Alþýðublaðið - 10.10.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.10.1929, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBíáAÐIÐ flver er hann? Undanfarnar vikur hafa veriö sannkölluð þrautatíð á kærleiks- heimili íhaldsins, bæði fyrir yfir- boðarana og hina undirgefnu, Síðan Alþýðublaðið birti laumu- bréfin: „Bláa blaðið", skýrslu- formið, „leiðbeiningar um starf fulltrúa“ og „Gula bréfið“, héfir verið sífelt „uppistand“ og reki- stefna á íhaldsheimilinu. Adarn kendi Evu og Eva aft- ur höggorminum. — Eins er pað hjá íhaldinu. Broddarnir kendu „Generalnum" um alt ólánið, „Generalinn“ „kor'pórölunum“. — Hver reyndi að koma sök af sér á einhvern hinna. Guðmundur varð 'að athlægi fyrir framhleypnina og talhlýðni sína við sér ósvinnari menn. Var félögum hans ýmsum ósárt um pað. „Mogga“-ritstjórarnir voru í marga daga að éta ofan í sig dylgjurnar um ritstjóra Al- jrýðublaðsins og klykktu út með pví að lýsa yfir afdráttarlaust: „Engum detíur pö í hug, að hann [ritstjöri Alpýðublaðsins] hafi sjái|ur ráðist i nokkuð, sem er glæpsamlagt“. (Mgbl. 26. sept. 1929, Leturbr. hér). Og Árni frá Múla er látinn skrifa í „Vörð“ siðferðishugleið- ingar í postullegum umvöndunar- tón urn „flokkssvikara" og hvað pað sé ljótt af andstæðingunum að tala við svoleiðis fólk. Höfðu ýmsir bæjarmenn mikla skemtun af öllu pessu, en brodd- arnir og hjú peirra sára skap- raun. En sárust af öllu var pó ó- vissan. Alt af vaf spurningin pessi; Hver er hann? Hv.er er úlfurinn, sem felst í hjörð hinna útvöldu og hylur sinn rauða lit undir drifhvítri ihaldssauðargæru? — hver af „hinum undirgefnu" hefir gerst svo djarfur að flíka fyrir- skipunum og bréfum „yfirboðar- anna“? Hver leyfir vantrúuðum að líta á hina helgu dóma Guð- mundar „Generals“? Hver er svo ónærgætinn að segja frá pví, að íhaldsbroddarnir heirnti skýrslu um pað, hver „veiti vinnu" og hver „veiti húsaskjól" peim kjós- endum, sem ekki játa umyrða- laust trúna á klíku burgeisa og láta draga sigíflokksdilk þeirra? Hver er hann? í „Sæluhúsi íhaldsins", par sem áður ríkti eining andans í bandi friðarins, er nú alt á tjá og tundri. Þar hefir ekki gengið á öðru en sífeldum rannsóknum, réttarhöldum (ekki pó lögreglu- réttar) og yfirheyrslum.' Jafnvel trúverðugustu „trúnaðarmennirn- ir“ eru kallaðir til viðtals og þaulspurðir spjörunum úr. Njósn- arar eru sendir út með leynd. Jafnvel .háttstandandi íhaldsmenn úr innstu klíkunni komast ekki hjá grun. Svona er nú ástandið. Heimilisfriðurinn er kominn út í veður og vind. Hver tortryggir annan. Traustið er protið. Brodd- arnir treysta hvorki „General" eða „korpórölum" lengur, og „korpóralarnir“ vantreysta bæði broddunum og „Generalnum“. — Sauðtryggustu íhaldsmenn, Frels- ishers- Bræðings- Sjálfstjórnar- Borgaraflokks- Sparnaðarbanda- lags- Stefnis- og Knúts-menn eru grunaðir um bolsevisma, yfir- heyrðir og tortryggðir — lang- lang-oftast alveg að ástæðulausu. „Moggi“ skýrir frá pessu greinilega í gær. Hann segir, að 14 — segi og skrifa fjórtán — „fulltrúar“ hafi »sent formanni [,Generalnum‘] skriflega yfirlýs- ingu undír eiðs tilboð um, að peir hafi ekki sýnt ritstjóra Alpýðublaðsins né neinum öðrum nein skjöl frá Varðarfé- laginu. Nærri er nú gengið, pegár sjálfir trúnaðarmenn flokksins „gefa yfirlýsingu undir eiðs til- boð“ til pess að hreinsa sig af grun flokksbræðra sinna elsku- legra!! — Fyr* má nú rota en dauðrota! En Jivers vegna gefa bara þess- ir 14 yfirlýsingu? „Hvar eru hinir 9?“ Hvað er um alla hina „full- •trúana“? Dagsetningar á bréfum Guðmundar er ekkert að marka, að pví er bæði sjálfur hann og „Moggi“ segja. Þann 26. sept. s. 1. skýrir „Moggi“.t. d. frá ,pví með feitu letri, að „p. 8. júní“ lágu bréf, ,Bláa blaðið1 á skrif- stofu Varðarfélagsins, en „Dagsetningin var 17. júni“. Eitthvað svipað mun vera með dagsetningarnar á „Gula bréfinu". Falsanir, svo sem dagsetninga- fals, virðast vera íhaldinu með- skapað. Vis.sast er pví fyrir „Ge- neralinn" að fá nú .pegar sams konar „yfirlýsingar undir eiðs til- boð“ frá öllum hinum fulltrúun- um og leggja pær fram í rétt- inum næst. Broddarnir eru í vondu skapi. Það bitnar á „Generalnum". Þeir spyrja: Hver er hann? Hann veit ekkert, fær snuprur fyrir fljót- færni og trúgirni. Honum sárnar þetta að vonum, finst það harj fyrir „General" að vera skamm-. aður, pegar hann gerir alt, sem hann hefir vit og getu til, fyrir „herinn“ sinn. Og hvernig á hann að geta rannsakað hjörtu og nýru? Og snuprurnar ganga rétta boðleið ofan í frá og niður í gegn til „korpóralanna", pví að jafnvel „Generalinn“ getur orðið geðstirður i öllu pessu and- streymi, og auðvitað bitnar pað á undirmönnunum. Hver er hann? Eftir nærri priggja vikna brölt og bægslagang eru broddarnir og nánustu þjónar þeirra orðnir vonlausir um að komast að pví. Yfirheyrslur, njósnir, yfirlýsingar, ekkert hefir dugað. Og heimilis- friðurinn er glataður. „General- inn“ ráðalaus og „undirmennirn- ir“ önugir og hortugir orðnir og leiðir á sífeldri tortryggni og rekistefnu. Og kjósendurnir hlægja, pegar biðlað er til þeirra, hlægja og spyrja um bréfin, korna með alls konar spurningar: Hver er hann? Hvar vinnur hann? Hver leigir honum? Hvers vegna viljið þið ná í hann? Ætl- ið pið að gera gælur við hann? Ætlið pið að sjá honum fyrir vinnu og húsnæði? — Eða ætlið pið að klekkja á honum? — og fleiri ámóta þægilegar. Jafnvel ritstjórar „Mgbl.“ eru nú svo beygðir orðnir, að þeir bljúgir og hógværir leita til rit- stjóra Alpýðublaðsins segjandi: „Hver sýndi yður „guía bréf- ið“, Haraidur ?“. Svo spyrja í gær þessar marg- hrjáðu manneskjur, uppgefnar eftir nærri priggja vikna brölt og bægslagang: Góði Haraldur, seg- ið pér okkur nú petta. Við erurn uppgefnir, heimilisfriðurinn er í voða, við fáum bara skammir, spott og spé fyrir öll okkar flónskupör. Við erum farnir að tala vel um yður, „gáfnakoll" yð- ar og „dillandi gorhljóð“. Verið pér nú vænn og segiö okkur petta. Ritstjóri Alþýðublaðsins er brjóstgóður maður, og honum rennur sárt til rifja ástandið á Moggabæ og kærleiksheimili 1- haldsins. En við pessari bón get- ur hann samt ekki orðið. Til pess aö láta mennina ekki alveg synjandi fara, skal peim gefin ein leiðbeining, og hún er pessi: Þeir eiga ekki að spyrja: Hver er hann? heldur: Hverjir eru þeir? „Senöiherraim ftá Júpíter“ og Betty Nansen. Nýlega var leikrit Guðmundar Kambans, „Sendiherrann frá Jú- píter“, leikið í leikhúsi Betty Nansen í Kaupmannahöfn. Fékk leikurinn daufar viðtökur hjá á- horfendum og mjög misjafna dóma í blöðunum. Sum peirra, svo sem „Politiken", hrósuðu pó leikrítinu mjög, töldu það bera vott um andríki, skáldskapargáfu og orðsnild höfundarins, pótt pað væri ekki við hæfi leikhúsgesta alment. Leikritið hefir ekki verið sýnt síðan, Nú hefir Einar Christiansen prófessor ritað grein í „Politik- en“, og skorar hann par á Betty Nansen að taka „Sendiherrann" á leiksýningaskrá sína í vetur, Teiur hann, að leikritið hafi sætt ómaklegri meðferð og að full á- stæða sé til pess að bæta fyrir það. Einkurn átelur hann blöðin harðlega fyrir dórna peirra. Bæði „Politiken" og „Berlingske Tid- ende“ hafa svarað pví, að pau hafi bent á skáldlegt gildi leik- ritáins og að pað myndi gleðja pau, ef pað yrði sýnt aftur og al- menningur tæki pví þá betur. Frú Betty Nansen segist hins vegar alls ekki geta orðið við þessari áskorun og ber við þeirrí einkennilegu ástæðu, að hún hafi lofað „Berlingske Tidende" pví, að hún skyldi ekki láta sýna leikinn nema í þétta eina skifti, ef blaðið lofaði að auglýsa sýn- inguna kröftuglega. Leiksíarfsemiu í vetnr. Viðtal við Friðfinn Guðjónsson,, formann Leikfélags Reykjavíkur. Leiklistin er göfugasta listin. Hún getur opnað nýja heima. vakið storma og hvatt dáðlaus- an lýð til djarfra verka. Hér hefir leikíistin um langt skeið verið hnept í óheillafjötra, — fjötra. flokkarígs, klíkuskapar og olnboga-ítni. Hún hefir átt við að etja margs konar plágur. Okkur hefir verið sýnd hún f skuggalegu týruljósi gamalla sundrungarkenja. Aðbúð hennar hefir verið ill. Ekkert boðlegt leikhús hefir verið til. Fjárhagur hefir verið pröngur, — bekkirnir í Iðnó píningarverkfæri. — Leik- félagið hefir verið þvættitugga bæjarmælginnar. — Þetta er ó- fögur lýsing, en sönn. — Vegna* pessa hefir viðhorf bæjarbúa við leiklistinni orðið annað og verra en hún átti skilið. Menn hafa sótt leiksýningar slælega, dæ.mt þær illa, grýtt pær illurn dómum. Nú virðist sem ný alda sé risin í leikmentarlífi okkar Reykvík- inga, að minsta kosti er alt reynt til að lægja óheillabárurnar og unnið að pví að beina starfinu inn á heillavænlegri brautir. Er pað gleðiefni öllum listvinum, ef pað tekst. Því að um nafn Leik- félagsins á að standa ljómi. Alþýðublaðið snéri sér í fyrra dag til hins nýkjörna formanns Leikfélagsins og spurði hann tíð- inda. Sagðist honum svo: Það er kunnugt, að Jakob Möller var formaður félagsins s. 1. starfsár pess. Hann er nú sjúkur erlendis og hefir verið par. lengi. Var pví alt óundirbúið um leikstarfsemi, er byrjað var að æfa að þessu sinni, og erum við pví naumir fyrir. En við höfum unnið af kappi. Hina nýkjörnu stjórn Leikfélagsins skipa: Frið- finnur Guðjónsson, Borgpór Jós- efsson og Valur Gíslason. Er stjórnin mjög samhent í starfinu og samtaka, enda ríður á því, að starfsemi okkar gangi vel í vetur, vegna hins langþráða pjóðleik- húss. Draumurinn um það sam- einar okkur til starfa og eykur kraftana. Leikfélagið hefur vetrarstarf sitt með sýningu „Spanskflugunn- ar“ n. k. fimtudagskvöld [í kvöld]. „Spanskflugan" er þekt hér. Hún var leikin hér fyrir 2 árum og þótti afbragð. Hún er glettnisfull og glaðvær. Leikend-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.