Morgunblaðið - 09.01.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.01.1958, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 9. janúar 1958 MORCUNBLAÐIÐ 9 Grímur Þorkelsson skipstjóri: Stórskipahafnir á Suðurlandi Orkuver og stóribnabur - Fjölbreyttarí útflutningur - Öruggari gjaldeytis- öflun og gód lifskjör Nú er um að gera a3 vanúa sig og missa enga lykkju niður. í Breióagerðisskóla. Úr kennslustund í handavinnu Skólastofurnar í Breiðagerðis- skóla eru biartar og rúmgáðar DAG nokkurn fyrir skömmu lagði fréttamaður Mbl. leið sína inn í Breiðagerðisskóla, sem er staðsettur sunnan við Breiða- gerði milli Mosgerðis og Steina- gerðis. Utan við skólann lék sér fjöldi barna í snjónum af því lífi, fjöri og áhyggjuleysi, sem æskan ein býr yfir. Og hér voru börnin úr Breiðagerðisskóla að leik í frímínútum. 11 skólastofur í notkun Fullgerður verður Breiðagerðis skólinn myndarleg bygging, mikil miðbygging með álmum til austurs og vesturs, og verða kennslustofurnar alls 20. í fyrra- haust var lokið við vesturálm- una, og hún tekin til notkunar. Og í haust var lokið kjallara miðbyggingarinnar og fyrstu hæð. Eru þá 11 skólastofur í notkun í Breiðagerðisskólanum. Efri hæðin er ófullgerð, en kom- in undir þak. Þar verða m. a. tvær skólastofur, samkomusalur og íbúð húsvarðar, og á að vinna að frágangi þess næsta sumar. Einnig er í ráði að hefja næsta sumar byggingu austurálmunn- ar, og verður sundlaug í kjallara hennar. Ráðgert er jafnframt að byggja leikfimisal næsta sum- ar, og verður salurinn sérstök bygging. o—-k—o Skólastofurnar í Breiðagerðis- skólanum eru bjartar, rúmgóðar og vistlegar. Aðalgluggarnir eru mót norðri, en birta kemur einnig inn um minni skáhalla glugga, sem eru uppi undir lofti mót suðri. í öllum skóla- stofunum í álmunni er allstór krókur. Er ætlunin, að þar geti 4—6 börn unnið sjálfstætt að verkefnum sínum, en kennsla haldið áfram í sjálfri kennslu- stofunni eftir sem áður. Þetta mun vera alger nýjung, að því er skólastjórinn Hjörtur Krist- mundsson segir. Sérinngangur og fatageymsla fyrir hverja stofu I álmunni er sérinngangur og fatageymsla fyrir hverja skóla- stofu. Þess má geta, að þannig hagar einnig til í Eskihlíðar- og Háagerðisskóla. Mikið hagræði er í því, ekki sízt í vondu veðri, þegar börnin leika sér inni í frímínútunum. Þá er hægt að hafa hvern bekk út af fyrir sig, ef fjörið færist í aukana, segir skólastjórinn. í kennslustofunum er mikið af góðum skápum. o—★—o Handavinnustofur drengja og stúlkna eru í kjallara miðbygg- ingarinnar. Þær eru einnig mjög vel búnar að skáparými, og sér- stök geymsluherbergi eru fyrir efni, sem notuð eru við handa- vinnukennsluna og muni, sem börnin hafa unnið. Handavinnu- stofu drengja fylgir jafnframt sérherbergi fyrir vélar, sem nauð- synlegar eru við undirbúning handavinnunnar. Gengur kenn- fjölgar jafnt og þétt eins og í öðrum skólum bæjarins. Skóla- árið 1955—’56 voru nemendurn- ir alls um 400, 1956—’57 um 800 og nú í vetur tæp 1100. Þar er Drengir við smíðar í Breiðagerðisskóla. — valdur Sveinbjörnsson. Kennari er Rögn- arinn einn um þetta herbergi, þar sem slíkar vélar eru ekki taldar barnameðfæri. o—★—o Nemendum í Breiðagerðisskóla því enn nokkuð þröngt á þingi, og koma varð sjö skólastofum fyrir í leiguhúsnæði í haust. En úr því mun rætast eftir því, sem byggingunni miðar áfram. Að íesa og skrifa list er góð. — Skriftarkennsla í tíu ára bekk í Breiðagerðisskóla. TILGANGUR minn með þessum línum er einkum eð vekja eftir- tekt manna á grein um stóriðju á íslandi er birtist í jólahefti Sjó mannablaðsins Víkings og einnig að ræða málið nokkuð sjálfur. Það er ekki úr vegi að reyna að gera sér einhverjar hugmyr.d- ir um það, sem að höndum kann að bera í framtíðinni og rniða þá við ótiltekna tímalengd friðsam- legrar framvindu. Sú kynslóð, sem borið hefur hita og þunga dagsins hér á landi síðasta mannsaldur hefur margt og mikið afrekað. Samt eru kvik- fjárrækt ög fiskveiðar sem fyrr aðalatvinnuvegir þjóðarinnar og á sjávarafurðum hvílir gjaldeyr- isöflunin nær eingöngu. í þessu er stórhætta fólgin. Þetta vita allir og viðurkenna, en þó er fátt gert til úrbóta. Aðgerðarleysið á þessu sviði, þó vel sé unnið að öðru leyti, getur bitnað á okkur sjálfum eða komandi kynslóðum, að minnsta kosti. Markaðskreppa á fiski getur dunið yfir fyrr en varir, og það er ekki svo ýkja langt síðan slíkt bar að höndum. Það hafði lamandi áhrif í för með sér hér á landi. Þá yrðu afleið- ingar minnkandi fiskafla ekki síður alvarlegar. Á síðari árum hefur útgerðin verið undirstaða mikillar velmegunar. Fiskurinn úr sjónum hefur dugað okkur vel og lengi. Vonandi á sjávarútveg- ur eftir að blómgast hér um alla framtíð, en engin trygging er fyr ir því. Það er ekki gott að út- breiða svartsýni, en staðreyndum þýðir ekki að neita. Það er stað- reynd að sum auðugstu fiskimið landsins eru farin að lóta á sjá í seinni tíð. Þetta er ekki neitt undarlegt, öllu má ofbjóða, og er fiskstofninn í sjónum senni- lega þar engin undantekning. Fiskveiðar eru studaðar af sí- fellt meira kappi og með þátt- töku fleiri og fleiri þjóða. Skipm stækka og verða stórvirkari. Nýj ar og afkastameiri veiðiaðferðir eru fundnar upp. Veiðarfærin verða fullkomnari og skæðari. Fiskurinn er eltur uppi með vís- indalegum aðferðum en síðan sópað saman og mokað upp úr sjónum, hvar sem til hans næst. Afleiðingin er sú að fiskur tregast fyrst á einstökum miðum, þar sem áníðslan er mest, en síðan koll af kolli, að síðustu ef til vill um allan sjó, hver veit. Ekki er ástæða til að ætla að varanlegt fiskileysi skelli hér yfir skyndi- lega. Vissara er samt að búa sig undir það að æ erfiðara reynist að viðhalda hér þeim óhemju aflabrögðum sem við höfum átt að venjast. Setjum nú svo að mikil út- færsla landhelginnar eða jafnvel friðun landgrunnsins nái fram að ganga og tryggi mikinn afla framvegis og að ekki þurfi að óttast markaðskreppu á fiski. Þá þarf samt að nýta náttúrauðæfi landsins og ráða bót á erfiðleik- um fjölmeíinra byggðarlaga, sem búa við hafnleysi. Þess vegna er það að við þurfum að virkja vatnsaflið, fá stóriðnað inn í landið og byggja hafnir á Suðurlandi. í greininni um stóriðju á íslandi, er rætt um hafnargerð við Dyrhólaey. Full- víst er að margt er hægt að gera með nútíma þekkingu, ef ekki skortir afl þeirra hluta sem gera skal. Þegar á það er litið að Vestur-Skaftafellssýsla er alger- lega hafnlaus og að þar eru mikl ar sveitir og fjöldi óbeizlaðra vatnsfalla þá verður ljóst að þar þarf að koma höfn. Svipuðu máli gegnir um Rangárvallasýslu. Suðurlandsundirlendið er víð- lendasta og fi-jósamasta hérað á landinu. Þjórsá rennur þar til sjávar miðsvæðis á mörkum Ár- nes- og Rangárvallasýslna þar þarf að koma höfn. Oi'kuver og stóriðnaður. Beljandi foss við hamrabúann. hjalar á hengiflugi undir jökulrótum þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar, segir í þjóðfrægu kvæði um ónotuð auðæfi austur þar. Til viðbótar þessu gengur þorskur- inn þétt upp að ströndum Suður- lands á vetrarvertíð, en ýsa haust og vor. Hafnargerðir á Suðurlandi verða dýrar í byggingu. Ekki er að efast um það. Þegar þar við bætast orkuver og framleiðsla í stórum stíl til útflutnings, þá verða þetta framkvæmdir sem vert er um að tala og við getum verið fullsæmdir af. Þeir, sem á annað borð vilja framgang þess- ara mála, verða að gera sér ljóst að þar þarf erlent fjármagn að koma til í stórum straumum. Þegar búið væri að byggja hafnir á Suðurlandi, þá risu þar upp borgir á skömmum tíma. Þangað væri þægilegt að sækja kaupstað úr nærliggjandi sveit- um, þar yrði mikið athafnalíf. Við verzlun, siglingar, samgöpg- ur, fáskveiðar, iðnað og flest sem nöfnum tjáir að nefna. Til orku- veranna við fallvötnin héldi fólk ið hópum saman. Hér yrði skort- ur á fólki bæði fag- og ófaglærðu. Innflutningur fólks frá öðrum löndum kæmi til skjalanna. Inn- anlandsmarkaður á landafurðum myndi aukast mjög. I greininni í Víkingi er rætt nokkuð um framleiðslu hráefna úr lofti og sjó, en einnig um fulln aðarvinnslu úr hráefnum, sem hingað kynnu að verða flutt frá Kanada og Grænlandi. Hugsan- legt er líka að hér eigi eftir að finnast málmar eða önnur verð- mæti í jörðu, varla hefur það verið kannað til fullnustu. Sand- græðslumennirnir keppast nú við að græða upp eyðisanda og stemma stigu við uppblæstn gróðurs. Skógræktarmennirnir keppast við að grundvalla nytja- skóga framtíðarinnar með fræ- sáningu og gróðursetningu plantna, sem hingað eru fluttar frá mörgum löndum. Þessir hóp- ar manna eru að fegra landið með starfi sínu og gera það byggi legra. Þeir .eru „Vormenn fs- lands“ í raun og sannleika. Fróð ir menn telja að sá tími geti kom ið að ekki þurfi að flytja inn timbur erlendis frá. Þá verða orkuverin komin til sögunnar fyrir löngu, sennilega víðar á landinu, en þá koma þau að góð- um notum einnig á því sviði. Til þess að fólk hætti að flytja úr landi og því fjölgi í landinu þarf að tryggja lífskjör þess og framtíð, í samræmi við nútíma tæknigetu og kröfur tímans. Til þess þurfum við fyrst og fremst stóriðnað og síðan allsherjar iðn- þróun landsins. Bent teílir í Arsentinu O KAUPMANNAHÖFN — Það verður langt þangað til danski skáksniliingurinn Bent Larsen, kemur aftur heim til Danmerk- ur. Sem stendur dvelst hann í Kaliforníu, en mun innan skamms leggja upp i ferð um Mexikó, Kúbu, Venesúelu og Kólombíu. í marz tekur hann þátt í hinu fræga skákmóti Mardel Plata í Argentínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.