Morgunblaðið - 23.08.1957, Page 15

Morgunblaðið - 23.08.1957, Page 15
FBstudagur 23. ágúst 1957 MORGVTUIL 4 ÐIÐ 15 — Krishnamurti Framh. af bls. 9 sjónum o. s. frv. í stað þessa eigum við að efla efann. Þegar við höfum gert út af við — sjálfs- hyggjuna, getum við fyrst farið að lifa í líðandi augnabliki, því þá er eilífðin í augnablikinu. Enga Ieiðtoga Það voru að sjálfsögðu þessar kenningar, sem knúðu Krishna- murti til að leýsa upp „Stjörn- una í austri“ 1929. Við það tseki- færi sagði hann m.a.: „Þetta er í engum skilningi aðdáunarverð athöfn, því ég vil ekki eiga á- hangendur. Ég tala .í fullri al- vöru. Á þvi augnabliki, sem við förum að fylgja leiðtoga, hætt- um við að fylgja sannleikan- um . . .“ Viðvörun Það voru mikil vonbrigði fyrir guðspekinga um víða veröld, þeg- ar Krishnamurti lagði niður Messíasar-tign sína, en það var jafnframt viðvörun til trúar- legra ofstækismanna um að fara varlega í sakirnar við út- nefningar Messíasa. En fyrir Krishnamurti var það lausn úr álögum. Hann hafði fundið sjálf- an sig. Efalaust átti það sinn stóra þátt í fráhvarfi hans, að hann hafði á ferðum sínum um heiminn hitt marga af mestu and ans mönnum samtíðarinnar, lista menn og hugsuði, og hafði rætt við þá um lífið og kenningar •inar. Samtal við Stokowski Eitt sinn hitti hann hinn fræga hljómsveitastjóra Leopold Stoko- wski, og þeir ræddu um vanda- mál listarinnar og listamannsins. Samtöl þeirra voru hraðrituð, og hér er kafli úr einu þeirra: Stokowski: „Ég hef alltaf haft þá skoðun, að listaverk ættu ekki að bera nafn höfundar síns. Ég spyr sjálfan mig: Er Ijóð eða leik- rit eða málverk eða hljómkviða raunverulega tjáning mannsins, sem samdi það, eða er hann tæk- ið, sem hinn skapandi kraftur streymir um? Kemur það nokk- urn tíma fyrir, að yðar eigin verk komi yður ókunnuglega fyr- ir sjónir?" Krishnamurti: „Já, það er á- reiðanlegt“. Stokowski: „Það kemur fyrir mig. Ég vakna morguninn eftir og segi: Samdi ég þetta raun- verulega? Það minnir alls ekki á mig“. Krishnamurti: „Það er þetta sem ég kalla innblástur: þegar hugboðið, sem er æðsta stig vits- munanna, blómstrar allt í einu og ber ávöxt. Þetta er í mínum augum þungamiðjan. Ef við kapp kostum að halda huga, tilfinn- ingum og líkama í jafnvægi, hreinum og öflugum, þá mun þetta æðsta stig vitsmunanna, þegar hugboðið tekur til starfa“. Stokowski: „ . . . alltaf vera vakandi . . .“ Krishnamurti: „ . . . og full- komiega meðvitað“. Stokowski: „Og getum við lif- að á þessu?“ Krishnamurti: „Auðvitað. Það er einasta leiðarljós okkar. Tök- um til dæmis ljóðaskáld, leik- skáld, tónskáld, alla listamenn: þeir ættu aldrei að skrifa undir nafni, þeir ættu að vera frjáls- ir undan öllu, sem þeir hafa skapað Ég álít, að þetta séu hin æðstu sannindi: að vera til, að gefa og vera frjáls undan því, sem maður gefur. Þér skiljið hvað ég á við. — En flestir listamenn vilja hafa nafn sitt á málverkinu; þeir þrá aðdáun. Þeir vilja gráður og titla“. Sinnaskipti Krishnamurti býr í Carmel, en hann er stöðugt á ferðalögum um Norður- og Suður-Ameríku, Ástralíu og Asíu. Hann á enn marga aðdáendur og áhangend- ur meðal guðspekinga, en hann neitar að mynda söfnuð eða sam- tök. Hann lifir óbrotnu lífi, á aðeins tvenn föt, nokkrar bækur og aðra smáhluti, en enga pen- inga. Hann er óhræddur við að glíma við vandamálin, jafnvel hin flóknu pólitísku vandamál samtímans. Hann leggur eins og alltaf höfuðáherzluna á hugarfar hvers manns, hið innra líf: Ringl aðir menn skapa rugluð þjóðfé- lög; styrjaldir eru aðeins stækk- uð mynd af daglegu lífi okkar. Við verðum að taka sinnaskipt- um. Einn af mörgum vegvísum Með öðrum orðum: Krishna- murti er einn hinna mörgu veg- vísa mannkynsins, sem benda hverjum einstaklingi á mikilvægi þess að rækta sinn innri mann. Kristur sagði hið sama fyrir 2000 árum, Gandhi sagði það fyrir 50 árum, Schweitzer er enn að segja það. En það er eins og það verði aldrei of oft sagt: a. m. k. hafa fæst okkar skilið boðskap þessara sjáenda. s-a-m. Albert fagnað á Dalvik DALVÍK, 22. ágúst. — 1 dag kl. 2,30 lagði hið nýja björgunar- og strandvarnaskip Albert að bryggju hér á Dalvík. Var við- búnaður af hálfu Slysavarnar- deildanna að fagna skipinu og áhöfn þess. Skip í höfninni drógu fána upp og einnig var hafnar- garðurinn fánum skreyttur. Á flestum húsum blakti íslenzki fáninn. Við komu skipsins fluttu eftir- taldir menn ræður: Egill Júlíus- son formaður Slysavarnafélags Svarfdæla, Valdimar Óskarsson sveitarstjóri, en þeir færðu öll- um, sem unnið hafa að smiði skipsins beztu þakkir, þó einkum forustumönnum slysavarna og ríkisstjórn. Árnuðu þeir skipi og skipshöfn heilla og blessunar, nú og í framtíðinni. Þá fluttu þeir stutt ávörp af skipsfjöl, Pétur Sigurðsson, for- stjóri Landhelgisgæzlunnar og Guðbj artur Ólaf sson, forseti Slysavarnafélags íslands. Lúðrasveit frá Akureyri lék milli ræðuhaldanna undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Að lokum var almenningi gef- inn kostur að skoða skipið og kom öllum saaian um að Albert væri hinn glæsilegasti farkostur og íslenzkum iðnaði góður vitnis- burður. — Sipjó. Hressingar heiinilið SILKEBORG BAD Nú er rétti tíminn til hvíldar og hressingar fyrir veturinn. Silkeborg líad — er á einum fegursta stað Danmerkur — langt frá hávaða umferðarinnar — býður yður öll skilyrði. Allar nýtízku aðgerðir í hjarta-, gigtar- og efnabreytingar- sjúkdómum, ásamt sjúkrafæði — Stór garður — Uppihald einnig án sjúkraaðgerða — Opið til 1. okt. Fæðisverð: kr. 25—46 (herb. f. tvo 22—43). Uppl. Silkeborg Bad, Silkeborg, sími 1013, eða Nytorv 3, Köbenhavn K, simi C. 13.026. Yfirlæknir: ARNE PORTMAN. Þakkarorð UNDANFARIN þrjú ár hefur Rotaryklúbbur Akraness boðið öldruðu fólki á Akranesi til skemmtiferðar um héruð Borgar- fjarðar en AkraneskaupStaður séð um veitingar. Einstakir Rot- aryfélagar hafa lánað bíla sína og oftast ekið sjálfir. Fimmtudaginn 21. ágúst sl. vor um við enn boðin í slíka för. í einmuna blíðu var ekið af stað frá Akranesi í 11 bílum. Leiðin lá um Borgarfjörð að Bifröst, þar var snæddur ágætur hádegis- verður í boði bæjarins. Síðan var ekið um Reykholtsdal og niður Bæjarsveit, um Geldingadraga að Ferstiklu. Þar var drukkið síðdegiskaffi. Því næst var skoð- uð hin fagra Hallgrímskirkja í Saurbæ. Prófasturinn, sr. Sigur- jón Guðjónsson sagði frá gjöfum til kirkjunnar og útskýrði dýr- mæta gripi hennar. Að lokum var sugninn sálmurinn Víst ertu Jesús kóngur klár. Veðrið var dá- samlegt og sveitin heillandi fög ur. En hugulsemi og umhyggja Rotaryfélaga í okkar garð ásamt rausn og fórnfýsi bæjarfélagsins tók þó öllu fram. Við flytjum því þessum aðilum hjartans þakkir og biðjum þeim velfarnaðar í bráð og lengd. Guð blessi störf þeirra. Dagurinn verður okkur ógleymanlegur. Aldraða fólkið EGGEKT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn. Þórshamri við Templarasund. Símavarxla Stúlkur óskast nú þegar til að gegna símavörzlu hjá félaginu. — Umsóknir er greini aldur, mennt- un og fyrri störf skulu sendar skrifstofu félagsins eigi síðar en 26. þ. m. Fyrirspurnum verður ekki svarað í síma. ^lucj^élacf ^Qólandó kf. Framreiðslustúlka Ó S K A S T Hressingarskálinn Packard '49 model í mjög góðu lagi. Keyrður aðeins 47 þúsund km. Til sölu og sýnis í dag og næstu daga Barbinn hf. Skúlagötu 40 Magnús Thorlacius hæstaréltarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 11875. & SMPAUTGCRB RIKISINS SKJALDBREIÐ vestur um land til Akureyrar, hinn 28. þ.m. — Tekið á móti flutningi til Tálknafjarðar, Súg- andafjarðar, Húnaflóa, Skaga- fjarðarhafna, Ólafsfjarðar og Dal víkur, í dag. Farseðlar seldir á þriðjudag. BALDUR fer til Gilsfjarðar- og Hvamms- fjarðarhafna, á mánudag. Tekið á móti flutningi í dag. Félagslíf Knattspyrnufélagið Valur minnir Noregsfara sína í II. fl. Og Norðurlandsfarana í III. fl., á fundinn í félagsheimilinu að Hlíð arenda í kvöld kl. 8,30. — Kaffi- drykkja, frásagnir af ferðunum og skuggamyndasýnit.g. — Fjölsækið stundvíslega. — Stjómin. Haustmót 2. fl. föstudaginn 23. ágúst, á H..- skólavellinum kl. 19,30. Þróttur— K.R. — Mótanefndin. Farfuglar -- Ferðamenn Farið verðv.r í Þórisdal um helg ina. Uppl. í skriist. félagsins að Lindarg. 50 í kvöld kl. 8,30 til 10,00. — Ármenningar Sjálfboðavinna um helgina. — Farið verður fi'á Iþróttahúsinu kl. 3 á laugardag. Gunnlaugur ætlar að lýsa dalinn. Mætið nú öll. Skí vadeild Ármanns. Hagavatnsferð Laugardaginn 24. ágúst. Ekið að Hagavatni. Sunnudag gengil á Langjökul og ekið til Reykja- VÍkur. — Ferðaskrifstofa Páls Arasonar, Hafnarstræti 8. — Sími 17641. Vinna Hreingerningar — gluggalireinsun ' Sími 1-78-97. — Þórður & Geir. * Eiginkona mín og móðir okkar GUÐNÝ GUNNARSDÓTTIR, Höfðaborg 46, andaðist 21. þ. m. Guðjón Jónsson og börn. Móðir mín INGIBJÖRG BACHMANN JÓNSDÓTTIR andaðist aðfaranótt 22. þ. m. í Bæjarsjúkrahúsinu. Karl Sigurðsson. Alúðar þakkir færum vér öllum þeim fjölmörgu, fjær og nær, er á einn eða annan hátt sýndu oss samúð við andlát og jarðarför konu minnar, móður og tengdamóður. GUNNLAUGAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Jóhannes Jónasson, Kristín Mikaelsdóttir, Kristján Mikaelsson, Guðmundur Mikaelsson, Mikael Jóhannesson, Hrönn Björnsdóttir, Inga Sigurðardóttir, Ragnar Sigurðsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför sonar og bróður okkar GEIRS MARINÓS VESTMANN Guðríður og Daníel Vesttnann, Lilja Vestmann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.