Morgunblaðið - 23.08.1957, Blaðsíða 16
188. tbl. — Föstudagur 23. ágúst 1957,
2-24-80
2-24-80
Inni við Höfðaborg, við svokallaða Fúlutjörn, er nú farið að streyma úr borholu 87 stiga heitt
vatn. Er það árangur borananna, sem hófust þar í janúarmánuði síðastl. I fyrradag kom borinn
loks niður á heitt vatn. Var dýpi holunnar þá orðið 283 metrar. Vatnsmagnið reyndist vera 3
sek.-lítrar. Borunin hefur gengið vel eftir aðstæðum, en hún er seinunnin á blágrýtisjarðlag-
Tvö héraðsmót Sjálf-
stœðismanna um helgina
á Patreksfirði og að Ölver
UM NÆSTU helgi efnir Sjálfstæðisflokkurinn enn til tveggja hér-
aðsmóta. í þetta sinn er um að ræða héraðsmót í Borgarfjarðar-
sýslu og Barðastrandarsýslu.
Patreksfjörður
Mótið í Barðastrandarsýslu
verður haldið á Patreksfirði,
sunnudaginn 25. ágúst og hefst
kl. 4 síðdegis.
Ræður á mótinu flytja þeir
Friðjón Þórðarson, alþingismað-
ur, Birgir Kjaran, hagfræðingur,
og Ari Kristinsson, sýslumaður.
Fluttur verður gamansöngleik-
urinn „Ást og andstreymi" eftir
Offenbach. Leikendur og söngv-
arar eru óperusöngvararnir Guð-
munda Elíasdóttir, Guðmundur
Jónsson og Þuríður Pálsdóttir, en
undirleikari er Fritz Weisshappel.
Hljómsveit leikur fyrir dansi
bæði á laugardags- og sunnudags-
kvöld.
ölver
Mótið í Borgarfirði verður að
venju að ölver, hinum fagra
sumarskemmtistað Sjálfstæðis-
félaganna í Borgarfirði. Hefst
mótið kl. 4 síðdegis, sunnudaginn
25. ógúst.
Ræður og ávörp flytja þeir
Pétur Ottesen, alþingismaður,
Sigurður Helgason, lögfræðingur,
og Jósep Þorgeirsson, stúdent.
Leikararnir Hjálmar Gíslason,
Steinunn Bjarnadóttir, Sigríður
Hannesdóttir og Haraldur Adolfs
son, skemmta með gamanvísum
og leikþætti.
Dansleikir verða bæði á
laugardagskvöld og sunnudags-
kvöld. Hljómsveit leikur.
Enginn vnr sngðnr veikur
n rússneskn skipinn er þnð kom
inu, sem þarna er undir. Myndin er tekin við borholuna í gærdag. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M.
Friðarmótsfarar tóku veikina í Moskvu
Búizt var við alvarlegum
átökum i nótt við Efra-Sog
100 Þrótfarmenn á leiðinni austur
Hugðust ryðjast gegnum vegartálmanir
í NÓTT þegar blaðið fór í prentun, höfðu því borizt fregnir austan
trá Efra-Sogi, sem bentu til þess að til stórra tíðinda og alvarlegra
átaka myndi draga í deilunni milli vörubílstjórafélaganna Þróttar
. Reykjavík og Mjölnis á Selfossi.
13 vörubílar frá Þrótti voru þá stöðvaðir við brúna á Efra-Sogi
með vegartálmun Mjölnismanna. En eitthvað um 100 Þróttarmenn
voru á leiðinni austur í náttmyrkrinu ákveðnir í því að ryðja veg-
inn og flytja bílhlössin á ákvörðunarstað.
hafast neitt hé halda uppi lögum
og reglu á þjóðvegunum. — Þeir
hefðu einnig kært þessa alvar-
legu vegartálmun fyrir dóms-
málaráðuneytinu, en það virtist
heldur ekki hafa neinn áhuga á
að viðhalda lögum og reglu. Því
ættu Þróttarmenn einskis annars
úrkosti en að reyna sjálfir að
vernda rétt sinn gagnvart ólög-
mætum árásum.
Fréttaritari Mbl. sem staddur
var austur við Efra-Sog um mið-
nætti í nótt skýrði svo frá, að á
vegarspottanum fró þjóðveginum
að hinni nýju brú á Efra-Sogi
stæðu 13 vörubílar frá Reykja-
vík, hlaðnir flutningi til virkjun-
arframkvæmda. — Bílar þessir
voru þá mannlausir.
En þar voru þá fyrir 20 Mjöln-
isbílar og lokuðu þeir veginum
tveir og tveir saman. Þar að auki
höfðu Mjölnismenn lagt 9 tonna
jarðýtu á miðja brúna. Þá voru
staddir þarna um 30 vörubíl-
stjórar af Selfossi og kvað Björg-
vin Sigurðsson ritari vörubíl-
stjórafélagsins Mjölnis liðsauka
vera á leiðinni frá Selfossi.
Björgvin skýrði frá því á mið-
iætti að hann byggist við að fjöl-
mennur flokkur vörubílstjóra úr
Reykjavík myndi koma austur
eftir hálftíma til klukkutíma. —
Myndu þeir ætla að brjótast í
gegnum vegartálmanirnar með
valdi, en þeim yrði ekki kápan
úr því klæðinu. Mjölnismenn
hefðu búið svo sterklega um sig,
að heita mætti óvinnandi virki.
Björgvin skýrði frá því að
Skákin í Hafnar-
firði
FJÓRÐA umferð skákmótsins í
Hafnarfirði var tefld í gær. Úr-
slit urðu þau að Jón Kristjóns-
son vann Jón Pálsson, Ingi R.
Jóhannsson vann Stig Herlufsen,
en hinum skákunum varð ekki
lokið.
Mjölnismenn hefðu gert Þróttar-
mönnum það boð að félögin
skiptu flutningum til Efra-Sogs
milli sín að hálfu. Þetta hefðu
Þróttarmenn ekki viljað. Fyrir
nokkrum dögum hefðu Mjölnis-
menn vísað málinu til stjórnar
Alþýðusambandsins, sem enga
ákvörðun hefði viljað taka í mál-
inu og þá hefðu þeir nú síðast
óskað þess að þing Landssam-
bands vörubílstjóra yrði kallað
saman til að skera úr þessari
alvarlegu deiiu, en óvíst væri
hvort nokkuð yrði úr því.
Hefur undanfarið borið á at-
vinnuleysi meðal vörubílstjóra á
Selfossi.
★
Fréttamenn Mbl. í Reykjavík
urðu einrug varir við það í nótt
að miklir hópar vörubílstjóra
voru að leggja af stað úr bænum
austur að Efra-Sogi. Munu þeir
hafa verið saman komnit yfir
100 og kváðust þeir ákveðnir í
að ryðja sér leið í gegnum allar
vegartálmanir. Töldu Þróttar-
menn aðgerðir Mjölnismanna al-
gera lögleysu. Þeir stæðu í verk-
falli við verktakana við Efra-
Sog, en það verkfall kæmi Þrótt-
armönnum ekkert við. Hér væri
því ekki um neina deilu að
ræða milli Þróttar og Mjölnis.
— Þróttur væri enn þrátt
fyrir verkfall Mjölnismanna
skuldbundinn með samningum
að skila vörunni á ákvörðunar-
stað.
Þróttarmenn kváðust hafa
kært atferli Mjölnismanna fyrir
sýslumanni á Seifossi, en hann
hefði ekki treyst sér til að að-
Siðustu fréttir
Um kl. 1 í nótt barst Mbl.
hraðskeyti frá Efra-Sogi, þar
sem greint var frá því að hátt
á annað hundrað Þróttar-
menn væru komnir þangað
austur með stóran kranabíl
og væru þeir búnir að ryðja
öllum vörubílum Mjölnis-
manna út af veginum. Þrótt-
armenn voru komnir að
brúnni, þar sem hin þunga
jarðýta teppti leiðina. Óvíst
var talið að þeir myndu einn-
ig sigra þann farartálma.
Mjölnismenn höfðu enn
ekki veitt neina mótspyrnu,
þegar síðast fréttist, heldur
stóðu aðgerðarlausir hjá, enda
höfðu Þróttarmenn ofurefli
liðs.
PATREKSFIRÐI, 22. ágúst. —
Nýlega voru hér á ferð tveir full-
trúar frá Landssambandi ís-
lenzkra útvegsmanna. Yoru þeir
að endurreisa LÍÚ hér Var nú
Bogi Þórðarson kosinn formaður
og meðstjórnendur Albert Guð-
mundsson og Kristinn Jónsson.
Fulltrúarnir héldu síðan ferð
sinni áfram í önnur kauptún á
Vestfjörðum allt til ísafjarðar í
sömu erindagjörðum. — Karl.
ÞEGAR borgarlæknir dr. Jón
Sigurðsson og aðstoðarlæknir
hans Haraldur Guðjónsson stigu
á skipsfjöl á Gullfossi í gær-
morgun hér úti á ytri höfn, kom
í ljós að farþegar töldu sig allir
vera við góða heilsu. Moskvu-
fararnir fimm, sem veiktust,
lögðust 18. þ. m. Einn skipverj-
anna hafði veikzt eins og skýrt
hefur verið frá. Þegar borgar-
læknir hafði fengið þessar uppl.
stigu tollverðir og starfsmenn út-
lendingaeftirlitsins á skipsfjöl
einnig, en þeir höfðu beðið átekta
niðri í tollbátnum við skipshlið.
Um klukkan 9,30 kom svo rúss-
neska skipið og fór borgarlæknir
einnig fyrstur manna um borð I
það. Þar voru allir sagðir frísk-
ir orðnir. Rúmlega 40 höfðu
veikzt á skipinu. — En að auki
höfðu ýmsir Moskvufarar veikzt
austur í Moskvu af Asíu-inflú-
enzunni. Var það ekki vitað áð-
ur, því sérlegur fréttaritari komm
únistablaðsins í förinni, hafði
ekki á þetta minnzt í vináttu- og
friðarfréttum sínum af þessari
stórkostlegu áróðurshátíð Moskvu
manna.
★
Auk rúmlega 120 Islendinga
komu hingað með skipinu Spán-
verji og Þjóðverji, sem ætla heim
til sín um fsland.
Verður keypt flugvél til að
dreifa áburði og trjáfræi?
ÞEGAR þess var minnzt hér í
blaðinu að liðin var hálf öld
síðan flugvélarnar komu fyrst
til sögunnar, ritaði Agnar Kofoed
Hansen flugmálastjóri, grein i
Morgunblaðið. Einn kafli þeirrar
greinar hét: Flugvélar klæða
landið. — Eftir því sem blaðið
hefur fregnað bendir margt til
þess að reynt verði að fara inn
á þá braut hér, að fá flugvél i
þessu skyni.
í grein flugmálastjóra um
þennan þátt flugsins segir hann
frá fordæmi í þessu efni, sem
Ný-Sjálendingar hafa gefið. Þar
kemst hann m. a. svo að orði:
„Fyrir 5 árum hóf Nýja-Sjá-
land tilraunir í því skyni að
dreifa tilbúnum áburði og fræi
í stórum stíl úr flugvélum með
þeim árangri, að í dag vinna 160
flugvélar stöðugt að því að klæða
landið að nýju á þennan hátt. Ár-
ið 1950 var 500* tonnum af tii-
búnum áburði dreift úr flugvél-
um með svo glæsilegum árangri
að magnið var aukið upp í
144.000 tonn þetta ár....“
Ef við getum notfært okkur
reynslu Nýja-Sjálands dg margra
annarra þjóða i þessum efnum,
sem ég tel mjög líklegt, er aug-
ljóst að hér er um að ræða mál,
sem verðskuldar fyllstu at-
hygli....“
Flugmálastjóri lauk grein sinni
með þessum orðum:
„Á þessum merkisdegi flugsins
á ég tvær óskir. Hin fyrri að því
megi auðnast að færa þjóðir
heimsins nær hver annarri í
friðsamlegu samstarfi, hin síðari
að því megi takast að klæða að
nýju vort hrjóstuga en undur-
fagra fósturland“.
Eftir því sem blaðið hefur
fregnað er mikill áhugi á
þessu máli vaknaður nú og
sennilegt að því verði hrundið í
framkvæmd og keypt flugvél í
þessu skyni. Bretar framleiða
flugvélar sem leyst gætu þetta
verk af hendi.
Fjöldi Rússa á göfum
í Reykjavík
RÚSSNESKU mátti víða heyra
talaða á götum bæjarins í gær.
Voru Rússarnir af skipinu Koop-
eratzia. Voru þeir með böggla
undir hendinni, notuðu land-
gönguleyfið til vörukaupa. Virt-
ist mönnum að í hverjum hópi
væri einn „aðalgjaldkeri", sem
hélt bókahald á miða, skrifaði
hvað hver í hópnum fékk mikið
fé til ráðstöfunar. Komu Rúss-
arnir í margar vefnaðarvörubúð-
ir og keyptu skyrtur og annan
fatnað. Virtust peningaráðin hjá
þeim vera í knappara lagi.
I gærdag var ákveðið að skipið
léti úr höfn í gærkvöldi klukkan
8, en svo var brottförinni frestað
þar til í dag.