Morgunblaðið - 11.09.1957, Page 1
„Ofbeldi Rússa í Ungverjalandi er
einn mesti harmleikur vorra tíma44
í Sveinsbakaríi við Vesturgötuna byrjuðu bakararnir klukkan
6 í gærmorgun. Hans Eyjólfsson bakarameistari (með brauð-
bakkann) sagði að þar hefðu verið bökuð á annað þúsund brauð,
en þau hurfu eins og dögg fyrir sól og sömu sögu var að segja
í öllum brauðgerðunum I gær, á fyrsta „brauð-deginum“ eftir
verkfallið. (I.jósm. Mbl. Gunnar Rúnar).
Bakarasveinar fengu
verulega kauphækkun
Hefur ríkisstjórnin einhvern tímabundinn
leynisamning um brauðverðið?
U ngverjalandsskýrslan
rœdd í Allsherjarþinginu
NEW YORK, 10. sept.
—----------------------&
Öll Norðurlöndin
víta Rússa
OSLÓ 10. sept. — NTB — Utan-
ríkisráðherrar Norðurlandanna
sitja nú fund í Osló og er aðal-
lega rætt um starf Sameinuðu
þjóðanna og samræmingu á af-
stöðu landanna til hinna ýmsu
mála á þeim vettvangi. í fundar-
lok var gefin út sameiginleg yfir
lýsing þar sem lok afvopnunar-
viðræðanna í London voru
hörmuð. „Verdens Gang“ skýr-
ir svo frá í dag, að Norðurlöndin
fimm muni öll greiða atkvæði
með samþ. Ungverjalandsskýrsl-
unnar á fundi Alisherjarþingsins.
Segir og, að af Norðurlöndiunum
hafi aðeins ísland og Noregur
verið meðal hinna 36 ríkja, sem
bera nú fram tillögu á Ailsherj-
arþinginu um vítur á Ráðstjórn-
ina fyrir vopnaða íhiutun í mál-
efni Ungverjalands. Hins vegar
munu hin Norðurlöndin styðja
tillöguna þegar til atkvæða-
greiðslunnar kemur .
Ný lög fyrir Alsír
PARÍS 10. sept. — Franska
þingið hefur verið kvatt sam
an 24. september eða viku
fyrr en áætlað hafði verið
áður. Verkefni þingsins verð-
ur að ræða tillögu um nýja
stjórnarlöggjöf fyrir Aisír,
sem stjórnin hefur að undan-
förnu undirbúið. Ekkert er
vitað með vissu um eðii tillög-
unnar, en vitað er, að gengið
er langt til móts við Afríku-
rnenn hvað kasningarétti við-
kemur.
ALLSHER J ARÞIN G Sam-
einuðu þjóðanna kom saman
til fundar í dag til þess að
ræða um skýrslu hinnar sér-
legu nefndar Sameinuðu þjóð
anna um uppreisnina í Ung-
verjalandi. 36 ríki hafa sam-
eiginlega borið fram tillögu
Ástralía, Danmörk, Ceylon,
Túnis og Uruguay áttu fulltrúa
í nefndinni, er rannsakaði Ung-
verjalandsmálin og samdi síðan
skýrslu um rannsóknina. Ástr-
alski fulltrúinn hafði í dag fram-
sögu af hálfu nefndarinnar. —
Kvað hann nefndarmenn hafa
unnið að rannsókn þessa máls af
einlægni og réttsýni og niður-
staða þeirra væri einróma. —
Ásakanir á hendur nefndinni um
að hún hefði verið á máia ákveð-
inna afla væri móðgun, skýrsla
nefndarinnar stæðist alla gagn-
rýni. Kvað hann skýrsluna vera
byggða á framburði fjölmargra
vitna. Þeirra á meðal hefðu ver-
ið margir flóttamenn, erlendir
sendimenn í Ungverjalandi, svo
og hefði verið stuðzt við frásagn-
ir blaða og útvarps í Ungverja-
landi.
og um þær aðferðir, er Rúss-
ar beittu til þess að brjóta
hana á bak aftur með her-
valdi. Jaínframt er skorað á
Rússa og leppstjórn þeirra í
Ungverjalandi, að hætta að
kúga ungversku þjóðina og
veita henni sjálfstæði á ný.
Þá var einnig í tillögunni
skorað á forseta Allsherjar-
þingsins, Wang prins frá Thai-
Vék hann því næst að þeirri
ásökun Ráðstjórnarinnar, að
nefndin hefði enga samvinnu
haft við leppstjórnina í Ungverja
landi né Ráðstjórnina. Nefndar-
formaðurinn sagði þetta ofur
eðlilegt.
Stjórnirnar hefðu hafnað allri
samvinnu við nefndina og starf
hennar hefði verið kommúnist-
um þyrnir í auga. Rússar vissu
upp á sig sökina. Þeir hefðu bar-
ið frelsisuppreisn ungversku
þjóðarinnar niður með vopna-
valdi.
Léttvægi rök væru það hjá
Rússum, að þeir hefðu beitt
vopnavaldi til þess að hindra
það, að hinir gömlu landeig-
endur fengju aftur jarðir sínar. —
Ungverjar hefðu lýst því yfir, að
þeir hyggðust ekki að endur-
Framh. á bls. 2
um að þingið samþykki
skýrslu nefndarinnar um upp-1 landi, að beita sér fyrir því
reisn ungversku þjóðarinnar I að markmiði S. Þ. verði náð.
Rússar hafa þverbrotið sáttmála S.Þ.
Ætlar Starcke að selja British Museum
íslenzku handritin í Arnasafni ?
EFTIR sumarlangt brauðleysi í Reykjavík, var mikið að gera í
brauðgerðarhúsunum í gær og voru brauð með öllu ófáanleg
skömmu eftir nónbil. Brauðin voru seld með sama verði og fyrir
verkfall og kváðust bakarar ekki vita, hvort þau myndu hækka
í verði, eða hvort brauðverðinu yrði haldið óbreyttu með ein-
hverjum ráðstöfunum hins opinbera, þetta myndi ekki Iiggja fyrir
fyrr en eftir nokkra daga.
«----------------------------
Veruleg kauphækkun
Verkfall þetta varð hið lengsta,
sem um getur hér á landi, stóð
það í nær 3)4 mánuð. Með sam-
komulaginu milli bakarameistara
og bakarasveina, fá sveinarnir
hækkun á fastakaupi úr kr.
593,54 í kr. 623,00 á viku. Einnig
fá þeir 33% álag á kaup milli
klukkan 6 og 7 árdegis. Gerð var
breyting á vinnutíma bakara-
sveinanna, en það hefur ekki í
för með sér neina breytingu á
lokunartima bakaríanna frá því
sem verið hefur.
Leynilegur samningur
Allir hljóta að fagna því að
hinu langa verkfalli er lokið. Það
hefur valdið almenningi í Reykja
vík geysilegu óhagræði og auka-
kostnaði. En það er mjög víta-
vert, að ríkisstjórnin, sem tafið
hefur lausn vinnudeilunnar viku
eftir viku skuli halda leyndum
samningi, sem allt bendir til þess
að hún hafi gert við bakara um
brauðverðið.
Sú spurning hlýtur þess
vegna að rísa meðal almenn-
ings, hvort það sé rétt, að
þessi leynd sé á höfð vegna
þess, að fyrir dyrum stendur
ákvörðun um verð landbúnað
arafurða eftir nokkra daga.
Væri það mjög í samræmi við
aðra framkomu ríkisstjórnarinn-
ar. En reynslan mun að sjálf-
sögðu skera úr um það.
LONDON, 10. september. —
Chaplin sýndi kvikmyndagagn-
rýnendum í London í dag hina
nýju kvikmynd sína „Konungur
í New York“. Var myndinni tek-
ið fálega og sögðu gagnrýnend-
ur, að hún væri of pólitískt lituð
DANSKI stjórnmálamaðurinn
Viggo Starcke, leiðtogi Réttar-
sambandsins og ráðherra í stjórn
H.C. Hansens, hefur ritað grein
um handritamálið í Dagens Ny-
heder. Eins og kunnugt er, var
Starcke í dönsku handritanefnd-
inni á sínum tíma og lagðist gegn
því, að íslendingum yrðu afhent
handritin.
f upphafi greinar sinnar segir
hann, að hin miklu og glæsilegu
bókmenntaafrek íslendinga á
miðöldum hafi vakið aðdáun alls
heimsins og ekki sé nema eðli-
legt, að íslendingar vilji fá hand-
ritin, sem liggja í dönskum söfn-
um. En slík ósk sé ekki hið ssma
og skýlaus réttur. Að vísu sé
höfðinglegt að gefa gjafir, en
menn geti ekki gefið gjafir sem
þeir eigi ekki. Ráðherrann minn-
ist á sambandslagasamninginn
1918 og segir, að eðlilegt hefði ver
ið, að íslendingar hefðu þá gert
kröfu til handritanna, en það hafi
þeir ekki gert. Þá segir hann, að
auðvitað eigi íslendingar að fá
öll þau handrit, sem þeir eigi rétt
á, og þau hafi þeir líka fengið
1927, þegar þeim var skilað 4
handritum og 700 skjölum, sem
Árnasafninu hefði verið lánað.
urstöðu málsins, og HafnarhásKÓl
inn hafi afhent þessa muni með
því skilyrði, að málið væri útrætt,
íslendingar gerðu ekki tilkall til
fleiri handrita.
Síðan segir ráðherrann, að af-
hending handritanna gefi hættu-
legt fordæmi og afleiðingarnar
geti orðið örlagaríkar. Hann
bendir í því sambandi á, að fs-
Washington, 10. sept.
BANDARÍSKI dómsmálaráðherr
ann, Herbert Brownell, sendi
fylkisdómstólnum í Little Rock
í Arkansas tilmæli þess efnis að
Faubus fylkisstjóri verði svipt-
ur yfirráðum yfir þjóðvarnarlið-
inu, en fylkisstjórinn hefur að
undanförnu notað það til þess að
hindra skólagöngu svartra mið-
skólanema í skóla hinna hvítu
á þeim forsendum, að hann væri
að forða átökum. Yfirdómarinn í
fylkisdómstólnum í Little Rock
hefur nú tilkynnt, að réttarhöld
lendingar hafi aðeins gert tilkall
til íslenzkra handrita í dönskum
söfnum en ekki sænskum, þó að
vitað sé, að Svíar hafi komizt yfir
mörg íslenzk handrit.
Þá ræðir ráðherrann um erfða-
skrá Árna Magnússonar og segir
m.a., að Kaupmannahafnariiá-
skóla beri að varðveita handritin,
Framh. á bls. 2
hefjist hinn 20. þessa mánaðar i
máli Faubusar. Fyrir réttinn
verða og dregnir foringi þjóð-
varnarliðsins í Little Rock og
vaktstjóri þjóðvarnarliða þeirra,
sem staðið hafa vörð við miðskóla
hús bæjarins.
Til smáóeirða kom í dag í
Birmingham í Alabama og Little
Rock vegna skólagöngu svert-
ingjabarna. í Nashville hafa
fimm menn verið handteknir
vegna sprengingar í skólahúsi.
Mörg hvít börn neita að
sækja skóla þá, er svört börn
mega nú einnig sækja. Lögregla
þurfti að beita táragasi í dag í
Nashville til þess að kom í veg
fyrir árekstur hvítra og svartra.
til þess að hægt væri að njóta ' Hann segir einnig, að íslendingar
her.nar. I hafi verið ánægðir með þessa nið-
Faubus verður dreginn
fyrir rétt