Morgunblaðið - 02.10.1957, Page 2
MORnrnyitT 4ðið
Miðvikudagur 2. okt. 1957
Árásirnar út af útsvörum í Reykjavík
eru kosningaáróður og ekkert annað
Samanburður á útsvarsstiganum i
Reykjavik og i tveimur bæjarfélögum,
Jbcrr sem vinstri menn ráða öllu
ÞAÐ eru tvær meginstað-
reyndir, sem ber að hafa í
huga í sambandi við ádeilu
stjórnarblaðanna á niður-
jöfnunarnefnd og bæjar-
stjórnarmeirihluta Sjálf-
stæðismanna í Reykjavík í
sambandi við útsvarsálagn-
inguna í ár:
1) Sú aðferð, sem nú var
höfð við álagninguna, var
nákvæmlega hin sama og
höfð hefir verið undanfarin
ár og sambykkt var af full-
trúum núverandi stjórnar-
flokka í niðurjöfnunar-
nefnd, enda voru ekki gerð-
ar neinar athugasemdir þá
af hálfu þeirra flokka- sem
nú Iáta sem mest. Skýring-
in á þessu er sú, að nú eru
bæ j arst jómarkosningar
framundan, og er því hér
um kosningaáróður og ekk-
ert annað að ræða.
2) Sú upphæð, sem nið-
urjöfnunarnefnd Reykjavík
ur lagði endanlega á, var 1,3
milljón króna lægri en sú
útsvarsupphæð, sem Hanni-
bal Valdimarsson sjálfur
Ieyfði að lögð yrði á. Niður-
jöfnunarnefnd hafði heim-
ild ráðherrans til að jafna
niður 199,4 millj. kr. í út-
Tekjur
svör, en hin endanlega nið-
urjöfnun, áður en útsvars-
skrá var lögð fram öðru
sinni, nam 198, 1 millj. kr-
Þessar tvær meginstað-
reyndir er rétt að bæjarbú
ar hafi í huga í sambandi
við hinn látlausa kosninga-
áróður Þjóðviljans og ann-
arra stjórnarblaða í sam-
bandi við útsvörin.
Hvernig eru útsvarsstigarnir?
Þjóðviljinn birti á sunriudag
tveggja ára gamlar tölur um út-
svör í hinum ýmsu bæjar- og
sveitafélögum, en lætur líta svo
út í fyrirsögn, sem þær eígi
að sýna ástandið í dag. Þarna
tekur blaðið til meðferðar gami-
ar tölur. vai'ðandi meðalútsvör í
ýmsum bæjarfélögum. En það,
sem her skiptir öllu máli, þegar
rætt er um útsvarsbyrði al-
mennings, ei-u útsvarsstigarnir
sjálfir, en á þá minnist Þjóðvilj
inn ekki. Ef bornir eru saman út-
svarsstigar í Reykjavík og öðr-
um bæjarfélögum, er sá saman-
burður Reykjavík mjög í hag.
Skal hér beni á dæmi um út-
svarsálagninguna í tveim bæjar-
félögum, þar sem vinstri-menn
ráða. Er þar um að ræða saman-
burð á útsvarsstiganum í Rvík
annars vegar og Hafnarf. og Akra
nesi hins vegar. Er hér fyrst tafla
sem sýnir tekjuupphæð og út-
svarsálagningu á hana eftir út-
svarsstigum Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur og er talið í krón-
um.
Ú ts varsupphæð
Einhl. Hjón Hjón m. 1 barn Hjón m. 2 börn Hjón m. 3 börn Hjón m. 4 börn Hjón m. 5 börn Hjón m 6 börn
Hafnarfj. 40000 4610 3810 3010 2210 1410 610
Reykjavík 40000 4390 3590 2540 1440
flafnarfj. 45000 5660 4860 4060 3260 2460 1660 860
Reykjavík 45000 5390 4590 3540 2440 1240
Hafnarfj. 50000 6735 5935 5135 4335 3535 2735 1935 1135
Reykjavík 50000 6390 5590 4540 3440 2240 940
Hafnarfj. 55000 7835 7035 6235 5435 4635 3835 3035 2235
Reykjavík 55000 7390 6590 5540 4440 3240 1940 540
fiafnarfj. 60000 8960 8160 7360 6560 5760 4960 4160 3360
Reykjavík 60000 8390 7590 6540 5440 4240 2940 1540
Ef þessi tafla er athuguð, sýn-
ir hún að útsvörin i Hafnarfirði
í ár, eru miklu hærri á f jölskyldu
fólki en í Reykjavík. Að öðru
leyti tala þessar tölur sínu máli
og þurfa engar útskýringar.
Þá er hér tafla, sem sýnir út-
svör á hjónum með 3 börn á
Akranesi annars vegar og í
Reykjavík hins vegar.
Tekjur Akranes Reykjavík Mismunu
Kr. 30.500,00 40,00 40,00
— 35.000,00 900,00 900,00
— 40.000,00 1.850,00 1.850,00
— 40.800,00 2.010,00 400,00 1.610,00
50.000,00 3.850,00 2.240,00 1.610,00
— 60.000,00 5.970,00 4.240,00 1.730,00
70.000,00 8.090,00 6.740,00 1.350,00
- 80.000,00 10.200,00 9.240,00 960,00
_ 100.00Q,00 14.200,00 14.240,00 ~ 40,00
— 125.000,00 19.700,00 21.740,00 -^2.040,00
Þigar þessi tafla er athuguð,
sést, að bæjarstjórnarmeirihluti
vinstri manna á Akranesi, leggur
miklu þyngri útsvarsbyrðar á
þær fjölskyldur, sem hafa Iágar
tekjur og miðlungstekjur, heldur
en gert er í Reykjavík. Á hinu
bóginn er svo augljóst, að hinir
sömu vinstri menn á Akranesi,
hlífa heldur þeim, sem meiri tekj
ur iiafa.
Það er sérstaklega athyglisvert
í sambandi við útsvarsstigana i
Hafnarfirði og á Akranesi, að í
þeim bæjarfélögum eru núver-
andi stjórnarflokkar í meirihluta
og talar það sínu máli. Þegar þess
ar upplýsingar eru athugaðar,
verður það auðskilið af hverju
stjórnarblöðin þora ekki að birta
upplýsingar um útsvarsstigana,
heldur grípa til þess að blekkja
með tveggja ára gömlum tölum,
sem teknar eru upp úr tímariti
og enga þýðingu hafa í sambandi
við ástandið eins og það er í dag
rúmlega þrem þúsundum hærri
en á sama tíma í fyrra, en það
samsvarar rúmlega 20% aukn-
ingu.
Guðfrœ&inámskeið
PRESTAFÉLÖG dönsku og
norsku kirkjunnar hafa boðið
Prestafélagi fslands að senda full
trúa á vísindaleg námskeið í guð-
fræði, er fram eiga að fara seinni
hluta október mánaðar í Osló og
Kaupmannahöfn. —
Séra Páll Þorleifsson prófastur
á Skirínastað og séra Jón Auðuns
dómprófastur munu sækja nám-
skeið þessi fyrir hönd íslenzkra
presta.
Borgarstjóri flytur ræðu við opnun tómstundaheimilisins í gær. Við háborðið eru: Magnús Gísla-
son, námsstjóri, frú Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar, Helgi Hermann Eiríksson, form. Æsku-
lýðsráðs Reykjavíkur, borgarstjóri og Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri. Fremst á myndinni eru: sr.
Jón Auðuns, dómprófastur, og Ragnar Jónsson, forstjóri. (Ljósm.: Gunnar Rúnar)
Æskulýðsráð Beykjavikur heldur
uppi murgþættu starfi til að s|á
ungu fólki fyrir tómstundaiðþi
BORGARSTJÓRINN
í Reykjavík opnaði í gær
fyrsta tómstundaheimili
Æskulýðsráðs Reykjavíkur.
Heimilið er að Lindargötu 50
og eru þar rúmgóð salar-
kynni, sem notuð verða til
ýmiss konar starfsemi í þágu
ungra Reykvíkinga. Á morgn-
ana fer þar fram kennsla í
Gagnfræðaskóla verknáms.
eftir hádegi verður húsnæðið
notað sem lestrarsalir fyrir
skólafólk og síðdegis og á
kvöldin fer fram ýmiss konar
tómstundaiðja pilta og
stúlkna — saumar og bast-
vinna, bókband, útvarpsvirkj -
un og ljósmyndagerð. — Þá
verða þarna skrifstofur Æsku
lýðsráðs Reykjavíkur. Ráðið
hefur nú starfað um nær
tveggja ára skeið og unnið
mikið og gott verk til að auð-
velda æskufólki að verja tóm-
stundum sínum við þrosk-
andi störf og skemmtanir. —
Meðal ræðumanna við opnun
tómstundaheimilisins í gær
voru formaður ráðsins, Helgi
Hermann Eiríksson, og fram-
kvæmdastjóri þess, séra Bragi
Friðriksson.
Æskulýðsráð Reykjavíkur
Helgi Hermann Eiríksson tók
fyrstur til máls. Hann rakti sögu
Æskulýðsráðs Reykjavíkur, er
borgarstjóri skipaði seint á árinu
1955. Þann vetur gekkst ráðið
fyrir tónleikum, skákkennslu o.
fx. en ráðið ræddi auk þess við
fjölda unglinga, kynnti sér ástæð
ur æskunnar og áhugamál og
fékk bendingar um það, er gera
þurfti.
Haustið 1956 var séra Bragi
Friðriksson ráðinn framkvæmda-
stjór* ráðsins, og skipuiagði hann
ýmiss konar tómstundastarf á
þess vegum. Var unnið í mörgum
flokkum í húsnæði, sem fengið
var að láni á ýmsum stöðum í
bænum.
Nú hefur ráðið fengið leigt gott
húsnæði, og þakkaði ræðumaður
öllum þeim, sem hjálpað hafa til
að það yrði, einkum borgarstjóra
fyrir að koma starfseminni af
stað og styðja hana með ráðum
og dáð. „En framtíðardraumur-
inn er eigið hús“ sagði Helgi Her
mann að lokum.
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri sagði m.a.: í Reykjavík er
reynt að rétta æskunni hjálpandi
og styrkjandi hönd. í Heilsu-
verndarstöðinni er ungbarna-
vernd og mæðrahjálp. Síðan taka
við ýmsar stofnanir, þar sem at-
hafnaþrá barnanna fær útrás í
leikum eða þeim börnum er séð
farborða, sem ekki eiga nákomna
að. Til þess eru leikvellir og ým-
iss konar barnaheimili. Þegar
börnin eldast taka svo skólarnir
við: barnaskólar, unglinga- og
gagnfræðaskólar og ýmsir sér-
skólar. En æskan á tómstundir,
sem stemma verður stigu við, að
sé eytt í iðjuleysi eða óho’llar
skemmtanir. Þess vegna eru
ungu fólki í skólum og við störf
í atvinnulífinu sköpuð tækifæri
til að svala athafna- og skemmt-
anaþrá sinni á heilbrigðan hátt.
Það er þjóðfélaginu til hags, að
ungmennunum sé forðað frá
freistingum. Hlutverk Æskulýðs
ráðs Reykjavíkur er því bæði
vandasamt og veglegt: að vígja
æskuna Guði og hjálpa henni að
temja sér góða siði og hollar lífs
venjur.
Séra Bragi Friðriksson gat þess
í ræðu sinni, að Æskulýðsráðið
ætti bæði að vera vettvangur til
umræðna um æskulýðsmál og sá
aðili, sem af bæjarfélagsins hálfu
vinnur að þvi að fá ungu fólki
þroskandi tómstundastörf og
auka heilbrigða gleði hennar.
Þá lýsti ræðumaður hinum
nýju húsakynnum. Eru þau alls
um 160 ferm., tveir stórir salir,
skrifstofuherbergi, lítið vinnu-
herbergi og Ijósmyndaklefar.
Voru þeir teknir í notkun s.l. vor.
Eins og fyrr segir fer þarna fram
verknám á morgnana á vegum
Gagnfræðaskóla verknáms. Eftir
hádegi geta unglingar komið og
lesið námsbækur sínar 2—3 klst.,
en síðan hefst ýmiss konar tóm-
stundaiðja.
Kennarar verða þau Jón Pálsson
og Ingibjörg Hannesdóttir, og
hafa þau unnið mikið starf við
að koma húsnæðinu við Lindar-
götu í gott horf. Við það hafa
einnig unnið unglingar, sem síð-
ar munu ásamt félögum sinum
njófli góðs af því, er þarna hefur
verið gert. Séra Bragi ræddi sér-
staklega um þátt æskunnar í að
koma upp tómstundaheimilum,
en víða erlendis, og reyndar einn
xg hér i Reykjavík — hafa ein-
staklingar og hið opinbera fengið
æskulýðssamtökum í hendur ó-
notað húsnæði og þau síðan lag-
fært það sjálf. Hefur það verið
mjög þroskandi starf.
Séra Bragi drap nokkuð á aðra
starfsemi æskulýðsráðsins. Það
stendur að tómstundastarfi víða
um bæinn í vetur — í Langholti,
Smáíbúðahverfi, Laugarnes-
hverfi, í Miðbæjarskólanum, Fé-
lagsheimili KR og e.t.v. víðar. Þá
vinnur ráðið að því að fá sam-
tök, er vinna í þágu æskunnar,
skátafélögin, íþróttafélögin og
kirkjuna, til að taka upp ýmsa
starfsemi. Veitir ráðið aðstoð í
því sambandi. Mun í vetur verða
félagsleg miðstöð fyrir æskufólk
í flestum hverfum í bænum.
Þá stuðlar æskulýðsráðið að
því, að ungt fólk geti notið ýmiss
konar lista. Sinfóníuhljómsveitin
mun halda 2 tónleika í samráði
við það í vetur, efnt verður til
jólasöngva o. fl.
★
Er tómstundaheimilið var opn-
að í gær voru viðstaddir ýmsir
forystumenn í uppeldismálum.
Auk fyrrnefndra ræðumanna
tóku þeir séra Jakob Jónsson og
Arngrímur Kristjánsson, skóla-
stjóri til máls.
í æskulýðsráði eiga þessir
menn sæti: Helgi Hermann Ei-
ríksson (formaður), Baldur Möll
er, Berndt Bendtsen, frú Elsa
Guðjónsson, Ingimar Jóhannes-
son, séra Jón Auðuns, Ragnar
Jónsson, og dr. Símon Jóh. Ág-
ústsson. Ráðunautar þess eru
Jónas B. Jónsson og Magnús
Gislason.