Morgunblaðið - 09.01.1958, Page 6

Morgunblaðið - 09.01.1958, Page 6
6 MORCVIKBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. janúar 1958 „Vinstri" þingmenn Akureyrarbæjar voru ekki fáanlegir til þess að vera mcðfiutningsmenn þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin ábyrgðist lán fyrir nýrri dráttarbraut á Akureyri, sem er þó knýjandi nauðsyn. Þessi mynd sýnir dráttarbrautina, sem aðeins getur tekið upp lítil skip. AKUREYRARBRÉF Á(ásJr kommúnista á Útgerðarfélag Akureyringa hf. grundvöllur „vinstra samstarfs'. — Framsókn hefir ekki enn tekið samstarfstilboðinu. Hvorki sérhagsmunir skatt- friðindamanna né þjóðnýtingaráform krata og kommúnista munu sigra á Akureyri tæki á að nota til þess að rægja Sjálfstæðismenn almennt í bæn- um og telja borgurunum trú um að þeirra sé sökin, ef um sök er að ræða. Þó eiga allir „vinstri" flokkarnir fulltrúa í stjórn þessa fyrirtækis og hafa allir sameigin lega fjallað um rekstur og fram- kvæmdir fyrirtækisins. Sem dæmi má nefna að Framsóknar- menn hældu sér af því fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar að hafa haft forgöngu um kaup Sléttbaks, togarans, sem mest tap ið hefir verið á frá því hann varð eign félagsins. Þrátt fyrir þetta er aldrei vikið að því einu ein- asta orði að aðrir en Sjálfstæðis- menn beri sök á tapinu. Þetta er aðeins eitt lítið dæmi. En af þessu má sjá hver grunn urinn er sem „vinstra samstarfið“ á að byggjast á. Fyrst gerir ríkis- stjórnin togaraútgerðinni ókleift að komast af. Síðan er Sjálf- stæðismönnum kennt um tap út” gerðarinnar þrátt fyrir það að allir flokkar í bænum eiga hlut að stjórn útgerðarfélagsins og hafa ekki gert neinn ágreining innan stjórnarinnar um rekstur þess. Þarna eru heilindin og drengskapurinn runnin undan rifjum kommúnista og stefnan tekin undir forystu þeirra. Sem fyrr segir hafa Alþýðu- flokksmenn gripið fegins hendi í línuna en Framsóknarmenn bíða enn átekta. Þá mun varla standa á útsvörunum hjá KEA Það mun ekki að efa að ýmis góð boð munu þeir hljóta frá samstarfsmönnum sínum við samningaborðið. Það er fróðlegt að hugleiða að það eru forystu- menn Kaupfélagsins og SÍS hér á staðnum sem stjórna bæjarmál- um Framsóknarflokksins. Þess- ir menn hafa í hendi sér stærsta hluta atvinnurekstrarins í bæn- um. Það væri ekki ónýtt að þeir hefðu einnig á hendi alla stjórn bæjarins. Þá væri nú fyrst hægt að ganga milli bols og höfuðs á einkaframtakinu. Líklega mundi þá ekki heldur standa á að Kaup- félagið greiddi hækkandi útsvör. Þá yrðu það varla Esso og Tóbaks einkasalan sem ein greiddu út- svör þess. Ekki mundi þá að heldur verða neinn kotungsbrag- ur á rekstri Útgerðarfélagsins ef kommúnisti tæki þar við stjórn, eins og þeir ætlast til, enda hafa þeir haft forystuna um árásirnar á félagið. Það væri ekki ófögur mynd sem við oss blasti þegar „vinstri einingin“ hefði tekið hér við öllum töglum og högldum. Þingmennirnir fyrirmyndin Við sjáum fyrir okkur framfar- irnar sem orðið hafa við þing- mannaskiptin. Engu einasta fram faramáli hafa þeir hinir nýju þingmenn okkar getað komið á- leiðis. Þeir voru meira að segja ekki fáanlegir til þess að vera meðflutningsmenn að þingsálykt unartillögu, sem fyrrverandi þing maður okkar, Jónas G. Rafnar, flutti á sl. vori, er hann átti stutta setu á þingi sem varaþing- maður. Þessi tillaga fjallaði um að ríkið skyldi ábyrgjast 10 milljón króna lán til stækkunar dráttarbrautarinnar í bænum. Engu hafa þeir tvímenningarnir Frjðjón Skarphéðinsson og Björn Jónsson fengið áorkað um aukið fx-amlag til flugvallarins og flug stöðvarhússins, sem hálfkarað stendur hér á öðrum fullkomn- asta flugvelli landsins, sem ís- lendingar stjórna sjálfir. Enga hjálp hafa þessir menn getað veitt útgerðinni í bænum og ekki einu sinni knúið svör út úr rík- isstjórninni um það hvað hún ætli í framtíðinni að gera fyrir útgerðina í landinu. Þannig blasa umskiptin við á öllum sviðum. Við landsstjórn- inni hafa tekið úrræðalaus- ir „vinstri'* flokkar. Togaraút- gerðin, máttarstoð atvinnufram- kvæmdanna í landinu, er komin á vonarvöl, efnahagskerfið er að hruni komið og svo mætti áfram telja. Samt ætla þessir sömu Frh. á bJs. 13. UM ÞESSAR mundir er að fær- ast fjör í undirbúning bæjar- stjórnarkosninganna. Listar flokk anna hafa verið lagðir fram, enda frestur til þess útrunninn. Hér á Akureyri er kosninga- baráttan hafin, en fer heldur hægt af stað. Um þessar mundir standa yfir samningar milli hinna svokölluðu „vinstri" flokka um samstarf um stjórn bæjarins. Er þetta samkvæmt línu komm- únista, sem þeir mörkuðu í haust. Nú nægir ekki lengur að þess- um fjarstýrða flokki hefur verið hleypt inn í ríkisstjórn landsins, heldur skal hann hljóta völd í eins mörgum bæjarfélögum lands ins og mögulegt er. Ekki er enn vitað hvernig til tekst með samningana hér í bæn um. Hitt er ljóst að það voru kommúnistar, sem höfðu um þetta forystuna og skjótt tók ritstjóri Alþýðumannsins undir. Ekki er enn vitað hverju Fram- sóknarmenn svara, en reynt mun af alefli að fá þá með í Hruna- dansinn. Samstarfið grundvallast á árásum á Ú.A. Það er ekki ófróðlegt að virða fyrir sér hvernig grundvöllurinu hefir verið lagður að þessu sam- starfi. Fyrir alllöngu síðan hófu kommúnistar árásir á Útgerðar- félag Akureyringa h.f. og kenndu þeim, er þar sitja við stjórn, hvers konar vammir og skammir og voru drottinsvik og stórglæpir þar engin undantekning. Þetta er gert á sama tíma og ríkisstjórnin býr svo að togaraútgerðinni að ómögulegt er að hún geti borið sig. Síðan þegar halla tekur und- an íæti fyrir útgerðinm axls stað- ar á landinu, þá er stjórnendum Útgerðarfélags Akureyringa h.f. kennt um að illa gengur og þeir vændir um stuld og glæpi. Þetta er að sjálfsögðu gert af því að formaður stjórnar félagsins, fram kvæmdastjóri þess og skrifstofu- stjóri eru Sjálfstæðismenn. Svo er sagt: Þarna sjáið þ;ð góðir borgarar. Hreiðri íhaldsins hefir verið stjórnað svo að milljóna tap er á. Og öllu þessu hafa Sjálf stæðismennirnir stolið. Burt með þá úr útgerðarfélaginu og bæj- arstj órninni. Rannsókn á rekstri Akureyrar- togaranna En það vill svo til að nefnd hefir verið skipuð til þess að rannsaka rekstur urgerðai-fé'ags- ins og bera hann saman við rekst ur annara útgerðarfyrirtækja og í þessari nefnd á sæti einn komm- únisti og forystumaður í útgerð- armálum hér í bænum, þótt hann hafi nú um sinn lagt þann starfa á hilluna. Þessi nefnd mun skila ýtarlegri skýrslu um athuganir sínar, er hún hefur lokið störfum. — Ekki er enn vitað um inni- hald þeirrar skýrslu, en hún mun leiða ýmislegt markvert í ljós og sýna hver heilindi eru á bak við þann róg og þær árásir sem hafnar hafa verið á Sjálf- stæðismenn fyrir þá sök að með- limir þess flokks hafa verið með- al stjórnenda fyrirtækis, sem eng inn möguleiki var að reka öðru visi en með tapi. Hér skal engin vörn upp tek- in fyrir þá sem Útgerðarfélaginu hafa stjórnað. Endurskoðendur félagsins og rannsóknarnefndin, sem skipuð var, munu gefa full svör við árásunum á þá og sýkna þá eða dæma eftir því sem rétt reynist. Framsókn hældi sér af kaupunum á Sléttbak Hins vegar er grundvöllurinn, sem fundinn er til þess að byggja á „vinstra samstarfið" athyglis- verður. Árásirnar á þetta fyrir- sÞri^ar ur dagl cja lífinu J Háskaleg spor í snjó ONA í Smáíbúðahverfinu hringdi í Velvakanda í fyrra dag. Hún sagði eitthvað á þeessa leið: Ég hef að undanförnu unn- ið að því að koma up dálitlum garði hjá húsinu okkar hérna inn frá. Þetta hefur verið nokkuð erfitt verk og kostnaðarsamt. Mér þótti garðurinn fallegur í sumar, en trén eru enn ósköp lítil og viðkvæm, enda eru á meðal þeirra gullregn og aðrar tegund- ir, sem sýna þarf sérstaka blíðu. Við hjónin höfum girt blettinn okkar eins rammlega og við töid um unnt eins og til hagar, en krakkarnir í hverfinu vii-ðast ekki láta girðingar tefja ferðir sínar um lóðir og grasgarða, þeg- ar sá gállinn er á þeim. Og nú eru þessar ferðir þeirra um lóðina sérstaklega skaðlegar, því að djúpur snjór er yfir öllu og því með engu móti unnt að sjá,hvar tré eru, þó að vilji kynni að vera fyrir hendi til að sneiða hjá þeim á hlaupunum. Ég veit ekki, hvað kann að koma undan snjónum, en sporin, sem liggja um blettinn, sýna, að hætt er við, að þar verði margur brotinn smásproti. Þess vegna vil ég beina því til foreldra í bænum, að þeir minni börn sín á að fara varlega. Hvernig væri, að skógræktarsamtökin ítrekuðu þetta með auglýsingum í út- varpinu? Velvakandi telur sjónarmið konunnar rétt í öilum atriðum. Áminning til fagurkera ERTRAND gamli Russell er ennþá sískrifandi, þótt hann sé orðinn hálfníræður, og hann er enn sem fyrr bæði skýr og skemmtilegur. Nýlega birtist á prenti útvarpserindi, sem hann flutti í haust og nefndi „Rök- hyggja Evrópumanna" eða eitt- hvað í þá áttina. Russell rekur fyrst, hvaða at- riði það eru, sem menn hér í V estur-Evrópu álíta, að ein- kenni vestræna menningu. Hann nefnir í því sambandi kunnug- leika á fornöldinni, bókmennt- um hennar og heimspeki, þekk- ingu á áhrifum kristindómsins á vestræna lífshætti og á bók- menntum nýju aldarinnar, mál- aralist, tónlist og húsagerðarlist. En, segir gamli maðurinn, sá, sem svona hugsar, er með öilu ófróður um það, sem Asíumenn álíta, að einkenni vestræna menningu. Og svo telur hann upp þá þætti menningarinnar, sem ekki eiga sér neinar hliðstæður í löndum suður og austur í heimi: stærðfræði og afleiðsluhugsun, — með öðrum orðum: aðferðir til að gera sér grein fyrir þeim lög- málum, sem náttúran lýtur. Russell fer um þetta nokkrum orðum, og bendir á, að krafan um að niðurstöður þyrftu að byggjast á rannsóknum og rök- réttum ályktunum hafi á sín- um tima valdið byltingu í menn- ingarlegu tilliti og losað menn undan klafa smekks, vona og ótta. Og svo segir hann: „. . .Það er. . . undarlegt, að flestir þeirra, sem á Vesturlöndum eru álitnir persónu gervingar vestrænnar menningar gera sér ekki grein fyrir þessari þróun. Hún átti upptök sín meðal örfárra manna og er enn, að mestu leyti, takmörkuð við hóp fólks sem hinir bókmanntalegu sinnuðu meðbræður þeirra líta á sem sérfræðinga án yfirsynar og sálarþokka. . .“ Russell heldur áfram og segir margt spaklegt, en þetta er nóg að sinni. Ætli það sé ekki ærið umhugsunarefni fyrir ýmsa fagur kera, sem skipta sér lítt af því, sem er að gerast umhverfis þá, nema þá helzt til að víkja að öðrum heilræðum um notkun ævistundanna, heilræðum, sem þeir hafa engar forsendur til að gefa. Upphitun Þjóðleik- hússins Itilefni skrifa um upphitun Þjóðleikhússins hefur Þjóð- leikhússtjóri skýrt blaðinu frá því, að það hefði aðeins hent einu sinni um daginn, þegar kaldast var í veðri, að of kalt hafi verið í leikhúsinu á sýningu. Hafi það sprottið af því að innrennslið í húsið hafi verið of lítið. Nú undanfarið hefur rafmagns varahitun leikhússins verið í notkun og allt er gert sem unnt er af liálfu forráðamanna þess til þess að nægilegur hxti sé í húsinu á sýningum. Sérstakur verkfræðingur frá vélsmiðjunni Hamri fylgist með þessu og muni óhætt að fullyrða að nægi lega heitt hafi verið í leikhúsinu undanfarna daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.