Morgunblaðið - 09.01.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.01.1958, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 9. jauúar 1958 MOnr,VWTlLAÐIÐ 13 Helge Olesen — minning Alfreð (Ólafur Mixa), Jósep (Þorsteinn Gunnarsjon), Júlíus (Ómar Ragnarsson), Emilía (Brynja Benediktsdóttir) og Felix (Sigurður Helgason). MÉR verður undarlega við, er ég tek mér penna í hönd til þess að minnast vinar míns, Helge Viggo Olesens, sem hefir verið samstarfsmaður minn hjá Flug- félagi fslands í Kaupmannahöfn, nú um nokkurra ára skeið. Óli, eins og við kölluðum hann ævinlega, — lézt af hjartaslagi, 34 ára gamall, á heimili sínu í Kaupmannahöfn á gamlárskvöld. Óli þjónaði vel íslenzkum hags munum í starfi sínu í Danmörku. Hann gerði sér mikið far um að skilja gömul og ný vandamál sambúð okkar íslendinga við Dani. Það var ekki sizt vegna raunhæfrar þekkingar á ýmsum af viðkvæmustu ágreiningsmál- um okkar íslendinga við Dani, sem Óli gat orðið okkur að því gagni sem reyndin varð. En Óli var meira en notadrjúgur starfs- maður og góður kunningi. Hann varð vinur allra þeirra, sem „Vængstýfðir englar” Gamanleikur eftir Sam og Bellu Spewack. Eeikstjóri: Benedikt Árnason. LEIKSÝNINGAR menntaskóla- nemenda hafa um langt skeið ver ið athyglisverður þáttur í skemmtanalífi höfuðborgarinnar. Hafa nemendur jafnan vandað vel til þessara sýninga, lagt á sig mikið erfiði þeirra vegna og unn- ið að þeim af frábærum áhuga og alúð jafnframt því sem þeir hafa notið veigamikillar aðstoðar góðra leikstjóra. Árangurinn af þessu starfi nemendanna hefur og orðið með ágætum, því að full- yrða má, að menntaskólaleikirnir hafa farið batnandi með ári hverju og hin síðari ár verið með þeim.myndarbrag að furðu gegn- ir. — Leiksýningar þessar, sem þegar eru orðnar aldargömul tradisjón, eru skemmtileg og heil brigð tilbreyting í skólalífinu og hafa einnig vissulega sitt menn- ingargildi. — Ber þvi að hlynna að þessari starfsemi hinna ungu nýliða í þjónustu Thalíu, með góðri aðsókn að sýningum þeirra og verðskuldaðri viðurkenningu á því ágæta framtaki þeirra að halda hinni gömlu leiktradisjón við, þrátt fyrir erfiðar aðstæður og margs konar vandamál, er leysa þarf við slíkar sýningar. — Að þessu sinni hafa mennta- skólanemendur tekið til sýningar gamanleikinn „Vængstýfðir engl- ar“ eftir amerísku hjónin Sam og Bellu Spewack og var leikurinn frumsýndur í Iðnó sl. mánudags- kvöld fyrir þéttskipuðu húsi og við mikla hrifningu áhorfenda. — Þau Spewacks-hjón eru kunnir leikritahöfundar vestra og reynd ar víðar. Hafa þau samið all- mörg leikrit, svo sem „Clear All Wires“, „Boy meets Girl“, „Kiss me, Kate“ o. fl. — „Vængstýfðir englar“ er í rauninni samið upp úr leikritinu „La Cuisine des Angles" eftir franska rithöfund- inn Albert Husson, en ber svo mjög svip hinna amerísku höf- unda, að það virðist hafa hlotið þegnrétt þar í landi. — Var leik- urinn frumsýndur í New York á öndverðu ári 1953 og var tekið afburðavel. „Vængstýfðir englar" er gaman leikur, liðlega skrifaður og í létt- um „tón“, en á bak við gáskann og gamansemina má þó greina allnapra ádeilu á hið borgara- lega siðgæði, einkum eins og það birtist á sviði viðskiptalífsins. Öll er ádeilan þó listilega sveipuð hjúpi ágætrar kimni, er hæfir beint í mark og vekur óspart hlátur áhorfenda. Leikurinn gerist á Djöflaeyj- unni, hinni alræmdu sakamanna- stöð Frakka, á heimili Felix Ducotels kaupmanns á aðfanga- dagskvöld jóla. Fer því vel á því að þrír „englar" koma þarna mest við sögu. Þeim er að vísu ekki enn þá vaxnir vængir, enda eru þeir allir sakamenn, dæmdir til ævilangrar fangavistar fyrir morð. — Finnst þessum heiðurs- mönnum þeir vera til þess kjörn- ir að kippa siðgæðinu í lag og koma öllu á réttan kjöl í hinu litla samfélagi manna þarna á eynni, svo að hver hljóti sitt að verðleikum. í þessu skyni grípa þeir félagar til aðgerða, sem ó- neitanlega eru róttækari nokkuð en almennt gerist, en hins vegar, að þeim virðist, stytzta leiðin að settu marki. Og hví ekki það? Viðhorf þeirra til tilverunnar er ekki heldur eins og almennt ger ist, málefnið er lofsvert, — og þeir ævifangar hvort eð er. — Benedikt Árnason hefur sett leikinn á svið og annazt leik- stjórnina, hvorttveggja með mestu prýði. Staðsetningar eru eðlilegar hraði leiksins mjög hæfi legur og allt fer fram snurðu laust á sviðinu. Eins og gefur að skilja, eru leikendur allir viðvaningar í list inni og hafa fæstir komið fram á leiksvið áður. Það er því engin furða þó að nokkurs við- vaningsbrags og óstyrks kenni í leik þeirra, og ber þó miklu minna á því en búast hefði mátt við. Þorsteinn Gunnarsson leikur aðalhlutverkið, „engilinn" Jósep, alias fanga nr. 3011, bráðsnjall- an og hugkvæman náunga, úr- ræðagóðan og viðbragðsskjótan, sem reiðubúinn er að leysa hvern þann vanda, sem að höndum ber. — Þorsteinn er Reykvíkingum áð ur að góðu kunnur fyrir ótrú- lega góðan leik í hlutverki drengs ins í leiknum „Browning-þýð- ingin“ eftir Rattigan, sem Leik- félag Reykjavíkur sýndi á árinu sem leið. Leikur Þorsteins að þessu sinni er einnig afbragðs góður. Hann túlkar hlutverkið af góðum skilningi, framsögn hans er skýr, hreyfingar eðlilegar og svipbrigðin mjög skemmtileg. Virðist Þorsteinn gæddur góðri leikgáfu, enda verður að játa það að hann bar leikinn mjög uppi og leystu þó ýmsir hlutverk sín af hendi með fullum sóma og sumir prýðilega, svo sem þeir Ómar Ragnarsson, er leikur „eng ilinn“ Júlíus, fagna nr. 6817 og Ragnar Arnalds er leikur Troc- hard kaupsýslumann. Er leikur Ragnars furðuöruggur og enginn viðvaningsbragur á framkomu hans á sviðinu. Sigurður Helgason leikur Du- cotel kaupmann, allmikið hlut- verk. Er leikur Sigurðar hikandi nokkuð, en þó dágóður á köfl- um og gervi hans gott. Konu Ducotels leikur Brynja Bene- diktsdóttir. Er leikur hennar traustur og áferðargóður og per- sónan öll sjálfri sér samkvæm. Þá sómir Þóra Gíslason sér prýði lega í hlutverki Maríu Lovísu, hinnar ungu og ástfangnu dóttur Ducotels-hjónanna. — Ólafur Mixa fer með hlutverk þriðja „engilsins", fanga nr. 4711 og fer laglega með það hlutverk þó að hann nói ekki sömu tilþrifum og þeir Þorsteinn og Ómar. Ragn- heiður Eggertsdóttir er aðsóps- mikil í hlutverki frú Parole, en leikur Björns Ólafs í hlutverki Páls, elskhuga Maríu Lovísu, er nokkuð þvingaður, enda er hon- um vandi á höndum, því að hlut- verkið gerir þær kröfur, að ekki er hægt að búast við því að ó- vanur leikari geri því veruleg skil. Haukur Filipps, leikur liðs- foringja, örlítið hlutverk, sem ekkí gefur tilefni til sérstakrar umsagnar. Leiktjöld og leiksviðsbúnaður fellur vel við leikinn, enda hefur Lárus Ingólfsson haft þar hönd i bagga með nemendunum. Þýðing Bjarna Guðmundssonar á leikritinu er lipur og víða bráð- smellin. Svo sem áður var sagt var leikn um tekið með miklum fögnuði og kváðu ungir hlátrar við hvað eftir annað svo að undir tók í salnum. Að leikslokum voru leik endur og leikstjóri kallaðir fram mörgum sinnum og hylltir með blómum og dynjandi lófataki. þekktu hann til fullnustu. Bar þar margt til, en mestu réði að Óli var drengur góður. Persóna hans var heil og hrekklaus. t Óla var svo hlýtt til fslands og íslendinga, að honum var fyr- ir löngu ósjálfrátt að tala um ísland sem „heimaland“ sitt. Hann sagði einatt „hjemme i Sigurður Grímsson. Þakkir ÞAKKARLJÓÐ þetta birtist hér í Mbl. á sunnudaginn, en vegna þess að prentvillur læddust inn, er það birt hér á nýjan leik. Til hjónanna frú Gretu og Jóns Björnssonar málarameistara, er skrautmáluðu Keldnakirkju vor- ið 1957. Greta og Jón glöggt í tón greinast fram úr máta, snillingshjón fremst á Frón fagi í allir játa. Hæst á Frón heillar sjón, hrifskraut tala láta. Hvað mó komast hátt er undra gáta. Ei fordild, ónei gild — á er vert að minna — ykkar vild Eli skyld afbragðsverk tilkynna, táknræn, mild, tigin sniild töfrar fögur vinna. Vakkir beztu vil ég ykkur inna. Keldum 9. júní 1957. Guðmundur Skúlason. Island“, „hjemme i Reykjavík". Það var öðru nær, en að hér væri um tilgerð að ræða. Óla var þetta einlæg alvara. Það var um Óla líkt og marga útlendinga, sem fsland skoða, að náttúrutöfrar þess heilluðu hann mjög. Hann hafði óbifanlega trú á því, að ísland ætti eftir að verða mikið ferðamannaland, — eins og sagt er. Eins og að líkum lætur þurfti Óli oft að ‘greiða götu íslenzkra ferðamanna í Höfn. Ég hygg að þeir landar séu æði margir, sem minnast með þökk, hve vel og myndarlega Óli leysti vanda þeirra. Sjálfum finnst mér, það óskiljanleg, ráðstöfun forsjónar- innar, að láta hann hverfa héð- an frá miðju dagsverki, konu og tveim óuppkomnum dætrum. Mér verða ætíð minnisstæð kynni mín við Óla. Hann var í senn góður sonur þjóðar sinnar og einkar mætur fulltrúi ís- lenzkra ferðamálahagsmuna í Danmörku. Birgir Þórhallsson. — Akureyrarbréf Framh. af bls. 6 flokkar 'að leggja út í baráttu I bæjarstjórnarkosningum og hyggja á sameiginlega stefnuskrá undir forystu kommúnista. Heil félög gerð að deild i KEA Margt hefir okkur Akureyring- um verið boðið á undanförnum árum og margt höfum við orðið að þola. Völd Kaupfélagsins og auður hafa vaxið og væri út af fyrir sig ekkert nema gott eitt um það að segja ef það væri ekki gert á kostnað okkar skatt- borgaranna. Útsvarsfríðindi sam- vinnufélaganna hafa komið ó- þægilega við pyngju okkar. Og það hefir ekki verið látið nægja að Kaupfélagið sjálft greiddi svo til ekkert útsvar heldur hafa heil hlutafélög eins og Olíufélagið h.f. (Esso) verið gleypt með húð og hári og gerð að deild í Kaupfé- laginu til þess að eitt milljóna- fyrirtækið enn slyppi við útsvars greiðslur. Ofan á allt þetta á svo að bæta vinstra samstarfi, svo að hægt sé að hundelta hvern ein- asta mann í bænum sem ein- hverja sjálfsbjargarviðleitni sýn- ir og ekki er múlbundinn á klafa Kaupfélagsins eða hangandi í snöru kommúnista. Hvorki sérhagsmunir skatt- fríðindamanna né þjóðnýt- ingaráform En Akureyringar munu ekki láta kúga sig til eilífðar. Þeir munu berjast fyrir því að allir fái hér notið getu sinnar og gæfu. Þeir munu berjast fyrir því að af sanngirni og réttsýni verði haldið á^ málum bæjarins. Þar ráði hvorki sérhagsmunir skatt- fríðindamanna kaupfélagsins né þj óðnýtingaráf orm kommúnista og krata. Einasta leiðin til þess að jafnvægi megi haldast í þessu bæjarfélagi er sú að fylkja sér sem fastast um lista Sjálfstæðis- manna sem sjaldan eða aldrei mun hafa verið skipaður jafn- samvöldu og starfhæfu liði og nú. Með þeim hætti einum er von til þess að jafnvægi haldist í þess- um bæ. — vig. VORUHAPPDRÆTTI S. I. B. S. Dregib verÖur á morgun um vinninga að fjárhœð samfals 740 þúsund krónur Hæstí vinninffur */z miiijón icrónur Síðustu forvöð að kaupa og endurnýja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.