Morgunblaðið - 23.08.1957, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.08.1957, Qupperneq 2
2 MORGUNTtT. 4 Ð IÐ Fostudagur 23. Sgðst 195? Stjómarblöðin þegja alger- lega um ástandið í gjaldeyr- ismálunum lb\F) vekur athygli að ekkert af stjórnarblöðunum minnist í gær einu orði á þær upplýs- ingar, sem Morgunblaðið birti í fyrradag um hið geigvæn- lega ástand í gjaldeyrismál- unum. Ber þessi þögn vott um það að Morgunblaðið hefur í einu og öílu farið rétt með staðreyndir og er ennfremur nýtt dæmi þess, að ríkis- stjórnin og blöð hennar þegja jafnan um það, sem á ein- hvern hátt er óþægilegt. Morgunblaðið upplýsti að í lok júlímánaðar hafi nettóskuld bankanna við útlönd verið um 75 milljónir króna á móti , 36 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Aðrar skuldbindingar bankanna gagnvart útlöndum munu vera um 5 milljónum kr. hærri nú en á sama tíma í fyrra og óinnheimtar kröfur erlendis eru um 9 millj. kr. lægri en þá. Að þessu leyti hefur því aðstað- an versnað um 53 milljónir kr. miðað við það sem var fyrir ári síðan. Þegar tekið er tillit til er- lendrar lántöku, sem fór fram í lok s.l. árs, og notuð var til að lækka greiðsluhalla bankanna við útlönd, þá er þar um að ræða 65 milljónir kr., sem bæta verður við halla bankanna ef yfirlit á að fást til samanburðar við það, sem var í fyrra. Þá er þess að geta, að útflutningsbirgðir voru í júlílok um 110 milljón kr. lægri en á sama tíma í fyrra. Sést því að þessir 3 liðir bera með sér, að aðstaðan er tæpum 230 millj. kr. lakari en fyrir ári síðan, og er þá ekki tekið tillit til mikils samdráttar á erlendum vörubirgðum í landinu á sama tíma. Stjórnarblöðunum finnst ekki ástæða til að upplýsa landsfólkið um, hvernig hag okkar er kom- ið að þessu leyti, og má þá nærri geta, að ekki er heldur haft fyrir því að skýra frá tii hvaða ráða eigi að grípa tii að bæta úr þess- um stórkostlega vanda. í þessu sambandi er rétt að benda >á að viðskiptamál okkar eru komin í algert öngþveiti. Má nefna mörg dæmi í því sambandi, og eitt af þeim er að fjármála- ráðherrann leggur nú mesta á- herzlu á að flutt verði inn nógu mikið af miður þörfum hátolla- varningi til þess að fylla soltna sjóði, en innflutningur þarfari vara dregst saman. Eitt af dæmunum um það hvert stefnir eru viðbrögð Þjóðviljans, blaðs viðskiptaráðherrans, í for- ystugrein í gær. Þar segir: „Viðskipti okkar við Bretland og Bandaríki» eru einnig slík, að þau eiga að nægja til að bæta upp það, sem enn kann að vera áfátt um vöruframboð í sósíalist- ísku löndunum." Samkvæmt þessu eiga viðskipti Islands og járntjaidslanda að vera aðalregla en viðskipti við Bretland og Bandaríkin, sem lengi hafa verið í röð mestu við- skiptalanda okkar, eiga aðeins að vera til vara og sést þá glöggt hvað verða vill í þessum málum. Niðurjöfnun ekki endanlega lokið fyrr en allar kærur hafa verið afgreiddar Því ótímabœrt að rœða kœru kommúnistans A BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gær vakti bæjarfulltrúi kommún- ista Ingi R. Helgason enn máls á kæru sinni til félagsmálaráðu- neytisins um að jafnað hefði ver- ið niður í Reykjavík útsvörum, sem væru 7 millj. kr. hærri en heimilt væri. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri benti á, að enn væri alls ekki tímabært að ræða þetta mál, þar sem Niðurjöfnunarnefnd teldi sig enn ekki hafa lokið nið- urjöfnun. Nefndin þyrfti nú að taka til meðferðar fjölda af út- svarskærum, og hefði það sýnt sig á undanförnum árum, að heildarupphæðin hefði lækkað verulega í samræmi við kærur. T. d. væri þar um að ræða kær- ur manna, sem ekki hefðu talið fram og væri venja að lagfæra útsvarsálagningu á þeim, þegar nánari upplýsingar fengjust. Annars var mál þetta afgreitt frá bæjarráði þann 26. júlí s.l. með svohljóðandi samþykkt: „Þar sem upplýst er, að niður- jöfnunarnefnd hefur hagað út- svarsálagningu að þessu sinni með sama hætti og að undan- förnu og öruggt má telja, að með breytingum og leiðréttingum á framlagðri útsvarsskrá verði út- svörin ákveðin innan þeirra marka, sem lög heimila, vísar bæjarráð tillögu Inga R. Helga- sonar frá, enda gæti samþykki slíkrar tillögu valdið því að áætl- unarfjárhæð útsvara fengist ekki innheimt, með vandræðum, sem af því leiddu.“ Fleiri fulltrúar minnihluta- flokkanna 1 Bæjarstjórn tóku til máls í gær, svo sem Þórður Björnsson, fulltrúi Framsóknar- flokksins, sem staðfesti m. a. það, að útsvarskærur heyrðu ekki undir Félagsmálaráðuneytið, held ur undir dómstólana, svo að litla þýðingu hefði að hlaupa með málið til ráðuneytisins. Þá talaði Magnús Astmarsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins. — Hann kvaðst ekki geta tekið þátt í lögfræðilegum rökræðum um það, hvort niðurjöfnun útsvara væri lokið með framlagningu út- svarsskrár, en benti á það að í bréfi því, þar sem Félagsmála- ráðuneytið heimilaði 199 milljón króna útsvarsálagningu í Reykja- vík, væri notað orðalagið „að útsvörin mættu verða“, svo að vel mætti vera að þetta orðalag réttlætti að jafnað væri niður hærri upphæð í byrjun, ef aðeins lokaupphæð útsvara eftir að kærur eru teknar til greina færu ekki fram úr hinni heimiluðu upphæð. Alfred Gíslason vildi að niður- jöfnunarnefnd endurskoðaði nú þegar öll útsvör í bænum, þannig að þau lækkuðu um 3,7%. Að lokum bar Ingi R. Helga- son fram tillögu um að bæjar- stjórn fæli niðurjöfnunarnefnd að endurskoða útsvörin. Tillögu þessari var frestað þar til fram kæmi umsögn niðurjöfnunar- nefndar með 8 atkvæðum gegn 5. PATREKSFIRÐI, 22. ágúst. — Patreksfjarðartogararnir Gylfi og Ólafur Jóhannesson, eru báðir búnir að landa hér talsverðu fisk- magni til vinnslu í frystihúsin og eru nú báðir komnir á veiðar aftur. — ICarl. i Loftbelgurinn og alúmínhylkið, sem Simons fór í upp í háloftin. i'M Mgg M ^ jj ' 0- S'■; jt íÍKM| 'v újl *' -í j. .,íy. 5 Simons var lengur í háloft- unum en gert var ráð fyrir Washington, 22. ágúst. EINS og skýrt hefur verið frá í fréttum, fór bandarískur læknir og háloftssérfiræðingur, David Simons að nafni, upp í 40 þúsund metra hæð í sérstaklega gerðri alúmínkúlu, sem fest var við loftbelg. — Eríndi læknisins var einkum það, að gera athuganir á því, hvernig mannslíkaminn þolir dvöl í háloftunum. Aldrei hefur neinn maður farið hærra í loftbelg. Mesta hæð áður var undir 31 þús. metrum. Aftur á móti hefur flugvél komizt upp í 40 þús. metra hæð. Þegar Simons skýrði frá því, að hann væri kominn upp í 40 þús. metra hæð, var hann mjög hugfanginn af því, sem hann sá: „Ég hef skyggnzt inn í himin- inn,“ sagði hann, „og það er ekki hægt að lýsa því, sem ég sé.“ Hann bætti því við, að honum liði vel í alúmínhylkinu, sem er aðeins einn metri á breidd og tveir á hæð og er fyllt með heliums- og súrefnisblöndu. — Ferðir loftbelgsins voru komnar undir veðrum og var Simons mun lengur uppi í háloftunum en ráð var fyrir gert. Hann kom aftur til jarðar á þriðjudagskvöld. — Þess má geta, að hann er kvænt- ur maður, fjögurra barna faðir. ísland vann Pólland og Svíþjóð á Evrópu- meistaramótinu í bridge t ANNARRI umferð Evrópumeistaramótsins í bridge kepptu Is- lendingar við Pólverja. ísland vann þá keppni með 55:38. í.þriðju umferð kepptu íslendingar við Svía og einnig þá keppni unnu þeir með 66:50. í fjórðu umferð sitja íslendingar hjá. 2. umferð Úrslit annarrar umferðar urðu þessi: fsland — Pólland........ 55:38 Belgía — Spánn.......... 69:59 Danmörk — Þýzkaland .. 76:48 England — Írland ....... 59:38 Austurríki — Lebanon .. 79:30 Noregur — Frakkland . .. 69:40 í þessari umferð gerðu jafn- tefli Finnland og Holland (51:48). Sviss og Svíþjóð (59:57). (Það telst jafntefli ef minna en 6 punkt ar skilja sveitirnar að). 3. umferð Úrslit þriðju umferðar urðu þessi: ísland — Svíþjóð........ 66:50 Noregur — Sviss......... 63:26 Frakkland — Lebanon .. 67:42 Austurríki — írland .... 74:43 Holland — Danmörk .... 42:36 Þýzkaland -— Spánn .... 66:56 Ítalía — Belgía......... 66:59 Jafntefli gerðu England og Finnland (52:52). — Vilhjálmur. ★ úr frá því sem upphaflega var sagt. 50.000 mál til bræðslu eystra SEYÐISFIRÐI, 22. ágúst. — Þá er síldarbræðslu lokið hér á Seyð isfirði. Verksmiðjan fékk sem kunnugt er allmikið af síld síðari hluta vertíðarinnar og sagði for- stjórinn mér í dag að alls hefði verið unnið úr 50.000 málum. Hér var líka nokkurt magn saltað og munu uppsaltaðar tunnur vera í um 7000. — B. — G.E. Akranesbátar með 240 tunnur síldar REKNETJABÁTARNIR komu í dag með alls um 240 tunnur síld- ar. Aflahæstur var Böðvar með 88 tunnur, Skipaskagi 45, Ás- Þátttökuþjóðirnar í þessari Ev- rópukeppni eru 17, en ekki 18, mundur með 40 og aðrir með nið eins og sagt var í blaðinu í gær. ur í 33 tunnur. Síldin er jöfnum Það eru Egyptar sem fallið hafa, höndum söltuð og fryst. — Oddur Þrumuveður yfir Reykjavík LAUST fyrir klukkan 5 í gær skall á mikið þrumuveður hér yfir Reykjavík. Á suðurloftinu voru grásvört þrumuský og sáust þar mikil leiftur. Logn hafði verið, en um leið og þrumuveðrið skall á, það stóð aðeins skamma stund, snarhvessti. Að svo sem þrem mínútum liðnum skall á stórfelld rigning, ósvikið skýfall, svo göturnar hér í Miðbænum tæmdust að mestu af fólki, sem leitaði þegar skjóls 1 anddyri verzlunarhúsa, Pósthúsinu og víðar. Rigningin stóð aðeins yfir í nokkrar mínútur. Reknetjasíld norðan- lands 12 þús. tunnur SIGLUFIRÐI, 22. ág. — Allgóð veiði var í gær í reknet og voru saltaðar hér 1402 tunnur. Alls var búið að salta af reknetjasíld hér norðanlands í gær 12,470 tunnur. Hæstu söltunarstaðir reknetjasíldar eru: Siglufjörður 5186 tunnur, Skagaströnd 4021 tunna, Djúpavik 1691 tunna, Ólafsfjörður 742 tunnur og Hólma vík 264 tunnur. í dag var tregari veiði, logn var og dreif illa. — Guðjón Söltunarhæf síld hér í Flóanum HAFNARFIRÐI. — Nú eru allir snurpubátarnir komnir að norð- an nema Fagriklettur og Fróða- klettur, en sá fyrrnefndi varð fyrir bilun út af Patreksfirði, þegar hann var á leið heim, og kom Fróðaklettur honum til að- stoðar. — Hafnfirðingur og Fiskaklettur eru á reknetjum fyr ir norðan og hafa aflað sæmi- lega. — Þrír bátar, Reykjanes, Guðbjörg og örn Arnarson, eru byrjaðir reknetjaveiðar hér J Bugtinni. Komu tveir þeirra inn í gær, annar með 70 tunnur en hinn 50 af stórri og feitri síld, sem var söltuð. Virðist síldin nú vera komin hér inn í Flóann og vera orðin vel söltunarhæf. Togararnir hafa verið á karfa- veiðum undanfarið og aflað vel. Kom Ágúst í sl. viku með full- fermi, Júní var hér í byrjun vik- unnar og Bjarni riddari í gær. Að öllum líkindum munu flestir ’nafnfirzku togaranna veiða fyrir Þýzkalands-markað á næstunni. Hinn ii/i sendihena Sviss á fslandi, Seifert, afhenti forseta fslands embættisskilriki sín i fyrradag og var mynd þessi tekin viS þaS tækifæri af for- setanum og sendiherranum. Sendiherrann hefur aðsetur í Osló.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.