Morgunblaðið - 09.01.1958, Side 16

Morgunblaðið - 09.01.1958, Side 16
VIÐ REKUM HERINN J pat erbetra aÖ vanta hrauí Éj /ætpess getiÓao herinn þnrf ekki tá farcL fra Islan'di ai> sro siöddu Ilcrmann á Alþingi — Hermann með'al hinna „stóru“ í París Hitaveifan skuldaði bœj- arsjóði 1 millj. kr. við síðustu áramót Allir flokkar sammála um framlögin til Skúlagötuhússins MÓÐVILJINN er í gær að endur taka margra mánaða gömul ó- sannindi upp úr Tímanum um fjármál Hitaveitu Reykjavíkur. Staðreyndir í sambandi við það mál eru í fáum dráttum, eins og hér segir: Á sl. ári var búið að borga 6,6 millj. kr. meira út vegna fram- kvæmda Hitaveitunnar, en tekj- ur hennar námu á sl. ári. Vatnsveita Reykjavíkur skuld- ar Hitaveitunni ekki neitt miðað við síðustu áramót, þvert ofan í það sem Þjóðviljinn segir. Við síðasta reikningsuppgjör eða um áramótin, skuldaði Hita- veitan bæjarsjóði tæplega 1 millj. króna. í Skúlatún 2 hefur Hitaveitan lagt ca. 10 millj. kr. og hafa þau framlög farið fram smám saman og hafa allir flokkar í bæjar- Yar dæmdur fangelsisYÍsf NOKKRIJ fyrir jólin var einn fanganna á Litla-Hrani sendur hingað til Reykjavíkur er hann þurfti að ganga undir botnlanga- uppskurð. Er fanginn, sem all- mjög hefur komið við sögu í haust og vetur, var orðinn vel hress og farinn að klæða sig, strauk hann eina nóttina út af sjúkrahúsinu og framdi þá inn- brotsþjófnaði. Var fanginn dæmd ur í gær í undirrétti. Umrædda nótt framdi hann innbrot á þrem stöðum í bænum, án þess þó að hann hefði neitt upp úr krafsinu. Síðar um nótt- ina knúði hann dyra í hegning- arhúsinu og bað um að fá að vera þar það sem eftir væri nætur. Var hann þá fluttur í sjúkrahúsið Fangi þessi sem er innan við tvítugt hefir verið á Litla-Hrauni frá því í haust er leið er hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi stjórn samþykkt þau. Eins og áður hefur verið skýrt frá er Skúlatún 2 eign Hitaveitunnar. Hitaveitan hefur þar bækistöð sína, auk þess sem hún leigir þar öðrum bæjarstofnunum húsnæði Leigutekjur Hitaveitunnar af þessari eign tru áætlaðar um Vi milljón króna á ári og er því hér um hagkvæma ráðstöfun að ræða fyrir Hitaveituna. Ef minnihluta- flokkarnir í bæjarstjórn hefðu fundið eitthvað athugavert við þessi framlög til hússins við Skúlatún, hefðu þeir vitaskuld átt að koma fram með það, þegar gengið hefur verið frá þessum framlögum árlega, í stað þess að fara að gera þau að rógsefni nú eftir á, þegar þeir fyrir löngu hafa samþykkt allt, sem í því efni hefur verið gert. í 10 mánaða til viðbótar fyrir ýmiss konar afbrot. Var hann að afplána dóm þennan, er hann var sendur hingað í sjúkra- húsið. Meðan fjallað var um mál hans frá því að hann strauk af sjúkra húsinu, hefur fanginn verið í hegningarhúsinu. Var dómur kveðinn upp yfir honum í gær sem ’fyrr segir. Var sá dómur þungur, því að hann hlaut nú 10 mánaða fangelsi til viðbótar. Er hann verður sendur austur á Litla Hraun aftur, bíður hans þar 25—26 mánaða fangelsisvist. •fc PARÍS, 8. jan. — Suaramarit Kambódíukonungur rauf í dag þing landsins að beiðni ríkis- stjórnarinnar, sem taldi að þing- ið ynni gegn sér leynt og ljóst. Var ákvörðun konungs lesi'n þing heimi, þegar hann kom saman til að ræða traustsyfirlýsingu á stjórnina. Leiðréfiing í GREIN í Mbl. í dag, varðandi verðlagsmálefni dráttarbrauta itendur þetta meðal annars: „í dag munu slipparnir og drátt irbrautirnar aftur verða opnað- ir. Samið hefur verið „vopna- ilé“, á þeim grundvelli, að kipaskoðunarstjóri ríkisins, skal rynna sér réttmæti krafna slipp- hgenda. Meðan sú athugun fer ’ram mun verðlagsákvæðum frá . des. slegið á frest“. Af þessu tilefni vil ég taka Itirfarandi fram: Engir samningar hafa verið ierðir um breytingu verðlags- ikvæðanna frá 7. des. s. 1., né .íeldur hafa skipaskoðunarstjóra ríkisins verið falin nokkur störf í því sambandi. Verðlagsákvæði þessi eru því í fullu gildi, enda 2kki hægt lögum samkvæmt að ,,fresta“ gildi þeirra, nema með nýrri samþykkt Innflutnings- skrifstofunnar, og auglýsingu þeirrar samþykktar. Reykjavík, 8. jan. 1958. Verðlagsstjórinn. Lík Eyjólfs Sigurðs- sonar fundið VESTMANNAEYJUM, 8. jan. — Eyjólfur Sigurðsson, frá Laugar- dal, sem hvarf á gamlársdag í Vestmannaeyjum, er nú fund- inn. Fannst lík hans við suður- enda Friðarhafnar bryggjunnar. Undanfarna daga hefir mikið ver ið slætt í höfninni eftir líki Eyj- ólfs og var það slætt upp á fyrr- nefndum stað. Virðist sem Eyj- ólfur heitinn hafi fallið út af bryggjunni, en glerhált var á henni umræddan dag. „25 fcrónu veltnn“ SKRIFSTOFAN í Sjálfstæðis húsinu er opin hvern virkan dag kl. 9—7. Símar 16845 og 17104. Menn eru beðnir að fylgj- ast með því, hvort þeir, sem skorað hefur verið á, hafa greitt. Sjálfstæðismenn! — Takið þátt í veltunni með því að greiða 25 kr. og skorið á aðra að gera slíkt hið sama og styrkja með því kosningasjóð Sj álf stæðismanna. Fjiilmennur Dagsbrúnarfundur Hörð gagnrýni á stjórn félagsins í GÆRKVÖLDI var haldinn | fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún í Skátaheimilinu við Ilringbraut. Fundurinn var fjöl- mennur og kom fram mjög hörð gagnrýni á stjórn Dagsbrúnar frá fundarmönnum fyrir van- rækslu stjórnarinnar á því að koma ýmsum hagsmunamálum félagsins í framkvæmd. Fundurinn var aðallega boðað- ur til þess að ræða framkomið frumvarp á Alþingi varðandi fastráðningu verkamanna. Voru umræður á fundinum mjög harð- ar og gagnrýndu fundarmenn frumvarpið í ýmsum atriðum og töldu fundarmenn það á margan hátt í engu samræmi við kröfur verkamanna um fastráðningu. Meðal þeirra sem létu þessa skoðun í ljós voru Baldvin Bald- vinsson, Jóhann Sigurðsson, Þorsteinn Pétursson og Jón Hjálmarsson. Varð kommúnistastjórninni í „Fljúgandi diskar44 „FLJÚGANDI diskar“ heitir nýtt tímarit, sem hefur hafið göngu sína. Þar er fjallað um geim- ferðir, eldflaugar og fljúgandi diska — og annað það, sem nýjast er á þeim sviðum. Ritið er prýtt myndum og ritstjóri er Skúli Skúlason. Ætlunin er, að það komi út mánaðarlega. I Dagsbrún fátt um svör í þessu | máli svo og öðrum og þraut illi- lega rök gegn hinni hörðu gagn- rýni. Einnig voru á dagskrá fundarins umræður um breyting ar á lögum félagsins og félags- mál og stóðu þær umræður yfir er blaðið fór í prentun. Nánar verður sagt frá fundin- um í blaðinu síðar. Óhlutfaundin kosning verður á þrem stöðum AUSTUR á Stöðvarfirði kom enginn framboðslisti fram til hreppsnefndarkosninganna 26. þ. m., svo kosið verður þar óhlut- bundinni kosningu. Fyrir 4 árum, var einnig kosið óhlutbundinni kosningu við hreppsnefndarkjör þar eystra. f hreppsnefndinni eiga sæti: Friðgeir Þorsteinsson útgerðar- maður og er hann jafnframt sýslu nefndarmaður, Guðmundur Bjarnason bóndi, Björgólfur Sveinsson verkstjóri, Runólfur Einarsson og Kristján Jórtsson símstöðvarstjóri. Verða þannig óhlutbundnar kosningar á þrem stöðum við hreppsnefndarkosningar nú: Á Hvammstanga, í Hrísey og í Stöðvarfirði. Keykjavíkurbcer hefur þá reglu að bjóða fram- kvœmdir út En rikissjóður vanrækir að hafa útboð I BLöÐUM andstæðinganna er sífellt verið að tönnlast á, að Reykjavíkurbær vilji ekki bjóða út framkvæmdir á vegum bæj- arins. Þetta er fullkomin stað- leysa, eins og sjá má af því að bærinn hefur á undanförnum ár- um yfirleitt boðið út allar meiri háttar framkvæmdir, svo sem Hringbrautarhúsin, Lönguhlíðar- húsin, Skúlagötuhúsin, raðhúsin við Réttarholtsveg, Bæjarspital- ann, Bústaðavegshúsin, fjölbýlis- húsin við Gnoðarvog, Heilsu- verndarstöðina og alla skólana og einstök verk í sambandi við þá. Þá hafa einnig öll einstök verk í sambandi við hitaveitu- framkvæmdir verið boðin út. Hér er aðeins um örfá dæmi af öllum f jöldanum að í/eða, en það hefur verið regla Reykjavíkur- bæjar a'ð bjóða verk út. Verk, sem þannig hafa verið unnin á vegum Reykjavíkurbæjar hafa kostað milljónatugi og er sizt hægt að bera bæjaryfirvöldun- um það á brýn að þau hafi ekki viljað hafa útboð í sambandi við framkvæmdir. En spyrja ná þa, hvernig þessu sé varið með ríkissjóð. Eru boðnar út framkvæmdir á vegum hans, svo sem Áburðarverk- smiðjan, nýi Landspítalinn og aðrar slíkar framkvæmdir? Ekki er vitað til þess. Ríkið býður yfir- leitt ekki slíkar framkvæmdir út. Minna má á dæmið um virkjun- ina, sem boðin var út austur á landi, en þar var lægsta tilboð- inu ekki tekið, heldur öðru, sem hærra var, en þar átti vel þekkt- ur Framsóknarmaður hlut að máli. Þannig lítur þá dæmið út, þegar horft er til ríkissjóðsins undir stjórn Eysteins Jónssonar. Fundur í Kópa- vogi á laugard. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Kópavogi efna til fundar um bæjar- mál í barnaskólanum á Digraneshálsi nk. laugardag, og hefst fund- urinn klukkan 4 eftir hádegi. Bjarni Bencdiktsson, ritstjóri, mætir á fundinum, en aörir læðumenn verða: Jósafat J. Líndal, Baldur Jónsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Þórarinsson, Einar Jóhannsson, Helgi Tryggva- son, Gestur Gunnlaugsson, Guðmundur Gislason, Jón Gauti og Sveinn S. Einarsson. Ekki er að efa að Kópavogsbúar fjölmenna á fundinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.