Morgunblaðið - 02.11.1957, Síða 8

Morgunblaðið - 02.11.1957, Síða 8
c MOKCVISBI 4ÐIÐ Laugardagur 2. nðv. 1957 Útg.: H.í. Arvakur, Reykjavík. ÚR HEIMI J Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónss'on. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson Cábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sígurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045 Auglýsingar: Ami Garðar K.ristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aigreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 30.00 á mánuði xnnanlands. t lausasölu kr. 1.50 eintakíð. MIKLAR SÖGUR UM LÁN- TÖKUR ERLENDIS FJÁRMÁLARÁÐHERRANN lýsti því yfir á dögunum, að nú væri verið að leita eftir lánsfé erlendis til margvís- legra hluta. Var á ráðherranum a<ð heyra, að hér væri ekki um neinar smáupphæðir að ræða, heldur stórfé. Á sama tíma skrifar svo Þjóð- viljinn um, að unnt sé að fá láns- fé austan járntjalds, og sé þar um mikla upphæð að ræða, sem fáanleg sé með góðum vaxta- kjörum, og megi lánið greiðast í íslenzkum útflutningsafurðum á longum tíma. Þjóðviliinn leggur á það mikla áherzlu, að hér sé um mikið kostaboð að ræða. Hefur blaðið margsinnis á undanförn- um mánuðum, spurt af hverju þetta mikla og góða lán sé ekki tekið. Hefur blaðið sérstaklega verið með alls konar getsakir í garð utanríkismálaráðherrans í þessu tilefni. Ennfremur hefur blaðið deilt mjög á Eystein Jóns- son fyrir tómlæti um þessa lán- töku, sem „liggi alveg á borðinu“, að sögn blaðsins. Eysteinn Jónsson kom ekki fram á Alþingi með neinar upp- lýsingar um, hvar væri verið að leita eftir því lánsfé, sem hann taldi að ríkisstjórnin væri að afla. Ekki hefur heldur verið gerð grein fyrir þvi af opinberri hálfu, hvers eðlis tilboðið að austan væri, og eru því engin gögn fyrir hendi um það mál nema það sem Þjóðviljinn segir. Hins vegar ganga hinar furðu- legustu sögur um þá lánsfjáröfl- un, sem fjármálaráðherrann og utanríkisráðherrann hafi nú með KOSNINGAl BÆJARSTJÓ að er auðséð á framkomu minnihlutans í bæjar- stj !rn Reykjavíkur að k _ _agar eru í nánd, því n« keppist þar hver sem bef- ur má við að bera fram tillogur um alls konar fram- kvæmdir. f minnihlutanum eru nú, eins og kunnugt er, sex flokk- ar og flokkabrot eða næstum því eins margir flokkar og fulltrú- arnir eru margi , en þeir eru 7 Vantar ekkert annað en að komm únistar klofni í annað sinn og væri þá glundroðinn fullkomnað- ur. Það er augljóst, að tillögur sem bornar eru fram af svo sund- urleitum hópi hljóta að bera þtss menjar, hve samheldnin er lítil. Þar er aðeins eitt sem sameinar, en það er tilhneigingin til að láta sem mest á sér bera þegar bæjar- stjórnarkosningar eru í nánd, og hvað ætti svo sem að vera væn- legra til þess, en flutningur alis- konar tillagna um framkvæmdir og fjárútlát í einu og öðru skyni? Það hefur borið við, að minni- hlutinn hefur á einum bæjar- stjórnarfundi borið fram tillögur um fjárútlat, sem nema miklu hærri upphæð, en öll útsvörin í heilt ár. Nú í fyrradag komu þess- ir bæjarfulltrúar enn á ný fram með kosningatillögur, sem mið- uðu til stórkostlegra útgjalda. Það má vafalaust segja, að þar hafi verið um ýmislegt að ræða, sem í sjá sér væri ytsamlegt, ea það er auðvitað vandalausast höndum á Vesturlöndum. Heyr- ast þær sögur úr mörgum áttum, en frá ríkisstjórninni heyrist ekkert. Er vitaskuld fyllilega kominn tími til að ríkisstjórnin upplýsi landsfólkið um þessi mál, enda er það allur almenningur, sem greiða á slíkt lánsfé. Áróður Þjóðviljan Um lánsfé austan járn- tjalds, og þrálátar og útbreiddar sögusagnir um lánabeiðnir Ey- steins og utanríkisráðherrans í vestri, eru auðvitað næg tilefni til þess, að gera þjóðinni grein fyrir þessum málum. Nú er íslenzka þjóðfélagið rek- ið með tvenns konar aðferðum. Inn á við er beitt meiri skatt- píningu, en áður hefur þekkzt í sögu landsins. Út á við er svo tekið hvert ríkislánið á fætur öðru. Þannig er hægt að halda skútunni fljótandi. Meðan utan- ríkisráðherrann fer í bónarferð- ir til Vesturlanda, er Þjóðvilj- inn látinn hampa rússnesku láns- fé sem kröftuglegast og deila jafnframt á ráðherrann, en þetta á að miða að því að gera hann að hetju í augum lánveitendanna í vestri. Gagnvart þeim kemur Guðm. í. Guðmundsson fram, sem hin mikla íslenzka hetja, sem bjóði kommúnismanum byrginn! Utanríkisráðherrann er búinn að fá leikni í að hampa rússnesku línunni framan í þjóðir Atlants- hafsbandalagsins, og hjálpar Þjóðviljinn honum dyggilega í því efni. Allt er þetta með ráðum gert. Þessum herrum er sæmd íslands lítils virði, ef þeir bara fá að hanga við völdin. ILLÖGUR Á RNARFUNDI af öllu að finna tilefni til nýrra framkvæmda í bænum, sem gle. a myntíu stórar apph ði'.’. Það er þess vegna sízt af öllu iiv/kkurt afrek að bera fram slíkar ti'Iögur, þegar ekl ... .. um það hirt að benda á leiðir til að afla fjár til þess sem gera á. Meðal þess sem borið var fram á síðasta bæjarstjórnarfundi var að Reykjavíkurbær keypti marga togara til viðbótar handa bæjar- útgerðinni. Að hinu leytinu hafa svo þessir sömu bæjarfulltrúar verið að tala um, að bæjarút- gerðin væri nú rekin með tapi, sem bæjarbúar þyrftu að borga. Vafalaust mundi tapið verða margfalt meira en nú, ef bæta ætti 6—10 togurum við. En um það er ekki hugsað. Það er nugssð um það eitt _i ---, írajn me > tl—V„ - geta orðið að fa:- legum yfirskrií.-m í blöðunum daginn eftir. Ekkert umtalsefni hefur verið minnihlutaflok! num hugstæð- ara en að útsvörin í Reykjavík séu allt of há. Félagsmálaráð- herra kommúnista þóttirt meira segja þurfa að vernda reykvíska borgara alveg sérstal ' v ga *tv vart allt of háum útsvörum. Fn á sama tíma leika bæjarfutltrúar s._n flokka því, rð eyða öllum útsvörunum á einum og sama bæjarstjórnarfundi og koma fram m.j ci.j koxiar tillóg- ur . .1 fj-i-U Krúsjeff sækist eftir alræðis- valdi Stalins Ætlaði Zhukov gömlu stalinistana eftir Isaac Deutscher FREGNIN um bróttvikningu Zhukovs marskálks úr embætti varnarmálaráðherra Ráðstjórnar- ríkjanna hefur vakið alheims- athygli og mikið umtal beggja vegna járntjalds. Ljóst ér, að Krúsjeff hefur nú einfaldlega lækkað Zhukov í tign — og brott- vikningin úr ráðherrastöðinni var kunngerð honum á mjög auðmýkjandi hátt: Nokkrum stundum eftir að hann kom heim úr ferð sinni til Júgóslavíu og Albaníu. Enginn vafi leikur á því, að slík móðgun við svo frægan her- mann sem Zhukov er meðal landa sinna hefur haft mikil á- hrif meðal foringja í Rauða hern- um, sem óttast nú hina stalin- isku flokksstjórn yfir hernum á ný. Framtíðin ein mun skera úr um það hvort herforingjar Rauða hersins kyngja þessum bita eða hvort þeir snúast til liðs við Zhukov og berjast gegn yfirráð- um flokksins yfir hernum. Zhukov gekk einum of langt Þegar fregnin um brottyikn- ingu Zhukovs barst út hefur vart farið hjá því að menn hafi spurt: Hvert er deiluefni þeirra Krús- jeffs og Zhukovs? Hver er ástæð- an til þess, að í odda skerst ein- mitt nú? Aðaldeiluefni þeirra Krúsjeffs og Zhukovs hefur verið afnám stalinismans — hvernig og að hve miklu leyti hann skyldi af- numinn. Zhukov vildi grípa til mun róttækari aðgerða en Krús- jeff og enda þótt Zhukov styddi Krúsjeff í viðureigninni í sumar í miðstjórninni við Molotov, Malenkov og Kaganovits var það ljóst, að þá greindi á um ýmis mikilvæg stefnuskráratriði. Það er haft fyrir satt, að Zhukov hafi við það tækifæri gefið miðstjórn- inni meiri og nánari upplýsing- ar um glæpi Stalins — og lagt fram sannanir, sem reyndust Krúsjeff sjálfum hættulegar. — Hann dró fram í dagsljósið bréf, er Sinojef, Bukharin og Kamen- jef höfðu ritað stjórnmálanefnd- inni og miðstjórninni, jafnframt því sem hann krafðist þess, að að fjarlægja alla — lika Krúsjeff? andstalinisku leiðtogarnir, sem Stalin hafði látið drepa, yrðu op- inberlega lýstir saklausir. — Á þennan hátt ætlaði Zhukov að leggja sitt af mörkum til þess að reyna að koma þeim Molotov og Kaganovits fyrir kattarnef, en Zhukov gekk miklu lengra en Krúsjeff þóknaðist. Krúsjeff er einn hinna seku 1 miðjum júlímánuði, þegar Krúsjeff og Búlganin voru á ferð sinni í Tékkóslóvakíu, reið Zhu- kov á vaðið. í ræðu, sem hann hélt á fjölmennum fundi í Len- ingrad, krafðist hann þess, að hulunni yrði svipt með öllu af 30 ára ógnarstjórn Stalins og að þeir, sem samábyrgir hefðu ver- ið Stalin fyrir hreinsanirnar í hernum á fjórða tug aldarinnar, yrðu umsvifalaust dregnir fyrir dómstól. Á þennan hátt ætlaði hann að neyða Krúsjeff til þess að leggja spilin á borðið. Á þeim tíma var Molotov for- sætisráðherra Ráðstjórnarríkj- anna og frá lögfræðilegu sjónar- miði bar hann því höfuðábyrgð á óhæfuverkunum. En fleiri voru einnig riðnir við málið. Voroshi- lov, núverandi forseti Ráðstjórn- arríkjanna, sat í forsæti herdóm- stólsins, sem dæmdi Tukasjevski marskálk og fleiri háttsetta for- ingja Rauða hersins — og nú- verandi foringjar hersins hafa enn ekki fyrirgefið Voróshilov þetta. En eitt var það, sem var enn mikilvægara: Zhukov krafð- ist þess beinlínis að Krúsjeff yrði dreginn fyrir dómstólana. Skjöldur Krúsjeffs hvað viðvík- ur hreinsununum miklu er nefni- lega langt frá því að vera hreinn. Þá stóð hann fremstur í flokks- deildinni í Ukrainu og síðar varð hann ritari flokksdeildarinnar í Moskvu. Ræða Zhukovs kom því sem þruma úr heiðskíru lofti og tilgangurinn var greinilega sá að grafa undan veldi Krúsjeffs. Krúsjeff varð óttasleginn En framkoma Zhukovs í Len- ingrad var einnig ógnun við Krúsjeff á annan hátt. Zhukov reyndi styrkleika sinn þar, reyndi lýðhylli sína — það var prófun, sem gat bent til þess, að hann hefði í huga að gera byltingu ef hann fyndi nægilegan stuðning meðal fólksins. Aldrei hefur neinum af arf- tökum Stalins verið fagnað jafn innilega í Leningrad. — Krúsjeff hefir hvergi hlotið slíkar mót- tökur sem Zhukov hlaut þarna. Hann var hylltur sem mikill hermaður og stríðshetja. Krúsjeff fannst sem sér væri ógnað, hon- um varð illa við, er hann gerði sér framkomu marskálksins ljósa og það varð einungis til þess að styrkja gruninn um að Zhukov ætlaði sér eitthvað annað og meira, að hann skyldi einmitt nota tækifærið á meðan Krúsjeff var ekki heima. „Gömlu plöturnar" hans Molotovs Þegar Krúsjeff kom heim úr utanförinni varð hann að glíma við afleiðingarnar af ræðu Zhu- kovs og svo fór á endanum, að Molotov og hans menn urðu að láta í minni pokann. Þá gerði Krúsjeff það, sem Stalin var svo gjarnt að gera, þegar hann hafði losað sig við ándstæðinga sína. Hann rændi áformum þeirra. Molotov og félaga hans hafði Krúsjeff ákært fyrir að hafa spillt sáttatilraunum Ráðstjórn- arinnar við Vesturveldin. En „friðarspillarnir" voru ekki fyrr komnir í útlegðina en Krúsjeff tók upp sömu gömlu stefnuna í utanríkismálum og Molotov hafði verið frægur fyrir. Hann herti og tökin í innanlandsmálunum — og Zhukov, sem stutt hafði hann gegn Molotov og félögum hans fellti sig nú síður en svo við að heyra „gamlar plötur“ Molotovs leiknar á ný. Zhukov studdi Krúsjeff því ekki lengur í miðstjórninni. Krúsjeff hófst handa Og síðan beitir Krúsjeff Zhu- kov sömu brögðum, þegar hinn síðarnefndi" fer af landi brott — og Zhukov beitti Krúsjeff, þeg- ar hann var með Búlganin í Tékkóslóvakíu. En Krúsjeff komst lengra. Þegar Zhukov kom aftur heim var allt komið í kring og brottvikning hans úr ráðherra stöðinni var tilkynnt samdægurs. Ef til vill var það heldur eng- in tilviljun að Krúsjeff valdi einmitt þennan tíma til þess að losa sig við Zhukov. Einmitt nú, eftir að Spútnik kom til sögunn- ar, er virðing stjórnarinnar og Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.