Morgunblaðið - 11.09.1957, Síða 16
VEÐRIÐ
Austan gola. Sumsstaðar dálítil
rigning.
204. tbl-Miðvikudagur 11. september 1957.
Noregsbréf
Sjá bls. 9.
Morðmálið í Hveragerði
fyrir rétti á Selfossi
Sigurbjöm Ingi hvorki fáviti né geðveill
í venjulegum skilningi,
— segir dr. Helgi Tómasson.
Norsko síldveiðiskipið Fröyma
sökk í gær út of Austijörðum
Áhöfninni bjargað um borð í annað norskf skip
Á MÁNUDAGINN var tekið fyr-
ir í sakadómi Árnessýslu mál
Sigurbjörns Inga Þorvaldssonar
26 ára, er myrti Concordíu Jón-
atansdóttur 19 ára, í eldhúsi garð
yrkjuskólans að Reykjum í Hvera
gerði, sunnudaginn 6. janúar sl.
Sakborningur hefir verið í gæzlu
undanfarið í Hegningarhúsinu á
Skólavörðustíg, en verður brátt
fluttur að Litla Hrauni. Sækjandi
í málinu af hálfu ókæruvaldsins
er Logi Einarsson fulltrúi í dóms
málráðuneytinu en verjandi Egill
Sigurgeirsson hrl.
Á mánudaginn voru yfirheyrð
14 vitni, en málið er mjög um-
fangsmikið og eru málsskjölin á
annað hundrað vélritaðar síður.
ANNAÐ KVÖLD klukkan 7
efnir Heimtíallur, F. U. S.
til æskulýðstónleika í Austur-
bæjarbíói. Hinn kunni þýzki
barytonsöngvari, Hermann Prey
mun þar syngja einsöng og flautu
leikarinn Ernst Schönfelder leik-
ur verk eftir Bach og Hindemith.
Undirleik annast Guðrún Krist-
insdóttir frá Akureyri. Aðgöngu-
miðar kosta kr. 20 og verða seld-
ir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey-
mundssonar og skrifstofu Heim-
dallar í dag og á morgun, svo og
í Austurbæjarbíói frá kl. 2 báða
dagana.
A undanförnum árum hefur
Heimdallur öðru hverju gengizt
fyrir æskulýðstónleikum í Aust-
urbæjarbíói. Hefur aðsókn ætíð
verið mjög góð, enda hefur ávallt
verið til tónleikanna vandað.
Hingað til lands er nú kominn
einn bezti óperusöngvari Þjóð-
verja, Hermann Prey, en hanr,
hefur m. a. sungið í Carnegie
Hall í New York, svo og í Eng-
landi, Danmörku og víðar. Hann
er starfandi söngvari við óper-
urnar í Hamborg, Berlín og Vín
og talinn skæður keppinautur
Dietrich Fisher-Diskaus. Tvö
undanfarin kvöld hefur hann
sungið á tónleikum Tónlistarfé-
lagsins hinn fræga ljóðaflokk
„Die Schöne Múllerin“ eftir
Wilhelm Múller við lög eftir
Schubert og vakið fádæma hrifn-
ingu áheyrenda.
Ný efnisskrá
Á æskulýðstónleikunum annað
ÚTGERÐ reknetjabáta á Akra-
nesi er nú stórlega lömuð og veld-
ur því mikil landvinna þar í bæn
um. Nú þegar síldveiðin virðist
vera að glæðast vestur í svo-
nefndu Skerjadjúpi, þá kemst
ekki nema helmingur Akranesbát
anna á sjó, vegna manneklu.
í reknetjaflota Akurnesinga
hafa verið 20 bátar. Þeim hefur
stöðugt farið fækkandi, því
Rannsóknardómari í málinu er
Snorri Árnason fulltrúi sýslu-
mannsins á Selfossi. Rannsókn í
málinu hélt áfram í gær.
Sigurbjörn Þorvaldsson var í
7 mánuði í geðrannsókn hjá dr.
Helga Tómassyni yfirlækni
Kleppsspítalans. Hefir dr. Helgi
ritað ýtarlega skýrslu um niður-
stöður rannsóknar sinnar á Sig-
urbirni. Segir þar:
„Álit mitt á Sigurbirni Inga
Þorvaldssyni er þetta: Hann er
hvorki fáviti né geðveill í venju-
legum skilningi en haldinn tíma-
bundinni drykkjusýki (dipso-
mani). Hann hefir vefræna tauga
sjúkdóma".
Dóms er að vænta í máli þessu
á næstunni.
kvöld mun Hermann Prey aftur
á móti syngja verk eftir Beet-
hoven, Schubert, Schumann,
Brahms, Wolf og Strauss.
Hermann Prey
Ennfremur mun Ernst Schön-
felder, sem er kunnur þýzkur
hljómlistarmaður leika einleik á
flautu og mun hann leika stutt
verk eftir Bach og Hindemith.
Undirleik annast Guðrún
Kristinsdóttir frá Akureyri, en
hún er mjög þekktur píanóleik-
ari hér á landi.
Þessir æskulýðstónleikar eru
einu opinberu tónleikarnir, sem
þetta ágæta listafólk heldur og
má því búast við mikilli aðsókn
og öruggara að tryggja sér miða
í tíma.
skipsmenn hafa gengið í land
vegna hins mikla framboðs á
vinnu t.d. við Sementsverksmiðj-
una og eins við hafnarfram-
kvæmdirnar.
í Akraneshöfn liggja nú 10
bátar sem ekki komast til veiða
vegna manneklu og er það hið
alvarlegasta mál fyrir útgerð
þessa forna útvegsbæjar hve hún
á í harðri og ójafnri samkeppni
við aðra vinnu þar í bænum.
Hæstu viiming-
arnir á YA miða
í GÆR var dregið í 9. fl. í
háskólahappdrættinu, en í þess-
um flokki eru vinningar 787 tals-
ins og alls er dregið um 995 þús.
krónur. Komu báðir hæstu vinn-
ingarnir 100 þús. kr. og 50 þús.
kr. á fjórðungsmiða. Komu 100
þús. kr. á miða 9074. Eru þrír
í umboði á Akureyri og einn í
umboði Arndísar Þorvaldsdóttur
hér í Reykjavík. — 50 þús. kr.
vinningurinn kom á miða nr.
18855. Tveir miðanna eru í um-
boði H. Sivertsen í Vesturveri,
einn hjá Jóni Arnórssyni & Guð-
rúnu Ólafsdóttur og fjórði hjá
Frímanni Frímannssyni Hafnar-
húsinu. 10.000 kr. vinningar komu
á miða 19058 — 24106 — 33506 —
38446. — 5.000 kr. vinningarnir
komu á miða 5733 — 9348 —
30544 — 35883.
Saltað á Akranesi
AKRANESI, 10. sept. — Átta
reknetjabátar héðan voru úti á
veiðum í nótt. Eftir nokkuð langt
veiðihlé. Hafa sumir aflað ágæt-
lega í dag, Skipaskagi 168 tunn-
ur, Sigurvon 143 tunnur og Svan-
ur hátt á annað hundrað tunn-
ur. Þeir þrír sem síðast komu
inn náðu ekki lögn aftur. Margir
bátar bættust í hópinn og fóru 12
bátar út í dag.
Síldin er ekki sérlega stór en
vel feit og öll söltuð. Hingað kom
í kvöld togarinn Bjarni Ólafs-
son af veiðum við Vestur-Græn-
land með 300 lestir af karfa.
— Oddur.
Ræða Jónasar Rafnar.
Jónas Rafnar talaði fyrstur. —
Ræddi hann fyrst hina miklu
uppbyggingu á síðari árum undir
forystu Sjálfstæðismanna. Þá
minntist hann á hina ranglátu
kjördæmaskipun, sem brýna
nauðsyn bæri til þess að endur-
bæta.
Síðan ræddi hann misnotkun
kommúnista á verkalýðsfélögun-
um og vakti athygli á því, að í
nálægum löndum þekktist það
naumast að slíkum samtökum
væri beitt pólitískt gegn stjórn-
um landanna.
Þá minntist Jónas Rafnar á
þann sið, að stjórnmálaflokkar
á íslandi gæfu yfirlýsingar og lof
orð fyrir kosningar, sem þeir
síðan hirtu ekkert um að standa
við. Nefndi hann sem dæmi um
það yfirlýsiúgar núverandi stjórn
arflokka um varnarmálin, efna-
hagsmálin og afstöðuna til komm
únista.
Ræðumaður kvað nú dimmt út
lit í íslenzkum efnahagsmálum
Engu að síður yrðu menn að
vona að þjóðin bæri gæfu til
þess að sigrast á erfiðleikunum
með samtökum allra þjóðhollra
manna.
Ræða Gunnars Thoroddsen
Gunnar Thoroddsen talaði
næstur. Minntist hann fyrst á
sögu héraðsins, sem alið hefði
Skúla Magnússon landfógeta, er
oft hefði verið nefndur faðir
Reykjavíkur. Hann hefði verið
fæddur og uppalinn í Þingeyjar-
sýslu.
SEYÐISFIRÐI, 10. september. —
í gærdag kom óstöðvandi leki að
norska síldveiðiskipinu Fröyma
frá Haugasundi, þar sem það var
statt 200 sjómílur norð-austur af
Dalatanga. Annað norskt skip
sem statt var á sömu slóðum
bjargaði áhöfninni 11 manns. En
skipið sökk skömmu síðar.
Neyðarkall
Skipið Fröyma sendi út neyðar
kall um miðjan dag í gær. Var
þá veður hið versta og stórsjór
út. Norskt skip, Nibok, einnig
frá Haugasundi var statt nálægt
Fröyma, brá þegar við og bjarg-
aði áhöfninni og gekk björgunin
vel. Skipið sökk skömmu eftir að
Því næst ræddi hann nauðsyn
samstarfs og skilnings milli íbúa
höfuðborgarinnar og annarra
landsmanna. Jafnvægi í byggð
landsins væri ekki aðeins hags-
munamál sveitanna heldur einn-
ig höfuðborgarinnar og annarrá
kaupstaða.
Gunnar Thoroddsen minntist
síðan á ranglæti kjördæmaskip-
unarinnar og það, hversu
hörmulega hefði til tekizt um
framkvæmd á því aðalfyrirheiti
vinstri stjórnarinnar að halda
vinnufriði í landinu. Ennfremur
ræddi hann reynsluna af hinum
„varanlegu úrræðum", sem stjórn
in hefði lofað í efnahagsmálum.
Þá gerði hann hinar nýju álög-
ur að umtalsefni. Ræddi síðan
um skattamál og fjármál sveitar-
félaga.
Loks ræddi hann verzlunar-
málin og samvinnuhreyfinguna,
en í Þingeyjarsýslu er nú starf
andi elzta kaupfélag landsins.
Að lokum gerði hann svikum
ríkisstjórnarinnar í öryggismál-
unum nokkur skil.
Ræðum þeirra Jónasar Rafnar
og Gunnars Thoroddsen var
mjög vel tekið af áheyrendum.
Skemmtiatriði.
Að lokum var fluttur gaman-
söngleikurinn Ást og andstreymi
við ágætar undirtektir. Var
leikurinn fluttur af söngvurunum
Þuríði Pálsdóttur, Guðmundu
Elíasdóttur og Guðmundi Jóns-
syni við undirleik Magnúsar Bl.
Jóhannssonar.
Síðan var dansað.
mennirnir voru komnir um borð
í Nibok.
Fluttir til Seyðisfjarðar
Norska eftirlitsskipið Draug lá
hér i höfninni þegar hjálpar-
beiðnin barst frá hinu nauðstadda
skipi. Brá það þegar við og hélt
á slysstaðinn. Voru mennirnir all
ir komnir um borð í Nibok, þegar
Draug kom á staðinn, en hið síðar
nefnda flutti skipshöfn Fröyma
til Seyðisfjarðar. Voru allir skip-
brotsmennirnir við góða heilsu.
Bíða flugveðurs
Áhöfn Fröyma mun fara flug-
leiðis til Reykjavíkur og bíður
hún nú flugveðurs frá Egilstöð-
um. Fara þeir með fyrstu ferð
suður. — B.
Inni á Skarðsvíkinni hefur bát.
urihn haft dufl um 35 faðma frá
landi. Hann hefur svo kastað frá
duflinu á sama hátt og tíðkast
við botnvörpu og dragnótaveiðar.
Nótin er hins vegar ekki dregin
af bátnum á siglingu, heldur er
bátnum lagt við duflið og nótin
síðan dregin að bátnum með tog-
vindunni og aflinn síðan innbyrt-
ur með venjulegum hætti.
Magnús skipstjóri á Sæborg tel
ur þessa veiðiaðferð vera með
sama hætti og hann hafi fengið
uppl. um að tíðkazt hafi í gamla
daga um ádrátt og verið þannig
stundaður við Eyjafjörð.
Þar voru að vísu notaðir tveir
bátar við ádráttinn og var annar
með togvindu. Var sá bátur bund
inn fastur við staur sem rekinn
var niður í sandinn uppi við
fjöruborðið. Frá hinum bátnum
var nótinni kastað en síðan farið
með dráttartaug nótarinnar í bát-
inn með togvindunni og þar var
aflinn tekinn úr nótinni, en ekki
uppi í fjöru.
Nót sú er Magnús Grímsson
skipstjóri, hefur notað á Skr.rðs-
vík mun ekki í sjálfu sér vera
frábrugðin gömlu ádráttarnótun-
um, né heldur önnur veiðarfæri,
utan þess sem af því leiðir að
orðið hafa tæknilegar framfarir,
togvindur ganga nú fyrir kraft-
meiri vélum.
Þegar Magnús hóf að stunda
ádrátt í Skarðsvík 1956, var vind
an fyrst í stað höfð í landí, þó
aflinn væri"tekinn úr nótinni í
bát.
Magnús hefur skýrt frá þvi fyr
ir rétti að ákæruvaldið í landinu
og Landhelgisgæzlan hafi haft
fulla vitneskju um þessar veiðar
allan tímann. Telur Magnús skip-
stjóri ekki öruggt að veiðar þess-
ar séu ólöglegar og kveðst hafa
fullan hug á að fá úrskurð
dómstólanna um lögmæti veið-
anna.
Æskulýðstónleikar
Heimdallar annað kvöld
Þýzki óperusöngvarinn Hermann Prey
syngur og flautuleikarinn Ernst
Schönfelder leikur
Helmingur flotans kemst
nú ekki til síldveiða
Ágœtt héraðsmót Siálf-
stœðismanna á Húsavík
HERAÐSMÓT Sjálfstæffismanna á Húsavík var haldiff sl. laugar
dagskvöld. Var þaff haldið í samkomuhúsi kaupstaffarins og var
þar húsfyllir. — Þórhallur Snædal, formaffur Sjálfstæffisfélags
Rúsavíkur, setti mótið og stjórnaði því. Fór þaff hiff bezta fram.
Annor skipstjóri kærður fyrir
drognótaveiðor við Snæfellsnes
Segir veiðarnar ádrátt og hafi ákæruvaid-
inu verið um þær kunnugt.
HÉR í bænum, hjá sakadómaraembættinu, stendur nú yfir rann-
sókn á landshelgisbrotamáli. Skipstjóri á vélbátnum Sæborg héðan
úr Reykjavík hefur verið kærður fyrir að stunda dragnótaveiðar
hér í Faxaflóa. Skipstjórinn Magnús Grímsson Ferjuvogi 21, segir
að Landhelgisgæzlunni og ákæruvaldinu hafi verið kunnugt um
þessar veiðar, sem hann hafi ekki dregið neina dul á.
Veiðar þessar hefur vélbátur- eiganda. Varðbáturinn Rán lét
inn Sæborg stundað á Skarðs- til skarar skríða gegn bátnum
vík á Snæfellsnesi í rúrnt ár og fyrir nokkrum dögum, er hann
haft til þess fullt samþykki land- var að veiðum á Skarðsvík.