Morgunblaðið - 04.01.1958, Page 6

Morgunblaðið - 04.01.1958, Page 6
6 MORCTnVPlAÐlÐ Laugardagur 4. Janúar 1958 Hann gengur óhræddur um götur Mikösía SKÁLMÖLD hefur ríkt und- anfarin ár á eynni Kýpur fyrir botni Miðjarðarhafs. Þaðan bárust um skeið daglegar fréttir um skemmdarverk, óeirðir og morð. Nýliðar í brezka hern- um töldu það hina mestu ógæfu, ef þeir voru sendir til Kýpur og óvíst með öllu hvort þeir kæm- ust þaðan heim aftur, heilir á húfi. Setuliðsmenn í Níkósía, höfuð- borg Kýpur, skýrðu aðalgötu borgarinnar upp og nefndu hana „The Murder Mile“ eða Morð- míluna. Það þótti réttnefni, því að kunnugir menn gátu rakið atburði meðfram öllu strætinu, þar sem sprenginar og skotár- ásir höfðu átt sér stað og blóðið litaði gangstéttarhellurnar. ★ Það var engu líkara um tíma, en að Bretar væru að missa öll tök á stjórn eyjarinnar. Hin Sir Hugh Foot landsstjóri harða sókn Eóka-manna hafði máske komið þeim á óvart. Bret- ar virtust ekki færir um að halda þar lengur uppi lögum og reglu. Eóka-menn réðust jafnvel inn í herbúðir Breta og rændu vopna- birgðum frá þeim. Nokkur þáttaskil urðu fyr- ir rúmum tveimur árum, þegar Bretar sendu til Kýpur einn sinn snjallasta hershöfðingja, Sir John Harding og skipuðu hann lands- stjóra. Honum tókst að friða eyjuna, að minnsta kosti á yfir- borðinu. Ekki varð það þó með sáttum og samkomulagi, heldur með ískaldri harðneskju og her- aga. Allt daglegt líf eyjarskeggja var ef svo má segja hneppt í gaddavírsgirðingar. Brezkir her- menn stóðu í eilífri varðstöðu og máttu skjóta á hvern þann sem ekki hlýddi fyrirskipun um að nema staðar. Dauðasök var við því lögð, ef vopn eða skotfæri fundust á einhverjum eyjar- skeggja eða á heimilum manna. Með þessum hætti tókst hers- höfðingjanum Sir John Harding, að friða eyjuna, á yfirborðinu. Brezku hermennirnir gátu nú hætt sér að ganga um aðalstræti Níkósia, en þeim var enn vissara að hafa byssugikkinn spenntan. Og sá atburður, þegar sprengja fannst jafnvel undir kodda Hard ings hershöfðingja, sýndi að haturseldurinn logaði heitt undir enda var það ríkjandi skoðun meðal Breta, að ekkert dygði annað við hina æstu eyjarskeggja en nógu mikill agi. ★ Þó hafa þeir atburðir gerzt nú undir lok síðastliðins árs, sem valda því að brezkir ráðamenn spyrja sjálfa sig þeirrar spurn- ingar, hvort hin vægðarlausa stefna Hardings hafi verið rétt. Hvort ekki hefði verið sæmra að fara vel að Kýpur-búum og semja við þá um lausn deilumálanna. Það var skömmu fyrir jólin, sem Harding hershöfðingi lét af stöðu sinni sem landsstjóri á Kýpur og við tók maður úr borgarastétt að nafni Sir Hugh Foot, sem að öllu upplagi og fram komu er alger andstæða hers- höfðingjans. Foot landsstjóri var áður en hann kom til Kýpur þekktur maður fyrir hugrekki, góðgirni og frjálslyndi. Hann er af kunnri brezkri ætt. Faðir hans Isaac Foot var einn mesti mælskumaður Englands, og mál- færslumaður í Lundúnum. Sir Hugh Foot nam einnig lögfræði í Cambridge en réði sig að þvi loknu í þjónustu nýlendumála- ráðuneytisins. Hann hefur starf- að á vegum þess æ síðan og var síðast landsstjóri í Nígeríu 1950 og á Jamaica 1951. fc Sir Hugh Foot hafði ekki dvalizt lengi á Kýpur, þegar hann fór að fara í gönguferðir um borgina Nikósía. Þótti mönnum slíkt hin mesta fífldirfska og minntust þess, að Harding hers- höfðingi, hafði sjaldan hætt sér út fyrir bækistöðvarnar. En það var ekki nóg með að nýi landsstjórinn færi í göngu- ferðir. Hann neitaði að láta nokkra lífverði eða lögreglu- menn fylgja sér. Jafnvel á sjálfri „Morðmílunni" lét hann eins og hann væri heima í London á gangi um „Strand eða Regent Street“. Hann nam staðar í vérzl unum og rabbaði við hina grísku kaupmenn. Þá kom hann inn í veitingastofu og fékk sér kaldan bjórsopa. Svo ræddi hann við fólkið á markaðnum, tók í hend- ur á konum og klappaði hrokk- inhærðum börnum á kollinn. Rétt fyrir jólin tilkynnti nýi landsstjórinn, að hann ætlaði að leysa úr haldi flesta pólitíska fanga. Þá þegar skyldi 100 manns gefið frelsi og fleiri mönnum síðar þegar málin yrðu nánatr athuguð. ★ Á jóladag flutti Sir Hugh Foot útvarpsræðu, sem beint var til brezkra hermanna á Kýpur, en þeir munu nú vera um 35 þúsund. Hann skoraði þar á hermenn- ina, að sýna íbúum eyjarinnar meiri vináttu og tillitssemi en fram til þessa. Hann benti þeim á það, að það væri ekki nema lítill hluti íbúanna, sem hefði staðið að skemmdarverkum á sínum tíma. Að vísu væri það erfitt, þegar maður vissi ekki Framh. á bls. 8. „en orðstírr hveim er sér f DESEMBERBYRJUN léku Englendingar og Frakkar landsleik er fram fór á Wembleyleikvanginum i Lon- don. Englendingar unnu 4:0 og er þetta talinn einn mesti knattspyrnusigur þeirra frá stríðslokum. Mbl. nefur borizt blaðið „France Football" frá 3. des. en þar er mjög rætt um þennan leik og ósigur Frakka. fc Ein aðalgrein blaðsins um leik- inn er á baksíðu þessa 24. síðu íþróttablaðs. Hún er eftir Gabriel Hanot og henni fylgdu þessar tvær myndir. fc í skýringum við þær er talað um það m.a. hve Englendingar hafi gerbreytt öllum leikundir- búningi sínum og taktik. Á ann- arri myndinni er ör sern bendir á Albert Guðmundsson en sú mynd er tekin er hann lék með Arsenal og er hann þar í röðum leikmanna þess heimsfræga fé- lags. Hin er tekin er landsleikur Frakka og Englendinga í des. s.l. var að hefjast og sýnir fyrirliða Englands Billy Wright taka í hönd fyrirliða Frakka, Piantoni (er hér var í sumar). deyr aldregi góðan getr 99 Það að þetta heimsblað á sviði íþrótta tekur fram mynd af Al- bert til að sýna hvað það á við, sýnir hversu vel menn muna^ aðeins sagt að örin bendi á Guð- mundsson, sem lék með ArsenaL Það veit blaðamaðurinn að næg- ir. Það er heiður íynr ísl. íþrótta- hreyfingu hversu lengi lifir írægð Alberts á meginlandinu. Valkama 7,62 m Landström 4,36 CHICAGO 30. des. — Á fráls- íþróttamóti í Bandaríkjunum þar sem kepptu stúdentar frá félögum og háskólum í Mið- Vest urríkjunum sigraði Finninn Jorma Valkama í langstökki. Hann stökk 7,62 m Landi hans Landström var ásamt Jerry Wellbourne í 1.—2. sæti í stangarstökki. Stukku báð- ir 4,36 m. Valkana og Landström stunda báðir nám við Michiganháskól- ann og var þetta fyrsta keppni þeirra á námsárinu. — NTB. hann í Frakklandi. Það er ekkert®* verið að skýra nánar fyrir les- endum hver þessi gamli kappi er, s«ritar ur daglega lífinu j HoítLnn er vandamál KNÖTTURINN er það sem mestu Bréf frá leikhúsgesti EKKI mun ofsögum sagt af kuldasúgnum í Þjóðleikhús inu. En óvenju var þó bágborin liðan leikhúsgesta þeirra, sem hugðust njóta þar góðrar stundar 3. dag jóla. Kuldinn var slíkur í hinum glæstu salarkynnum, að margur sat þar með glamrandi tennur og kuldahroll mikinn. Urðu flestir fegnastir því, þegar hlé varð á leik, og þeir gátu skundað fram í fatageymslu og krækt sér í utanyfirflík. Var hver kona sæl með sjálfri sér, sem geymdan átti loðfeld í fatageymsl unni, og .gat vafið utanum kropp sinn slíkri heimsskautaflík. En þær sem ekki áttu slíkan kjör- grip, margvöfðu um háls sér trefl um og fóru í kápur sinar. Þetta kvöld hafa áreiðanlega ýmsir ósk að sér loðhúfu á kollinn, því að þessi þriggja stunda seta á bekkj- um leikhússins minnti einna helzt á setu í rútubíl, hvað kuldann snerti. # Undanfarin ár hefir margoft verið kvartað yfir súgnum og kuldanum í Þjóðleikhúsinu, og veit ég dæmi þess, að fólk hefir stór-kvefazt þar, og legið marga daga í rúminu. Minnir mig, að ég hafi séð þá skýringu á prenti, að þessi kuldasúgur stafaði frá leiksviðinu. Þetta umrædda kvöld var sviðtjald niðurdregið er gestir gengu í sal, en kuldinn samt svo nístandi, að svo virtist sem kynding hefði hreinlega gleymzt. Ekki var hægt um að kenna frosthörku eða ólagi á hita veitukerfinu í bænum, því að hiti var um frostmark þennan dag, og ekkert að hitaveitunni. En fáir voru gestir í leikhúsinu þetta kvöld, og þess vegna ekki um neinn „baðstofuhita" að ræða, sem gat hjálpað upp á sakirnar. Stundum er upphitun í leik- húsinu í bezta lagi, og því lítt skiljanlegt, hvers vegna hún get- ur ekki verið það að staðaldri. Ef svo er, að hitunarkerfi húss- ins megi ekki treysta, ber að leita að orsökum og koma kerf- inu i lag hið bráðasta. Að stefna fólki sarhan, þegar óvíst er með upphitun, og stofna með því heilsu þess í hættu, er hreinasta fjarstæða. Hvað þá að bera upp þá ósk að gestir klæðist hátíða- búningi, eins og stundum á sér stað. Frekar ber að brýna fyrir fólki að koma vel klætt og hafa með sér aukaflíkur. Það er leitt til þess að vita, að sá galli skuli vera á þessu glæsi- legast samkomuhúsi þjóðarinnar, að ætluð ánægjustund geti valdið óþægindum, og jafnvel sárum lasleika. Leikhúsgestur" Heims um ból AÐUR nokkur hefur snúið sér til Velvakanda og rætt við hann _um jólasálminn Heims um ból. Á aðfangadaginn sagði hér í dálkunum, að gott væri að fá nýja þýðingu á þessum sálmi við tækifæri. Sá, sem nú ræddi við Velvakanda, kvaðst efast um, að hér væri um þýðingu að ræða. og bað um frekari upplýsingar. I fyrstu útgáfu Ijóðmæla Svein- bjarnar Egilssonar er Heims um ból í flokki með frumortum Ijóð- um, en þessi athugasemd fylgir: „lagið og hugsunin er tekin eftir þýzka kvæðinu Stille Nacht“ Ekki er ljóst, hvort Sveinbjörn hefur sjálfur ritað þessa athuga- semd eða hún er runnin frá Jóni Árnasyni, þjóðsagnamanni, sem sá um útgáfu kvæða hans. Velvakandi hafði einhvern veg inn bitið það í sig, að hér væri um nokkuð nákvæma þýðingu að ræða. Hinn þýzki texti er ekki við höndina, svo að ekki er þess kostur að bera hann saman við hinn íslenzka. Þó að það væri gert, er að sjálfsögðu alltaf erfitt að segja hvort kalla ber kvæði Sveinbjarnar þýðingu, stælingu eða eitthvað enn annað. Niður- staðan verður því þessi: hin ís- lenzku vers við jólasálminn eru ekki sem bezt, og væri gott að fá betri texta við hið fagra lag. máli skiptir í knattspyrnuleik. Þetta er sagt án vanmats á leik- mönnunum. Knettirnir sem notaðir verða í úrslitaleikum heimsmeistara- keppninnar eru því mörgum áhyggjuefni. Sú tegund knatta, sem notuð verður, verður reynd á margvíslegan og nákvæman. hátt, áður en hún fær heimsmeist aramótsstimpilinn. 'Sviar, sem sjá um úrslitakeppn ina hafa sent öllum knattfram- leiðendum heims boð um að senda sýnishorn af framleiðslu sinni áður en prófin fara fram. Þau skilyrði eru sett, að knett- irnir séu með öllu ómerktir firm- unum og þeir verða að hafa borizt sænska knattspyrnusam- bandinu fyrir 15. jan. Hinn 8. febrúar — þegar dregið verður um hvaða lönd eiga að leika saman í úrslitakeppninni — verða allar tegundir knatta, sem sendar hafa verið, reyndar og knöttur heimsmeistarakeppninn- ar valinn. Það verður leyndar- mál unz úrslitakeppninni er lok- ið, hvaða knatttegund verður valin, en að keppninni lokinni verður leyndarmálið gert opin- bert og það firma, sem sigri hrósar í prófunum, má þá að vild nota sér hann í auglýsingaskyni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.