Morgunblaðið - 24.08.1957, Blaðsíða 2
7
MOKGU l\ fíl. 4 OIÐ
Laugardagur 24. ágúst 1957
Vihburharík nótt v/ð Efra-Sog er
Þróttarbílstjórar brutust gegnum.
vegavirki starfsbræðra sinna
r * i .r «-----------
Leysa verður deiluna áður
en til stórtíðinda dregur
At'BURÐIR þeir, er gerðust aust-
ur við Efrá-Sog í fyrrinótt, eru
í eðli sínu mjög alvarlegir, þar
sem fjrrst og fremst er um að
ræða átök milli tveggja fjöl-
mennra verkalýðsfélaga, árekstra
milli manna, sem vinna sömu
störf og eru í landssambandi, sem
þeir hafa stofnað til verndar hags
munum sínum. Þó ekki kæmi til
handalögmála milli hins fjöl-
menna hóps Þróttar-vörubílstjóra
úr Reykjavík og Mjölnis-vörubíl-
stjóra úr Arnessýslu, mátti heyra
á máli bílstjóranna í kappræð-
um við Efra-Sog í fyrrinótt, að
viðhorf austanmanna og Reyk-
víkinganna til þessa alvarlega
máls eru mjög ólík. Við svo búið
má ekki standa, og það verður
að leysa hnútinn, áður en til stór-
vandræða og jafnvel líkamsmeið-
inga kemur. Segja verður það
eins og það er, að ekki mátti mik-
ið út af bera, að þarna drægi
tii stórtíðinda með Arnesingum
og Reykvíkingum. Báðir deiluað-
Uar höfðu við orð að grípa tU
enn róttækari ráðstafana, ef hinn
aðilinn hefðist fleira að: Boðuðu
enn frekari liðssamdrátt við Efra
Sogsbrú, austanmenn til þess að
stöðva bílalestir Þróttarmanna,
og Þróttarmenn til þess að ryðja
bílum sínum braut í gegnum
þá farartálma, er kynnu að verða
settir á leið þeirra. A sama tíma
og svo alvarlegir atburðir gerast
í röðum vörubifreiðastjóra, hefur
stjórn landssambands þeirra ekk-
ert það aðhafzt í máiiny, sem
verða mætti til úrlausnar. Sama
máli gegnir um stjórn Alþýðu-
sambands íslands, sem að sögn
stjórnarmanna í Mjölni hefur enn
sem komið er daufheyrzt við
kröfum Arnesinga um afskipti af
þessari deilu.
í fyrrinótt var logn, milt veð-
ur, en mikil rignmg austur við
Sog. Þegar tíðindamann blaðsins
og ljósmyndara þess bar þar að,
hittu þeir brátt í myrkrinu hóp
manna, sem spurðu hvort ekki
væru fleiri úr Reykjavík þar á
ferð. Og þeir bættu við: — Við
eigum nefnilega von á eigi all-
fáum vörubílstjórum þaðan, sem
ætla að brjótast með bila sína
yfir Efra-Sogsbrúna. Þetta voru
vörubilstjórar úr Mjölni, og þeir
sem höfðu orð fyrir þeim í stuttu
samtali við tíðindamann blaðsins,
voru þeir Sigurður Ingvarsson
formaður félagsins og ritari þess,
Björgvin Sigurðsson. I þessu sam
tali, sem fram fór á veginum fyr-
ir ofan brúna, sögðu þeir, að allt,
sem þeir hefðu að segja í þessu
máli, væri hægt að lesa í annarri
og þriðju grein laga sambands
vörubílstjóra, sem þeir teldu að
Þróttarmenn hefðu þverbrotið.
Það kom síðar fram, að deila sú,
sem Mjölnismenn telja sig eiga í
við verktakana, Efrafall h.f., er
nánast nafnið eitt. Verktakarnir
höfðu, nokkrú áður en Mjölnis-
menn komu til skjalanna, gert
bindandi samning við Þróttar-
vörubílstjóra um flutning á öllu
efni frá Reykjavik að virkjunar-
stað. Er eiginlega um að ræða
endurnýjun a sams konar samn-
Framh. á bls. 3.
Þegar búið var aS opna veginn fengu menn sér i nefið.
8 frjálsíþróftamenn KR
farnir utan til keppni
í GÆRMORGUN fóru utan 8 KR-ingar, allt frjálsíþróttamenn, undir
fararstjórn Benedikts Jakobssonar íþróttakennara. — Þeir fara til
kappmóta í Svíþjóð, Danmörku og ef til vill í Noregi.
Slökk viliðið
á ferðiniii
f GÆR kl. 12.20 var slökkvilið-
ið kallað að Sólvallagötu 70, en
þar hafði komið upp eldur í tré-
smíðaverkstæði. Reyndist eldur-
inn hafa kviknað út frá nf-
magnstæki og var kominn í
timburklæddan útvegg. Skemmd
ir urðu ekki miklar.
Tvívegis eftir að slökkviliðið
taldi sig hafa ráðið niðurlögum
eldsins í seglasaumastofunni
(fréttin er á öðrum stað) var
það aftur kallað þangað. Kom
upp glóð í þiljum en öll þil þar
eru stoppuð með spónum. —
Slökkviliðið setti vörð á eldstað-
inn tvo fyrstu tímana eftir að
það yfirgaf staðinn. Þá skeði
ekkert en síðan tvívegis siðar um
daginn blossaði eldurinn upp.
Skákmótið
í Hafnarfirði
HAFNARFIRÐI. — Eftir fjórar
umferðir á skákmótinu er röðin
þannig: Ingi R. ZVi vinning,
Benkö 3 v. og 1 biðskák, Pilnik
2%, Friðrik 2 og 1 biðskák, Arni
Finnsson Wi og 1 biðskák, Sig-
urgeir og Jón Kristjánsson 1 v. og
1 biðskák, Kári Vz og 2 biðsk., Jón
Pálsson % og 1 biðskák, Stígur
% vinning,
\ í gærkvöldi voru tefldar bið-
skákir úr 3. og 4. umferð. 5. um-
ferð verður tefld á sunnudag kl.
2 og eigast þá við Ingi R. og Piln
ik, Benkö og Jón Kristjánsson,
Friðrik og Kári, Jón Pálsson og
Árni, Sigurgeir og Stígur. —
G. E.
Syndið 200 metra
’ Keppa víða
KR-ingarnir sem utan fóru eru
Svavar Markússon, Kristleifur
Guðbjörnsson, Gunnar Huseby,
Guðm. Hermannsson, Þórður B.
Sigurðsson, Jón Pétursson, Pétur
Rögnvaldsson og Guðjón Guð-
mundsson.
Fyrsta mótið sem þeir keppa á
er á sunnudag í Helsingborg. Síð-
an halda þeir til Gautaborgar,
Kaupmannahafnar og Malmö og
síðan víðar og víðar og ljúka
keppninni í Noregi að öllum lík-
indum.
Háselahlutur 40 þús-
und krónur
GRUNDARFIRÐI, 23. ágúst. —
Flestir Grundarfjarðarbátar eru
nú komnir heim af síldveiður.um
fyrir Norðurlandi. Þó eru þar
ennþá tveir bátar sem stunda
veiðar i reknet, Aflahæsti bátur-
inn hér var Grundfirðingur ann-
ar, hásetahlutur tæpar 40 þús. kr.
Skipstjóri bátsins var Sophonías
Sesilsson.
Tveir bátar hafa stundað rek-
netjaveiðar héðan að heiman í
sumar. Afli hefur verið tregur
en virðist hafa glæðzt sfðustu dag
ana eða allt að 60 tunnur á bát.
Reknetjasíldin er öll fyrst, ýmist
til útflutnings eða beitu. — Ernil.
Prestofélug Suðurlonds í Vík
A MORGUN, sunnudag og mánu-
dag, heldur Prestafélag Suður-
lands aðalfund sinn í Vík í Mýr-
dal. A morgun messa 13 prestar
á 8 kirkjum, en messurnar eru
allar kl. 2 e. h. Prestarnir sem
messa eru: í Stóradalskirkju, sr.
Jakob Jónsson og sr. Guðmund-
ur Guðmundsson, í Asólfsskála-
kirkju sr. Sveinn Ögmundsson og
sr. Jón Arni Sigurðsson, í Ey-
vindarhólskirkju sr. Gunnar
Arnason, í Skeiðflatarkirkju sr.
Gunnar Jóhannesson og sr. Guð-
mUndur Óli Ólafsson, í Reynis-
kirkju sr. Óskar J. Þorláksson, í
Víkurkirkju sr. Jón Auðuns og
sr. Jón Þorvarðarson, í Þykkva-
bæjarklausturskirkju sr. Ingólf-
ur Astmarsson og sr. Þorsteinn
Björnsson og í Grafarkirkju sr.
Björn Jónsson.
Kl. 9 á sunnudagskvöld flytur
sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup
erindi.
Kl. 9,30 á mánudagsmorgun
hefst fundurinn að nýju með
morgunbænum, «n síðan hefjast
aðalfundarstörf kl. 10. Kl. 11
verður flutt framsöguerindi:
„Um breytingar á starfsháttum
kirkjunnar". Framsögumenn eru
sr. Bragi Friðriksson og sr. Sig-
urður Pálsson. Kl. 2 verða al-
mennar umræður og kl 5 verður
rætt um framtíðartilhögun á
fundum félagsins. Fundinum
lýkur kl. 7 um kvöldið.
Páfagaukur á
flækingi
ÞAÐ var uppi fótur og fit inni
í Herskálakamp við Suðurlands-
braut einn daginn, þegar krakk-
arnir komu auga á örlítinn gyllt-
an páfagauk, sem flögraði þar
milli bragganna. Hann þreyttist
brátt á fluginu, og tókst þá börn-
unum að handsama hann og fóru
með hann heim, hlynntu að hon-
um og gáfu honum að eta. En
hann þykir nokkuð grimmur og
snöggur upp á lagið, svo nú vilja
börnin helzt, að eigandinn komi
og sæki hann. Sá hinn sami get-
ur farið inn á Suðurlandsbraut
7 og spurt börnin þar um hann.
Þau verða víst meira en fegin að
fá hann í hendur réttum aðila.
Núverandi stjórn Prestafélags
Suðurlands skipa sr. Sigurður
Pálsson formaður, sr. Sveinn ög-
mundsson og sr. Garðar Savavars
son. —
„Albert“ var vel
fagnað í Ólafsfirði
ÓLAFSFIRÐI, 22. ágúst- — Varð-
og björgunarskipið Albert kom
hingað í morgun klukkan 9 og
var hér hafður viðbúnaður tU
að fagna komu skipsins. Á hafn-
argarðinum blöktu fánar, sem og
víða í bænum og mannfjöldi stóð
á garðinum, er skipið lagði að
honum fánum skreytt. Karlakór-
inn heilsaði skipi og skipshöfn
með söng. Síðan hófust ræðuhöld
frá bryggju og af skipsfjöl. Tal-
aði fyrstur Þorvaldur Þorsteins-
son formaður slysavarnafélagsins
hér og þá Rögnvaldur Möller, ea
hann á sæti í stjórn björgunar-
skúturáðsins. Síðastur talaði Pét-
ur Sigurðsson forstjóri Landhelg-
isgæzlunnar. Var nú haldið til
barnaskólans, en þar höfðu borð
verið dúkuð og var drukkið
morgunkaffi. Voru þar margar
ræður fluttar og voru ræðumenn
þeir Þorvaldur Þorsteinsson, for-
seti bæjarstjórnar, Magnús Gam-
alíelsson, útgerðarmaður, Ás-
grímur Hartmannsson bæjarstj.,
Steindór Hjaltalin, Júlíus Hav-
steen fyrrv. sýslumaður, Guð-
bjartur Ólafsson forseti Slysa-
varnafélagsins og að íokum Pét-
ur Sigurðsson, sem þakkaði mót-
tökur og hlý orð í garð Land-
helgisgæzlunnar og skipshafnar.
Meðan skipið lá við bryggju
var boðið að ganga fyrstri um
borð frú Elínu Þorsteinsdóttur,
móður Alberts Þorvaldssonar
sjómanns er drukknaði í Ólafs-
firði fyrir allmörgum árum, en
frú Elín og maður hennar Þor-
valdur útgerðarm. Friðfinnsson,
sem látinn er, stofnuðu Björgun-
arskútusjóð þann, sem varð svo
framlag Norðlendinga til bygg-
ingar skipsins, til minningar um
Albert son sinn, og þannig er
nafn skipsins til komið.
Um hádegisbilið lét Albert úr
höfn og var kvaddur með söng
karlakórsins undir stjórn Guð-
mundar Jóhannssonar. Var ferð-
inni heitið ti’ Dalvíkur. — J.
Fká Feneyjum
3 vikna för suður um lönd
á vegum ferðaskrifstofu Páls Arasonar
FERÐASKRIFSTOFA Páls Ara-
sonar efnir á næstunni til þriggja
vikna ferðar suður um Evrópu
og verður lengst farið suður til
Kapri.
Ferðin hefst 11. sept. n. k. með
því að flogið verður frá Reykja-
vík til Parísar og borgin skoðuð
í þrjá daga. Þegar ferðalangarnir
hafa svalað mestu forvitni sinni
þar verður lagt af stað austur
á bóginn, til Sviss og þaðan til
Ítalíu. A Norður- og Mið-ltalíu
verður farið til allra helztu og
merkustu borga, svo sem Mílanó,
Genúa, Písa, Rómar, Napoli,
Florenz og Feneyja. 1 báðum síð-
asttöldu borgunum verður dval-
ið dag um kyrrt og í Rómaborg
þrjá daga. Ennfremur verður
komið við í Pompei og dvalið
einn dag á Kapri, en allt eru
þetta frægir staðir, ýmist fyrir
náttúrufegurð, listaverk, söfn og
Þyggingar, eða þá fyrir fornminj-
ar. Auk þess er seinni hluti sept-
embermánaðar einn hinn ákjós-
anlegasti tími til þess að ferðast
um Ítalíu og Mið-Evrópu.
Frá Feneyjum heldur hópurinn
norður um Brennerskarð til
Austurríkis, Þýzkalands og Dan-
merkur og í Kaupmannahöfn
lýkur ferðinni raunverular