Morgunblaðið - 24.08.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.08.1957, Blaðsíða 12
12 MORGUISBI AÐIÐ Laugardagur 24. ágúst 1^57 I i I A uslan Edens eftii John Steinbeck 113 „Hvað er svoaa hlægilegt við J)að‘.'“ spurði hún snúðug. Hann svaraði henni ekki. — „Trúirðu mér kannske ekki? Að hverju ertu eiginiega að hlæja?“ En Cal svar aði henni ehgu orði, hélt bara á- fram að hlæja. Loks sagði hún og var bersýnilega farin að ókyrr- ast: — „Hvers vegna ætl: bróðir J>inn sé svona lengi að þessu? Sko, uú er alveg hætt að rigna“. „Ég hugsa að hann sé að leita að henni“, sagði Cal. „Leita að hverri?" — Kanín- unni?“ „Oh, nei. Hana hefur hann á vísum stað — hún er dauð. En hann getur kannske ekki náð hinni. Hún læðist stundum í burtu og felur sig“. „Náð hverri? Hver læðist í burtu?“ „Hann vill ekki að ég segi þér það“, sagði Cal. — „Hann vill láta það koma þér á óvart. Hann náði henni hérna í fyrradag. Hún beit hann meira að segja“. „Um hvað ertu eiginlega að tala?“ D—------------------□ Þýðing Sverrn Haraldsson □-------------------□ „Þú færð bráðum að sjá það", sagði Cal. — „Þegar þú opnar kassann. Ég er viss um að hann biður þig að opna hann ekki strax". Þetta var ekki nein til- gáta. Cal þekkti bróður sinn, bet- ur en sjálfan sig. Abra vissi að hún var að tapa, ekki aðeins orrustunni, heldur öllu stríðinu. Hún fór að hata þennan dreng. 1 huganum rifjaði hún upp fyrir sér öll þau bitrustu svör, sem hún þekkti, en hún fann að hér komu þau ekki að neinu liði og tók þess vegna þann kostinn að þegja. Hún gekk út um dyrnar og horfði heim til hússins, þar sem foreldrar hénnar voru. „Ég held að ég fari aftur inn“, sagði hún. „Bíddu", sagði Cal. Hún sneri sér við, þegar hann kom til hennar: — „Hvað viltu?" spurði hún kuldalega. „Vertu ekki reið við mig“, sagði hann. — „Þú veizt ekki hvað það er sem hér fer fram. Þú ættir að sjá bakið á þróður rnínum". Þessi skyndilega breyting á framkomu hans, rugluðu hana ger samlega í ríminu. Nú var hann eins og allt annar maður, enda hafði hann gert sér fulla grein fyrir áhuga hennar á því sem var æsandi og ævintýralegt og skír- skotaði til þeirra tilfinninga henn ar. Rödd hans var lág og leynd-' ardómsfull og ósjálfrátt lækkaði hún líka róminn. „Hvað áttu við? Hvað er að bak inu á honum?" „Allt þéttsett örum“, sagði Cal. „Það er Kínverjinn". Hún titraði if æsingi: — „Hvað gerir hann? Ber hann Aron?“ „Verra en það", sagði Cal. „Hvers vegna segið þið ekki pabba ykkar frá þv£?“ „Við þorum það ekki. Veiztu hvað myndi ske, ef við segðum honum frá því?“ „Nei. Hvað?“ Hann virtist hugsa sig um. Svo hristi hann höfuðið: „Nei, ég þori ekki einu sinni að segja þér það“. Rett í þessu kom Lee frá hesta- kofanum og teymdi hest Bacons- hjónanna, sem hann var búinn að spenna fyrir vagninn með gúmmí hjólunum. Erú og hr. Bacon komu út úr húsinu og litu. bæði ósjálf- rátt tíl lofts. „Núna get ég ekki sagt þér það“, sagði Cal. — „Kínverjinn myndi strax verða þess var.“ „Abra“, kallaði frú Bacon. — „Flýttu þér. Við erum að fara. Lee hélt í hestinn, sem var hinn baldnasti, meðan frú Bacon var hjálpað upp í vagninn. Aron kom á harða spretti út úr húsinu með pappaöskju, sem var vandlega vafin snærum, bæði langs og þvers og rétti öbru. — „Hérna", sagði hann. — „Þú skalt ekki opna hann fyrr en þú kemur heim til þín“. Cal sá viðb„óðinn í svip öbru. Hún vildi ekki taka við öskjunni sem Aron rétti að henni. sagði faðir hennar. — „Flýttu þér nú. Við erum orðin mjög sein í ferðum". Hann ýtti öskjunni í hendur telpunnar. Cal gekk fast að henni: — „Ég þarf að hvísla svolitlu að þér“, sagði hann. Svo kom hann með varirnar að eyranu á henni: — „Þú hefur bleytt buxurnar þínar“, sagði hann. Hún varð kafrjóð í framan og dró litla hattinn niður á ennið. Hr. Bacon þreif til henn- ar og snaraði henni upp í vagn- inn til móður hennar. Lee og Adam og tvíburarnir horfðu á eftir gestunum þegar þeir óku úr hlaði. Áður en vagninn hvarf fyrir næstu beygjuna á veginum, sáu þeir að Abra hóf öskjuna á loft og kastaði henni út fyrir vegar- brúnina. Cal horfði rannsakandi á andlit bróður síns og sá hvernig sorg og örvænting spegluðust í augum hans. Þegar Adam var aftur farinn inn í húsið og Lee hélt af stað með korn í fötu, til að gefa hænsnunum, lagði Cal handlegginn yfir öxl bróður síns og þrýsti honum að sér. „Og ég sem hafði hugsað mér að kvænast henni", sagði Aron harmþrunginn. — „Ég setti bréf í kassann, þar sem ég spurði hana hvort hún vildi það“. „Vertu ekki leiður", sagði Cal. ■—- „Þú skalt fá að brúka riffilinn minn, þegar þú vilt". Aron sneri sér snöggt að hon- um: „Þú átt e.igan riffil". „Á ég ekki?" „agði Cal. „Jæja, á ég það ekki?“ 28. KAFLI. Það var við kvöldverðarborðið, sem bræðurnir tóku fyrst eftir þeirri breytingu, sem orðin var á föður þeirra. Þeir voru orðnir vanir við návist hans — en bara eins og eyru sem ekki hlustuðu og augu sem sáu án þess að taka eftir. Hann hafði verið þeim mjög afskiptalítill faðir. Drengirnir höfðu aldrei læi-t að segja honum frá áhugamálum sínum, upp- götvunum eða þörfum. Lee hafði verið tengiliður þeirra við um-. heiminn og Lee hafði tekizt, ekki aðeins að ala upp, fæða, klæða og kenna drengjunum, heldur hafði hann og líka innrætt þeim virð- ingu fyrir föðurnum. Hann var þeim hinn mikli leyndardómur og Lee kunngerði þeim boð hans og bönn, sem hann auðvitað samdi sjálfur og eignaði svo Adam. . Þetta kvöld, hið fyrsta eftir heimkomu Adams frá Salinas, varð það fyrsta undrunarefni drengjanna að uppgötva að Adam hlustaði á þá, spurði spurninga, leit á þá og sá þá. Þessi breyting gerði þá áhyggjufulla. „Taktu við þessu, góða niín“, FORD 1949 LÍTIÐ KEYRÐUR MESTALT í ÚTLANDINU, ÞESS VEGNA í MJÖG GÓÐU ÁSIGKOMULAGI. TIL SÝNIS OG SÖLU í BÍLSKÚR. ÖLDUGÖTU 16. KL. 13,00—20,00 24. OG 25. ÁGÚST. MARKUS Éftir Rd Dodd rWE'LL USE BINGO ALSO, AND WORK . LIKE FURY TO ) t TRAIN THE/W ■/ AS A \ TRICK TEAM.'A * HEY, THAT WOULO BE A wow m------------------" SURE, CHERRY, I'D LIKE * TO BEAT LOUISE LEEDS AND MARK IN THE HORSE «HOW„ BUT THIS COLT IS BLIND / 1) — Já, Sirri, það væri gaman sigra Lovísu og Markús. En hvernig getum við það, folaldið er blint. 2) — En þá hjálpar Bangsi okkur og okkur skal takam að æfa þau. — Já, það væri sniðugt. 3) — Það /æri minnsta kosti þess virði að reyna það. -— Þá skulum við gera það. „Ég heyri sagt að þið hafið far- ið á veiðar í dag“, sagði Adam. Drengirnir urðu varkárir, eina og menn verða alltaf, þegar þeir standa andspænis breyttum að- stæðum. Eftir stundarþögn sagði Aron: — „Já, sir". „Veidduð þið nokkuð?" í þetta skiptið varð þögnin lengri, en svo kom sama svarið: „Já, sir“. „Hvað veidduð þið?“ „Kanínu". „Með bogum og örvum? Hver skaut hana?“ „Við skutum báðir", sagði Aron. „Við vitum ekki hvor okkar það var sem hitti". „Þekkið þið ekki örvamar ykk- ar í sundur?" sagði Adam. „Þeg- ar ég var drengur vorum við van- ir að merkja örvarnar okkar". 1 þetta skiptið neitaði Aron að svara og eftir stundar umhugsun sagði Cal: — „Það var að visu mín ör, en við héldum að hún hefði kannslce lei.t í örvamæli Ar- ons, án þess að við tækjum eftir því“. „Hvers vegna hélduð þið það?“ „Ég bara veit það ekki", sagði Cal. — „En ég held að það hafi verið Aron sem hitti kanínuna". Adam Ieit til Arons: — „Og hvað heldur þú?“ „Ég held að ég hafi kannske hitt hana — en ég er samt ekki viss um það“, „Jæja, þið sýnist báðir hafa staðið yklcur ágætlega". Hræðslan hvarf úr svip drengj- anna. Þetta virtist ekki vera nein gildra. „Hvar er svo kanínan?" spurði Adam. „Aron gaf Öbru hana“, sagði Cal. „Hún kastaði henni út úr vagn- inum", sagði Aron. „Hvers vegna gerði hún það?" „Ég veit það ekki. Mig langaði líka til að giftast henni". „Langaði þig til þess?“ „Já, sir“. „En þú, Cal. Hvað með þig?“ „Ég held að ég leyfi Aron að hafa hana“, sagði Cal. Adam hló og drengimir minnt- ust þess ekki að hafa nokkum tíma heyrt hann hlæ.ia fyrr. — „Er hún falleg, litil stúlka?" spurði hann svo. „Já, því máttu trúa", sagði Aron. — „Hún er falleg. Hún er bæði góð og falleg". „Það þykir mér vænt um, ef hún á eftir að verða tengdadóttir mín“. Lee bar rf Viðinu og eftir stundar skrölt og glamur í eldhús- inu kom hann aftur inn. — „Er ekki kominn tími til að fara í hátt inn?“ spurði bann drengina. Þeir litu á bann með þögul mót- mæli í tillitinu og Adam sagði: — „Fáðu þér sæti, Lee og leyfðu þeim að vera á fótum litla stund enn“. „Ég er búinn að taka saman reikningana. Við getum farið yf- ir þá seinna", sagði Lee. „Hvað reikninga, Lee?“ „Hús og búreikningana. — Þér sögðuðst vilja vita, hvernig efna- hag yðar væri komið“. „Ekki þó frá síðastliðnum tíu árum, Lee?“ „Þér hafið aldrei kært yður um að sjá þá fyrr“. „Það er sennilega alveg rétt hjá yður. En nú skuluð þér setjast hérna hjá okkur litla stund. Aron langar til að kvænast litlu stúlk- unni, sem kom hingað í dag“. „Eru þau trúlofuð?" spurði Lee. „Ég held að hún hafi ekki enn tekið honum", sagði Adam. „Svo að við höfum nokkurn tíma til stefnu". ailltvarpiö J.augardagur 24. ágúsl: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Oskalög sjúklinga (Brynuis Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 19,30 Tónleikar (pl.). 20,30 Tónleikar (plötur). 21,00 Or gömlum blöðum: Hildur Kal- man sér um dagskrána. 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrár- lok. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.