Morgunblaðið - 02.11.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.11.1957, Blaðsíða 16
VEÐRIÐ Norðan gola, léttskýjað 249- tbl. — Laugardagur 2- nóvember 1957 Kristján Aiberfsson skrifar um Djilas, sjá bls. 9. Mynd þessi var tekin á Kiljanskvöldi hjá American-Scandinavian Foundation í New York hinn 24. okt. sl. Þar voru margir tslendingar samankomnir og drukku þeir kaffi með skáldinu. — Á myndinni eru: Garðar Gíslason stórkaupmaður og frú, Halldór Kiljan Laxness og frú og Richard Richardsson, formaður íslendingafélagsins í New York. — Ljósmynd: Gunnar Andersen. Svíþjóð sitfraði í norrænu sundkeppninni 1957 Aukning bar varð 71,72°/*% — jbátt- taka hér minnkaði um 33,6% frá '54 I GÆR URÐU úrslit kunn í norrænu sundkeppninni á sl. sumri. Svíar unnu keppnina nú og bikar er Kekkonen Finnlandsforseti gaf til keppninnar. Takmarkið var að sýna sem mesta aukningu frá því IE54, og aukning þátttakenda í Svíþjóð nam 71,72%. Næst kom Noregur, þá Finnland, síðan Danmörk og ísland rak lestina að þessu sinni. Fyrirkomulag Tölur þátttakenda og aukning íer hér á eftir: Svíþjóð Noregur Finnland Danmörk ísland 235205 46027 121168 28130 24631 71,72% 64,65% ■1-23,04% 25,64% -1-33,60% Engum blandast hugur um að keppnisfyrirkomulagið kom ó- réttlátast niður á íslandi. ísland hefur áður sýnt þátttöku í keppn inni, sem er einsdæmi um þátt- töku í íþróttum, 25,2% þjóðar- innar syntu 200 metra. Síðan var farið að keppa um það hver gæti aukið þátttöku mest og þá höfðu þær þjóðir, sem mikla þátttöku höfðu sýnt, litla sem enga mögu- leika að bæta miklu við. Það má því enn segja að ísland hafi að nokkru leyti sigrað nú þegar þess er gætt hve mörg % íbú- anna í hverju landi synda en þær tölur eru þannig: ísland 15,2%, Svíþjóð 3,2%, Finnland 3,0%, Noregur 1,4% og Danmörk 0,6%. Orðsending frá Morgunblaðinu VEGNA inflúen-íuiaraldurs vantar börn til blaðburðar Meðan þannig stendur a þarf blaðið að fá börn og unglinga til að hlaupa í skarðið og taka að sér biaðburð Börn þau, sem vilja hjálpa til eru vinsamlegast beðin að hringja til afgreiðslu Morgun- blaðsins, simi 22480, eða koma og tala við afgreiðsluna Aðal- stræti 6. • Þátttaka hér Aðeins á einum stað á landinu var þátttaka nú meiri en 1954. Það var í A-Barðastrandarsýslu, þar sem 23,5% syntu nú á móti 18,9% síðast. Þessi sýsla er hæst af sveitunum. Isafjörður er hæst- ur kaupstaðanna með 31,2%. Efnt var til keppni milli íbúa Akraness og Keflavíkur og sigr- luðu Akurnesingar með 18,7% móti 18,2%. Sams konar keppni var milli Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Akureyrar. Akureyringar sigr- uðu, syntu þar 18,6%, í Hafnar- firði 17,6% og í Reykjavík 15,2%. Landsnefnd sundkeppninnar til kynnti blöðunum úrslitin í gær. Hafði Erlingur Pálsson, formaður nefndarinnar, orð fyrir henni og sagði m. a. að því bæri vissulega að fagna að fast að 25 þúsund ís- lendingar hefðu synt 200 metr- ana. Mörgum hefði hins vegar þótt þessar norrænu sundkeppnir of tíðar og jafnvel hefðu þeir ekki tekið þátt í keppn- inni nú sem daglega ganga til lauga. — Aðalatriðið var að fjöldinn lærði sund eða endur- nýjaði sundkunnáttu sína fyrir keppnina. Þegar það er haft í huga er víst að eðlilegra var að taka þátt í keppninni, þótt litlar sigurhorfur væru, en að vera ekki með. Það er betur |arið en heima setið. Augljóst er, sagði Erlingur, að Island tekur ekki þátt í norrænni sundkeppni fyrr en að minnsta kosti að 4 árum liðnum. Erling- ur færði öllum er að hefðu unn- íð beztu þakkir. Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ, sagði nokkur orð. Ræddi um að aðalatriðið væri að sem flestir kynnu sund og héldu við sund- kunnáttu sinni, hverjir sem svo sigur bæru úr býtum. Hann lagði til að slík keppni yrði haldin 4. hvert ár og jafnan árið eftir Ölympíuleiki. Þakkaði hann fyrir hönd ÍSÍ framkvæmdanefndinni og öllum er að unnu eða tóku þátt í keppninni. Faludi kemur í dag UNGVERSKI ritstjórinn George Faludi kemur hingað til lands í dag á vegum félagsins Frjálsrar menningar. Á morgun heldur hann ræðu á fundi, sem félagið Síldar leitað AKRANESI, 1. nóv. — Tveir reknitabátar héðan frá Akranesi fóru út í dag að leita síldar, Sig- urvon og Júlíus Björnsson. Fimm bátar fóru og út frá Sandgerði í dag, og aðrir 5 frá Keflavík. Á morgun mun varðskipið Ægir fara út í síldarleit. Afli trillu- báta er að glæðast. Sá hæsti fisk- aði 1000 kg í dag. Hér var þýzkt skip í dag og lestaði skreið. —Oddur. efnir til í Gamla bíói kl. 2 síðd. í tilefni af ársafmæli ungversku byltingarinnar. Aðrir ræðumenn á fundinum verða Gunnar Gunn- arsson og Kristján Albertsson. — Einnig leikur Gísli Magnússon píanóleikari ungverska tónlist. Lík af manni fannst í húsi SÍÐDEGIS í gær fannst í húsi einu hér í bænum lík af manni. Við athugun kom í ljós að það hefur sennilega verið búið að liggja þar inni í upp undir mán- aðartíma. Var það mjög tekið að rotna. — Rannsókn málsins var á byrjunarstigi í gærkvöldi. Félagsmálaráðherra Isiands iortUMoskvu HANNIBAL Valdimarsson fé- lagsmálaráðherra leggur í dag af stað til Moskvu og mun hann verða um 10—12 daga skeið í ferðinni. Sigurður Þórðarson tekur á ný við stjórr Karlakórs Rvikur HINN 20. f.m. hélt Karlakór Reykjavíkur aðalfund sinn. í byrjun fundarins skýrði formað- ur frá því, að Sigurður Þórðarson hefði látið til leiðast að taka á ný' við söngstjórn kórsins, en vegna vanheilsu lét hann af því starfi fyrir einu ári. Sigurður hefir verið óslitið söngstjóri kórsins frá stofnun, að undanskildu síðasta ári, er dr. Páll ísólfsson stjórnaði kórnum. Vænta kórfélagar þess, að þeir fái að njóta starfskrafta Sigurðar sem lengst, en framar öllu má þakka honum þær vinsældir, er kórinn hefir hvarvetna hlotið. Stjórn kórsins var öll endur- kjörin, en hana skipa þessir menn: Haraldur Sigurðsson, for- maður, Jón Guðmundsson, gjald- keri, Þorvaldur Ágústsson, ritari, Helgi Kristjánsson og Sveinn G. Björnsson, meðstjórnendur. Kóræfingar eru að hefjast um þessar mundir. Flenzan er ekki í rénun EFTIR þeim fregnum, sem blað- ið hafði í gær, af inflúenzunni hér í bænum, þá mun hún sízt vera í rénun. Er veikin hér sennilega miklu almennari meðal borgarbúa en í öðrum höfuðborg- um á Norðurlöndum. í dag mun fara fram „liðs- könnun“ meðal kennara og barna og gagnfræðaskólunum, og reynt að fá úr því skorið hvort heilsu- farið meðal þeirra sé nú betra eða eins og það var þá er skólunum var lokað. Iðnþíngi lokið 19. IÐNÞINGI íslendinga lauk í gær. Var þingið haldið í Hafnar- firði og stóð það í 3 daga, Á þingfundi i gær var fjárhags áætlun Landssambands iðnaðar- manna afgreidd og rætt um skipu lagsmál þess. Einar Gíslason, málarameistari í Reykjavík var kosinn heiðursfélagi sambands- ins, en hann hefur setið í stjórn þess þann aldarfjórðung, er það hefur starfað. Guðjón Magnússon skósmiðameistari í Hafnarfirði, Indrið Helgason rafvirkjameist- ari á Akureyri og Bárður G. Tómasson, skipasmíðameistari, ísafirði, voru sæmdir heiðurs- merki iðnaðarmanna úr gulli og Guðmundur H. Þorláksson húsa- smíðameistari Reyjtjavík og Ás- geir G. Stefánsson, húsasmíða- meistari Hafnarfirði voru sæmd ir merkinu úr silfri. Björgvin Frederiksen og Tómas Vigfússon voru endurkosnir í stjórn lands- sambandsins. Auk þeirra eru í stjórn: Guðmundur Halldórs- son, Einar Gíslason og Vigfús Sigurðsson. Þá var rætt um iðn- fræðslu og um gjaldeyris- og inn flutningsmál á fundinum í gær. Þingslit voru síðdegis. Alþýðusambandi íslands barst fyrir nokkru boð frá Verkalýðs- sambandi Sovétríkjanna um að senda 3 menn til að vera við há- tíðahöld, sem efnt verður til í Moskvu á 40 ára afmæli komm- únistabyltingarinnar í Rússlandi hinn 7. þ.m. Alþýðusambands- stjórnin hefur ákveðið að taka boðinu og fara mennirnir í dag. I fylgd með félagsmálaráðherra verða Einar Ögmundsson, bif- reiðarstjóri í Reykjavík og Skeggi Samúelsson, járnsmiður í Reykjavík. Próf. Ármann !næv- arr falar í Hallgrims- kirkju. A SUNNUDAGSKVÖLDIÐ verð- ur kirkjukvöld í Hallgrímskirkju. Er þetta í annað sinn á þessum vetri sem slíkt kirkjukvöld er haldið og er ákveðið að þau verði haldin í vetur fyrsta sunnudag hvers mánaðar. Að þessu sinni mun prófessor Ármann Snævarr flytja fyrirlest- ur um siðgæðisreglur og réttar- reglur, en hann er prófessor í lögfræði sem kunnugt er. — Þá mun Kristinn Hallsson, óperu- söngvari, syngja nokkur lög. Fyrsta kirkjukvöld Hallgríms- kirkju, sem haldið var 6. október sl., var mjög vel sótt. Heim- dallur F jöltefli SKÁKMEISTARINN Ingvar Ás- mundsson teflir fjöltefli við Heimdellinga á sunnudaginn kl. 2 í Valhöll. Heimdallur hefur áð- Ingvar Ásmúndsson. ur á þessum vetri gengizt fyrir fjöltefli, og hafa færri komizt að en vildu. Menn eru þvi minntir á að koma tímanlega og hafa með sér töfl, ef unnt er. Varðarkaffi í ValhÖll í dag kl. 3-5 s.d.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.