Morgunblaðið - 04.01.1958, Blaðsíða 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
taugarðagur 4. janúar 1958
Óblíð veðrátta í Fljótsdal
fyrir og um jólin
Rætt við Gísla Sigurbjomsson:
Verður Hveragerði
heilsulindabær?
SKRIÐUKLAUSTRI, síðasta
sunnudaginn 1957 — Veðráttan
hefur verið allstórbrotin um jól-
in, og tímabil fyrir hátíðina. Að-
faranótt 19. des. gerði hér suð-
austan stórúrfelli, snjókomu
fyrst, en síðan rigningu. Létti um
morguninn laust fyrir birtingu,
en aðeins stutta stund, því að
rétt á eftir brast á ofsa-vestan-
veður með éljahrinum. Var fyrri
hluta þess dags fátítt ofsaveður
af vestri. Dimmviðri var öðru
hverju af éljakófi og hleypti öll-
um krapaelgnum er var á jörð-
inni í svell. Var því spauglaust
að komast leiðar sinnar meðan
ofsinn var mestur. Tjón varð þó
ekki hér um slóðir, svo vitað sé
og mun vellstorkan hafa hjálp-
að í því efni. Loftvog stóð svo
lágt að morgni 19. des. að fæst-
ir muna svo lága stöðu. Þeir, sem
loftvog höfðu og athuguðu um
morguninn, settu yfirleitt ekki
fé til beitar. En nokkrir voru þó
búnir að láta út fé, er rokið skall
á. Ekki varð þó tjón á skepnum,
en ýmsir áttu í erfiðleikum við
að ná fénu aftur í hús. Á nokkr-
um bæjum var ekki farið að
hýsa ær.
Aftur gerði vestan-ofsaveður
á jólanóttina, sennilega engu
minna en hið fyrra, a. m. k. sums
staðar, en það stóð skemur. Segja
má að látlaus vestan-skakviðri
hafi verið lengst af þenna tíma.
Jörð er mjög svelluð og ekki
gott í högum og fremur erfitt
umferðar vegna hálku. Fljótsdals
vegur'ær víðast undir glærum ís.
Hagstæður vetur
En þrátt fyrir þessa rosa, verð-
ur vetrarkaflinn, sem liðinn er,
að teljast mjög hagstæður hér
í dal. Sauðfé allviða ekki tekið
fyrr en í rosakaflanum fyrir jól-
in. Ekki er þó vafi á, að það
hefur verið farið að láta hold,
þótt nokkuð hafi það verið mis-
jafnt eftir gæðum beitilandsins.
En oft mun það vera að spara
eyrinn, en gæta ekki krónunn-
ar að láta fé ganga langt á vet-
ur fram án nokkurrar gjafar.
Erlingur á VíðivöIIum sjötugur
Laugardaginn 21. des. s. 1. átti
Erlingur Sveinsson, bóndi á Víði-
völlum ytri, sjötugsafmæli. All-
margt sveitunga heimsótti hann
þann dag. Nokkrar gjafir voru
í DAG hefst ný sýning í Sýning-
arsalnum á horni Hverfisgötu og
Ingólfsstrætis. Að þessu sinni
gefst mönnum kostur á að skoða
eftirprentanir af málverkum
heimsfrægra listamanna. Mynd-
irnar eru flestar eftir franska,
ítalska og hollenzka málara.
Þarna er Mona Lisa á einum
veggnum, en mest ber þó á verk-
um frá þessari öld og þeirri 19.
afmælisbarninu færðar, m. a. mál
verk af Þingvöllum frá Kaup-
félagi Héraðsbúa, en Erlingur
var endurskoðandi þess um langt
skeið. Oddviti Fljótsdalshrepps
var hann um mörg ár. Erlingur
er Skagfirðingur að ætt og á
allmörg systkini. Kvæntur er
hann Margréti Þorsteinsdóttur.
Sonur þeirra, Rögnvaldur, er nú
tekinn við búi á hluta þeirra úr
Víðivöllum. — J. P.
Kosningaskrifsfoía
Sjá Ifsf æðisf lokksins
í Hafnarfirði
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í
Hafnarfirði hefir opnað kosn-
ingaskrifstofu í Sjálfstæðishús-
inu, Strandgötu 29. Er hún opin
dag hvern frá kl. 10 árd. til 10
síðd. Er allt Sjálfstæðisfólk og
aðrir, sem vinna vilja fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í bæjarstjórnar-
kosningunum, beðið að hafa sam-
band við skrifstofuna. Sími
hennar er 50228.
LONDON 3. janúar. — Samkv.
fréttum, sem borizt hafa frá
Nepal, hefir enn orðið vart við
hina dularfullu snjómenn, sem
íbúar við rætur Himalajafjalla
hafa talið sig sjá við og við und-
anfarna áratugi. Hefur snjómann
anna orðiðvart allvíða í nágrenni
Katmandu og margt fólk þykist
hafa séð þá. Víðast er
kvartað yfir því, að snjómenn-
irnir ráðist inn í kornmyllur og
matvælageymslur að næturlagi
og ræni matvælum. Brjóta þeir
þá allt og bramla af feiknaafli.
Sérstaklega hefir snjómanna
gætt í bæ einum skammt norður
af Katmandu — og hafa borizt
daglegar fregnir til höfuðborgar-
innar af spjöllum, sem þeir hafa
unnið þar. Ungur bóndi kveðst
hafa komið að einum, þegar hann
var að rupla í kornhlöðu bónd-
ans. Bóndi hélt í brott og safnaði
liði, — en, þegar mannsöfnuður-
t.d. eftir Degas, Cezanne, Renoir,
Gauguin, Van Gogh, Matisse,
Picasso, Utrillo, Modigliani o.fl.
Myndirnar eru prentaðar í New
York. Þær eru allar til sölu, og
er aðeins eitt eintak á boðstólum
af hverri þeirra, Þær kosta frá
200—350 kr. Sýningin er opin
hvern virkan dag kl. 10—12 f.h.
og 2—10 e.h. Hún stendur aðeins
í 5 daga og aðgangur er ókeypis.
Sósíalisiafélögin
laka ákvörðun um
íramboð Alþýðu-
bandalagsins
ÞJÓÐVILJINN auglýsir í gær
svo að ekki verður um villzt,
hverjir hafa völdin í hinu svo-
kallaða Alþýðubandalagi.
Þar er á fyrstu síðu svohljóð-
andi auglýsing:
„Fundur Sósíalistafélaganna og
Æ.F.R. í kvöld
Sameiginlegan fund halda
Sósíalistafél. Reykjavíkur, Kven-
félag sósíalista og Æ. F. R. 1
kvöld klukkan 8,30 í Þórskaffi
(gengið inn frá Hlemmtorgi).
Fundarefni:
1. Framboð Alþýðubandalags-
ins við bæjarstjórnarkosn-
ingar í Reykjavík.
2. Verkalýðsmál.
3. önnur mál.
Félagsmenn eru hvattir til að
fjölmenna og mæta stundvis-
lega“.
Hér sannast enn, að Alþýðu-
bandalagið er aðeins grímubún-
ingur, sem kommúnistar hafa
klæðzt í því skyni að fela
betur Moskvu-þjónustu sina.
inn kom á vettvang, hvarf snjó-
maðurinn út í snjódrífuna og
skildi einungis eftir spor sín.
Bolganin ræðir
um Sputnik
MOSKVU 3. janúar. — Bulganin
ræddi við erlenda fréttamenn í
móttöku í sendiráði Burma í
kvöld. Sagði hann, að Sputnik 1.
mundi sennilega falla til jarðar
5. eða 6. þessa mánaðar, en ekki
gat hann sagt neitt um hvar hann
kæmi niður ef hann eyddist
ekki í fallinu. Mikojan, fyrsti
aðstoðarforsætisráðherra, skýrði
þá svo frá, að líklegt væri að ein-
stakir hlutar gervihnattarins
mundu „komast í gegnum“ loft-
hjúpipn og ná til jarðarinnar.
Bætti Bulganin þá við, að rúss-
neskir vísindamenn biðu þess
enn að Bandaríkjamenn skiluðu
leifum eldflaugarinnar, sem bar
Sputnik 1. út í geiminn, og Krú-
sjeff sagði hafa fallið niður í
Alaska í fyrra mánuði.
Kveöjuorð
MAGNÚS Guðmundsson, for-
maður, Ólafsfirði, er borinn til
grafar í dag. — Kynning okkar
Magnúsar var minni en ég hefði
óskað, vegna þess að leiðir okk-
ar lágu ekki saman. Samt sem
áður er hann minnisstæður mér
og ég hygg öllum sem þekktu
hann. Tryggðatröliið, með sterku
vinnuhendurnar, en hlýja hand-
takið og fallega, saklausa brosið,
hlaut að verða þeim, sem kynnt-
ust honum ógleymanlegur.
Ég sé hann I anda, sitja undir
stýri á bátnum sínum, og bjóða
Ægi kalli byrginn, með rósemi
karlmennskunnar og trausti á
Guð, enda stýrði hann ævinlega
báti sínum heilum í höfn.
Ég sé hann líka í anda, sitja
með smábörn í fanginu og miðla
þeim af sínum þróttmikla kær-
leika og tengja þau sér órjúfandi
vináttuböndum.
Þannig minnist eg hans, manns
ins með stóra hjartað, sem í
blíðu og stríðu vildi öllum vel
gjöra.
Ég þakka þessar minningar og
kveð þig vinur, með þeirri fuliu
vissu, að þú hafir tekið land
handan móðunnar miklu og feng-
ið góðar viðtökur.
Vertu í Guðs friði.
Kristján Karlsson.
BLAÐAMENN áttu í gær tal
við Gísla Sigurbjörnsson, for-
stjóra Elli- og hjúkrunar-
heimilisins Grundar. Sýndi
hann þeim m. a. skýrslu, sem
nýlega hefur borizt frá þýzk-
um vísindamönnum, er
dvöldust hér á landi fyrri
hluta ágústmánuðar í sumar
og rannsökuðu ýmis hvera-
svæði með tilliti til hagnýt-
ingar þeirra til lækninga. —
Telja hinir þýzku sérfræð-
ingar, að frá náttúrunnar
hendi séu góð skilyrði til að
gera Hveragerði að heilsu-
lindabæ, en benda á, að enn
sé þörf á miklum rannsókn-
um og undirbúningi.
Gísli Sigurbjörnsson sagði
m. a. um rannsóknir og skýrslu
Þjóðverjanna:
í ágústmánuði sl. komu hing-
að til lands fjórir þýzkir vísinda-
menn á vegum Elli- og hjúkrun-
arheimilisins Grundar, í sam-
vinnu við hreppsnefnd Hvera-
gerðis. Gerðu þeir athuganir varð
andi notkun hverahita, bæði
vatns, gufu og leirs, til lækninga.
— Menn þessir eru allir prófess-
orar við háskólann í Giessen, en
þar er sérstök kennsludeild i
þessum fræðum, en þau nefnast
balneologie á erlendum málum.
Nýlega hefir borizt ýtarleg
skýrslu þeirra um athuganir og
niðurstöður.
Skýrsla Þjóðverjanna er í þrem
hlutum. Fyrst skrifar dr. Franz
Michels um hina jarðfræðilegu
hlið málsins. Telur hann nauðsyn
legt að sett verði lög til að koma
í veg fyrir rányrkju hverasvæð-
anna íslenzku. Þa ræðir hann um
umgengni á jarðhitasvæðum og
telur henni að ýmsu leyti ábóta-
vant hér á landi. Loks ræðir hann
nokkuð um eiginleika hveranna í
Hveragerði og telur að nauðsyn-
legt sé að gera nákvæmt kort af
þeim og framkvæma ýtarlegri
rannsóknir á efnum í hvera-
vatninu.
Dr. Robert Kampe ritar næsta
hluta skýrslunnar. Er prófessor-
inn verkfræðingur og sérgrein
hans grunnvatn og lindir. Hann
bendir á að nauðsynlegt sé að
taka sem fyrst ákvörðun um það,
hverjir skuli standa fyrir fram-
kvæmdum við hagnýtingu jarð-
hitans í Hveragerði og hver rétt-
indi skuli veitt í því sambandi.
Hann minnist einnig á nauðsyn
þess, að skipulagi Hveragerðis
verði hagað með tilliti til heilsu-
hælanna, og ræðir um kortagerð
og boranir. Loks minnir hann á,
að jarðskjálftar geti valdið breyt
ingum á hverasvæðinu.
Síðasti hluti skýrslunnar er
saminn af tveimur læknum, dr.
Rudolf Thauer, sem er sérfræð-
ingur í lífeðlisfræði og hjarta-
sjúkdómum, og dr. Victor R. Ott,
sem er sérfræðingur í gigtar-
lækningum. Þeir telja, að í Hvera
gerði séu góð skilyrði til að koma
upp hælum til gigtarlækninga og
ýmiss konar endurþjálfunar.
Myndi hið síðarnefnda einkum
verða í þágu lamaðs fólks.
Gisli Sigurbjörnsson kom víða
við í spjalli sínu við blaðamenn
í gær. M.a. ræddi hann um nokk-
ur fleiri atriði, sem snerta heilsu
lindir í Hveragerði. Hann kvaðst
vona, að skýrslan, sem nú hefur
borizt, verði til þess, að skriður
komist á mál þetta. Til fram-
kvæmda þyrfti mikið fjármagn
og þekkingu á sviði læknisfræði
og tækni. Taldi Gísli nauðsynlegt
að fá þetta að miklu leyti erlend-
is frá. Kvaðst hann telja, að það
myndi kosta a.m.k. 160 millj. kr.
að koma upp nauðsynlegum stofn
unum í þessu sambandi, en ekki
væri vafi á, að það myndi svara
kostnaði, enda væri mun betra
að selja fólki heilsu en fisk!
D-listinn
REYKVÍKINGAK!
Listi Sjálfstæðismanna
við bæjarstjórnarkosning
arnar 26. janúar er D-list-
inn. Athugið hvort þér
eruð á kjörskrá. Kæru-
frestur rennur út á sunnu
dagskvöld.
Efns lærisl I aukana
-kvenfólká bæn
CATANIA, Sikiley. — Kvenfólk
baðst fyrir krjúpandi á knjánum
á götum og gatnamótum hér í
dag, í fjallsrótum Etnu, sem nú
hefur aftur byrjað að gjósa.
Hraunstraumur mikill rennur nú
í áttina að byggðinni undir fjalls
rótunum — og fer straumurinn
með hraða sem nemur 500 metr-
um á dag. Að vísu hófust þessi
eldsumbrot fyrir mörgum mán-
uðum, en hingað til hefur lítið
að þeim kveðið. Nú hefur Etna
hins vegar færzt 1 aukana — og
mikið hraunkast er nú upp úr
gígnum. Stór hraunbjörg þeytast
um 300 metra upp í loftið og
hraunstraumurinn fer vaxandi. í
kvöld var jaðar hans um 3,5
mílur undan næsta byggða bóli.
Frægur pólsker
vísindamaður
flúinn
WASHINGTON 3. janúar. —
Pólski vísindamaðui'inn Nowin-
sky hefur hlotið hæli í Banda-
ríkjunum sem pólitískur flótta-
maður. Kona hans og dóttir dvelj
ast um þessar mundir í Bretlandi.
Nowinsky er sérfræðingur í lög-
málum þeim er gilda um þanþol
efna og hefur getið sér heims-
frægðar í rannsóknum sínum um
þau efni. Jafnframt er vitað að
hann hefur mikla þekkingu á
árangri þeim, er Rússar hafa náð
á þessu sviði, og þá sérstaklega
hvað viðvíkur núningsmótstöðu
efna við loft. Er þetta mjög mikil
vægt hvað viðvíkur smiði hrað-
fleygra flugvéla og gervihnatta.
Frá „25 króna
veltunni”
VELTAN er nú í fullum gangi og hefir mikill fjöldi fólks tekið
þátt í henni bæði með því að koma á skrifstofuna í Sjálfstæðis-
húsinu og greiða kr. 25.00 og skora um leið á aðra 3 menn, og
eius með því að verða við áskorun er aðrir hafa sent. Þrátt fyrir
mjög góðan árangur er þó þörf að brýna fyrir fóiki að láta ekki
dragast að svara áskorunum heldur að koma greiðslunni og nýja
áskorunarseðlinum, helzt samdægurs er áskorunarbréfið berst, á
skrifstofuna i Sjálfstæðishúsinu, sem er opin alla virka daga frá
kl. 9 að morgni til kl. 7 að kveldi.
Æskilegt er einnig að menn fylgist með því hvort þeir,
sem þeir sjálfir skora á, hafa orðið við áskoruninni eða ekki.
Takmarkið er að sem allra flestir Sjálfstæðismenn taki
þátt í veltunni.
Veltuþátttakendur komið eða sendið á skrifstofuna strax
í dag, gerið skil og látið velta.
Sími skrifstofunnar er 16845 og 17104
Eruð þér á kjörskrá?
KÆRUFRESTUR vegna kjörskrár er til 5. janúar næst-
komandi. Rétt til að vera á kjörskrá í Reykjavík hafa þeir,
sem þar voru búsettir í febrúarmánuði sl.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Vonarstræti 4.
aðstoðar við kjörskrárkærur.
Skrifstofan er opin í dag frá kl. 9—12 og frá kl. 1—6.
Símar 1-71-00 og 2-47-53.
Litprent selt í Sýningarsolnum
Enn berast tregnir um
snjómenn