Morgunblaðið - 11.08.1957, Blaðsíða 16
2-24-80
JMmpittSrifo
178. tbl. — Sunnudagur 11. ágúst 1957.
2-24-80
Líflegt í hinum gamla
síldarbœ Seyðisfirði
í BÆJUNUM á Austfjörðunum, Neskaupstað og Seyðisfirði, var
mikið að starfa í gærdag, er síldarskip komu þangað inn með sölt-
unarsíld og bræðslusíld. Var t. d.
firði í gær í um 2000 tunnur.
Síldin virðist eftir því sem
sjómenn segja frá,.hafa fært sig
miklu nær landi, þannig að skip-
in hafa ekki þurft að sækja hana
langt. T. d. sögðu Norðfirðingar
síldina uppi við landsteina. Voru
menn vongóðir um góða síldveiði
í gær.
Laust eftir hádegi í gær biðu
11 skip löndunar á Seyðisfirði, og
voru þar allar síldarþrær fullar.
Taldi verksmiðjustjórinn, Þórður
Sigurðsson, að í þróm og skipum
sem löndunar biðu, væru um 10
þús. mál síldar.
búizt við að saltað yrði á Seyðis-
Á söltunarstöðvunum þar var
saltað af fullum krafti og vant-
aði fólk til starfa, en söltunin taf-
samari fyrir það að síldin er afar
misstór.
í Neskaupstað var einnig mjög
líflegt í gærdag, því þangað komu
nokkur skip með síld til sölt-
unar.
Togarinn Jón Þorláksson land-
aði á Hjalteyri í gær 1126
málum, togarinn Surprise 724 og
Akraborg 928 málum.
Biður um síma en kemur
til oð stela peningum
TELPA sem er á að gizka 10—12^
ára hefur undanfarna 10 daga
stolið hér í bænum hátt á fjórða
þúsund kr. Rannsóknarlögregl-
unni hefur ekki tekizt að hafa
uppi á telpunni.
Reykjavíkur-
meistarar Fram
Telpan, sem er lýst þannig að
hún sé dökkskolhærð, stuttklippt
en virðist aldrei vera eins klædd,
hefur stolið þessum peningum
frá afgreiðslufólki í ýmsum búð-
um.
Hefur hún komið í búðirnar,
beðið búðarfólkið um leyfi til
að nota síma, séu þeir í herbergi
inn af búðarplássinu. Þar hefur
búðarfólkið peningaveskin sín.
Hefur telpan farið í veskin og
stolið peningunum. í einni búð
stal hún til dæmis 1200 krónum.
f eitt skiptið var hún með 6—7
ára dreng með sér. Síðasta pen-
ingaþjófnaðinn, sem rannsóknar
lögreglunni er kunnugt um,
framdi telpan í fyrradag.
Vorugeymslurnar
senn málaðar
ÞEIR sem ekið hafa um Laugar-
nesveginn undanfarið hafa marg-
ir hverjir verið að velta því fyrtr
sér hvort nú sé búið að mála
hinar miklu skemmur Eimskipa-
félagsins við Borgartún. Svo er
að vísu. Það hefur verið borið á
þær þéttiefni, sem flintkót heit-
ir, en síðan á að mála yfir það
og er verið að fikra sig áfram
varðandi heppilegt og í senn
smekklegt litaval, en húsin eiga
að vera tvílit. Munu þau verða
máluð á næstunni, eða þegar
byggingafulltrúi bæjarins hefur
samþykkt litaval Eimskipafélags
manna.
fara óstyrktir
gegn Rússum
í KVÖLD kl. 8 er þriðji leikur
hinna rússnesku knattspyrnu-
gesta Vals og KR. Reykjavíkur-
meistarar Eram mæta þá Rússun-
um.
Lið Fram er óstyrkt frá fyrri
leikum: Geir Kristjánsson, mark
vörður, Gunnar Leósson og Guð
mundur Guðmundsson bakverð-
ir, Hinrik Lárusson, Halldór Lúð
víksson og Reynir Karlsson,
framverðir, Karl Bergmann,
Björgvin Guðmundsson, Dag-
bjartur Grímsson, Guðmundur
Óskarsson og Skúli Nielsen fram
herjar.
Albert stöðujil
í reynsliísiglingu
SÁ dagur nálgast að björgunar-
skúta Norðurlands, Albert, hefji
gæzlustarf. — Undanfarna
daga hafa verið farnar reynslu-
ferðir með skipið hér út í Faxa-
flóa og ytri höfnina, en það hef-
ur ekki fengizt upplýst hve
gangmikið þetta litla, rennilega
skip er. Þessum reynsluferðum
mun verða haldið áfram þessa
viku, en að þeim tíma loknum
verður skipið brátt tekið í tölu
hinna íslenzku varð- og björgun-
arskipa, með formlegum hætti.
Arbær að rísa
Hin rauðmáluðu bæjarþil á hin
um gamla gisti- og veitingastað í
Árbæ fyrir ofan Elliðaár, hafa
dregið að sér athygli fjölda fólks
í sumar, en þar fer nú fram við-
gerð og endurnýjun. Vona ég að
hægt verði að bjoða fólki að
skoða bæinn í góðu veðri á sunþu
dögum nú í sumar, sagði Lárus
Sigurbjörnsson, er Mbl. kom að
máli við hann um daginn.
í vor er leið, tók bærinn Árbæ
í sína vörzlu, en hann var þá að
falli kominn og allt brotið og
bramlað innandyra. Hefir síðan
verið unnið að því að lagfæra
bæjarhúsin. Vonast ég til, að því
verki verði það langt komið á
171. afmælisdegi Reykjavíkur, 18.
úr „öskunni"
þ.m., að almenningur geti skoðað
bæinn. En þegar hann verður
opinn, verður það gefið til kynna
með fána á stöng við Árbæ.
— Er ekki hugmyndin að búa
Árbæ húsgögnum?
Vissulega er það meiningin, —
og þið mættuð í Mbl. geta þess,
að við munum með þökkum
þiggja gömul húsgögn og annan
húsbúnað, sem tíðkaðist þegar
Árær var í senn býli og sveita-
veitingastaður, eða kringum síð-
ustu aldamót. — Ég vil geta þess,
að í Árbæ er hlóðaeldhús og sam
byggt fjós, og er það elzti hluti
bæjarins. Hefir hvort tveggja
verið mikið skoðað í sumar af
innlendum sem útlendum.
Laugarnesið og hlnn nýi íþróttavöllur í Laugardalnum.
(Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Kjölur lagður
að nýjum Fossi
SL. mánudag var í hinni miklu
skipasmíðastöð í Álaborg lagður
kjölur að nýju skipi, „Bygging
125“. Er hér um að ræða næsta
Foss, sem Eimskipafélagið lætur
byggj a. Verður það skip um 1000
tonnum stærra en „þríburarnir“
svonefndu, en minna en Trölla-
foss. Þessi Foss á að vera tilbú-
inn í árslok 1958.
Fyrstu fiskfarmarnir á
leið út eftir verkfall
ÞÚSUNDIR tonna af hraðfryst-
um fiski eru nú á útleið héðan,
fyrstu farmarnir að loknu far-
mannaverkfallinu. Er hér um að
ræða innlend skip og erlend
leiguskip og eru þau nú öll lögð
af stað með fiskinn til ákvörð-
unarstaðar að einu undanskildu,
sem lætur úr höfn á morgun.
Tröllafoss er á leið til Banda- •
ríkjanna, Vatnajökull á leið til
Rússlands og Svíþjóðar, Dranga-
jökull fer til Hamborgar með
fisk sem fara á austur til Tékkó-
slóvakíu, tvö leiguskip Ice princ-
ess og Henry Horn eru á leið
til Rússlands, einnig Lagarfoss
og á mánudaginn fer Goðafoss
héðan áleiðis til Bandaríkjanna
með fiskfarm.
i rœðileg útgáfa á sam-
felldri sögu Reykjavíkur
Bjúgnakrækir
á ferðinni
EINHVER af ættfólki hins við-
fræga jólasveins Bjúgnakrækis
virðist hafa brugðið á leik hér
í bænum í fyrrinótt.
Nótt þessa var framið innbrot
í kjötverzlunina Búrfell við
Vitatorg og var þar stolið hvorki
meira né minna en þrem kössum
af kindabjúgum, 15 kg. hver og
einum kassa af niðursoðnum
baunum. Átti þetta að fara út
á land og var merkt þangað.
Gullfoss með 110
farþega í gær
GULLFOSS fór í gær fyrstu för
sína til Leith og Kaupmanna-
hafnar eftir verKfallið. —
Með skipinu voru um 140
farþegar. Á þilfari voru í básum
sex hestar, sem fara til Skot-
lands og skozkur maður keypti
hér.
frá í fréttum var nýlega háð nor-
rænt vinabæjamót á Siglufirði.
Var þetta annað mót sinnar teg-
undar hér í bæ ( hið fyrra var
háð 1950) og jafnframt annað
mót sinnar tegundar hérlendis.
— Meðfylgjandi mynd sýnir full-
trúa vinabæjanna, er Siglufjörð
sóttu heim, og halda þeir á skjald
armerkjum bæja sinna, sem þeir
afhentu Norræna félaginu að
gjöf. — Talið frá vinstri: hr. borg
arstjóri P. Munk-Paulsen frá
Herning, Danmörku, frú magister
Aino Liukkonen frá Utajarvi,
Finnlandi, borgarstjórafrú Munk
BÆJARRÁÐ hefir fyrir skömmu
samþykkt að hafizt verði handa
um útgáfu á samfelldri sögu
Reykjavíkur eftir frumgögnum
í Skjalasafni bæjarins og annars
staðar. Fól það forstöðumanni
þess, Lárusi Sjgurbjörnssyni, að
gera tillögu uín hvernig þeirri
útgáfu verði hagað. — Slík út-
gáfa tíðkast í öðrum löndum, og
má því telja þessa samþykkt
bæjarráðs fyllilega tímabæra.
Sagði Lárus í samtali við Mbl.
í gær, að ekki væri að svo stöddu
um að ræða nýja sögu bæjarins,
heldur fyrst og fremst fræðilega
útgáfu heimildarrita, svo sem
gjörðabóka, borgarafunda, bæj-
arstjórnar og nefnda frá fyrri tíð.
Útgáfa þessi hlýtur að byggj-
ast á frumgögnum, sem nú eru
varðveitt í Skjalasafni bæjarins
og að nokkru í Bæjarfógetasafni
x Þjóðskjalasafninu.
En á þessu stigi málsins get ég
að sjálfsögðu lítið sagt um út-
gáfustarfsemi þessa. Það mun
verða umfangsmikið starf, sem
strand í Noregi og hr. ingeniör
Henry Karlberg frá Vánersborg
í Svíþjóð. í baksýn hin nýja
glæsilega Gagnfræðaskólabygg-
ing.
Formaður Norræna félagsins
hér, Sigurður Gunnlaugsson,
hafnargjaldkeri, afhenti síðar
bæjarstjórn Siglufjarðar skjald-
armerki vinabæjanna, ásamt
skjaldarmerki Siglufjarðar, en
skjaldarmerkin prýða nú fundar-
sal bæjarstjórnarinnar.
—• Stefán.
einkum er fólgið í ritun skýring-
argreina á frumgögnunum. Er
sennilegt að útgáfan verði ekki
umfangsmeiri en 1—2 hefti á ári,
þ.e.a.s. ef farið verður inn á
þessa braut.
Hermálaráðherra
Bandaríkjanna
í heimsókn
HERMÁLARÁÐHERRA Banda-
ríkjanna, Wilbur T. Brucker,
kom í gær í stutta heimsókn til
íslands. Með honum í förinni
voru frú hans og aðstoðarheiv
málaráðherrann, Mr. Huth M.
Milton III.
Ráðherrann kom til Reykjavík-
ur með flugvél frá Frakltlandi
kl. 6.15 í gær og tók m. a. sendi-
herra Bandaríkjanna á móti hon-
um. Um kvöldið sat hann fagn-
að í sendiráði Bandaríkjanna,
þar sem honum gafst m. a. tæki-
færi til að ræða við íslenzka ráða
menn. Síðar um kvöldið fór hann
til Keflavíkurflugvallar þar sem
hann hafði nætursetu og í dag
ætlaði hann að vera viðstaddur
liðskönnun á flugvellinum.
Síðan mun hann halda ferð
sinni áfram til Thule í Græn-
landi og þaðan til Bandaríkjanna.
Skipið sokkið
SEYÐISFIRÐI, 10. ágúst. —
Norska síldveiðiskipið Bövik, sem
strandaði við Unaós í fyrradag,
er nú sokkið. Þegar það renndi
upp á skerið eyðilagðist í því
botninn. Svarta þoka var. Skip-
brotsmennirnir, sem eru níu tals-
ins, eru hingað komnir og munu
fara héðan til Reykjavíkur.
Vinabæjamót á SigIufirði
SVO SEM Mbl. hefur áður skýrt Paulsen frá Herning, Bergny
Steen kennslukona frá Holme-