Morgunblaðið - 23.08.1957, Side 11

Morgunblaðið - 23.08.1957, Side 11
Föstuclagur 23. ágúst 1957 MORGVNBL AÐIÐ II ’ Olaf Forberg minning Fæddur 8. júlí 1912 Dáinn 15. júlí 1957. HANN lézt í Landakotsspítala aðfaranótt 15. þ. m. eftir skamma legu, en allþunga. Hafði hann kennt sér nokkurs meins undan- farið en gekk þó að störfum eft- ir sem áður. Mun engan hafa grunað að svo skjót umskipti yrðu. Var hann viðstaddur út- för eins starfsfélaga síns, er hann veiktist hastarlega og reis ekki upp eftir það. Fregnin um andlát hans kom eins og reiðarslag yfir vini hans og samstarfsfólk, og vakti óvenju eftirsjá. Olaf heitinn var fæddur í Reykjavík 8. ágúst 1912 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Olaf landssímastjóri Forberg, er lézt 1927, og kona hans Jenny, dáin 1949. Var hann yngstur barna þeirra. Hann hóf nám í Menntaskólanum haustið 1926 og lauk gagnfræðaprófi þaðan, en var þau árin í símavinnu á sumr- in. Nokkru síðar hélt hann til Noregs og stundaði þar nám um tveggja ára skeið við Trondhjems Handelsgymnasium. Lauk hann prófi þaðan með góðum vitnis- burði árið 1933. Að þessu loknu hóf hann starf sitt við bæjarsíma Reykjavíkur og gegndi því til asviloka, — síðustu árin sem full- trúi bæjarsímastjóra. Allir, sem náin kynni höfðu af Olaf heitnum, munu ljúka upp einum munni um það, að hann hafi verið gæðadrengur. Hann var góðum gáfum gæddur, hjálp- samur og viðtalsgóður, glaðlynd- ur og skemmtinn í viðræðum. Af- kastamaður var hann mikill í starfi sínu, og með afbrigðum skjótur til úrræða, ef með þurfti. Lá skýr hugsun á bak við allt, sem hann tók sér fyrir hendur. Olaf kvæntist 20. nóv. „1937 eftirlifandi Asthildi Guðmunds- dóttur, Jóhannessonar forstjóra í Reykjavík. Börn þeirra tvö eru Erla Sandra, fædd 1937, gift Elf- ari Skúlasyni bifvélavirkja, og Olaf, fæddur 1940, sem er við nám. Ég þykist mega fyrir hönd sam starfsmanna hans flytja konu hans, börnum og systkinum nær og fjær innilegar samúðarkveðj- ur. —. Minning geymir góðan dreng. K. ★ HANN var af norsku bergi brot- inn, foreldrar Olaf Forberg, V eitingastofa i miðbænum til sölu af sérstökum ástæðum. Tilboð merkt: „Hagnaður —6214“, sendist afgr. blaðsins. Ungur maður getur fengið atvinnu nú þegar. Skóverksmiðjan ÞÓR hf. Skipholti 27. Hús við miðbœinn Höfum til sölu vandað, nýlegt steinhús við Miðtoæ- inn. Húsið er kjallari, 2 hæðir og geymsluris. í húsinu eru 14 herbergi, eldhús, bað, „hall“, for- stofur o. fl. Bifreiðaskúr. Vel ræktuð eignarlóg um 1000 m2. Húsið er hægt að nota til atvinnureksturs og / eða íbúðar. Nánari upplýsingar gefur Fasteigna- og Verðbréfasalan, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 1-4313 og 1-3294. landssímastjóri, og kona hans Jenny. Þau hjón fluttu hingað skömmu eftir aldamótin og bjuggu hér æ síðan. Æskuheimili Olafs að Laufás- vegi 8 var norskt heimili, þar var jafnan töluð norska og þar ríktu um margt gamlir og strang- ir norskir siðir. Þessara áhrifa gætti alltaf hjá Olaf, en frá imga aldri var hann þó íslenzkur, í hugsun og háttum. Undirbúningsmenntun sína hlaut Olaf hér heima, en loka- menntunina, í verzlunarfræðum, sótti hann til Noregs. Olaf vann öll starfsár sín hjá bæjarsímanum og var síðari árin fulltrúi þar. Jafnframt vann hann hjá verzlunarfyrirtæki hér í bænum og átti því jafnan lang- an vinnudag. Hann var bæði dug- legur og farsæll í starfi. Hann lætur eftir sig konu, Ást- hildi Guðmundsdóttur, Jóhannes- sonar, kaupmanns hér í bæ, dóttur gifta og stálpaðan son. Olaf var maður þéttur á velli og ákveðinn í lund, en barnaleg- ur í aðra röndina. Hik og vanga- veltur voru honum ekki að skapi. Hann var einstaklega hjálpsam- ur, traustur og einlægur vinur, óvini átti hann enga, það ég veit. Hann gat verið léttlyndur og gamansamur, kímnigáfu hafði hann ríka og gat sagt mjög skemmtilega frá. Vinur kemur jafnan í vinar stað, en sæti Olafs verður óskip- að, svo ólíkur var hann mörgum um margt. Farðu vel, góði vin. Bifreiðaeigendur Vaka hefir tekið upp nýtt fyrirkomulag varðandi aðstoð við bif- reiðir. Nú getið þér tryggt bifreið yðar hjá okkur, fyrir aðeins kr. 150.00 á ári. í tryggingunni felst að við sækjum bifreiðina, eða að- stoðum hana á annan hátt, endurgjaldslaust, hversu oft á ári, sem þess gerist þörf, hvar sem hún er óökuhæf á vegum innan 30 km. radius frá miðri Reykjavík, einnig þótt hún sé föst í skafli eða aur. Tryggðar bifreiðir hafa forgangsrétt um alla aðstoð. Tekinn hefir verið í notkun nýr útbúnaður, er gerir kleyft að flytja bifreiðina, án þess að notast nokkuð við stuðara hennar. Aðstoðin er ' veitt á öllum tímum sólarhringsins. Dragið ekki að tryggja bifreið yðar í þessu nýja fyrirkomulagi, því að aldrei er að vita hvenær þér þurfið á aðstoð að halda og þá er fljótt að koma upp í ársiðgjaldið. Tryggingarárið miðast við 1. sept. og fá þeir, sem ekki þurfa á aðstoð að halda á árinu 50 kr. afslátt á næsta ársiðgjaldi. Skírteini eru seld hjá öllum tryggingafélögum í Reykjavík svo og á benzínafgreiðslum og bifreiðastöðvum. Einnig getið þér tilkynnt þátttöku yðar í síma 33700 á daginn og 17777 og 17779 á kvöldin og yður verður sentskírteiniheim. Athugið að með því að gerast aðili að þessu nýja fyrirkomulagi gerið þér í senn tvennt: 1. 2. Skapið sjálfum yður mikið öryggi fyrir lágt gjald. Leggið grundvöll að góðri og mjög svo nauðsnlegri þjónustu við alla bifreiðaeigendur. VAKA Sími: 33700 og símar 17777 og 17779 á kvöldin og nóttunni, Electric Fork Lift Truck V—26 með loftfylltum hjólbörðum. — Auðveldir í meðförum og öruggir. Hámarks — lyftihæfni: 2 tonn. — Mjög liprir í notkun. Geta farið 10—15 km á klst. Farmþungi 3300 kg. Geta lyft upp í 2 m, 3 m eða 3,4 m hæð eða eftir því §em fram er tekið í pöntun. — „TECHMO!MPEX‘é HUNGARIAN MACHINE INDUSTRIES FOREIGN TRADING COMPANY BUDAPEST 62. P.O.B. 183. HUNGARY Umboðsmaður: Harald St. Björnsson, Reykjavík. Pósthólf 591.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.