Morgunblaðið - 23.08.1957, Blaðsíða 9
Föstudagur 23. Sgúst 1957
MORCVNBl4Ð1Ð
9
Krishnamurfi: Maðurinn
er iagði niður guðdóminn
ÁRXN eftir fyrri heimsstyrjöldi
voru blómaskeið alls konar trú-
arvingls og „andlegra vakninga".
Styrjöldin hafði svipt menn
barnalegri bjartsýninni á fram-
tíðina og sýnt manninn í sinni
réttu mynd: villidýr gætt tals-
verðri skynsemi. Mörgum fór svo,
að þeir gátu ekki horfzt í augu
við sína sönnu mynd og leit-
uðu á vit andlegra leiðtoga til
að fá huggun og ef hægt væri
staðfesting þess, að maðurinn
væri æðri vera, sem hefði vits-
muni og fagrar hugsjónir í há-
vegum. Síðari heimstyrjöld átti
eftir að leggja trú þessara manna
í rúst.
Einn þeirra manna, sem komu
fram með nýjan boðskap upp úr
fyrri heimsstyrjöld, var Indverj-
inn Krishnamurti. Hann var þá
ungur, forkunnarfríður og brenn-
andi í áhuganum á að bæta mann
kynið. Hann hafði mikið töfra-
magn í persónuleika sínum, og
menn flykktust um hann, hvar
sem hann fór — og hann fór
víða. Hann ferðaðist um mestall-
an heiminn, prédikaði og hugg-
aði. Milljónir manna trúðu því,
að hann væri Kristur endur-
holdgaður, og tilbáðu hann. Hann
hafði fært þeim tilgang og lífs-
stefnu. Blöðin skrifuðu mikið um
hann, því hann var jú tízku-
fyrirbæri, og blöðin fylgja tízk-
unni.
Það voru víst fáir, sem vissu,
að Krishnamurti var ekki líkt
því jafnöruggur um hlutverk sitt
og áhangendur hans. Hann tók
að efast um réttmæti þess að
láta tilbiðja sig þannig. Og einn
góðan veðurdag gerði hann upp
sakirnar við sjálfan sig og um-
heiminn, hætti heimsflakki sínu
og settist að í litla bænum Carm-
el í Kaliforníu. Áhangendur hans
gleymdu honum brátt: hann var
ekki lengur hinn útvaldi, sem
flutti milljónum lausnina á lífs-
gátunni. En lífsskoðun hans lifir
enn með mörgum þeim, sem sáu
hann í réttu ljósi án skínandi
klæða spámannsins. Krishna-
murti hefur ekki setzt í helgan
stein; hann boðar enn skoðanir
sínar, ekki sem yfirburðavera,
heldur sem maður.
Brahmin-ættar
Krishnamurti er einn þeirra
fáu „spámanna“, sem þolir það,
að á hann sé litið í mannlegu
ljósi — án hins spámannlega
helgiljóma. Hann var ekki lodd-
ari, heldur einlægur andans mað-
ur, eins og þeir gerast beztir í
Indlandi. Hann fæddist 25. maí
1896 í Suður-Indlandi, var átt-
unda barn foreldra sinna, sem
voru úr æðstu „stétt“ Indverja,
brahmin-stéttinni. Ættarnafnið
Jiddu, sem er sett fyrir framan
skírnarnafnið samkvæmt ind-
verskri venju, er dregið af nafni
þorpsins, þar sem fjölskyldan
bjó. Nafnið Krishnamurti þýðir
hins vegar „sá sem er vígður Shri
Krishna", en Shri Krishna er
einn af helztu guðum brahmin-
stéttarinnar.
„Ný holtekja Krists“
Krishnamurti missti móður sína
meðan hann var á barnsaldri,
og hafði það óbein áhrif á alla
framtíð hans, því faðir hans, sem
var sannfærður guðspekingur,
fluttist eftir dauða konu sinnar
til aðalstöðva Guðspekifélagsins
við Adyar-fljótið nálægt Madras.
Þar var drengurinn Krishna-
murti „uppgötvaður" af brezku
kvenréttindakonunni og rithöf-
undinum Annie Besant, sem var
formaður Guðspekifélagsins. Hún
og nánasti samstarfsmaður henn-
ar, Charles Leadbeater, fengu
föður drengsins til að fela hann
og yngri bróður hans í umsjá
þeirra. Hún kvaðst hafa fengið
vissu fyrir því, að Krishnamurti
ætti fyrir höndum mjög óvenju-
legt lífshlutverk. Hún og Lead-
beater hefðu fengið opinberun og
séð „æðsta leiðtoga jarðneskrar
þróunar“, og svo hafði Leadbeat-
er staðið augliti til auglitis við
sjálfan Logos (persónugerða al-
vizkuna). „Leadbeater er heil-
agur maður á leið til guðdóm-
leikans", skrifaði Annie Besant
einu sinni um hann. Hins vegar
vekur það óþægilegar efasemd-
ir, þegar maður kemst að því,
að þessi sami maður var ákærður
fyrir tilraunir til saurlífis við
nokkra unga drengi, sem honum
hafði verið trúað fyrir, og með-
al þessara drengja var Krishna-
murti. Þrátt fyrir það fengu
Annie Besant og Leadbeater op-
inberun nokkrum árum síðar, þar
sem þau sáu „mestu úthelling
heilags anda síðan hvítasunnu-
undrið gerðist", og héldu þau því
blákalt fram, að þau hefðu „með
l opinberunum mahatmanna (and
i anna miklu) og með skyggnum
j rannsóknum á drengnum Krishna
] murti, sem hafði þá ekki enn
j náð 16 ára aldri, sannfærzt um
I það, að líkami drengsins mundi
verða aðsetur nýrrar holdtekju
Krists".
„Stjarnan í austri“
En nú fannst föður drengsins
nóg komið. Við hin frægu Alcy-
one-réttarhöld, sem vöktu mikið
hneyksli, mótmælti hann því, að
í sonur hans, Krishnamurti, væri
i tilbeðinn sem guðleg vera. í
í þessum réttarhöldum var Lead-
; beater dæmdur óhæfur til að
i ieiðbeina ungum mönnum. En
Annie Besant lét ekki hugfallast.
Eftir hneykslið og óróann, sem
Leadbeater hafði valdið, var
(henni nauðsynlegt að styrkja að-
stöðu hans innan guðspekihreyf-
ingarinnar með einhverju móti.
Og í þessu sambandi voru opin-
beranir öruggasta leiðin. Annie
Besant ferðaðist til London og
flutti þar fjölmarga fyrirlestra,
þar sem hún bjó menn undir
Krishnamurti á leiðinni til New York fyrir rúmum 30 árum,
þegar hann var enn hinn nýi Messías, sem ferðaðist land úr
landi.
„Andleg móðir“ Krishnamurtis, brezka kvenréttindakonan
Annie Besant, þegar hún lagði hornsteininn að hinum nýju
aðalstöðvum Guðspekisamtakanna á sínum tíma.
komu hins nýja Messíasar. Einn
viðburður rak annan. Mynduð
var ný guðspekileg heimsregla,
„Stjarnan í austri“, og þrátt fyrir
mótþróa föðursins var drengur-
inn Krishnamurti gerður að leið-
toga hennar.
Heimsflakk — sumarbúðir
„Stjarnan í austri" hafði aðal-
stöðvar sínar í Ojaj í Kaliforníu,
en Krishnamurti var sendur til
Evrópu til að kynna sér vestræna
menningu. í fyrri heimsstyrjöld
tók hann virkan þátt í starfi
Rauða krossins bæði í París og
London. Skömmu eftir að friður
hafði verið saminn, ákvað Annie
Besant, að tími væri til þess
kominn að senda skjólstæðing-
inn út um heim með hinn nýja
boðskap. Næstu árin fór Krishna
murti land úr landi og talaði
fyrir fullum samkomusölum,
hvar sem hann kom. Meðal
margra verkefna hans var það að
stjórna hinum stóru „stjörnubúð-
um“, en það voru geysifjölmenn
þing guðspekinga, sem haldin
voru á hverju sumri í nokkur
ár í Ommen í Hollandi. Til þessa
litla bæjar gengu þúsundir af
áhangendum Krishnamurtis sín-
ar pílagrímsgöngur ár eftir ár
til að heyra hann tala við bálin
í þessum stóru sumarbúðum.
Sagt er, að alls konar fáránlegir
atburðir hafi gerzt þarna undir
berum himni, þar sem þúsundir
eldheitra trúmanna biðu þess, að
nýir tímar rynnu upp, eins og
„Stjarnan í austri“ hafði boðað.
Ný öld á íslandi
fsland fór ekki varhluta af
þessum andlegu hræringum. Hér
á landi var líka „Stjarnan í
austri“, og menn töluðu um nýja
öld •— öld guðspekinnar. Aðal-
björg Sigurðardóttir mun hafa
verið helzti leiðtogi hreyfingar-
innar hér, en þetta barst inn í
prestastéttina engu síður en ófögn
uður spíritismans og liggur víst
í landi ennþá. Líklega var það
um þetta sama leyti, sem sann-
trúaðir marxistar eins og Þór-
bergur og séðar aurasálir eins og
Sigurður Jónasson gerðust and-
lega þenkjandi, tóku að nema
austræn fræði, yoga og dulspeki.
og hrærðu þessu öllu í einn hressi
legan graut. Allir þráðu hina
nýju öld.
Hinn útvaldi þreyttist
En hún rann ekki upp. Hins
vegar þreyttist Krishnamurti á
þessum skollaleik, og árið 1929
hélt hann minnisstæða ræðu á
einu mótinu í Ommen, þar sem
hann lýsti því yfir umbúðalaust,
að Stjörnureglan væri úr sög-
unni og hann segði sig úr lög-
um við áhangendur sína. Hann
hafði þá verið leiðtogi reglunn-
ar tæp tíu ár, en verið „útval-
inn“ frá því hann var.tæpra 16
ára.
Vildi þurrka út „ég“-villuna
Boðskapur Krishnamurtis þessi
tíu ár áður en hann sagði skil-
ið við „andlega móður sína“,
Annie Besant, var ekki bein-
línis nýr af nálinni, en hann
virðist hafa verið fluttur af því-
líkum sannfæringarkrafti og
mannskilningi, að menn vökn-
uðu til nýrrar meðvitundar um
sannindi, sem þeir höfðu raunar
alltaf haft grun um. í rauninni
prédikaði Krishnamurti ekki ann
að en hinn forna boðskap Ind-
verja, að guð sé sjálft lífið og
birtist í öllu, sem til er á jarð-
ríki. Til að gera þennan sann-
leik að veruleik, verðum við að
losna undan „ég“-þrælkuninni,
þeirri tilfinningu að einstakling-
urinn sé heimur út af fyrir stg,
sem hafi ekki annað hlutverk en
að sinna eigin áhugamálum,
þeirri firru að líf okkar hvers
og eins sé svo mikilvægt, að v>ð
verðum að halda því áfram hand
arx grafarinnar sem einstaklingar.
Það er þessi skbrangur á mann
lífinu, sem leiðir af sér styrj-
aldir og alls ko>iai böl. Ef við
hins vegar lítum á lífið og allt
lifandi sem eina mikla heild, sem
hefur verið frá upphafi vega og
heldur áfram að vera, þá týna
dauðinn, græðgin og metorða-
girndin merkingu sinni, því þá
hverfur allt öryggisleysi. En til
að ná þessu marki verðum við
að gera hreint fyrir okkar dyr-
um, segir Krishnamurti, losna
undan öllu: lærdómum, kennisetn
ingum, helgisiðum, kirkjum, guð
fræði, heimspekiskóium, hug-
Praxnh. a bls 15.