Morgunblaðið - 15.09.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1957, Blaðsíða 2
 Mopnrnvnr jptÐ Sunnudagur 15. sept. 1957 Ályktanir Stéttarsam- bands bænda 1957 E IN S og fyrr er sagt, gerði aðalfundur Séttarsambandsins, sem haldinn var í Hlégarði 12. og 13. september, margar ályktanir. — Flestar fjölluðu þær, sem eðlilegt er, um framleiðslu og verðlags- mál og önnur hagsmunamál bændastéttarinnar. Ennfremur gerði fundurinn ályktun í handritamálinu og samþykkti 50 þús. kr. fjár- veitingu til byggingar yfir handritin. Var sú tillaga birt í blaðinu í gær. Hér fara á eftir allar helztu ályktanir fundarins: Bankaútibú á Héraði Sögulegasta atkv. greiðslan í bæjarsfjórn um langf árabil Fulltrúar allra flokka veittust að Hannibal ATKVÆÐAGREIÐSLiAN um tillögu þá er borgarstjóri bar fram á aukafundi bæjarstjórnar í fyrrakvöld út af útsvasmáli bæjarins, er r.ieð sögulegri atkvæðagreiðslum, sem fram hafa farið í bæjarstjórn um langt árabil. Bæjarfulltrúar meirihlutans, og minnihlutans einnig, veittust eftirminnilega að Hannibal Valdimarssyni, fyrir hans einstæða frumhlaup, sem honum hefur nú orðið á með lög- lausum árásum sínum á Reykjavíkurbæ. Við atkvæðagreiðslu þessa kom berlega í ljós hvílíkt upplausnarástand ríkir í herbúðum stjórnarsinna. Jónas Pétursson á Skriðu- klaustri bar fram svofellda til- lögu: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1957 mælir eindregið með því að Búnaðarbanki íslands verði við óskum bænda á Austur- -landi um stofnun útibús á Fljóts dalshéraði“. Endurskoðun framleiðsluráðslaganna Jónas Pétursson bar ennfremur fram þessa tillögu: „Fundurinn samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til að endurskoða lög um framleiðslu- ráð landbúnaðarins, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o. fl. og skili hún áliti fyrir næsta aðalfund". í nefnd þessa voru kosnir þeir Gunnar Guðbjartsson, Hjarðar- felli, Jónas Pétursson, Skriðu- klaustri og Vilhjálmur Hjálm- arsson, Brekku. Iðnstöðvar I sveitum „Út af erindi kjörmannafundar V.-Barðastrandarsýslu um vinnu stöðvar í sveitum beinir aðal- fundur Stéttarsambands bænda 1957 þeirri áskorun til stjórnar sambandsins, að hún vinni að því, að fé sem á fjárlögum er varið til atvinnujöfnunar í land- inu verði að einhverjum hluta varið til að koma upp iðnstöðv- um í sveitum". Kornmölun „Út af erindi Benedikts Krist- jánssonar á Þverá um korninn- flutning beinir aðalfundur þeirri áskorun til stjórnar Stéttarsam- bandsins að hún athugi hvort hagkvæmt muni og framkvæman legt að flytja ómalað korn til landsins og að koma upp mölun- arvélum til að mala það jafnóð- um og notað er. Niðurstöður þessara athugana liggi fyrir næsta aðalfundi“. Kornrækt „Út af tillögu Páls Diðriksson- ar um kornrækt, beinir aðal- fundur Stéttarsambandsins því til stjórnar sambandsins, að hún beiti sér fyrir að frumvarp um kornrækt, sem samið var að til- hlutan framleiðsluráðs verði endurflutt á Alþingi". Efling bjargráffasjóðs „Út af framkominni tillögu frá kjörmannafundi Strandamanna, ítrekar aðalfundur Stéttarsam- bandsins fyrri samþykktir sínar um nauðsyn þess að Bjargráða- sjóður verði efldur jafnframt því sem hann þakkar eflingu sjóðsins á síðasta Alþingi“. Verffjöfnun á áburffi „Vegna framkominnar tillögu frá kjörmannafundi V.-Skaftfell- inga um að tilbúinn áburður verði seldur safna verði á öll- um verzlunarstöðum á land- inu vill fundurinn fela stjórn sambandsins að leita eftir leið- um til að bæta aðstöðu þeirra bænda sem hafa lengsta flutn- inga á landi og erfiðust hafnar- skilyrði“. Innflutningur dráttarvéla, varahluta og verkfæra „Út af erindi Búnaðarsambands Kjalamesþings um innflutning dráttarvéla beinir aðalfundur Stéttarsambands bænda 1957 þeirri áskorun til stjórnar sam- bandsins, að hún vinni að því: 1. Að ekki verði krafizt fyrir- framgreiðslu á andvirði þeirra búvéla, sem fluttar verða til landsins hér eftir. 2. Að gengið verði ríkt eftir því, að nægar varahlutabirgðir séu fyrir hendi hjá þeim fyrir- tækjum, sem flytja inn jarð- vinnsluvélar og önnur tæki til landbúnaðar. Ennfremur felur aðalfundurinn stjórn Stéttarsambandsins að beita sér fyrir því: 1. Að innflutningur dráttar- véla hvert ár verði ráðinn það snemma að bændur geti fengið vélar til nota þegar er vorstörf hefjast. 2. Að leyfður verði innflutn- ingur þeirra vinnutækja sem nauðsynleg eru til þess að heim- ilisdráttarvélar komi að fullum notum“. Skipulagning eggjasölunnar „Fundurinn skorar á stjórn Stéttarsambandsins og fram- leiðsluráð að styðja Samband eggjaframleiðenda til þess að koma á skipulagsbundinni sölu eggja um allt land. Komi til skattlagningar á innfluttar fóð- urvörur gangi sá hluti skattsins er greiddur verður af alifugla- fóðri til uppbyggingar þeirrar starfsemi og verðmiðlunar eggja“. Verðgrundvöllurinn „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1957 telur að nokkrar leið réttingar hafi fengizt á verð- lagsgrundvelli landbúnaðarvara við endurskoðun hans nú með hækkun ýmissa kostnaðarliða. Þó telur fundurinn að enn skorti mjög mikið á að þessi mál séu komin í viðunandi horf. Fundurinn telur að vanda þurfi enn meira til þeirra heim- ilda, sem verðlagsgrundvöllur landbúnaðarvara er byggður á, og felur stjórn sambandsins að vinna að úrbótum í þessu efni.“ Ákvörffun um uppsögn á verðlagsgrundvellinum Að tilhlutan stjórnar Stéttar- sambands bænda flytur verðlags nefnd eftirfarandi tillögur: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1957 ákveður að kjósa 12 menn til ráðuneytis við stjórn Stéttarsambandsins um ákvörð- un um það hvort segja skuli upp gildandi verðlagsgrundvelli fyr ir febrúarlok n.á. og séu 3 menn úr hverjum landsfjórðungi eftir tilnefningu fulltrúa hvers fjórð- ungs“. Trygging fyrir aff hið skráða verff fáist að fullu „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1957 leggur á það alveg sérstaka áherzlu að við verðlagn ingu landbúnaðarvara, nú og framvegis, sé þess stranglega gætt að kostnaðarliðir við vöru meðferðina séu áætlaðir nógu hátt til þess að verð til framleið- enda verði af þeim sökum ekki lægra en verðlagsgrundvöllurinn gerir ráð fyrir.“ J afnframt ítrekar f undurinn samþykkt síðasta aðalfundar svo hljóðandi: „Aðalfundurinn gerir þá kröfu til ríkisvaldsins, að það verð- bæti allar útfluttar landbúnaðar vörur, svo að bændur fái fyrir þær það verð, er þeim ber sam- kvæmt verðgrundvellinum". Verff á mjóikurafurffum og sauðfjárafurffum „Þar sem fram hafa komið á- kveðnar raddir úr flestum sauð- fjárræktarhéruðum landsins, í þá átt að verðlag á sauðfjárafurðum sé bændum óhagstæðara en mjólkurverðið, þá láti fram- leiðsluráð fara fram athuganir á því, hvort þessar kvartanir séu á rökum reistar og leiðrétti síðan misræmi, ef um það er að ræða“. Má á það benda, að nú er hag kvæmari útflutningur sauðfjár- afurða en mjólkurvara. Verffmifflun landbúnaffarvara „Vegna radda er fram hafa komið um að skattleggja inn- fluttar fóðurvörur, gerir fundur- inn þá ófrávíkjanlegu kröfu, að ef til þess kynni að koma, verði þeim skatti einvörðungu varið til verðmiðlunar landbúnaðarvara innanlands. Kynning skákmanna: Guðm. Pólmuson ÞRIÐJA umferð stórmóts Tafl- félagsins verður tefld í Lista- mannaskálanum kl. 7.30 í kvöld Þá mætast m. a. Stálberg og Friðrik. Stahlberg hefur hvítt. Pilnik hefur hvítt gegn Ingv- ari, Benkö hvítt gegn Guðmundi Ágústssyni, Björn hvítt gegn Inga R., Guðm. Pálmason hvítt gegn Arinbirni og Gunnar hvítt gegn Guðm. S. Við höldum svo áfram með kynningu þátttakenda: Guðmundur Pálmason er fædd ur 1928. Guðmundur vann sig upp í meistaraflokk árið 1946, og hefur síðan teflt á mörgum skák- mótum innan lands og utan, yf- irleitt með góðum árangri. Meðal annars varð Guðmundur annar í landsliðskeppninni 1948 og ann- ar til þriðji á „Euwe“-mótinu i Reykjavík 1948, svo og í „Pilnk“- mótinu 1955. Guðmundur hefur fyrir Islands hönd teflt á fimm alþjólegum stúdentamótum, jafn- an með góðum árangri. Þar af mun hann hafa náð einna beztum árangri á stúdentaskákmótinu i Lyon 1955, en þar vann hann m. a. hinn heimsfræga júgóslav- neska skákmeistara Fuderer og gerði jafntefli við Taimanov. — Guðmundur er verkfræðingur að menntun. Sýuinj* Júlíönu Sveinsdóttur opnuð í gær KL. 2 e.h. í gær var málverka- sýning Júlíönu Sveinsdóttur opn- uð í Listasafni ríkisins. Forseta- hjónin voru viðstödd auk mikils fjölda gesta. Menntmálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason opnaði sýning- una með stuttri ræðu og komst hann m.a. svo að orði, að íslend- ingar stæðu í mikilli þakkarskuld við Júlíönu Sveinsdóttur. Með stafi sínu hefði hún auðgað ís- lenzka menningu. Að lokinni ræðu menntamálaráðherra skoð- uðu gestir sýninguna. Á sýning- unni eru 159 listaverk, 118 olíu- málverk og 17 teppi. Verður sýn- ingin opin daglega frá kL 1—10 e.h., en henni lýlcur hinn b. októ- ber. 1 dag tekur Mbl. upp aftur til- lögu borgarstjóra og rekur síðan lið fyrir lið atkvæðagreiðsluna 1. Bæjarstjórnin mótmælir harðlega úrskurði félagsmála- ráðherra og þeirri freklegu árás á sjálfstæði bæjarfélagsins, sem felst í aðgerðum hans. Viff atkvæffagreiðslu um þenn- an liff, sem samþykktur var meff 8 atkv. gegn 5, sátu þeir hjá Bárffur Daníelsson og Magnús Ástmarsson. 2. Bæjarstjórnin bendir á, að niðurjöfnunarnefnd hafði óve- fengjanlega heimild til þess að jafna niður 199,4 millj. kr. í út- svör, en þegar nefndin gekk end- anlega frá niðurjöfnun, var upp hæðin 198,1 millj , eða 1,3 millj. lægri en ráðuneytið sjálft telur heimilt, og fær því sú óg.Jdingar astæða ekki staðizt, að útsvars- upphæðin sé hærri en löglegt er. Þessi liffur var samþykktur meff 8 atkv. gegn 5 og enn sátu þeir hjá Bárður og Magnús. 3. Bæjarstjórniti bendir á, að jafnað er niður eftir „efnum og óstæðum", þótt notaður sé út- svarsstigi ,sem er stighækkandi eftir tekjum og eignum og tekur ríflegt tillit til fjölskylduá- stæðna. Þegar hér var komiff fór sam- heldni minnihlutaflokkanna, sem reyndar var lítill fyrir algjör- Iega út um þúfur. Einungis þrir kommúnistar greiddu atkvæði gegn liðnum. Verður naumast séð hvernig rökstyðja eigi þá af- stöðu. 4. Bæjarstjórnin telur það fjarri lagi og spor aftur á bak, ef banna á bæjar- og sveitarfélög- um að nota nýtízku skýrsluvélar við niðurjöfnun útsvara. Nú virtust minnihlutafulltrú- arnir vera alveg úti á þekju. Áhugi þeirra á sparnaði við „skrifstofubáknið" var fokinn út í veffur og vind. Verður t.d. fróð- legt aff vita hvort vélabókhald muni nú verffa sérstakt kosninga- númer kommúnista við næstu bæjarstjórnarkosningar. 5. Bæjarstjórnin telur, að hvort sem farin yrði sú leið að gera nýja útsvarsskrá eða leita úrskurðar dómstóla um málið, Sljórn Sléltasam- bands bænda STJÓRN Stéttarsambands bænda var endurkjörin á fundinum í Hlégarði. Skipa hana Sverrir Gíslason, Hvammi, Jón Sigurðs- son, Reynistað, Einar Ólafsson, Lækjahvammi, Páll Methúsalems son, Refstað og Bjarni Bjarna- son, Laugavatni. Varastjórn var ennfremur end- urkjörin, þeir Ólafur Bjarnason, Brautarholti, Jón Jónsson, Hofi, Sigurður Snorrason, Gilsbakka, Sveinn Einarsson, Reyni og Jó- hannes Davíðsson, Hjarðardal. BREIÐDALSVÍK, 14. sept. — Undanfarið hefur verið hér norð austan átt með snjókomu til fjalla. Breiðdalsheiði er nú orð- in illfær minni bílum. — Slátrun mun hefjast hér seint í september. — Páll. myndu af hljótast verulegar taf- ir á innheimtu útsvara, en það þýðir tafir á verklegum fram- kvæmdum bæjarins, svo sem byggingu íbúða til útrýmingar herskálum og öðru heilsuspill- andi húsnæði, byggingu skóla, bæjarsjúkrahúss, sorpeyðingar- stöðvar, undirbúningi lóða og lagningu hitaveitu í ný hverfi, og lýsir ábyrgð á hendur félags- málaráðherra af þeim sökum. Ekki fengust affrir til þess aff firra félagsmálaráðherrann þeirri ábyrgff en kommúnistar og ástvinur ráðherrans Alfreff lækn- ir Gíslason. Var þessi liður samþ. með 8 atkv. gegn 4 og 3 sátu hjá. 6. Þar sem dómstólaleiðin myndi taka marga mánuði og valda óbætanlegum truflunum á útsvarsinnheimtu, telur bæjar- stjórnin rétt að velja þá leið, sem veldur minni töfum fyrir verk- legar framkvæmdir og minni baga fyrir borgarana, og er því samþykk þeirri ályktun, sem niðurjöfnunarnefnd hefir gert í dag og er svohljóðandi: „Niðurjöfnunarnefnd hefur notað sömu starfsaðferðir við á- lagningu útsvara í ár og undan- farin ár, án þess að félagsmála- ráðuneytið eða aðrir hafi vefengt lögmæti þeirra starfsaðferða. Þó að nefndin telji eftir atvikum ekki ástæðu til að hverfa frá fyrri vinnubrögðum, telur hún rétt, þar sem viss formsatriði hafa verið vefengd, að gera skrá yfir útsvör gjaldenda í bænum, samkv. IV. kafla útsvarslaga, og auglýsa kærufrest að nýju“. Þessi liffur var samþ. meff 8 samhljóða atkvæffum. Varff eng- inn til þess aff taka upp till. fulltrúa kommúnista í niðurjöfn unarnefnd, sem þar bafffi veriff flutt til þess að þóknast Hanni- bal Valdimarssynl. Ekkl eina sinni ástvinurinn! 7. Bæjarstjórnin bendir á, aff í ár er notaður sami útsvarsstigi og sl. ár, að öðru leyti en því, að fjölskyldufrádráttur er verulega aukinn, og er útsvarsstiginn því raunverulega lægri nú en í fyrra, emkum á barnafjölskyldum. Þegar hér var komiff atkv. greiðslunni sundraffist liff línu- kommúnista. Ingi R. var þaff vitl borinn að neita ekki staðreynd- um, þótt hann hins vegar feng. ist ekki til aff fallast á þær. Aft- ur á móti létu þeir engan bilbug á sér finna sálufélagar hans Sig- urffur Guðgeirsson og Guffm. Vigfússon, sem greiddu atkv. gegn liðnum, en hann var sam- þykktur meff 8 atkv. gegn þeirra atkv. tveim. 8. Bæjarstjórnin beinir þeim eindregnu tilmælum til Reykvík- inga að greiða útsvör sem fyrst, til þess að nauðsynlegar fram- kvæmdir bæjarfélagsins tefjist minna en til er stofnað með bréfi ráðherrans. Þessi liffur var samþykktur meff 10 samhljóða atkv. Gengu nú Þórarinn Tímaritstjóri og Bárffur Danielsson til liffs viff meirihluta bæjarstjómar. Magn- ús Ásmarsson vildi ekki styffja þá Bárff og Tíma-Þórarin, þar eð hann vildi ekki taka undir þá ádeilu sem fram kemur í þessum Iiff á Hannibal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.