Morgunblaðið - 02.10.1957, Síða 9
Miðvikudagur 2. okt. 1957
MO*rr?\itT 4Ð1Ð
9
Aðalfundur Verzlunarráðsins:
Horfið af braut frjálsra viðskipta
Vikizt undan merkjum alþjóðlegrar samvinnu
Varað við óheiIlaþróun
Réttarbóndinn, Högni Pétursson á Ósi, t. h. á myndinni. Lengst
til vinstri er Ólafur Hálfdánsson, fyrrum bóndi í Meirihlíð.
Mytedorleg ný ifárrétt
vígð í Bolungarvík
Kostaði um 150 þúsund krónur
BOLUNGARVÍK,
27. sept. —
Mánudaginn 23. þ. m. voru göng-
ur hér í Bolungavík og var þá
vígð ný fjárrétt hér, sem stendur
á sandinum rétt innan við kaup-
túnið. Gamla réttin var á Hóli,
og mjög úr sér gengin, en útrétt
er svo í Skálavík utan heiði. —
Búnaðarfélagið hefur staðið fyrir
framkvæmdum þessum, en
hreppsfélagið mun greiða Vi
hluta kostnaðarverðs, og Búnað-
arfélagið sjálft að líkindum nokk
urn hluta, en hitt munu fjáreig-
endur greiða í hlutfalli við fjár-
eign sína, og er talið, að þeir
muni þurfa að greiða sem svarar
50 krónum á hverja kind, sem
þeir eiga.
Áætlað er að kostnaðurinn alls
muni verða í kringum 150 þús.
kr. Réttin er mikið mannvirki.
Steyptar undirstöður og staurar,
en milliskilrúm úr trégrindum.
33 dilkar eru í henni, en réttin
er hringlaga, og er í henni miðri
stór almenningur. Aðrekstur er
mjög góður frá veginum fram
sandinn, og rennur féð eftir
nokkurs konar trekt inn í rétt-
ina. Aldrei hefur jafnstór fjár-
hópur verið réttaður hér í
Bolungarvík sem nú, en fjáreign-
in mun nú vera um 2500 ær. Mest
af fé þessu eiga bændur í hreppn-
um, en fjölmargir menn í kaup-
túninu eiga og kindur, og er að
því hin mesta búbót.
Mikil ánægja og gleði ríkti „á
réttinni" líkt og í gamla daga.
Fánar voru við hún í réttinni, og
látlaus straumur fólks kom til að
skoða mannvirkið.
Réttarbóndi var að þessu sinni
Högni Pétursson bóndi að Ósi.
Búnaðarfélaginu er mjög þökkuð
forganga þessa máls, en formaður
þess er Þórður Hjaltason sím-
stöðvarstjóri. Um kvöldið hélt
Búnaðarfélagið samkomu í Félags
heimilinu. Þar hélt Steinn Emils-
son sparisjóðsstjóri ræðu um bú-
skap í Hólshreppi fyrir 100 ár-
um, og gerði hann samanburð á
aðstöðu og framkvæmdum þá og
nú. Síðan var stiginn dans fram
eftir nóttu. —Fréttaritari. .
A AÐALFUNDI Verzlunarráðs
íslands, sem nýlega er lokið voru
I gerðar ýmsar ályktanir um við-
skipta- og efnahagsmál. Fara
hinar helztu þeirra hér á eftir:
Viðskiptamál
Fyrir nokkrum árum mörkuðu
stjórnarvöld landsins þá stefnu,
að viðskiptin við útlönd og inn-
anlands skyldu vera sem frjáls-
ust og haftaminnst, og að at-
vinnuvegirnir skyldu standa á
eigin fótum án styrkja. Þessi
stefna var einnig yfirlýst með
þátttöku í alþjóðasamtökum, sem
vinna að eflingu frjálsra við-
skipta og hafa náð góðum á-
rangri, aðildarþjóðunum til mik-
illa hagsbóta.
Nú hefur verið horfið af þess-
ari braut hér á landi, tekin upp
höft og auknir styrkir, og vikizt
undan merkjum hinnar alþjóð-
legu samvinnu. Það er augljóst,
að með lögunum um útflutnings-
sjóð hefur ekki tekizt að ná jafn-
vægi í greiðsluviðskiptunum við
útlönd. Verzlun landsmanna hef-
ur á ný verið færð í Ijötra og
þjónusta hennar við almenning
lömuð.
Varað við óheillaþróun
Aðalfundur V. 1. 1957 varar
eindregið við þessari óheillaþró-
un og bendir á nauðsyn þess,
að gerðar verði sem fyrst ráð-
stafanir, sem miði að sem frjáls-
ustum viðskiptum, enda hefur
reynslan sýnt, að frjáls viðskipti
við eðlilegar aðstæður skapa hag-
stæðust verzlunarkjör fyrir neyt-
endur.
Fundurinn gerir sér ljóst, að
nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að
þessu marki verði náð, sé það,
að fjárfesting og neyzla þjóðar-
innar verði ekki meiri en raun-
verulegar þjóðartekjur leyfa. Það
er því nauðsynlegt, að ríki og
bæjarfélög, sem ráða yfir mikl-
um hluta þjóðarteknanna stuðli
að jafnvægi með því að stilla '
hóf framkvæmdum sínum og
öðrum útgjöldum.
Það er ennfremur höfuðnauð-
syn, að skapað verði traust á
verðgildi peninga, svo að sparn-
aður eflist, en hann er undir-
staðan undir eðlilegri, hafta-
lausri fjárfestingu.
Þótt slíkar ráðstafanir komi
ekki sizt niður á verzlunarstétt-
inni, telur fundurinn þær óhjá-
kvæmilegar, til þess að frjálst og
heilbrigt efnahagslíf fái þróazt.
Verðlagsmál.
Aðalfundur V. I. 1957 vill
benda ríkisstjórn og verðlags-
yfirvöldum á þá staðreynd, að
verðlagsákvæði þau, sem sett
hafa verið á þessu ári, eru hvergi
nærri í samræmi við kostnað við
innkaup og dreifingu vara í land-
inu, en lögum samkvæmt ber að
miða við þörf fyrirtækja, sem
hafa vel skipulagðan og hag-
kvæman rekstur.
Verðlagsákvæðin gera verzlun-
inni ókleift að veita fullnægj-
andi þjónustu og hafa viðunandi
vöruúrval á boðstólum, en það
hlýtur að bitna á almenningi í
landinu.
Aðalfundurinn krefst þess, að
eðlileg samkeppni um hagkvæm
innkaup og þjónustu við almenn-
ing verði látin ráða úrslitum um
vöruverð, en að öðrum kosti
verði verðlagsákvæðin endur-
skoðuð og miðuð við raunveru-
legan kostnað við innkaup og
dreifingu vara í landinu.
Utanríkisviðskipti.
Aðalfundur V. 1. 1957 varar
við þeirri hættu, sem verzlun
landsmanna stafar af því, að
binda utanríkisviðskiptin æ meir
við vöruskiptalöndin.
Fundurinn skorar á ríkisstjórn-
ina að stefna að því, að mark-
aðir, sem fyrir hendi eru í frjáls-
gjaldeyrislöndunum, séu nýttir
betur en verið hefur.
Skortur á nauðsynjavödum
Aðalfundur V. í. 1957 vekur at-
hygli á því, að yfirfærsla fyrir
frílistavörum sé að miklu leyti
stöðvuð, og því sé orðinn skortur
á ýmsum nauðsynjavörum, og
valdi það truflunum í ýmsum
greinum atvinnulifsins, sem ráða
þyrfti bót á sem fyrst.
Jafnframt gerir aðalfundurinn
kröfu til þess, að innflutnings-
yfirvöld og gjaldeyrisbankar hafi
nánara samstarf við V. 1. um
reglur þær og ágætlanir, sem
gerðar eru um innflutning slíkra
vara.
‘V ' ■; '
Hin nýja fjárrétt Bolvíkinga.
Ebenezer Þor-
láksson 80 ára
Ebenezer Þorláksson, fyrrum
bóndi að Rúfeyjum í Breiðafirði,
er áttræður í dag. Hann er fædd
ur á Melum á Skarðsströnd, son-
ur hjónanna Þorláks Bergsveins
sonar frá Svenfneyjum og Jó-
hönnu ívarsdóttur konu hans.
Dvaldist hann á Melum til tví-
tugsaldurs, en fluttist þá til Rúf-
eyia með doreldrum sínum. Tók
þar við búi og bjó í aldarfjórð-
ung. Hann hefir átt heima í
Stykkishólmi frá 1928 og stundað
sjómennsku lengst af. Ebenezer
er hagleiksmaður og vann mikið
að bátasmíði. Hann kvæntist árið
1903 Margreti Magnúsidóttur, œtt
aðri af Skarðsströnd og eiga þau
3 börn. — í dag dvelst Ebenezer
að dælustöðinni að Reykjum í
Mosfellssveit hjá syni sínum. Á
Kennarafundur
ÞRETTÁNDI aðalfundur Kenn-
arasambands Austurlands vsir
haldinn á Seyðisfirði dagana 14.
og 15. sept. sl.
Fundinn sátu 16 kennarar af
félagssvæðinu. Vegna slæmrar
færðar á Fjarðarheiði komu
færri en ætluðu. Fundarstjórar
voru þeir Ragnar Þorsteinsson,
Eskifirði, og Ármann Halldórs-
son, Eiðum.
Sambandsstjórnin hafði fengið
þá Kristin Björnsson, sálfræð-
ing, og Óskar Halldórsson, kenn-
ara, Reykjavík, til að halda er-
indi á fundinum. Nefndi Kristinn
sitt erindi „Sitt af hverju um
námsörðugleika og afbrigðileg
börn í skóla“. Óskar -talaði um
móðurmálskennsluna. Spunnust
um bæði erindin miklar um
ræður. Að loknum fundi hlýddu
fundarmenn messu hjá séra Er-
lendi Sigmundssyni. Þá var gest-
um sýnt hið ágæta leikhús Seyð-
isfjarðar, Herðubreið, og að síð-
ustu sátu fundarmenn kaffiboð
fræðslunefndar Seyðisfjarðarbæj
ar.
Fundurinn samþykkti margar
ályktanir og tillögur.
Stjórn sambandsins skipa nú:
Þórður Benediktsson, Egilsstaða-
kauptúni, Guðmundur Magnús-
son, s. st., og Ármann Halldórs-
son, Eiðum.
Keflavík — Njarðvík
Strauvél, Empire, til sölu.
Sími 233. —
Guðbjörg Jónsdóttir
húsfreyja frá Þingdal í Villingaholtshreppi
í DAG fer fram bálför Guðbjarg-
ar Jónsdóttur. Grettisgötu 19 B,
hér í bæ. Hún var fædd 9. des.
1880, að Siðra-Velli í Gaulverja-
bæjarhreppi, hún lézt að heimili
sínu Grettisgötu 19 B, 24. sept. sl.
Guðbjörg giftist árið 1915 Guð-
mundi Guðmundssyni bónda að
Þingdal, sem þá var ekkjumaður,
og átti 3 ung börn. Guðmundur er
látinn fyrir nokkrum árum. Með
manni sínum átti Guðbjörg eina
dóttir, Rögnu, sem búsett er á
Grettisgötu 19 B.
Guðbjörg reyndist þeim vanda
vaxin að reynast frammúrskar-
andi góð stjúpmóðir og móðir, lét
hún sér í einu og öllu eins annt
um stjúpbörnin, sem sitt eigið
barn.
Við hjónin vorum gerkunnug
þessu heimili, okkur er því bæði
skylt og ljúft að minnast þessara
ágætu hjóna með þakklæti og
virðingu.
Með Guðbjörgu Jónsdóttur er
horfin sjónum vorum geðþekk og
góð kona, sem ætíð lét lítið á
sér bera, enn reyndist því betur
þegar á reyndi.
Þegar ég hugleiði starfsferil
Guðbjargar og þau kynni er ég
hafði af henni og heimili hennar,
verður mér það ljóst að horfin
er sjónum vorum fyrirmyndar
húsfreyja, sem í einu og öllu
reyndist köllun sinni trú.
Að fara fleiri orðum um þessa
kyrrlátu konu er engin þörf, allir
þeir er kynni liöfðu af henni,
munu sakna hennar og minnast
Herbergi óskast
strax í eða nálægt Miðbæn-
um, með aðgangi að baði og
síma. Ágætt tækifæri fyrir
þann, eða þá, sem vilja
tryggja sér kennslu í tungu
málum. Tilb. merkt: „Gra-
duate — 6791“, sendist blað
inu fyrir föstudagskvöld.
með þakklæti og hlýhug, og þá
fyrst og fremst stjúpbörnin, einka
dóttirin og dótturbörnin.
Orðstír góðrar móður deyr
aldrei.
— H. J.
Ráðskona — Húsnæði
óska eftir ráðskonuslöða,
eða taka á leigu 1—2 stof-
ur. Má vera hjá manni, er
óskað’ heimilishjálpar. Hef
sjálfstæða heimavinnu. Kjör
eftir aðstöðu. Tilb. sendist
Mbl., til mánudags, merkt:
„Áreiðanlegheit — 6796“.
Vegna flutninga
er til sölu strax, 2ja liuroa
fataskápur, rúmgóðúr. Raf-
urmagns bökunarofn, þýzk
gerð A. E. G. — 4ra manna
tjald. Nýr svefnpoki. Her-
mannabeddi. Olíuvél, góð í
sumarbústað. Nýr prírnus,
hljóðlaus. Nýr bónkústur.
Uppl. í íma 10801.