Morgunblaðið - 04.01.1958, Page 1

Morgunblaðið - 04.01.1958, Page 1
Óhæfilegt leynimakk um lifshagsmuni þjóBarinnar: Tillögur um stækkun landhelg- innar fást ekki afgreiddar innan ríkisstjórnarinnar Rikisstjórninni ber tafarlaust oð gefa skýrslu um málið ÞJÓÐVILJINN skýrir frá því í gær, að Lúðvík Jósefsson, sjávarútvegsmálaráðh., haíi „fyrir löngu gengið frá ýtar- legum tillögum um stækkun landhelginnar, en þær hafa allt til þessa ekki fengizt af- greiddar innan ríkisstjórnar- innar“. Um þessi efni sagði Hermann Jónasson svo í áramótaræðu sinni: „Ég mun heldur ekki á þessari stundu ræða -þær ráðstafanir, sem íslendingum ber nauðsyn til að gera til frekari verndunar hinum dýrmætu fiskimiðum við iandið — þjóðinni til handa. En um þær verður tekin ákvörðun innan stundar". Þjóðviljinn getur raunar ekki þess, að Hermann sagðist ekki „á þessari stundu“ mundu ræða þetta mál. En frásögn sinni af þessu lýkur Þjóðviljinn á þennan veg: „Er ánægjuefni að forsætisráð- herra skuli nú lýsa yfir þvi að komið sé að því að teknar verði ákvarðanir". Menn hafa mjög velt því fyrir sér af hverju ekkert hafi orðið úr efndum á loforði ríkisstjórnar innar um aukna friðun fiskimið- anna. Morgunblaðið hefur hvað eftir annað vakið athygli a, hversu óheppilegur væri felu- leikur stjórnarinnar með þessa lífshagsmuni íslenzku þjóðarinn- ar. Ef marka má orðaskipti for- sætisráðherrans og aðalblaðs stærsta stuðningsflokks hans, virðist auðsætt, að vanefndirnar og feluleikurinn komi af ósam- komulagi innan sjálfrar ríkis- stjórnarinnar. Verður þá enn nauðsynlegra en áður að gefa tafarlaust fullkomna skýrslu um málið, svo að almenningur geti áttað sig á, hvað um sé að ræða. Heilbrigð dómgreind þjóðarinn- ar sjálfrar verður að kveða á um, hvað gera skuli í svo mikilvægu máli. Óþolandi er, að ákvarðanir í því séu háðar togstreitu óprútt- inna valdabraskara, sem, að eigin sögu, bítast um það bak við tjöldin, og forðast að segja, á „þeirri stundu," sem þjóðin heyrir til þeirra, í hverju ágrein- ingurinn er fólginn. IViacmiElan og Dorothy LONDON, 3. jan. — Macmillan fer á þriðjudaginn í heimsókn til samveldislanðanna og er þaö fyrsta skipti í sögunni að brezkur forsætisráðherra tekur sér hendur slíka ferð. í þessari ferð fer hann til Ástralíu, Nýja Sjá- lands, Indlands, Pakistan og Ceylon. í för með honum verður m. a. eiginkona hans, Dorothy. Lengst af munu þau ferðast með einni nýjustu flugvél brezka flug flotans, Bristol Britannia. ms í'1-' Hillary og Tensing Hiilary á Suðurheimskautinu Albansba stiómin leyíir brezkn flngvélinni að halda ófrom BELGRAD, 3. jan. — Brezka ■ stund, en flugmaðurinn sagði í sendiráðið í Belgrad upplýsti það skeyti, er flugvélin var neydd til þess að lenda, að flugvélin væri á alþjóðaflugleið. Fyrr í dag hafði verið ákveðið að önnur brezk Skymasterflugvél legði upp frá London í fyrramálið áleiðis til Singapore og átti hún að fara í stað hinnar sem tafðist í Albaníu Ákveðið var, að þessi flugvél skyldi fljúga sömu flugleið og hin fyrri, sem neydd var til þess að lenda. Sennilegt er að hætt. verði við að senda seinni flugvél- ina, ef albanska stjórnin efnir loforð sitt um að leyfa flugvél inni að halda ferð sinni áfram. í kvöld, að fyrir milligöngu al- banska sendiráðsins í Belgrad, hefði fengizt loforð albönsku stjórnarinnar fyrir því að brezka Skymasterflugvélin, sem al- banskar orrustuþotur neyddu til þess að lenda í Albaniu á gaml- ársdag, fengi að halda áfram leiðar sinnar á morgun. Flugvéi- in var á leið frá Diisseldorf til Singapore og flutti vörur. Áhöfn- in, sex manns, þar af ein flug- freyja, fær að fljúga flugvél- inni frá Albaníu. Albönsku stjórn arvöldin halda því fram, að flug- vélin hafi verið yfir albönsku yfirráðasvæði í hálfa klukku- Gæzluliðið OSLO, 3. jan. — Hammarskjöld framkvstj. S.Þ. hefur beint þeim óskum til norsku stjórnarinnar að hún styðji gæzlulið S. Þ. í Egypalandi enn um sinn. Samn- ingar um norskan stuðning renna út í apríl. Þingið mun taka á- kvörðun um svar til Hammar- skjölds, en stjórnin mun vilja verða við beiðni hans. STOKKHÓLMI, 3. jan. — Sænska landvarnamálaráðuneytið er því fylgjandi að landvarnamálaráð- herrar Norðurlandanna þriggia komi saman til fundar til þess að ræða þátttöku ríkjanna í gæzluliði S. Þ. Tensing var meðal þeirra fyrstu, sem senclu honum heillaskeyti WELLINGTON, 3. janúar. — Sir Edmund Hillary, „Sigur- vegarinn frá Mount Everest“, og leiðangursmenn hans náðu í dag langþráðum áfanga, Suðurheimskautinu. Hillary og fjórir ferðafélagar hans eru fyrstu mennirnir, sem fara landveginn til Suður- skautsins síðan árið 1912 að Amundsen og Scott komust til heimskautsins. Tilkynningin um þeir væru komnir á heimskautið barst aðal- bækistöð nýsjálenzka heimskauta leiðangursins við Ross-haf í morgun og sagði þar, að þeir hefðu komið á heimskautið kl. 9 skv. Greenwich tíma. Höfðu þeir þá farið siðasta spölinn 110 km. leið, að mestu fótgangandi nær hvíldarlaust nótt sem dag — og var yfirferðin mjög erfið. Far- angur allan og vistir fluftu þeir á vélknúum beltissleðum. Um tíma leit svo út sem eldsneytið mundi ekki hrökkva til ferðar- innar. Þegar á áfangastaðinn kom var aðeins eitt benzínfat eftir. Hillary og félögum hans var vel fagnað á Suðurheimskautinu af bandarískum vísindamönnum, sem þar voru fyrir. Bandaríkja- menn hafa um skeið starfrækt rannsóknarstöð á skautinu, en þangað hefur útbúnaður og starfs lið verið flutt flugleiðis — og varpað niður í fallhlífum. ★ ★ ★ Brezki leiðangurinn, undir forystu Fuchs, átti þegar síðast fréttist 320 km ófaima til heim- skautsins. Þykir för Hillarys og manna hans hin frækilegasta. Hefur hon um borizt mikill fjöldi heilla- óska — og var ein hin fyrsta frá gömlum vini hans, Tensing, sem kleif Mount Everest með Hill- ary forðum daga. Ferðin til heim skautsins var hin erfiðasta. Vega- lengdin, sem þeir télagar fóru er um 2,000 km — og tók ferðin 3 mánuði. Sex liðhlaupar úr Rauða hernum í A-Þýzkalandi Rússar segja þrjá þeirra í höndum Bandaríkjamanna, en þeir neita Horia Collos missti röddina ó óhentugum tíma RÓM, 3. jan. — Um fátt er nú meira rætt á ítalíu en hina frægu ítölsku söngkonu, Maríu Callas. Það ber ekki svo að skilja að hún hafi unnið nýjan og óvænt- an sigur á sviðinu — þvert á móti. 1 gærkvöldi átti hún að syngja aðalhlutverkið í óperu einni í óperuhúsinu í Róm. Við- staddir voru m. a. forseti Ítalíu, ráðherrar, erlendir sendiherrar og margt annað stórmenni. Þeg- ar sýningin átti að hefjast og all- ir voru komnir til sæta sinna til- kynnti María Callas leikstjóran- um að hún hefði misst röddina og gæti ekki sungið það kvöldið Var sýningunni aflýst og stór- mennið allt hélt heim í slæmu skapi. Kom málið á dagskrá þingsins í dag og framkvæmda stjóri óperuhússins kveðst munu höfða mál gegn söngkonunni. — Hún hefur sent forsetanum skeyti þar sem hún harmar atburðinn — og í dag safnaðist mikill mann fjöldi fyrir framan hótelið, sem hún býr í í Róm — og beið í eftir- væntingu, sennilega eftir því að konan fengi aftur röddina. Þegar síðast fréttist hafði samt ekkert heyrzt í henni úr hótelherberg- inu. BERLÍN 3. janúar. — Rússnesku hermennirnir, sem tóku sér stöðu á mörkum Vestur- og Austur- Berlínar í gaerkvöldi, voru í kvöld leystir af hólmi af a- þýzkum hermönnum. Rússneskir liermenn hafa ekki sézt standa vörð með alvæpni í A-Berlín síð- an uppreisnin var í borginni árið 1953. Síðasta sólarhringinn voru þeir hins vegar mjög fjölmcnnir á markalínunni milli borgarhlut- anna og strangur vörður var við allar samgöngustöðvar. Það hefir nú vitnazt, að rúss- nesku hermennirnir voru kvadd- ir út vegna liðlilaupa úr Rauða hernuni, sem struku frá búðum sínum í Falkenburg, skammt frá Berlín, fyrir fjórum dögum. Liðhlauparnir voru sex talsins, en tveir munu hafa náðst á flóttanum. ★ Rússneskir talsmenn hafa skýrt svo frá, að þrír þessara manna hafi verið foringjar í hernum. Þá hafa þeir sagt, að fjórum hafi tekizt að komast til V-Þýzka- lands, þrír þeirra væru í haldi bandarísku hernaðaryfirvald- anna og einn hjá hinum brezku. Talsmaður bandarísku her- stjórnarinnar hefur aftur á móti lýst yfir, að enginn rússneskur hermaður sé í vörzlu Bandaríkja manna. Brezka herstjórnin hefir hins vegar skýrt svo frá, að einn rússneskur hermaður hefi leitað á náðir Breta í V-Berlín og beðið um hæli sem pólitískur flóttamað ur. Maðurinn hafi nú verið flutt- ur frá Berlín. Loks er það haft eftir rússnesk- um heimildum, að einn sexmenn- inganna, sem struku, hafi særzt mikið, er honum var veitt eftir- för og skotið á hann áður en hann náðist, þegar hann var að komast yfir til V-Þýzkalands. ★ Fréttamaður Reuters hefir það eftir áreiðanlegum heimildum í Berlín, að yfirstjórn rússneska hernámsliðsins í A-Berlín hafi farið þess á leit við herstjórn Vesturveldanna í V-Berlín, að hún gæfi allar upplýsingar, sem hún hefði undir höndum, um flótta Rússanna. Ferðamenn, sem fóru um A- Berlín í dag, segja, að vörður hafi verið mjög sterkur um alla borg- ina — sérstaklega á markalínu A Þýzkalands og A-Berlínar. — Margir A-Þjóðverjar, er stunda vinnu í A-Berlín, mættu ekki til vinnu í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.