Morgunblaðið - 04.01.1958, Síða 13
Laugardagur 4. janúar 1958
MORGVNBLAÐIÐ
13
Valdimar Lárusson ásamt Guðbjarti Ólafssyni forseta Slysa-
varnafélags tslands. — Þeir eru að handleika minjagrip, sem
gefinn var þeim, sem unnu aö björgun áhafnarinnar af togar-
anum St. Crispin veturinn 1955.
Vaktmsiður suðurslrandarinnar
Valdimar Lárusson íimmtugur í dag
ÞAÐ var einu sinni sem oftar,
að Slysavarnasveitin í Meðal-
landi hafði bjargað skipshöfn af
brezkum togara. í náttmyrkri,
brimi og sjógangi höfðu Meðal-
lendingar brotizt til hinnar
sendnu strandar, skotið línu til
togarans og dregið skipsbrots-
mennina í lani. Eftir nokkrar
klst. voru þeir allir komnir
heim á bæina í sveitinni og nutu
þar drauma sinna í hlýjum rúm-
um, sem húsfreyjurnar í Meðal-
landi höfðu búið þeim. —
Þetta var á útmánuðum.
Sumarið eftir komu eigendur
togarans austur í Meðalland og
héldu björgunarmönnum góða
veizlu í Efri-Ey. Þar var mikið
um ræðuhöld, bæði á ensku og
íslenzku. Slysavarnasveitin var
dáð fyrir afrek sitt, og öllum, sem
að björguninni unnu, voru af-
hentar heiðursgjafir eins og mak
legt var. Að lokum kvaddi sér
hljóðs umboðsmaður brezkra tog
ara hér á landi, Geir Zoega. Hann
kvaðst vilja minnast eins manns,
sem þarna var staddur. Sá hefði
að vísu ekki komið á strandstað-
inn þar sem skipbrotsmennirnir
höfðu verið hrifnir úr voðans
klóm. Engu að síður hefði hann
átt einn giftudrjúgan þátt í þess-
ari björgun. Eins og endranær
hefði hann veitt sína mikilvægu
aðstoð, svo nauðsynlega aðstoð,
að með sanni mætti kalla þennan
mann „vaktmann suðurstrandar-
innar.“
—o*o—
Hver er þessi vaktmaður suður
strandarinnar, maðurinn, sem oft
ast fær fyrstu fregnir af því, að
skip er í hættu statt úti fyrir
brimströndinni, kemur þeim
fregnum áleiðis til þeirra, sem
hjálp geta veitt og fylgist svo
með björguninni gegnum talstöð-
ina? Það er símstöðvarstjórinn á
Kirkjubæjarklaustri, Valdimar
Lárusson. Hann er vaktmaður
suðurstrandarinnar. Og nú er
hann fimmtugur í dag. Þessi
BARNAMYNDATÖKUR
Allar myndatökur.
grein er afmæliskveðja til hans
frá einum af nágrönnunum. —
Valdimar Lárusson er fæddur
á Kirkjubæjarklaustri 4. jan.
1908, sonur Lárusar alþ.m. Helga
sonar og Elínar Sigurðardóttur
frá Breiðabólsstað. Ungur fór
hann að heiman í skóla og nam
fræði loftskeytamanna. Sigldi síð
an ótal sinnum kringum landið
á hinu aldraða skipi Súðinni.
Eftir margar hringferðir kom
hann aftur heim á hið forna og
fræga óðal föður síns, hefur rek-
ið þar búskap.ásamt bræðrum
sínum og verið símstjóri og póst-
afgreiðslumaður mörg undanfar-
in ár.
Störf sín öll rækir hann af
mikilli prýði. Hann er skyldu-
rækinn og áreiðanlegur svo að
treysta má hverju hans orði, en
sýnir jafnframt þá lipurð og fyr-
irgreiðslu, sem einkennir alla
góða þjónustu. —
Valdimar Lárusson er
kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur
frá Holtahólum á Mýrum
eystra, hinni ágætustu konu,
Þau eiga fimm börn. Hafa þau
búið sér einkarfagurt og smekk-
legt heimili í gamla bænum á
Klaustri, þar sem foreldrar Valdi
mars bjuggu árátugi við lands-
kunna rausn. —
Valdimar á Klaustri er glaður
og skemmtilegur félagi og góður
heim að sækja. Betri nágranni
verður vart fundinn. Það get ég
borið um af langri reynslu.
Ég þakka honum liðna tíma
og bið Guð að gefa honum bjarta
framtíð og gæfuríka. G. Br.
Unglsnga
*
vantar til biaðburðar við
Fjólugöfu
Tunguveg
*
Oðinsgafa
Orápuhlíð
Sími 2-24-80
'ují
UÓSMYNDASTOFA
Laugavegi 30. — Sími 19849.
Félagslíf
Islaudsmótið í liandknatlleik
innanhúss, hefst 25. janúar n.k.
Þátttaka tilkynnist til H.K.R.R.,
Hólatorgi 2, Reykjavík, síðasta
lagi þann 13. janúar, ásamt þátt-
tökugjaldi kr. 35 á hvern flokk.
H.K.R.R.
Aðstoðarstúika
óskast á tannlækningastofu mína. Umsóknir merkt-
ar: Aðstoðarstúlka — leggist inn á afgr. Mbl.
fyrir mánudagskvöld.
RÓSAB EGGERTSSON
tannlæknir.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 72., 73. og 74 tbl. Löbirtingablaðs-
ins 1957, á v.s. Ernu RE 15, þingl. eign Sturlaugs
Jónssonar o. fl., fer fram eftir kröfu Fiskveiðasjóðs
íslands og vélbátaábyrgðarfélagsins Gróttu, við
skipið þar sem það liggur við Grandagarð, þriðju-
daginn 7. janúar 1958, kl. 2,30 síðdegis.
Borgarfógetiiin í Reykjavík.
Sölumaður
Stórt fyrirtæki óskar eftir að ráða sölumann. Vél-
stjóra- eða hliðstæð menntun æskileg. Skriflegar
umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og með-
mælum, ef fyrir hendi eru, óskast lagðar inn á afgr.
blaðsins, merktar: „Sölumaður — 3619“, fyrir föstu-
daginn 10. janúar 1958.
Nýkomið
KROSSVIÐUR og NOVO-panel
Efni Stærð Þykkt Verð
Embero 80x205 5 mm kr. 80.60
Embero 100x200 5 mm — 98.25
Embero 122x240 12 mm — 366.00
Ukola 122x240 12 mm — 366.00
Höfum einnig fyrirliggjandi Embro og Ukola álím-
ingar fyrir hurðir.
Kristján Siggeirsson hf.
Laugavegi 13 — Sími 13879
Bifreiðar
feknar fil geymslu
SIGURÐUR SIGTRYGGSSON, SÍMI 24102
i
Vana beitningamenn
vantar strax á m.s. Araklett frá Hafn-
arfirði. Uppl. í síma 50165.
Nokkrar saumasfulkur
óskast nú þegar.
Fatagerðin BURKNI HF
sími 10860
V erksmiðjuhús
óskum eftir að kaupa rúmgott verksmiðjuhús í
bænum eða nágrenni. — Tilboð merkt: „Nýr iðnaður
— 3624,“ sendist afgr. Mbl.
í
LOÐ
Er kaupandi áð lóð í miðbænum. Seljandi gæti feng-
ið húsnæði í væntanlegu húsi. Tilboð sendist Mbl.
merkt: Einkamál — 3626 fyrir 7. þ.m.
Hafnarfjörður
Reglusaman sjómann vantar herbergi til
leigu strax. — Uppl. í síma 50165.
LAUSAK STOÐUR
Opinber stofnun óskar að ráða bókara (skjalavörð)
og æfðan vélritara. Laun samkvæmt launalögum.
Umsóknir auðkenndar „Ríkisstofnun — 3627“ legg-
ist inn á afgr. blaðsins fyrir 8. janúar 1957.
Tilboð ósbast
í nokkrar fólksbifreiðir, er verða til sýnis að Skúla-
túni 4, mánud. 6. þ.m. kl. 1—3.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5
sama dag.
Nauðsynlegt er að taka fram símanúmer í til-
boði. —
Sölunefnd Varnarliðseigna.