Morgunblaðið - 09.01.1958, Side 14

Morgunblaðið - 09.01.1958, Side 14
14 MORGUN BLAÐIÐ Fimm't'u’dagur 9. janúar 1958 Jón Jóhannesson bif- reiðastióri — minning Fæddur 20. júní 1904. Dáinn 11. des. 1957. Þegar svíður sorgarund og sýnist fátt til varnar, sefa bezt og létta lund ljúfu minningarnar. LJÓÐLÍNUR þessar vöknuðu í vitund minni, þegar mér barst sú sorgarfregn með símanum, að Jón frá Bláfeldi væri fallinn til foldar, en hann hafði ég þekkt um þrjátíu ára skeið. Minning- arnar um hann eru því margar, og það sem meira er vert, — minningar, sem allar eru ljúfar, fagrar og hjartahlýjar. Og sömu sögu veit ég að aðrir hafa fram að færa, hvort sem þeir kynnt- ust honum lítið eða mikið, um lengri eða skemmri tíma. JÓH^var fæddur 20. júní 1904 að Hagaseli í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi, sonur sæmdarhjónanna frú Kristínar Jónsdóttur og Jó- hannesar Gíslasonar, hreppstjóra, Kristín var bráðdugleg búsýslu- kona, þétt á velli og þétt í lund, hyggin og hógvær, góðviljuð og greiðasöm, án þess þó, að hún vekti á því athygli. Jóhannes var skemmtilega fjölþættum gáfum gæddur, skýr og glöggur, góður orgelleikari og prýðisfær á fleiri sviðum, sannur og trúr í sér- hverju, er hann lét til sín taka, en fáskiptinn og friðelskur. Bæði voru þau trúhneigð, vinavönd og minnug á það, sem þeim var vel gert. Með foreldrum sínum og syst- kinum fluttist Jón ungur að aldri að Bláfeldi í sömu sveit, og var jafnan við hann kenndur síðar. Jón ólst upp í ástríki sinna nán- ustu, við náttúrufegurð með há- fjallasýn vestan gróðursællar sveitar, setna góðum grönnum. Allt mótaði þetta hrifnæman huga Jóns og kom fram síðar sem samofin heild í sálarlífi hans sem fullþroska manns: ljúf- mennska, lipurð og ró, frjó og háleit hugsun, festa og þrek í þrautum og starfi, stríðu og blíðu. Við þetta tvinnaðist svo traustur þáttur, þegar Jón stofn- aði sitt eigið heimili, en um það leyti fluttist hann að fullu til Reykjavíkur, — þáttur, sem gerði líf hans fyllra og auðugra. Um haustið 1932, hinn 1. október, kvæntist hann önnu Benedikts- dóttur frá Breiðavík á Tjörnesi, skýrleiks- og skapfestukonu, mikl um mannkostum búna, sem með- al annars kom fram í þvi, með hve miklum myndarbrag hún setti svip höfðingsskapar á heim- ilið meðan efnin voru enn af skornum skammti, og sýndi þar með hve samhent hún var manni sínum í einu og öllu. Og þetta vistlega heimili varð svo ekki aðeins vermireitur dyggða og dáða handa sonunum tveimur, sem þau eignuðust, heldur og greiða- og griðastaður fyrir fjöldamarga, sem þau af velvild og fórnfýsi veittu ýmiss konar aðstoð, holl ráð og hjálp, sem ekki verður tínt eða talið hér, því það var ekki að þeirra skapi, hjónanna, að hafa slíkt í hámæl- um. Engar tvær manneskjur hafa fæðzt til þessa lífs með sömu lyndiseinkunn — ekki heldur þau Anna og Jón, en af alhug leituðu þau að einingu í öllum málum með þeim árangri að þau urðu sifellt samstilltari, og heim ilislífið og hjónabandið var far- sælt svo að þau gátu glaðzt eins og ungir elskendur á silfurbrúð- kaupsdaginn síðastliðið haust. Hjartanleg gleði var heimiliseign þar, þó vissu þeir, sem þekktu til, að yfir vofðu ógnarskuggar vaxandi vanheilsu, sem ekki yrði í burtu bægt. Einstök atriði í æviferli Jóns verða ekki rakin hér. Heiti starfs ins, sem maðurinn stundar, hefir aldrei miklað neinn í mínum aug um, heldur hitt, hvernig hann vinnur verkið. En hvert það verk, sem Jón vann leysti hann af hendi með slíkri alúð og samvizkusemi, að hann gaf því aukið gildi og gerði það þýðingarmeira í með- ferðinni. Hann var athugull, gæt- inn og úrræðagóður, ósérhlífinn og skyldurækinn. Þrátt fyrir þverrandi heilsu stundaði hann starf sitt hugprúður og hress í anda unz yfir lauk, því 11. des. sl., að enduðum vinnudegi, þeg- ar klukkan var komin, en Jón var enn að verki, kom annað kall — annar tímamælir sýndi líka lokastund, ævidagur Jóns var einnig á enda. Og nú er Jóns saknað sárt, ekki aðeins af hans nánustu, sem unnu honum heitast og mest hafa misst, heldur einnig af ótal mörg- um, sem hamingjan var svo hlið- holl að njóta kærleiksríkra kynna hans. Og þess vegna streyma nú hugheilar samúðar- kveðjur hvarvetna frá til eftir- lifandi eiginkónu hans og sona, systur, bræðra og annarra ætt- ingja, jafnframt því, sem þeim er árnað allra heilla, blessunar og farsældar í framtíðinni. Megi Ijós ljúfra minninga um íturvaxinn dáðadreng svipta burtu sorgarskýjunum af hugar- himni þeirra, sem harmi eru lostin. Vertu sæll vinur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Magnús Jónsson frá Skógi. Skíðonámskeið á Aknreyri fyrir fnllorðna og börn AKUREYRI,8. janúar. — Undan- farna daga hafa nokkrir skíða- menn hér í bænum gengizt fyrir námskeiði þar sem almenningi er gefinn kostur á ókeypis kennslu á skíðum. Hefir námskeiðið nú staðið í þrjá daga og aðsókn verið mjög mikil. Börnum og unglingum er kennt siðari hluta dags frá kl. 5—7, en fullorðnum á kvöldin frá kl. 8—10. í gær munu samtals 280 manns hafa sótf þetta námskeið. Stjórnandi námskeiðsins er Magnús Guð- mundsson lögregluþjónn en hann var um skeið skíðakennari á hin- um víðkunna vetrarskemmtistað Sun-Valley í Bandaríkjunum. Hjálmar Stefánsson annast einnig kennslu í námskeiði þessu en hann hefur m. a. verið kepp- andi á stórmótum bæði í Austur- ríki og Ítalíu. Fleiri kunnir skíða- menn hjálpa þeim félögum við kennsluna og voru þeir alls 7 kennararnir í dag. Samtals munu þeira vera 12 skíðamennirnir sem annazt hafa þetta leiðbeiningar- starf. Skíðakennslan fer fram í brekkunni fyrir ofan nýja íþrótta svæðið neðan Brekkugötu og Klapparstígs. Á æfingavellinum á íþróttasvæðinu sjálfu hefir verið gert skautasvell og sækir þangað fjöldi fólks yngri sem eldri. Það eru því þessa dagana jafnaðarlega nokkur hundruð manns í einu á og við íþrótta- svæðið og iðka þar hollar og skemmtilegar vetraríþróttir. Allt er svæðið upplýst með flóðljós- um. Ungu mennirnir sem upptökin eiga að þessari ágætu tilbreytni Magnús Guðmundsson. eiga miklar þakkir skilið fyrir áhuga sinn og fórnfúst starf. Hér er nú vetrarríki allmikið, nokkurt frost við og við og mikil fönn. Þó má heita að úrkomu- laust hafi verið frá því um ára- mót. Verður því að teljast að hér sé mild vetrarveðrátta. Skíðanámskeiðið mun standa allt til næstu helgar og ef veður helzt óbreytt er lítill vafi á því að aðsókn að því fer stöðugt vax- andi. — vig. I Reykjavík er of þröngt um mann til að hægt sé að hugsa eins og í sveitinni 1 DAG á sjötíu og fimm ára af- mæli Stefán Baldvinsson, sveit- arhöfðingi á Austfjörðum, óðals- bóndi í Stakkahlíð í Loðmundar- firði. Um áratugaskeið hefur hann haft með höndum margvís- leg störf fyrir héraðsmenn þar og áunnið sér óskorað traust. — Hann hefur verið einarður í skoðunum og sannfæring hans hefur aldrei verið föl. Hann hef- ur verið forystumaður sveitunga sinna í ótalmörgum málum og þeim æ þótt málum sínum vel komið í hans höndum. — Sem bóndi er hann í hópi hinna dug- mestu við að yrkja og bæta jörð sína, en Stakkahlíð hefur verið ættaróðal í meira en öld. Er jörðin nú, en Stefán hefur þar haft ráðin í nálega hálfa öld, sannkölluð óðalsjörð með miklu æðarvarpi og hundruðum sauð- fjár. Stefán er fróður vel um búmennt og fyrstur manna hér- lendra mun hann hafa vakið at- hygli á hinum auðugu biksteins- námum, sem er að finna í Loð- Reykvíkingar ! Fyirsta Expresso -kaffistofan á íslandi — opnar í dag í Aðalstræti 18 (Uppsalakjallaranum). Expresso-kaffi Aðalstræti 18 mundarfirði og hverja þýðingu þær hafa. Vinnur Stefán að því að þær verði nýttar sem skyldi. Að Stefáni standa stórar ættir. Foreldrar hans voru Ingibjörg Stefánsdóttir og seinni maður hennar, Baldvin Jóhannesson, hreppstjóri í Stakkahlíð. Ingi- björg var dóttir Stefáns Gunn- arssonar bónda í Stakkahlíð og Þorbjargar Þórðardóttur frá Kjarna í Eyjafirði, Pálssonar. I föðurætt standa og að Stefáni stórar ættir. Baldvin var sonur Jóhannesar bónda að Fossi í Vopnafirði, Friðrikssonar, einnig bónda þar, Árnasonar bónda að Burstafelli, Sigurðssonar. Kona Árna var Ragnheiður Einarsdótt- ir prests á Skinnastað, Jónsson- ar, en móðir hennar var Guðrún yngri Björnsdóttir, sýslumanns á Burstafelli, Péturssonar. Kvæntur er Stefán Ólafíu Ól- afsdóttur frá Breiðavík í Rauða- sandshreppi og eiga þau 7 börn. Stefán er nú staddur á heimili dóttur sinnar, Ingibjargar, og tengdasonar, Andrésar Andréss., klæðskérameistara, Suðurgötu 24. Tíðindamaður blaðsins hitti hann sem snöggvast að máli í gær, en Stefán var frábitinn því að sín væri að nokkru getið. Og án minnisblaða hófum við sam- tal um stjórnmál, byltingu síð- ustu áratuga, jafnt á sviði verk- legra framkvæmda, og í hugsun- arhætti manna. Miklar breytingar Þegar ég kom fyrst til Reykja- víkur var hér engin höfn og ég stökk á land úr báti framundan Pósthúsinu og blotnaði í fæturna. Síðan hef ég komið hér oft og breytingarnar eru miklar. En mér líkar aldrei við Reykjavík. Það er ekki hægt að hugsa í Reykjavík eins og í sveitinni. Það er of þröngt um mann. Og hér vilja allir taka svo mikið til- lit til annarra, að menn koma sjaldnast fram eins og þeir eru í raun og veru að vild ráðamanna, selja sann- færingu sina og skoðanir og beygja sig undir hvað sem er. Á erfiðri jörð Nei, sveitin er betri. Þar er maður frjáls og nóg rýmið. Hér í Reykjavík er ekki réttur vett- vangur fyrir menn eins og mig, sem eru úr afskekktum sveitum — eins konar útilegumenn. Ég ferðaðist mikið á yngri árum, var við nám, búnaðarnám, ytra eftir nám í Hólaskóla og réðist síðar sem kennari að Hvanneyrar- skóla. Þegar faðir minn var slit- inn af kröftum átti ég um tvo kosti að velja, kennarastöðuna á- fram eða að halda við ættarjörð- inni að Stakkahlíð. Ég kaus Stakkahlíð. Loðmundarfjörður- inn er góð sveit, gróðrarmikil og gjöful, en hún er erfið fyrir á- búendur. Sveitin er einangruð og afskekkt og það þurfti oft að krefjast hörku af sjálfum sér. Og þessi harða lífsbarátta í afskekkt um sveitum setur sín mörk á lunderni manns. Þess vegna vil ég ekki láta binda mig á klafa og lúta öllu sem ráðamenn stjórn- málaflokkanna segja og ákveða. Ég hef reynt að meta málin eins og samvizka mín bauð mér og margir — flestir hafa unað því vel. Ég hef unnið að sveitarstjórn armálum um áratugi og ýmsum A þessa leið mælti Stefán og . öðrum héraðsmálum, allt frá 20 hélt áfram. j til 50 ár samfleytt. Hér bukka menn sig og beygja Ánægjulegasti áfanginn var er Kaupfélag Austfirðinga, sem vi8 stofnuðum, náði fótfestu á Seyðis firði. Ég hef lengi setið í stjórn þess, og held að mig hafi ekki vantað á fundi þar né annars staðar, þó yfir fjallið hafi verið að sækja í stórviðrum vetrarins. Ég tefldi kannski stundum of djarft í þeim ferðum, en alltaf fór vel. Slæmur hugsunarháttur — En úr því að þér lízt ekki á framfarirnar í Reykjavík, hvað finnst þér þá um framfarirnar í landbúnaðinum? — Yíst er margt gott um þær að segja, en þó get ég ekki varizt því að mér finnst sumir hafa farið of geyst í uppbygginguna. Framfarir eru góðar og góðra gjalda verðar, en því eru tak- mörk sett eins og öðru, hvað þessi kynslóð getur byggt upp. Verst er að mér finnst sumir menn í bændastétt — raunar allt of margir, hafa þann hugsunar- hátt að þeir þurfi ekki að hafa á- hyggjur af að greiða miklar skuldir sem þeir hafa hleypt sér í vegna vélakaupa og ræktunar. Við verðum að fara að öllu með gát. Og góður er gamli hugsun- arhátturinn að reisa sér ekki hurðarás um öxl. Ég er fylgjandi því sem Jón Árnason fyrrv. bankastjóri sagði í útvarpserindi á dögunum. Það verður að draga saman seglin. í þeim efnum þýðir ekki fyrir al- þingismenn að vera heltekna af kjósendaótta. Við búum á landi sem byggir fjárhagsafkomu sína á fiskveiðum. Þær fara minnk- andi og hvað skeður ef svo fer fram? Að lokum sagði þessi einarði bændahöf ðingi: — Ég er að verða gamall mað- ur núna, kraftarnir ekki sem áð- ur og sonur minn og tengdason- ur að mestu teknir við búinu. En væri ég ungur væri ég til með að ganga fyrstur manna í birki- beinaflokk og ganga leiðina sem samvizkan ein býður, láta hið feyskna í þjóðfélaginu hverfa, en vinna og starfa á heiðarlegan og drengilegan hátt, með drengjum með hreinan hug og falslausan. Það er að miklu að vinna í landi okkar og störfin ærin fyrir ein- arða menn, kraftmikla og dug- lega. — A. St.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.