Morgunblaðið - 23.08.1957, Side 1
Magnús Á. Árnason
er fæddur 1894 í Narfakoti i
Njarðvíkum, sonur Árna Pálsson
ar bónda og barnakennara og
Sigríðar Magnúsdóttur, - næst
yngstur af börnum þeirra, sem
komust á legg. Bræður hans eru
þeir Ársæll bóksali og Þórhaliur
ceiloisti.
Sautján ára gamall sigldi hann
á togara með Eldeyjar-Hjaita til
Énglands og síðan til Danmerkur
og hóf þar listnám. 1914 var
hann að undirbúa sig að fara til
Frakklands, en þá brauzt fyrri
heimsstyrjöldin út. Skömmu fyr-
ir lok stríðsins fór hann til
Ameríku og dvaldi þar í 12 ár.
1918—1922 gekk hann á Cali-
fornia School of Fine Arts í San
Francisco og lagði þar stund á
málaralist og höggmyndagerð
jöfnum höndum; kennarar: mál-
ararnir Randolph Lee og Spencer
Mackey og myndhöggvarinn
Ralph Stackpole. 1924—’26 stund
aði hann nám í tónfræði á Arr-
inaga Musical College í San
Francisco. Aðalkennari hans þar
var tónskládið George Edwards.
Kom heim 1930.
Hefur sýnt í Kaliforníu, Dan-
mörku og á vegum Norræna list-
bandalagsins á Norðurlöndum öll
um og í Róm. Á siðasta ári í
Búkarcst. í Reykjavík margoft,
á Akureyri fimm sinnum, á Siglu
firði, i Vestmannaeyjum, Kefla-
vík, Haganesvik, Djúpavík,
Grímsey og Djúpavogi.
Magnús hefur einnig fengizt
nokkuð við ritstörf. Þýddi á unga
aldri tvær bækur eftir indverska
skáldið Rabidranath Tagore,
nokkur frumsamin ljóð hafa
birzt í blöðum og tímaritum og
gert hefur hann þýðingar á ís-
lenzkum Ijóðum á ensku, sem
birzt hafa í Icelandic Lyrics,
Twentieth Century Scandinavian
Poetry og víðar. Þá hefur hann
samið urmul af lögum, en aðeins
20 þeirra komið út á prenti.
Magnús er giftur listakonunni
Barböru Árnason, og eiga þau
einn son barna, Vífil að nafni,
sem nú stundar nám í Mennta-
skólanum.
Málverkin, sem sýnd eru nú í
sýningarglugga blaðsins, eru öli
nýmáluð og til sölu.
,World Splendour'
GÍBRALTAR, 22. ágúst. — Til-
kynnt hefur verið, að fimm
sjómenn hafi farizt, þegar risa-
olíuskipið „World Splendour1'
sökk fyrir utan Gíbraltar í gær-
kvöldi. Þeir, sem komust af
voru teknir upp í skip, sem kom
til aðstoðar, þegar slysið varð
Öryggisráð Bandaríkjanna ræðir
atburðina í SýrlandiV, ,, -,
' t œkka i her
WASHINGTON, 22. ágúst. —
Eisenhower Bandaríkjaforseti
ræddi atburðina í Sýrlandi á
fundi Öryggisráðs Bandaríkj-
anna, sem haldinn var í dag.
— Fundurinn var haldinn í
Hvíta húsinu fyrir luktum
dyrum. í Öryggisráðinu eiga
sæti auk forsetans og utan-
ríkisráðherrans yfirmenn hers
ins. Engin tilkynning var gef-
in út að fundinum loknum.
Hussein og Feisal
i Tyrklandi
Hussein Jórdaníukonungur kom
í dag til Tyrklands og hyggst
ræða við tyrknesku stjórnina um
valdarán kommúnista í Sýrlandi.
Viðræðufundirnir verða í Mikla-
garði. Hussein mun einnig ræða
við Feisal Irakskonung um komm
únistahættuna í löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafs, en Feisal
er staddur í Miklagarði um þess-
ar mundir.
Pólverjar biðja
um hæli
KAUPMANNAHÖFN, 22. ágúst.
— Fréttamenn segja, að all-
margir Pólverjar, sem eru með
pólska skemmtiferðaskipinu Bat-
ory, sem nú er í Kaupmanna-
höfn, hafí snúið sér til yfirvald-
anna og beðið um landvistarleyfi
sem pólitískir flóttamenn. Ekki
vildi lögreglan gefa upplýsingar
um mál þetta fyrr en skipið hef-
ur lagt úr höfn. Það fer á mið-
nætti í nótt.
Síðustu fregnir herma, að 16
manns af skipinu hafi beðið um
landvistarleyfi.
Fá að fara fil Kína
WASHINGTON, 22. ágúst. —
Bandaríkjastjórn hefir ákveðið
að heimila 24 bandarískum blaða
mönnum að fara til lCína. Áður
hafði stjórnin neitað þeim um
vegabréf til þessarar ferðar. Tals
maður stjórnarinnar sagði í
kvöld, að ýmislegt hefði breytt
afstöðu stjórnarinnar, en minnt-
ist ekki sérstaklega á neitt atriði.
sinum
Sænskir skátar leggjast í inflúensu
Karlskróna, 22. ágúst.
SENNILEGT þykir, að 5 sænskir skátadrengir, sem sóttu Jamboree
í Birmingham í sumar, hafi fengið Asíuinflúensu. Skátarnir hafa
verið lagðir inn í sjúkrahús í Karlskrona og samkvæmt frásögnum
lækna benda öll einkenni sjúkdómsins til Asíuveiki. Ekki verður
þó hægt að ganga úr skugga um það fyrr en eftir rúma viku, því
að sérfræðingar verða að rannsaka veirurnar áður. Foreldrar og
bróðir eins drengjanna hafa einnig verið lögð inn í sjúkrahús með
sömu veiki. Allir hafa sjúklingarnir hita, en að öðru leyti líður þeim
bærilega.
Sænsk heilbrigðisyfirvöld segja^-------------------------
að alls hafi um 70 sænskir skátar,
sem sóttu skátamótið í Birming-
ham fengið þennan sama sjúk-
dóm, en mjög vægan.
Þá herma fréttir frá Svíþjóð
einnig, að sænskir þátttakendur
í æskulýðsmótinu í Moskvu hafi
verið lasnir, þegar heim kom og
er gert ráð fyrir, að einnig sé
um Asíuinflúensu að ræða.
Veikin er komin
tiI Nígeríu
Frá Pretoríu í Suður-Afríku
berast þær fregnir, að sendiherra
Vestur-Þýzkalands þar í landi,
Gustav Strohm, hafi látizt úr
hjartaslagi eftir að hann hafði
fengið Asíuinflúensu. Veikin fer
nú eins og eldur í sinu um
landið og er nú einnig komin til
Nígeríu. Svo til öll opinber starf-
semi liggur þar niðri og verzlanir
hafa neyðzt til að loka vegna far-
aldursins. I höfuðborginni er nú
vitað um 2000 tilfelli.
BRIDGEMÓTIÐ
ÓSLO, 22. ágúst (NTB). — f
dag var spiluð fjórða umferð á
Evrópumeistaramótinu í bridge.
Austurríki vann Noreg (100:24).
Sinasta sveit Norðurlanda sem
vann í fjórðu umferð var
'innska sveitin. Finnarnir unnu
>jóðverja (105:40). — Austur-
íki er nú í fyrsta sæti með 4
inninga, ftalía númer tvö með
,-rjá vinninga.
Friður á Kýpur
Sir John Harding, landstjóri
Breta á Kýpur, skýrði frá því
í kvöld, að ekki hefði verið
framið neitt pólitískt morð á
Kýpur undanfarna 5 mánuði.
Ekki hefði heldur komið til
neinna átaka á eyjunni, eng-
um sprengjum hefði verið
kastað á almannafæri og yfir-
leitt hefði lífið gengið sinn
vanagang þar á eyjunni á
þessu tímabili.
LUNDÚNUM — Brezka her-
málaráðuneytið hefur tilkynnt,
að fækkað hafi verið í brezka
hernum um 60 þús. manns á
tímabilinu 1. júlí 1956 til jafn-
lengdar 1957. Nú eru í hernum
702.100 óbreyttir hermenn og
liðsforingjar. Landherinn er fjöl-
mennastur með um 360 þúsund
menn, síðan kemur flugherinn
með um 210 þúsund menn og
loks eru í flotanum um 110 þús-
und sjóliðar og foringjar.
Duncan Sandys landvarnaráð
herra Breta, sagði í Canberra í
fyrradag, að herir Rússa og Kín
verja væru svo öflugir, að Vest
urveldin mundu mega sín lítils,
ef þau gætu ekki treyst á kjarn-
orku- og vetnisvopn. Því mundu
Bretar leggja áherzlu á að búa
her sinn eins vel út af þessum
vopnura og unnt væri. Sú stað-
reynd, að Bretum hefur tekizt að
framleiða öflugar vetnissprengj-
ur, hefur minnkað ófriðarhætt-
una til muna, sagði ráðherrann.
Arás
fyrir dóm-
stól í Haag
WASHINGTON, 22. ágúst. —
Bandaríkin hafa í hyggju að
leggja fyrir Alþjóðadómstólinn í
Haag deilu sína við Ráðstjórn-
ina út af bandarískri flugvél,
sem Rússar skutu niður fyrir
utan Síberíuströnd í september
1954. Flugvélin hrapaði í hafið
eftir að hún hafði orðið fyrir
árás rússneskrar orrustuflugvél-
ar. Áhöfninni var bjargað um
borð í bandaríska björgunarvél
að undanskildum einum manni,
sem fórst. Bandaríkjastjórn hef-
ir krafið Rússa um $ 1.3 millj.
í skaðabætur. Rússar hafa neit-
að að greiða þær og halda því
fram, að flugvélin hafi verið
innan rússneskrar landhelgi.
Bandaríkjamenn fullyrða, að flug
vélin hafi verið 35 sjómílur utan
landhelginnar.
Hefur Kuutly
sugt uf sér?
BEIRUT, 22. ágúst. — Blað eitt
í Líbanon E1 Hayat skýrir frá því
að Sýrland sé nú stjórnlaust
land, þar sem Kuatly forseti sé
enn í Egyptalandi og forseti þings
ins, sem gegnt hefir störfum for-
seta, dr. Nazem el Kodzi, kominn
til Libanons. Kodzi tók við for-
setaembættinu á sunnudag, þegar
Kuatly flaug til Egyptalands. —
Þá segir blaðið einnig, að Kuatly
hafi skrifað undir yfirlýsingu
þess efnis, að hann hafi látið af
embætti, skömmu áður en hann
fór til Egyptalands, en hinir
Sovétsinnuðu hershöfðingjar
landsins hafi lagt við því blátt
bann, að yfirlýsingin yrði birt á
þessu stigi málsins.
Annað blað í Libanon, A1 Siassa,
sem er vinstrisinnað, skýrir frá
því, að yfirmaður rússnesku ör-
yggislögreglunnar, Ivan Serov
hershöfðingi, hafi verið í Sýr-
landi frá 18. júlí til 5. ágúst og
skipulagt valdatöku 5. herdeild-
arinnar í Sýrlandi. Blaðið heldur
því einnig fram, að Serov hafi
farið frá Sýrlandi til Egypta-
lands.
Athafnir, en
ekki orð
ACCRA, 22. ágúst. — Lögreglan
varð að grípa í taumana gegn ó-
aldarlýð sem ætlaði að gera að-
súg að Nkrumah forsætisráð-
herra, þegar hann kom til þing-
hússins í gær. Varð lögreglan að
beita kylfum gegn mönnum þess-
um. Fyrr um daginn höfðu þeir
kastað steinum að þingmönnum,
þegar þeir fóru inn í þinghúsið.
Stjórnin er nú að koma nýju
frumvarpi í gegn um þingið um
löggæzlu og átthagafjötra og hef-
ir forsætisráðherrann sagt í því
sambandi, að nauðsynlegt sé að
frumvarp þetta nái fram að
ganga, ef unnt á að vera að halda
uppi lögum og reglu í landinu,
eins og öðrum menningarríkjum.
Á kröfuspj öldum sem óspektar
menn voru með fyrir framan
þinghúsið stóðu vígorð sem þessi:
„Við viljum athafnir, en ekki
orð“.
Sökk á Gibraltarsurdi
er mynd ai ohuskipiiiu „World Splendour" setn sö'- k á Gibraltarsundi í fyrrakvöld eftir að
í þvi hafði orðið sprenging. Mikill eldur kom upn í skiy’ u og magnaðist hann fljótt. Skipið, sem
var eign gríska útgerðarmannsins NGrchos frá'K-'-vms, var nýtt, var ekki afhent eigendunum
. . ‘i’ en í sutnar. Það var 40, ... to...:, sntíöúð í Máímey.