Morgunblaðið - 04.01.1958, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 4. janúar 1958
tftttiisttfritafrtfr
CTtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðairitstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Öla, simi 33045
Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjalrí kr. 30.00 á mánuði innaniands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
UMMÆLI FORSETANS UM GAGNS-
LEYSI HLUTLEYSISSTEFNUNNAR
UMMÆLI forseta íslands í
nýjársboðskap hans til
þjóðarinnar um hlut-
ieysið og þýðingarleysi þess
hafa að vonum vakið mikla
athyglj. Um það komst forsetinn
m.a. að orði á þessa leið:
„Eins og nú er komið viðskipt-
um, samgöngum á sjó og í lofti,
vígbúnaði og allri tækni, þá geta
fámennar þjóðir ekki staðið ein-
ar og varnarlausar. Öll vopn eru
nú geigvænlegri en í síðustu
styrjöld. Þar er enginn saman-
burður. Það er viðurkennt af
leiðtogum stórveldanna, að stór-
styrjöld verði ekki takmörkuð
við tiltekin svæði. Hlutleysi virð
ist ekki lengur hugsanlegt í ó-
friði, enda vísar reynslan til þess,
og hiutleysi á friðartímum þarf
ekki að tryggja. f upphafi stóðu
vonir til þess að Hinar samein-
uðu þjóðir héldu uppi alþjóða-
löggæzlu, en þegar það brást var
Atlantshafsbandalag stofnað".
Allar vonir brustu
Þessi ummæli forseta íslands
styðjast vissulega við reynslu
þjóðanna á undanförnum árum.
íslendingar og fleiri smáþjóðir
höfðu lýst yfir ævarandi hlut-
leysi sínu. Ætlun smáþjóðanna
var að halda sér utan við heljar-
átök stórveldanna og njóta frið-
ar og öryggis, hver í sínu landi.
En allar þessar vonir brustu.
Stórveldin höfðu að vísu gert
samninga við margar smáþjóðir
um að virða hlutleysi þeirra. En
þeir samningar voru fótum troðn
ir og einskis virtir. Nazistar og
kommúnistar lögðu hvert smárík
ið á fætur öðru undir járnhæl
sinn, alveg eftir því sem hags-
munir þeirra kröfðust. Jafnvel
ísland, afskekkt úti í Atlantshafi,
var hernumið í byrjun síðustu
styrjaldar af einni nágrannaþjóð
þess. Danmörk og Noregur voru
hernumin af Þjóðverjum.
Eftir styrjöldina lögðu Rúss-
ar svo margar þjóðir undir sig
eða gerðu lönd þeirra að leppríkj
um sínum.
Öllum heilvita mönnum
varS þá ljóst að í hlutleysinu
var ekki lengur minnsta skjól.
Skálkaskjól Rússa
Rússar og hinn alþjóðlegi
kommúnismi undir þeirra for-
ystu heldur hins vegar áfram að
boða hlutleysisstefnuna, sem hina
einu vernd og skjól smáþjóð-
anna. Tilgangur þeirra er hinn
sami og Hitlers á sínum tíma, að
halda þjóðunum óvörðum og
löndum þeirra oppum fyrir árás-
um, hvenær, sem hrægammi
kommúnismans þóknaðist að
hella sér yfir þau og ræna þau
frelsi.
Atlantshafsbandalagið var
stofnað til þess að hindra þau
áform. Og þessum víðtæku varn-
arsamtökum vestrænna þjóða hef
ur til þessa tekizt að vernda
heimsfriðinn og koma í veg fyrir
frekari ofbeldisverk Rússa í Vest-
ur-Evrópu og víðar um heim.
Öll ríkisstjórnin ber
ábyrgð á ræðu forsetans
Aðalmálgagn vinstri stjórnar-
innar, „Þjóðviljinn" ræðst í gser
heiftarlega á forseta Islands fyr-
ir að lýsa gagnsleysi hlutleysis-
ins fyrir íslenzku þjóðinni. En
yfirgnæfandi meirihluti íslend-
inga er forsetanum sammála í
þessu máli og lítur á ræðu hans
sem hreinskilnislegt svar við
bréfi Bulganins forsætisráðherra
Sovétríkjanna til ríkisstjórnar Is
lands. Og vitanlega ber ríkis-
stjórnin í heild ábyrgð á ræðu
forseta lýðveldisins. Það sýnir því
einstakan ræfildóm þegar „Þjóð-
viljinn" ræðst á forsetann fyrir
ræðu hans og reynir í leiðinni
að firra ráðherra kommúnista
allri ábyrgð á henni.
Forseti íslands sagði það,
sem segja þurfti um hlutleysið
og gagnsleysi þess í nýjárs-
ræðu sinni. Enda þótt komm-
únistum og nánustu samverka
mönnum þeirra svíði það,
komast þeir þó ekki hjá því
að bera sjálfir ábyrgð á um
mælum hans.
BARATTAN UM DAGSBRUN
IÞESSUM mánuði fara
fram stjórnarkosningar
í Verkamannafélaginu
Dagsbrún í Reykjavík. En það
félag hefur um árabil verið aðal-
vígi Kommúnista hér á landi.
Hafa þeir misnotað það á ýmsa
lund í þágu póiitiskra klíkuhags-
muna sinna en vanrækt að gæta
sjálfsagðra hagsmuna verka-
manna.
Allir lýðræðissinnaðir verka-
menn innan Dagsbrunar hyggj-
ast nú taka höndum saman gegn
kommúnistum í þessum stjórnar-
kosningum. Leiðtogar Fram-
sóknarflokksins hafa að vísu
reynt að vinna gegn slíkri sam-
vinnu lýðræðisaflanna innan
verkalýðssamtakanna. Kommún-
istar hafa krafist þess að þeir
styddu sig. En þeir fáu Fram-
sóknarmenn, sem eru í verka-
lýðsstétt hér í höfuðborginni
UTAN UR HEIMI
„Öryggis-ballettinn" og Eisenhower
munu fæstir láta glepja sig til
þess að hjálpa kommúnistum í
Dagsbrún. Svo illræmd er stjórn
þeirra orðin þar.
Um úrslitin í baráttunni um
Dagsbrún skal engu spáð að
sinni. En á s.l. vetri stórtöpuðu
kommúnistar fylgi í verkalýðs
samtökunum, bæði hér í Reykja-
vík og úti um land. Þeir töpuðu
stjórn Iðju og fleiri félaga, og á
s.l. hausti var svo af þeim dregið
að þeir þorðu ekki að bjóða fram
í Sjómannafélagi Reykjavíkur. í
Félagi framreiðslumanna töpuðu
þeir verulega við stjórnarkjör er
fór fram fyrir skömmu.
í Dagsbrún hafa kommún-
istar einnig stórtapað fylgi,
enda þótt ekki sé víst, hvort
það fylgistap nægi til þess að
svipta þá stjórn félagsins. En
allir lýðræðissinnaðir verka-
menn stefna nú að því marki.
SÁ MAÐUR, sem mesta athygli
vakti á NATO-fundinum í París
í fyrra mánuði var án alls efa
Eisenhower Bandaríkjaforseti.
Fyrst og fremst var það heilsufar
forsetans og vafinn á því að
hann treysti sér til þess að sækja
fundinn, sem olli því, að athygli
manna beindist meira að honum
en nokkrum öðrum stjórnmála-
manni, er fundinn sótti.
Blaðamenn og aðrir, sem fylgd
ust með fundinum og störfum
hans, veittu Eisenhower einnig
fremur athygli en öðrum fund-
armönnum. Það var ekki einung
is vegna vanheilsu hans — eða
sökum þess að hann var forseti
Bandaríkjanna, heldur vegna
föruneytis hans, sem aldrei yfir-
gaf hann. Auk stjórnmálamanna
og ráðgjafa, sem jafnan voru í
fylgd með Eisenhower, gættu
hvorki meira né minna en 17 líf-
verðir forsetans í Parísarförinni.
f tveim bílum
Lífverðir Eisenhowers eru allir
meðlimir bandarísku leynilög-
reglunnar FBI svo sem lög gera
ráð fyrir. Foringi lífvarðasveitar-
innar í Parísarförinni var Row-
ley, yfirmaður öryggislögreglu
Hvíta hussins. 12 þessara lífvarða
flugu með Eisenhower í flugvél
hans til fundarins, en 5 voru
komnir þangað áður. Fóru þeir
sjóleiðis — með hina skot-
heldu einkabifreið forsetans
og tvo bíla lifvarðasveitarinnar
meðferðis. Bílarnir 2 eru stórir,
opnir — og þannig úr garði gerð-
ir, að lífverðirnir geta hlaupið út
úr þeim hvernig sem á stendur.
Þessir bílar fylgdu einkabíl for-
setans allan tímann, sem hann
var í París — og í honum sátu
og stóðu vopnaðir lífverðir með
aðra hönd í vasa, klæddir gráum
og brúnum ullarfrökkum.
„Lifandi múr“.
Þegar forsetinn stígur upp í bíl
sinn — og, þegar hann gengur úr
honum, byrjar það, sem frönsku
blaðamennirnir kölluðu „öryggis
ballett". Þá er forsetinn um-
kringdur 12 lífvörðum. Þeir
standa vörð allt í kringum hann
og ekkert það, sem fram fer í
næsta umhverfi, fer fram hjá líf-
vörðunum. Þeir standa þar með
fráhnepptan frakka og höndina
í djúpum frakkavasanum þar sem
þeir fela skammbyssuna — við
öllu búnir. Þessi „lifandi múr“
fylgir forsetanum síðan hvert
sem hann hreyfir sig, en það ein-
kennilega er, að fæstir taka eftir
lífvarðahópnum. Þjálfun þeirra
er m.a. fólgin í því að standa allt-
af þar sem minnst ber á þeim, en
samt víkja þeir ekki nema fáeina
metra frá forsetanum.
Bak við gluggatjöldin
Lífverðirnir 5, sem áður voru
komnir til Parísar, höfðu rann-
sakað gaumgæfilega allar þær
leiðir, er forsetinn átti að aka
meðan á dvölinni í borginni stóð
Þeir rannsökuðu einnig húsa-
kynni öll, sem forsetinn átti að
dveljast í — hvort sem var um
lengri eða skemmri tíma. Tveir
þeirra stóðu einnig alltaf innan
við dyr fundarsalarins á hverj
um fundi ráðstefnunnar. Þeir
voru alls staðar á næstu grösum,
hvar sem forsetinn fór. Eina
stundin, sem forsetinn virtist
vera laus við fylgdarmennina var
sú, er hann varði einslega með
Coty Frakklandsforseta og
snæddi með honum málsverð.
Síðar vitnaðist það hins vegar, að
einn lífvarðanna hafði staðið bak
við gluggatjöld, rétt fyrir aftan
stól Eisenhowers, allan tímann,
er þeir forsetarnir ræddust við.
MikiÖ' lið.
Þessir 17 flytjendur „öryggis-
ballettsins" í París voru valdir úr
40 manna hópi, sem hefur það
eitt hlutverk að vaka fyrir
Bandaríkjaforseta og vernda líf
hans dag og nótt. Þessir 40 menn
Mynd þessa tók Ijósm. Mbl.
ÓI. K. Magnússon í des. sl., er
Eisenhower Bandaríkjaforseti
og föruneyti hans hafði við-
komu á Keflavíkurflugvelli á
leið vestur um haf að Parísar-
fundinum loknum. Hér gengur
Bandaríkjaforseti niður af efri
hæð flugvallarhótelsins. Sá,
sem gengur honum næstur —
og fast á eftir honum — er líf-
vörður. Þar næstur kemur
John, sonur forsetans.
hafa áður verið sérstaklega vald
ir úr hópi snjöllustu manna
bandarísku leynilögreglunnar.
Áður en þeir fara til starfa í
Hvíta húsinu eru þeir á 18 vikna
námskeiði leynilögreglunnar.
Þjálfunin fer fram skammt fyrir
utan Washington og stendur yfir
14 stundir á dag óslitið allan tím-
ann.
Strangur skóli.
Þar eru þeir þjálfaðir í skot-
fimi, f j ölbragðaglímu auk margs
annars og meðal þeirra skilyrða,
sem þeir verða að uppfylla að
námskeiðinu loknu til þess að
komast til starfa í lífverði for-
setans, er að geta fylgzt greini-
lega með hvíslandi samtali úr 4,5
metra fjarlægð, skotið 45 skot-
um af vélbyssu áður en and-
stæðingurinn hefur dregið upp
vopn sitt, geta talað og skilið til
hlítar tvö erlend tungumál — og
auk þess verða þeir að vera al-
gerir bindindismenn. Ein próf-
raunanna er einnig sú, að þeim
er fengin 400 blaðsíðna þung bók
að kveldlagi að 14 stunda æfinga
tíma liðnum og sagt að lesa hana
um nóttina. Snemma næsta
morgun eiga þeir siðan að gefa
greinargóða skýrslu um efni bók-
arinnar. Þá má og bæta því við,
að þeir mega aldrei þiggja gjafir
frá mönnum, er þeir kynnast í
sambandi við starfið. Þegar Saud
Arabíukonungur kom til Banda-
ríkjanna í fyrra gætti lífvarða-
sveit Hvíta hússins hans. Að
skilnaði gaf Saud einum lífvarð-
anna geysiháa peningaávísun.
Ekki mátti lífvörðurinn þiggja
féð til eigin nota. Hann lagði það
í eftirlaunasjóð lífvarðasveitar-
innar.
„Öryggisballettinn“ hefir bjargað
Parísarbúar hlógu að „öryggis-
balettinum". En þetta var samt
enginn gamanleikur, þvert á
móti. Menn eru þess minnugir,
að ekki eru liðin nema átta ár
síðan „öryggis-ballettinn" bjarg-
aði lífi Trumans þáverandi
Bandaríkjaforseta, er þjóðernis-
sinnar frá Puerto Rico reyndu að
ráða hann af dögum við Blair
House. Einn lífvarðanna beið
bana, tveir særðust hættulega.
Fórnin var mikil en forsetanum
var bjargað.
í- KVI K M Y N D I R e
„Heillandi bros'
TJARNABÍÓ sýnir nú ameríska
dans- og söngvakvikmynd í lit-
um, er nefnist „Heillandi bros“.
Aðalleikendur eru þau Audrey
Hepburn og Fred Astaire. Er
þetta fyrsta kvikmyndin, sem
Hepburn dansar í og syngur, en
Astaire hefur, sem kunnugt er,
um áratugi, verið einn mesti dans j
snillingur í kvikmyndaheiminum. ,
Er langt siðan hann hefur sézt hér 1
á léreftinu og því gaman með
mynd þessari að rifja upp gamlan
kunningsskap. Hann dansar enn
af mikilli list og fimi og sérstak-
lega er hér athyglisverður hinn
skemmtilegi „nautabana-dans“
hans. Audrey Hepburn dansar
einnig vel og syngur laglega,
enda mun hún hafa lagt fyrir sig
listdans áður en hún gerðist
kvikmyndaleikkona. — En sá er
hængur á myndinni að Fred
Astaire er of gamall til þess að
leika ástarhlutverk á móti þess-
ari ungu og heillandi „stjörnu".
— Ýmis atriði þessarar myndar
eru dágóð og sviðið oft glæsilegt
og umhverfi fagurt, enda gerist
myndin í París. En í heild er
myndin næsta veigalítil og getur
sízt af öllu kallast „stórmynd".
Ego.
— Kýpur
Framh. af bls. 6
hver væri vinur og hver væri ó-
vinur. En ef Bretar ætluðu að
losna frá Kýpur-öngþveitinu, þá
yrðu þeir að þora að taka á sig
nokkra áhættu. Þau viðhorf, sem
þurfa fyrst og fremst að breyt-
ast, sagði landsstjórinn, eru, að
við eigum að líta á hvern eyjar-
skeggja sem vin okkar, þar til
annað hefur komið í ljós. Fram
til þessa höfum við litið á hvern
mann sem fjandmann okkar, þar
til annað hefir sannazt.
Sir Hugh Foot hefur nú eftir
fyretu kynni sín af Kýpur, snú-
ið skamma stund heim til Lund-
úna. Hann hefur með í skjala-
tösku sinni nýjar tillögur um
stjórn eyjarinnar. Og nú vona
menn að þessari leiðu deilu megi
lykta hið skjótasta.