Morgunblaðið - 02.11.1957, Page 9

Morgunblaðið - 02.11.1957, Page 9
Laugardagur 2. nóv. 1957 mopr.rnsnr mðíð » Kristján Albertsson: HIN NÝJA STÉTT 1. MEÐAN vestrænir blaðamenn og rithöfundar voru svo að segja einir um að fræða frjálsan heim um stjórnarhætti og lífskjör aust- an járntjalds, átti forherðing og þrjózka hægt um vik með að kalla alla rétta fræðslu um kommúnismann Rússaróg og öðr- um álíka nöfnum. En nú hefur einn af fyrri höfuðgörpum eins kommúnistaríkis, Júgóslavinn Milovan Djilas, lýst vonbrigðum sínum og örvænting í bók sem staðfestir í einu og öllu þá vit- neskju sem vestrænn heimur hafði fengið um ástandið austan járntjalds. Þeir sem haldið hafa uppi lyga-áróðri til að gylla það ástand, hafa ekki orðið fyrir meira áfalli, en þetta rit mun reynast — Hin nýja stétt, sem út kom á ensku í sumar, og nú mun verða þýtt á flestar tungur hins frjálsa heims. Djilas gerðist ungur lærður marxisti og eldheitur kommún isti, barðist við hlið Títós fyrir frelsi Júgóslavíu undan oki Hitl- ers, varð einn af fremstu forvígis- mönnum við uppbyggingu hins unga kommúnistaríkis og vara- forseti landsins. En þegar frá leið og reynslan kvað upp dóm sinn, og hvarvetna blasti við hörmung og öngþveiti, skarst hann úr leik valdhafanna, játaði hvernig kom- ið væri, hóf sannorða og hlifðar lausa gagnrýni á aðfarir og skipu lag. Honum var vikið úr flokkn- um, 1954. Og í fyrra var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyr ir að láta í ljós andstyggð sína, þegar Júgóslavia sat hjá við at- kvæðagreiðslu á þingi Sameinuðu þjóðanna um tillögu, sem for-‘ dæmdi vopnaða árás Sovét-Rúss- lands á hendur Ungverjum. Júgóslavía hafði eignazt nýja þjóðhetju — mann, sem elskaði sannleikann og reis gegn forsmán og kúgun, án þess ao hirða um hverjar afleiðingar það hefði fyr- ir sjálfan hann. En áður en Djilas var varpað i fangelsi hafði hann lokið við bók sína, og komið handritinu úr landi. Hér skal stuttlega gerð grein fyrir lýsingu hans á ríki því, sem stofnað var með bylt- ingu í nafni öreiganna. 2. 1 þessu ríki vegnar öllum verr en áður, til sálar og líkama, nema kommúnistum sjálfum. Nýr eigna réttur hefur skapazt, eign á valdi, flokkseinokun á valdi, sem notað er til þess að skipta þjóðartekj- unum, ákveða laun, stjórna fjár- hagsþróuninni. Þessi nýi eigna- réttur er í höndum kommúnista, sem þannig verða hin nýja eigna- stétt landsins. Stétt sem reynir að fela sig bak við „sósíalískt orðahjóm", en þó einkum bak við hinn nýja „sameiginlega eigna- rétt“ — sem er í reyndinni ekki annað en eignaréttur valdhaf- anna á öllum og öllu. Allir þeir, sem vilja geta lifað eins og blóð- sugur á annarra kostnað, keppa að völdum. Að vera meðlimur í kommúnistaflokknum er að til- heyra forréttindastétt landsins. „Kjarni flokksins er einráðir yf- irdrottnarar og arðræningjar“, segir Djilas. Stalin skóp hina nýju stétt, eft- ir að byltingu kommúnismans var lokið, og rótfesti vald henn- ar. Síðan var farið eins að í hin- um minni kommúnistaríkjum. „Hetjutímanum er lokið. . . . Tími hagsýnna manna hefur tekið við. Hin nýja stétt hefur verið sköpuð. Hún er nú á hátindi valda sinna og auðlegðar, en snauð af nýjum hugmyndum. Hún hefur ekkert nýtt að segja fólkinu. Hið eina sem hún á eftir, er að réttlæta sjálfa sig“. „Sumarbústaðir, beztu íveru- hús, innanstokksmunir og annað slíkt hefur verið tekið trausta- taki, sérstök borgarhverfi og dýr- indishvíldarheimili stofnsett fyr- ii æðstu embættismenn, úrval hinnar nýju stéttar. Á ýmsum Kommúnismi án Stalinisma stöðum urðu ritari kommúnista- fiokksins og æðsti maður leyni- lögreglunnar ekki aðeins valda- mestu menn, heldur líka þeir sem fengu beztu húsin, bíla og önnur forréttindi. Undirmenn þeirra nutu svipaðra réttinda, allt eftir stöðu þeirra og valdi. Fjárveit- ingar, „gjafir" nýbyggingar og endurbyggingar urðu að sístreym andi og ótæmandi lindum hvers konar hagnaðar fyrir hina póli- tísku skriffinnskustétt". Skipulagið leiðir óhjákvæmi- lega til spillingar, segir Djilas: „Það verður að hugsa fyrir öllum fiokksmönnum, sjá þeim fyrir tekjuháum stöðum, úthluta alls- konar forréttindum. Hugur þess- Milovan Djilas ara manna snýst um þau fríðindi, sem þeir hafa upp úr flokksfylgi sínu“. Háttsettur kommúnisti sagði við Djilas: „Hugur minn er í raun og veru þrískiptur: Eg sé þá sem hafa betri bíl en eg hef, og þó eru ekki tryggari flokki og sósíalisma en eg; og eg lít ofan úr hæðunum til þeirra, sem hafa engan bíl, því þeir hafa ekki til hans unnið. Og er svo ánægður með þann sem eg hef“. 3. Öll eign er að lögum þjóðar- eign, en farið er með þjóðareign- ina eins bezt hentar þeirri for- réttmdastétt sem valdið hefur, segir Djilas. Þannig verður vald og eign eitt og hið sama. Þetta finnur fólkið, og þess vegna verð- ur sérhver krafa um frelsi að ógnun, því hún er krafa um íviln- anir og rétt til gagnrýni, og ef undan er látið neyðist valdastétt- in til að taka af sér grímuna og kannast við arðránið. „Þannig verður nær ómögulegt að breyta núverandi skipulagi", segir Djil- as. Þetta alræði er hvergi lögfest, en alls staðar nálægt. „Engin lög fyrirskipa að leynilögregla skuli vaka yfir lífi borgaranna, en hún ræður hverju sem hún vill ráða“. „Kommúnískt skipulag er stöð- ug borgarastyrjöld milli fólksins og stjórnarinnar". Það er í raun og veru ekki ríkið sem kúgar borgarana, heldur flokkurinn sem kúgar bæði ríkið og fólkið. Flokkurinn berst stöðugri bar- áttu gegn því að ríki og þjóð losi sig við hann — og verður því að hafa menn sína alls staðar á varð bergi, til að verja völd sín og hagsmuni, á hverri stjórnarskrif- stofu, í hverju fyrirtæki, í hverj- um dómstóli. Engin lög banna frjálsa hugs- un, og rétturinn til að mynda fé- lög er viðurkenndur. Lögin tryggja borgurunum öll hugsan- leg réttindi, og gera ráð fyrir dómstólum óháðum ríkisvaldinu, En flokkurinn sér um að öll mannréttindi séu aðeins til á pappírnum. Frelsið er viðurkennt en verður að notast „í þágu sósíal ismans“, og flokkurinn ákveður hvað sé hans þága. Borgararnir njóta réttinda, en því aðeins að þeir séu ekki „óvinir sósíalism- ans“ — og leynilögregla og dóm- arar eru einráðir um að ákveða, hvað teljist óvinátta við skipu- lagið; skýrgreining í lögum ekki til. Dómar fyrir pólitískar misgerðir eru oftast ákveðnir fyrirfram af fiokknum. Hlutverk réttarins verður að finna sannanir fyrir því, sem sanna skal, teygja lögin ’svo að þau verði að svikahjúp yfir pólitíska ofsókn. „Fólitísk málaferli í Júgóslavíu eru aðeins vasaútgáfa af málaferlunum í Moskvu“, segir Djilas. Og enn- fremur: „Nýrri tíma saga veit engin dæmi um aðfarir gegn almennri stjórnarandstöðu sem séu eins hrottalegar, ómannúðlegar og ó löglegar eins og framferði komm únistastjórnanna. Hernámsyfir- völd og nýlendustjórar grípa sjaldan til svo miskunnarlausra aðgerða, enda þótt þær hafi að- stöðu sigurvegara, og framkvæmi refsiaðgerðir sínar samkvæmt reglujn og lögum sem miðast við undantekningar-ástand. Kommún ista-valdahafar beita þeim gegn sínum „eigin“ löndum, og með því að fótumtroða sín eigin lög“. Allir vita hvað kosningar eru í kommúnistískum ríkjum. „Ef ég man rétt kallaði Attlee þær „veðreiðar með einum hesti“, seg ir Djilas. Flokkurinn ræður hverj ir fá að vera í kjöri. Þingin koma saman, og ráða engu. Hlutverk þeirra er að samþykkja í einu hljóði það sem flokksforustan hefur ákveðið að samþykkja skuli. Djilas er ekki myrkur í máli um þessa stjórnarháttu: „Það er hvorki loft né birta undir járnhæl kommúnismans. . . . Fólkið vantreystir ósjáifrátt hinni nýju leið, og spyrnir við í hverju skrefi, og í hverju atriði. í dag er þessi viðspyrna þjóðanna hin mesta, raunverulegasta hætta fyrir kommúnistastjórn- irnar. Þessar fámennisstjórnir vita ekki framar hvað múgurinn hugsar og finnur. Þær finna að þær eru í hættu staddar úti á haf djúpi dimmrar óánægju. . . Þótt sagan viti engin dæmi um skipu lag, sem jafhvel tókst að berja niður alla andstöðu, þá hefur heldur ekkert stjórnarfar nokkru sinni vakið jafn-djúptæka og al- menna óánægju. . .Kommúnist- ískt einræði leiðir til allsherjar- gremju, þar sem allur ágreining- ur máist út, nema örvænting og hatur. Ósjálfráð andspyrna — ó- ánægja milljónanna með fyrir- bæri hins daglega lífs — það er sú andspyrna sem kommúnistar hafa ekki enn getað unnið bug á“. „Þessi einræðisklíka sálar- hjálpræðismanna, þessir árvök- ulu verndarar, sem gæta þess að mannleg hugsun villist ekki út á brautir „glæpsamlegra hugrenn inga“ eða inn á „and-sósíalistíska línu“, þessir harðhenntu útveg- endur ódýrs búðarvarnings, sem nú er hinn eini fáanlegi; þessir játendúr úreltra, óbreytanlegra og ólífrænna hugmynda hafa stöðvað og fryst hvert vitsmuna- legt lífsmark með þjóðum sínum. Þeir hafa upphugsað mannúðar- snauðustu orðatiltæki — „að reyta upp úr mannlegri vitund" — og breytt samkvæmt þeim, eins og þeir væru að fást við ill- gresi og rætur, en ekki hugsanir mannanna. Með því að bæla nið- ur hugsanalíf annarra, og lama karlmennskuþrótt mannlegra vitsmuna, svo þeir glata kjark- inum til að lyfta sér til flugs, hafa þeir sjálfir orðið grámyglu- legir, hugmyndalausir, gersneydd ir þeim eldmóði sem kviknar af óháðri hugsun. Leikhús án á- horfenda: leikendurnir leika og fyllast fögnuði yfir sjálfum sér. Þeir hugsa jafn-sjálfkrafa og þeir éta; heilar þeirra sjóða saman hugsanir til að fullnægja brýn- ustu þörfum. Þannig er komið fyrir þessum æðstuprestum, sem eru í senn lögreglumenn og eig- endur allra tækja, sem mannlegt vit notar til þess að tjá hugsanir sínar — blaða, kvikmynda, út- varps, sj ónvarps, bóka og annars slíks — og jafnframt alls sem til þarf, að viðhalda lífinu — fæðu og þaks yfir höfuðuð“. 5. Oft hefur heyrzt á síðari árum, Japönsk reknef úr gerviefni verða reynd fil síldveiða „SÍÐAN flugfélögin tóku upp flugsamgöngur milli Evrópu- borga og Tokíó yfir Pólinn, eins og það er kallað, er það ekki leng ur verulegt ferðalag fyrir jap- anska kaupsýslumenn að skreppa til íslands í verzlunarerindum". — Eitthvað á þessa leið fórust Kazuo Momoi orð, en hann er framkvstj. Momoi veiðafæraverk smiðjanna í borginni Ako, sem stendur í námunda við hina japönsku milljónaborg Kobe. Momoi forstjóri var hér á ferð fyrár nokkrum dögum og hitti tíðindamaður Mbl. hann að máli á Hótel Borg. Forstjórinn kvaðst vera hingað kominn til að kynna sér veiðar- færi þau sem íslendingar nota mest en einkum hinar ýmsu gerð ir netja. Eins kom ég fil skrafs og ráðagerða við umboðsmann verk smiðjanna hér Þórhall Þorláks- son forstjóra Marco hf., sagði hann. Eins og yður mun kunnugt, sagði Momoi, eru gerviefnin óð- fluga að útrýma notkun jurta- efna til veiðarfæragerðar. í dag þekkist t.d. ekki annað á íslenzk- um fiskibátum en að þorskanet sé úr næloni. Sú spurning mun hafa vaknað hjá ísl. útgerðarmönnum, úr því fregnir hafa alltaf annað kastið borizt um að síld sé í sjónum hér Kazuo Momoi við Faxaflóa, en veiðist ekki, hvað valda muni. Gæti hugsazt að reknet úr gerviefni væru fiskn ari en gömlu netin ykkar? Heima í Japan hefur notkun gerviefna í veiðafærum jap- anskra fiskimanna valdið straum hvörfum í sjávarútvegi lands- manna. Eftir síðari heimstyrjöldina misstu Japanir um helming veiði svæðis síns. Það er svo aftur stað reynd að þrátt fyrir þetta, hefur aflamagnið aukizt sem hinn jap- að ekki mætti rugla saman komm únisma og Stalinisma. Staliu hafi verið meingalláður, komið óorði á hina „fögru hugsjón“. Menn yrðu að meta kommúnis- mann eftir til dæmis Júgóslaviu, þar hafi allt blessast, því Tító hafi forðast að draga dám af Stal in, farið sinar eigin, göfugu leið- ir að markinu — mannúð, rétt- læti, bræðralagi, bættum lífs- kjörum. En nú vitum við, svo. að ekki verður framar um það deilt, hvað kommúnismi án Stalinisma hefur verið, er og mun verða. Því það er vafalaust rétt sem Djilas segir — hin nýja yfirstétt mun sjá fyrir því, með oddi og egg ef með þarf, að engin breyting geti orðið. Kommúnistaflokkur- inn á ríkið og þjóðina, og er ráð- inn í að sleppa ekki tangarhaldi á eign sinni. Hundruð íslenzkra sjómanna, kaúpsýslumanna, æskumanna, hafa á síðari árum haft kynni af löndum austursins, og alstaðar heyrir maður sömu sögu: þeir sem áður voru meir eða minna hlynntir kommúnisma, vilja ekki framar á hann minnast, eða játa hreinlega sárustu vonbrigði, og djúpa meðaumkun með hinum kvöldu og kúguðu þjóðum. En forsprakkar kommúnista, sem leggja leið sína um austrið sem dúðaðir heiðursgestir, enda umboðsmenn Moskvu-valdsins á íslandi, búa á dýrindis hótelum, eða hvíldarheimilum forréttinda stéttarinnar, stundum mánuðum saman, ef til vill með alla fjöl- skyldu sína — og það ber ekki á Því að þeir hafi neitt skilið. Þeir koma aftur með lofgjörð á vörum og harðánægðir. Það má vel vera að þeir hafi ekkert skilið, nema hvað hinni nýju stétt leið vel, í bílum sínum og loðfeldum, — afskaplega vel. °g allt bendir til þess, að sá skilningur hafi ekki gert þá að minni kommúnistum en þeir voru áður. Með hverju ári verður erfiðara að skilja að menn með fullu viti geti verið kommúnistar á fslandi af öðru en tilhlökkun eftir hinni nýju stétt, sem erfi vald- ið, ríkið, húsin, bílana — og haldi síðan öllum hinum í miskunn- arlausum þrældómi. anski fiskifloti nú landar, miðað við fyrir heimstyrjöldina. Það eru gerviefnin í veiðarfærunum sem þessu valda. Japanir eru mesta fiskveiðiþjóð heims og eru um 2 milljónir manna sem starfa á fiskiskipunum, sem eru allt frá smæstu trillum upp í stóra togara álíka og þeir sem þið íslendingar eigið. Veiðafæraverksmiðja mín, er faðir minn stofnsetti, framleiðir nú 65% þeirra fiskinetja sem seld eru til útflutnings frá Jap- an. Ég er sannfærður um, sagði Momoi að gerviefnin marlon og livlon, sem þér munið tæplega hafa heyrt getið, munu ryðja sér til rúms hér á landi. Þessi efni eru ódýrari en nælon og þau hafa reynzt frábærlega vel til notkunar í reknet og eins í herpi nætur. Við munum senda hingað flug leiðis slík reknet til reynslu væntanlega þegar í nóvember- mánuði. Ég hefi haft þá ánægju að kynn ast allmörgum íslenzkum útgerð armönnum og einnig nokkrum skipstjórum. Bar fundum okkar saman á fiskiðnaðarsýningunni í Hamborg fyrir skemmstu. Hefi ég síðan átt tal við þessa menn um fiskveiðar hér við Iand og ýmislegt þeim viðkomandi, mér til mikillar ánægju og fróðleiks. Að lokum sagði Kazuo Momoi, forstjóri, sem er mjög viðkunn- anlegur maður, hægur í allri framkomu og yfirlætislaus, að hann vonaðist til þess að fá tæki færi til þess síðar að koma hing- að á björtum sumardegi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.