Morgunblaðið - 11.08.1957, Side 10
10
MOnCIJlSBl 4ÐIÐ
Sunnudagur 11.ágúst 1957
l^ESTMANNAEYINGAR
eru merkilegir menn og
jm margt líkir frændum sín-
um Islendingum! Þeim dugar
skki að halda eina þjóðhátíð,
eins og flestir menn aðrir láta
3ér nægja, heldur halda þeir
aðra síðar á sumrinu og kalla
hana auðvitað líka þjóðhátíð
— þjóðarinnar, sem í Vest-
mannaeyjum býr.
Sú þjóðhátíð er engu minni en
hin, sem haldin er til minning-
ar um að fyrir 146 árum var einn
efnissveinn í þennan heim borinn
vestur á Rafnseyri við Amar-
íjörð, — og þar vantar heldur
ekki þjóðlegheitin og ættjarðar-
ástina.
Þjóöhátíðin í Vestmannaeyjum
er ákaflega merkilegt fyrirbrigði,
og þá þrjá daga í ágústbyrjun,
sem hún stendur má segja, að
ibúar hinna sæbröttu eyja gangi
að því með jafnmikilli ódrepandi
elju og þrautseigju að skemmta
sér og þeir draga þann gula úr
söltum sjó aðra daga ársins. Ég
hefi aldrei séð fólk jafnstaðráðið
í að skemmta sér eins og á þjóð-
bátíðinni í Vestmannaeyjum, og
þegar ég segi fólk, á ég ekki
bara við stelpur og stráka á rokk-
aldrinum, sem telja Elvis Presley
mestan mann í samanlagðri
kristninni, á eftir Hauki Mortb-
ens.
Þar ber neínilega ekki minna
á föngulegum peysufatakonum, á
skínandi upphlutum með dýrind-
is frönsk sjöl og sylgjur úr skíru
gulli og rosknum virðulegum
Vestmannaeyingum, sem hvísla
því að þér í trúnaði eftir mið-
naetti á föstudagskvöldið, þegar
Ijós flugeldanna brenna marg-
litust og bjarmann slær á
Molda, að enginn maður hafi
fastar stigið dansinn né átt fleiri
naeyja munað en þeir, þegar öld-
in var enn kornung í vöggu.
Eiginlega er þessi merkilegi
siður Vestmannaeyinga sprottinn
af einskærri vanafestu, af því að
þegar eitthvað tekst vel þá eru
menn ófúsir að afljuka þeim góða
sið og halda honum því áfram,
þótt tilefnið sé löngu dottið úr
sögunni.
' Þannig er það um þjóðhátíðina.
Hún byrjaði þannig, að eyja-
skeggjar töldu ástæðu til þess
eins og fleiri að gera sér ein-
★ Á þjóðhátíð *
I Vesfmannaeyjum
Séð yfir hluta af tjaldbúðunum miklu í Herjólfsdal á þjóðhátíðinni fyrir viku.
hvern dagamun á þúsund ára af-
mæli íslandsbyggðar 1874. —
Ákváðu þeir þá að efna til þjóð-
hátíðar, sem samtímaheimildir
kalla að vísu „Þjóðminn-
ingahátíð“. Var hún síðan hald-
in við fjölmenni mikið á
einum fegursta staðnum á
Heimey, í Herjólfsdal, þar
sem fyrsti landnámsmaður eyj-
anna setti bú sitt endur fyrir
löngu.
Tvœr íbúðir
óskast til kaups nú þegar. — 2ja herbergja ný eða
gömul innan Hringbrautar og 3ja h'erbergja hæð
á góðum stað, ekki í blokk. Tilboð merkt: Stað-
greiðsla — 6070, sendist Mbl. fyrir 14. þ.m.
Skatfar 1957
Athygli skattgreiðenda og kaupgreiðenda í
Reykjavík er vakin á eftirfarandi:
% hluti þinggjalda 1957 féll í gjalddaga 1. þ.m.,
og hafi þessi hluti þeirra ekki verið greiddur fyrir
15. þ.m., falía skattarnir allir í gjalddaga og eru
lögtakskræfir.
Gjalddagar skattanna í ár eru 1. ágúst, 1. septem-
ber, 1. október og 1. nóvember V* hluti skattanna
i hvert sinn.
Fastir starfsmenn, sem greiða reglulega af kaupi,
mega þó skipta skattinum á 6 mánuði, þannig að
auk fyrrnefndra gjalddaga komi 2. janúar og 1.
febrúar 1958, enda sé þá greitt á hverjum gjald-
daga.
Hinn 1. marz n.k. hefjast fyrirframgreiðslur upp
í skatta 1958.
Reykjavík, 9. ágúst 1957
Tollstjóraskrifstofan,
Arnarhvoli.
Idag er þessi fyrsta hátið
mjög rómuð og ekki er að
efa að tígulegar hamraborgirnar
umhverfis dalinn hafa enduróm-
að af glöðum söng snarborulegra
sjómanna og fagurra dætra Vest-
mannaeyja, svo sem enn er í
Herjólfsdal. En það sem þó einna
helzt þykir frásagnarvert og að-
komumaðurinn er fljótur að
glöggva sig á er rausn eins kaup-
mannsins sem þá höndlaði í Eyj-
um. Enn þann dag í dag, brátt
heilli öld síðar, má sjá í Herjólfs-
dal miðjum kringlótta, grasi-
vaxna torfu. — Það er „veizlu-
borðið“ svonefnda, líklega eitt
óforgengilegasta veizluborð, sem
um getur í sögunni, og á því bauð
kaupmaður þessi, sem vart mun
hafa átt sinn líkann í Eyjum eða
í landi um matarrausn, öllum til
dýrlegrar veizlu og steikti heilt
naut tii kræsinganna. Um það er
ekki getið hvort hann hafi steikt
það á glóandi teini í heilu lagi,
en einhvern veginn finnst manni
ekkert annað hafa sæmt þessum
merka örlætismanni, en að mat-
reiða naut sitt að hætti erlendra
herkonunga og veita svo sætt
púns og göfugt stríðsöl á eftir.
En svo vel þótti öli hátíðin tak-
ast sumarið 1874 að Vestmanna-
eyingar ákváðu strax að endur-
taka hana sumarið 1875. Sumir
segja enn þann dag í dag, að þar
hafi einhverju um ráðið vonin
um að það sumar snerist einnig
heill nautsskrokkur yfir hægum
eldi í húmi sumarkvöldsins í
Herjólfsdal og horn yrðu aftur
fyllt sætum miði. En auðvitað
er það ekkert annað en flím úr
tómthúsmönnum um höfðingj-
ana.
Þegar við komum á flugvöll-
inn með ritvélina í annarri
hendinni og skóhlífarnar í hinni
(samkvæmt þeim upplýsingum,
að í Vestmannaeyjum rigndi 301
dag á ári, aðra daga væri súld),
var þar fyrir gífurleg þröng, svo
minnti á dánarbúsuppboð fyrir
strið. Þar var alís konar félk,
og á því yar feikilegur asi, en
eitt átti það þó allt sameiginlegt:
það var staðákveðið að eyða
næstu dögum við vín, vif og
söng og vera hvergi hnuggið. Af-
greiðslumenn Flugfélagsins hefðu
vafalaust ekki getað við neitt
ráðið, ef þeir hefðu ekki stjórn-
að mannfjöldanum með aðstoð
hátalarakerfis og röddin í hátal-
aranum, þegar kallað var upp að
nú færi næsta vél til Vestmanna-
eyja, minnti á kurteisan útvarps-
þul, sem kemst í það að lýsa
knattspyrnukappleik þegar ís-
lendingar hafa betur. Meiri hluti
farþeganna, sem skömmu seinna
settist í vélinni, en þeir voru 1000
alls sem til Eyja fóru frá Reykja-
vík þessa daga, var kornungar
stúlkur og piltar, stúlkurnar í
síðum buxum og strákarnir með
svefnpoka undir handlegg.
Og innan stundar risu Eyjarn-
ar sæbrattar úr sjó og sjá mátti
þar grænast gras á öllu íslandi
bera við bláan sjóinn.
A flugvellinum stigu allir upp
í bíl, sem hlýtur að vera elzti
bíllinn í Vestmannaeyjum, svo
maður segi ekki í heiminum, og
jafnvel þótt víðar væri leitað,
sem ákaflega spaklegur bústjóri
ók og fór að engu óðslega.
Bærinn var tómur, galtómur.
Ekki sást sála á götunum, utan
einstaka köttur, sem fikraði sig
meðfram húsvegg, og imgur pilt-
ur með skotthúfu sem var að
bera út Þjóðviljann. En innan frá
einhverri auðri og hljóðri göt-
unni kom þó innan stundar nýr
vörubíll akandi, útbúinn einstak-
lega haglega gerðum sætum. Og
ekki leið á löngu þar til
við komumst að því a3
vörubílarhir í Eýjum aka
þorskinum allt árið á nóttu
sem degi, nema þjóðhátíðardag-
ana þrjá; þá aka þeir fólki og
hafa til þess sérlega hugvitsam-
legan sætaútbúnað, svo þeir
verða sem fínustu „drossiur“ og
kostar þrjár krónur skottúrinn.
Inni í dal, þar sem áður stó3
bær Herjólfs kappa og land-
námsmanns er gömul skriða,
grasi gróin frá ómunatíð og þar
krunkaði hrafninn og barg lífi
bóndadóttur.
Staðurinn er íturfagur og minn
ir á Ásbyrgi, ef í nokkui-n sairi-
jöfnuð er unnt að fara um nátt-
úrufegui’ð. Þar breiða sléttir vell-
ir makindalega úr sér iðgrænir
á lit, og í miðju er lítil tjörn
skömmu ofar sprettur upp ís-
kalt bergvatn og sytrar í tjörn-
ina. Fjöll eru á þrjá vegu, girt
hamrabeltum, illúðlegum þegar
að eggjum dregur, en „dyr“ móti
suðri.
Og þegar við komum nú ak-
andi á fiskbifreiðinni fyrrver-
andi inn dalinn stóð hátíðin sem
hæst. Þar hafði verið reist gífur-
lega mikil tjaldborg og voru
tjöldin ekki venjuleg lág tjöld,
svo sem þau gerast á íslandi, og
valda manni hryggskekkju, ef
langdvölum er gist í, heldur
„hústjöld" svonefnd, sem hafa þá
gerð og náttúru, að unnt er að
skála í þeim standandi. Þarná
stóð hvert hústjaldið við hlið
annars, því svo er það á þjóðhá-
tíð að hver fjölskylda í Vest-
mannaeyjum, sem ber virðingu
fyrir sjálfri sér á sitt tjald, sum
eru gamlir og kærir erfðagripir,
og reisir það í fyllingu tímans
og flytur þangað veizluborð,
HiS makalausa harnaball á þjóðhátiðinni. — Bórnin i Vest-
manBaeyjum læra að „rokkx" og „tjútta" mörg hver, löngu iM~
»r en þau fermast!