni á leiðinni heim, er hún rennir sér sviflétt til vest- urs, að maður man skyndilega eftir því að skóhlifarnar urðu eftir í Eyjum....... ggs. Þegar húmið færist yfir Herjólfsdal hjalar skrautlýstar gosbrunnurinn og flugeldar lýsa upp hamrabrúnirnar. Útboð NÝKOMINN Ukola krossviBur Tilboð óskast í að leggja raflögn í barnaskólann við Hagatorg. Teikninga og útboðslýsinga má vitja í fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, Vonarstræti 8, gegn Stærð 5 mm 80x205 og 100x200 cm. Birkikrossviður 3ja—4ja og 5 mm. fyrirliggjandi. Kristján Siggeirsson hf. Laugavegi 13 — Sími 1-38-79 kr. 200,00 skilatryggingu. Tilb. sé skilað fyrir 19. ágúst 1957. Fræðslustjárinn i Reykjavik stóla, flosklædda dívana og önn- ur mjúk hægindi og troðfull koffort af skonroki, sætabrauði, brennivíni og hvers kyns mun- gáti, svo ekki sé nefnd kaffikann an, sem ávallt stendur rjúkandi á rauðglóandi maskínunni. — Tjöldin standa þarna í skipu- legum röðum, eins og her- menn á vígvelli, og heita þar götur ýmsum kátlegum nöfnum í hátíðarstíl og eru reist vönduð hlið fyrir hverri með áteiknuðum gamanmyndum til upplyftingar hátíðarbragnum. Tjörnin er fagurlega skrautlýst og speglast litrófið í silfurskær- um vatnsfletinum, en allt um kring eru sölubúðir eins og á öll- um sveitaskemmtunum, en hér er þó ein nýjungin að auki. Þrír litlir snáðar eru önnum kafnir við það að setja loft á miklar blöðrur, líkastar líknarbelgjum í laginu, og hafa til þess háþrýsti- loft á súrefnishylkjum, sem oft- ast sjást í járnsmiðjum. Það er augljóst að þetta er tízkan í dag í Herjólfsdal, fjöldi veifar þess- um sérkennilegu háþrýstiblöðr- um og betur getur ungur maður þarna í dalnum ekki sýnt heit- mey sinni ástarvott en gefa henni eitt slíkt geimfar, slíka blöðru, sem springur að morgni til eilífr- ar minningar um hverfula stund síðsumars í Herjólfsdal. Uppi á haugnum hefir miklum bálkesti verið komið fyrir og þar skal eldur tendraður á mið- nætti fyrsta kvöldið, föstudags- kvöldið, en þá nær hátíðin há- marki sínu og þá er fjörið mest, enda þá ekki af neinum enn dregið eftir næturlangt gaman. Yfir dalinn þveran hafa reipi verið strengd, klettasnasa á milli og eru við þau bundin hangin- luktir og skrautljós, svo eftir að skyggja tekur, slær litfögrum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.