Morgunblaðið - 15.09.1957, Page 3

Morgunblaðið - 15.09.1957, Page 3
Sunnudagur 15. sept. 1957 MORGVPiBLAÐIÐ 3 Úr verinu Margrét ásaint kennara sínum Helga Filippussyni i Svifílug- unni „Margréti“. Það er stór stund fyrir nemandann þegar hann fer í fyrsta skipti upp í svifflugu Nú hafa fvær konur á Íslandi lokið svifflugsprófi Togararnir ÞESSA viku var hér við land austan og norðaustan strekking- ur, oft allhvass, en þó aldrei svo, að frátök væru. Við Grænland var yfirleitt gott fiskiveður. Skip þau, er veiða karfa fyrir heimamarkað, eru dreifð, en flest eru þó við vestanvert Grænland, ein 2—3 á heimamiðum. Hjá þess- um skipum hefur afli verið sæmi- legur. Þau hafa verið. að koma með fullfermi eftir 13—16 daga. Þetta er að vísu nokkuð löng útivist, en sigling er líka löng. Afli er tregur hjá þeim tveim gkipum, sem veiða í salt. 4 skip frá Reykjavík og Hafnar firði, Jón forseti, Karlsefni, Júní og Röðull, veiða fyrir Þýzkaland. Júní seldi í vikunni 220 lestir fyrir DM 92.000,00, og er það ekki neitt sérstakt fyrir jafnmikinn fisk, nær fullfermi. Röðull selur strax eftir helg- ina, er hann með fullfermi, um 260 lestir. Verið er að búa Þorstein Ing- ólfsson og Akurey á veiðar fyrir Þýzkaland. Fiskleit Egils Skallagrímsson- ar hefur ekki borið sérstakan ár- angur til þessa, eftir því sem frétzt hefur. Fisklandanir. voru 4 í vikunni, og voru skipin yfirleitt með karfa, sáralítið af öðrum fiski. Þorst. Ingólfs. 313 tn. 16 dagar Neptunus .. 350 — 13 — Marz .. um 320 — 15 — Jón Þor. um 290 — 13 — Samtals 1273 Reykjavík Fyrrihluta vikunnar réru nokkrir netjabátar, en afli var mjög rýr, frá V2' lest og komst upp í 2 lestir mest yfir nóttina. Síðarihluta vikunnar var land- lega, nema hvað nokkrir réru í gær. Það vekur undrun manna, að Flóinn hefur hálffyllzt af mar- glittutegund, sem nefnd er hattur og ekki hefur orðið vart hér áður. Lokar marglittan netjun- um, og mun aflaleysið að ein- hverju leyti stafa af ófögnuði þessum. Keflavík Stirðar gæftir hafa verið þessa viku, norðanátt, aldrei almennt róið. Afli hefur verið sæmilegur eft- ir gæftunum, misjafn þó, þannig að bátar hafa farið niður í 10— 20 tunnur í róðri, en aðrir líka fiskað ágætlega. Það er talið gott, þegar afli nær 70—100 tunn um og ágætt, þegar hann kemst talsvert á annað huncirað tunnur og það upp í 200 tn. Mesti afli í róðri var hjá Geir, 216 tn. og næst bezti hjá Reykja- röstinni, 190 tn. Síldin er nokkuð misjöfn, en þó yfirleitt sæmileg og fer batn- andi. Síldin er fryst og söltuð, nema þegar hún er gölluð, sem á sér oft stað, þegar slæm eru sjó- veður eins og nú, þá fer hún í bræðslu. V estmannaey j ar Þessa viku var stormasamt og hvassviðri á norðan síðarihluta hennar. Handfærabátar hafa lítið getað farið út af þessum sökum, og þegar út hefur verið skotizt. hefur hefur lítið aflazt. Lagarfoss hefur reynt að leggja ýsunet, en fengið lítið, um 300 kg. í róðri í 20 net. Þó mun talsvert vera af ýsu á miðunum, en hún fer ekki í netin. Ætlunin er að reyna aftur með ýsunetin síðar í haust. Týr hóf veiðar með línu í vik- unni. Réri hann með 30 stampa og fékk 2Vz lest miðað við óslægt. Undanfarið hafa margir bátar farið á reknetjaveiðar í Faxaflóa. Hefur gengið illa að. fá áhöfn á bátana, og hafa sumir farið af stað með ekki fulla skipshöfn. Einn er kominn aftur og varð ið hætta vegna manneklu. Akranes Róið var almennt á mánudag og þriðjudag. Fyrri daginn fengu 8 bátar 700 tunnur og síðari dag- inn 13 bátar 860 tunnur. Mestur afli í róðri var 174 tunnur, annars hefur afli verið misjafn. Annað var ekki róið í vikunni, nema hvað einn bátur reri á mið- vikudaginn í rokinu og fékk yfir 100 tunnur. Síldin er góð, en þó misjöfn, sæmileg söltunarsíld. Þessi síld sem barst að í vikunni, var öll söltuð, ekkert fryst. Gerði þáð m.a., að verið var að vinna fisk úr togaranum Bjarna Ólafssyni, sem kom inn með 300 lestir af karfa. Bkipstjórar eru almennt í hraki með fólk, en þó eru 15 bát- ar byjaðir reknetjaveiðar, en ætl- unin er, að allir fari af stað, aður en lýkur. Starfsgrundvöllur útgerðarinnar Nú fer að líða að þeim tíma, að forystumenn sjávarútvegsins og hinir vísu landsfeður fari að gera sér grein fyrir hinum svokallaða starfsgrundvelli, þ.e. áætlun um tekjur og gjöld útgerðarinnar og fiskiðnaðarins. Það er því ekki úr vegi að minnast lítillega á þessi mál hér í þessum þætti, ef það mætti verða til þess að vekja menn al- mennt til umhugsunar um þau. Alvarlegasta áfallið fyrir sjáv- arútveginn í ár var aflabrestur- ,inn í vetur og svo, hve margir fóru illa út úr síldveiðinni í sum- ar. f fyrra var meðalafli íínubáta talinn 6% lest í róðri. í vetur var hann eftir lauslegri áætlun 5% lest í róðri. Þetta skakkar hvorki meira né minna en 20%. Áætlan irnar og samkomulagið við ríkis- stjórnina um áramótin var byggt á aflanum árið áður. Það liggur því í augum uppi, að eigi afkoma útgerðarinnar og sjómanna að vera sú, er gert var ráð fyrir, að hún yrði í ár, verður fiskverðið að hækka um 20% að viðbættum auknum kostnaði útgerðar frá síðustu áramótum. Þótt í hækkuðu fiskverði væri aðeins tekið tillit til minnkaðs aflamagns og aukins útgerðar- kostnaðar, hefði samt ekki verið tekið tillit til stóraukinnar dýr- tíðar, sem bitnar að sjálfsögðu á útgerðar- og sjómönnum eins og öðrum í ýmsum myndum. Þótt sjó- og útgerðarmenn fengju þessa hækkun, hefðu þeir ekki fengið neitt fram yfir það, sem þeim var ætlað við samningana í fyrra, og þannig ekki hækkanir, sem ýmsar stéttir hafa fengið á árinu. Væri þó ekki bætandi á ósamræmið. á milli launa sjó- manna og þeirra, er landvinnu stunda. Það er því mjög vafasamt, að útgerðarmenn og sjómenn geti látið sér nægja að fá bættan afla- brestinn og aukinn tilkostnað. Að því er snertir togarana, er ástandið enn verra en með bát- ana, afkoma þeirra er mun lakari. í fyrra haust var gert ráð fyrir, að togararnir sætu við sama borð og bátarnir, en úr því varð þó ekki. Það verður ekki séð, hvað réttlætir það að gera uppp á milli tveggja tegunda fiskiskipa. Ef togararnir hafa yfirburði, þá má það koma í ljós, sem er þó alveg ósannað mál. Það er óheppilegt að búa þannig að togurunum, að allir einstaklingar gefist upp við rekstur þeirra og þeir færist þann ig yfir á bæjarfélögin og sligi þau eitt á fætur öðru, svoleiðis að þau megi ekki heyra togara nefnda þrátt fyrir mikilvægi þeirra sem atvinnutækja. Vest- mannaeyjar og Keflavík eru þeg- ar uppgefnar þrátt fyrir það að báðir þessir staðir hafa einhver afkastamestu frystihús landsins og hreint atvinnuleysi er yfir sum ar- og haustmánuðina, vegna þess að engir togarar eru þar. Það hefur vakið mikla athygli, að togararnir á Akureyri töpuðu á síðastliðnu ári yfir milljón krónum á hvert skip, þegar tekið er tillit til taps við verkun afl- ans. En þetta er ekkert einsdæmi, þannig var afkoman yfirleitt hjá togurunum sumum betri, öðrum verri. Einna skást hjá þeim, er stunduðu mest siglingar. í ár verður tapið vart minha en % milljón krónur hjá skipi auk afskrifta allt upp I annað eins. Það er mikill misskilningur, að .skipin þurfi ekki að fyrna. Ómótmælanlega ganga þau úr sér, og með hverju á að greiða afborg anirnar? Niðurstaðan af þessum hugleið- ingum verður því sú, að fiskverð- ið þurfi að hækka um 30—40 aura hvert kg., ef nokkur von á að vera til þess, að útgerð meðal skipa beri sig. Nemur þetta 105— 140 millj. króna miðað við 350 þús. lesta ársafla. Ekki er hér tekið tillit til verðhækkurar á síld, sem að sjálfsögðu verður einnig að eiga sér stað. „Beiskur ertu drottinn rr.inn“, en hvað stoðar að blekkja sjálfan sig. Þjóðin verður að horfast í augu Við það, hvort hún hefur efni á því að búa þannig að sjáv- arútveginum, að hann geti nokk urn vegin* borið sig, og þannig stuðlað að því, að einhverjir vilji leggja fé í hann og sjómenn fáist á flotann, eða láta hann hanga á horriminni og smáveslast upp. En hætt er við, að hér fari eins og með fálkann og rjúpuna, að ekki kenni, fyrr en kemur að hjartanu. Lágmarksverð á þorski hækkar í Hull Eftir ákvörðun félags brezkra togaraeigenda hækkar í vetur lágmarksverð á þorski í Hull um 7 shillinga kíttið, þ.e. við 25 aura kg. eða rúm 10%. Lágmarksver'ð- ið verður þá 63 shillingar 63 kg. eða kr. 2,25 kg, Hækkun þessi er rökstudd með minnkandi aflamagni og stöðugt hækkandi útgerðarkostnaði. Portugalar leita á Nýfundnalandsmið. Frá Portugal stunda nú veiðar á Nýfundnalandsmiðum um 80 skip. Af þessum skipum eru 22 nýtízku togarar, sem bera 900 lestir af saltfiski hver, eða helm- ingi meira en stærstu íslenzku togararnir. Það er athyglisvert fyrir fslend inga, hve margar þjóðir leita nú á hin fengsælu fiskimið við Ný- fundnaland. Það er mjög vafa- samt, að íslendingar verði nógu stórhuga, er þeir ákveða stærð á hinum 15 nýju togurum, sem fyrirhugað er að kaupa. Það er fróðlegt að gera sér grein fyrir því, hve þessi þjóð, sem hefur verið eitt bezta við- skiptaland fslendinga með salt- fisk, er langt komin áleiðis í fisk veiðum, þar sem Portúgalai öfl- uðu árið 1955 á eigin skip um 185 þúsundir lesta, og höfðu fjór- faldað aflamagnið síðan 1938. í þessu sambandi má geta þess, að verkföll hafa lengi verið bönn uð í Portugal. Til að fjalla um launamál var sett á laggirnar launamálastofnun, sem leggja verður fyrir allar kröfur um hærri laun, breytingu á vinnu- tíma, betra húsnæði og almenna aðstoð, áður en þær öðlast gildi. Mikið A-vitamín í hrognum Rannsóknir hafa leitt í ljós, að um tíu sinnum meira A-vitamín er í hrognunum en í fiskinum sjálfum. I ANNAÐ SINN hefur nú ís- lenzk kona lokið svifflugprófi hér á landi, en það þykir jafn- an hið frækilegasta afrek, a.m.k. egar um kvenfólk er að ræða. þetta skiptið var það frú Mar- grét Matthíasdóttir, Tjamargötu 41, sem lauk prófinu, svonefndu C-prófi, en áður eða fyrir ári síðan, lauk Hulda Filippusdótt- ir sama prófi. Fréttamaður Mbl. hitti frú Margréti í gær og átti stutt rabb við hana um svifflug. — Hvað er langt síðan þú byrjaðir að læra svifflug Mar- grét? — Það eru rúmlega þrjú ár. Ég hef lengi haft áhuga á flugi, því maðurinn hefur stundað það talsvert, (Margrét er gift Ás- birni Magnússyni forstjóra Or- lofs) og okkur hjónunum þykir þetta mjög ánægjuleg íþrótt. En svo varð ég að hætta á tímabili vegna veikinda en tók svo til aft- ur í vor. — Já, og ertu ekki mjög ham- ingjusöm yfir að vera búin að ljúka prófinu? — Hvort ég er, jú sannarlega. — Segðu mér nú frá svifflug- kennslunni Margrét, t.d. hvernig henni er hagað? — Kennslan fer fram á Sand- skeiðinu, en þar er skóli Svif- flugfélagsins. Fyrir þremur ár- um eða þegar ég var að byrja að læra að fljúga, fór kennslan þannig fram, að nemandinn fór einn síns liðs upp í svonefndri „skólaflugu“, það er ekki bein- línis sviffluga má frekast kallast rennifluga. Var henni fyrst fest með taug aftan í bíl sem ók með nokkrum hraða þannig að flugan rétt lyftist frá jörðu. Þegar nem- andinn hafði sýnt hæfni sína til að halda renniflugunni á rétt- um kili og gerði rétt að stýrum, var flugan dregin upp með vír- taug af spilvindu og er nemand- inn hafði náð þeirri hæð sem ætlast var til sleppti hann taug- inni og renndi flugunni til jarð- ar. En nú er því hætt, það þótti of tímafrekt. Nú fer nemandinn upp með kennaranum í tvísetu, það er sviffluga. Þegar búið er að æfa nemandann þannig nokk- uð lengi þá fer hann einn upp. — Varstu aldrei hrædd? — Jú, fyrst, en það hverfur alveg með tímanum. — Fannst þér ekki talsverðum áfanga náð, þegar þú fórst í fyrsta skipti ein upp í svifflugu? — Jú, það get ég sagt þér, að ég var svo hrifin og utan við mig þegar ég kom niður aftur, að ég kleip í handlegginn á mér til þess að sannfæra mig um að þetta væri ég. Ég trúði satt að segja ekki að ég hefði getað þetta. Ég bókstaflega sveif lengi á eftir. — Varstu ekki taugaóstyrk, þegar þú tókst prófið? — Nei, það gekk bara vel. Ég tók svokallað „Hangflug“, ég flaug í vinduppstreymi við hlíð- ar Vífilsfellsins. — Hvaða kröfur verður að upp fylla í prófinu? — Nemandinn verður að vera uppi í 20 mínútur án þess að missa hæð. — Hver var kennari þinn? — Það var Helgi Filippusson, skólastjóri Flugskóla Svilfflug- félagsins. Annars voru í sumar tveir Þjóðverjar við kennsluna, en ég var aldrei nemandi hjá þeim. — Ætlarðu að stunda svifflug eitthvað í framtíðinni? — Ég ætla að gera það meðan mér endist aldur og heilsa til. Ég vildi óska þess að fleiri kon- ur en hingað til gæfu sig að svif- flugi, því mig langar til þess að fleiri njóti þeirrar skemmt- unar. Þeir, fem ekki fljúga fara á mis við mikið. — M. Th. KOMIÐ er út á vegum Heims- kringlu nýtt smásagnasafn eftir Friðjón Stefánsson, og nefnir hann það „Fjögur augu“. í bók- inni eru 14 sögur um sundurleit- ustu efni, heimspekinga, skáld, blóm, sólargeisla í myrkri, konur, Marsbúa, tromp og annaS þa8, sem tekið hefur hug skáldsins fanginn. Friðjón hefur áður gefið út tvær bækur á íslenzku, „Maður kemur og fer“ (1946) og „Ekki veiztu . . “ (1953), en auk þess hefur komið út á dönsku „Mens Nordlyset danser" (1949), sam- eiginlegt smásagnasafn hans og Þorsteins bróður hans. Þá hefur Friðjón þýtt á íslenzku skáld- sögu Þorsteins, „Dalurinn" (1942). Smásögur Friðj-óns Stefánsson- ar hafa verið þýddar á sex. tungu- mál og verið fluttar í útvarpi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. — Friðjón hefur ekki látið mikið yfir sér á íslenzku skáldaþingi, en hann er vafalaust meðal vand- virkustu og traustustu smásagna- höfunda okkar núna. „Fjögur augu“ er snotur bók og eiguleg, 159 blaðsíður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.