Morgunblaðið - 22.01.1958, Síða 2

Morgunblaðið - 22.01.1958, Síða 2
2 MORCVNBLAÐ1Ð MiSvik'udas'ur 22. ian. 1958 Frá hinum fjölmenna fundi Sjálfstæðismanna : Ilafnaifjarðarbiói. Ljósm. Guðbj. Ásgeirsson. Einn glœsilegasti og f§ölmennasti fundur Sjálfsfœðisfél. í Hafnarfirði HAFN ARFIRÐI — Það kom mjög glöggt í ljós á hinum fjöl- menna fundi Sjálfstæðisfélag- anna í Hafnarfjarðarbíói s. 1. mánudagskvöld, að Sjálfstæðis- flokkurinn á miklu og vaxandi fylgi að fagna hér í bænum. Var bíóið fullsetið og fjöldi fólks stóð á göngunum. Fundurinn hófst kl. 8,30 og lauk ekki fyrr en um miðnætti. Stutt ávörp og ræður fluttu Utvorpsumrœð- urnur í kvöld I KVÖLD kl. 8,15 hefst síðari hluti útvarpsumræðnanna um bæjarmál Reykjavíkur. Umferð- irnar verða þrjár, og hefiur hver flokkur alls 45 mínútur til um- ráða. Skiptist sá tími í þrennt: 20, 15 og 10 mínútur. Ræðumenn úr hópi Sjálfstæðis manna verða: frú Auður Auðuns forseti bæjarstjórnar, Þorvaldur Garðar Kristjánsson lögfræðing- ur, Geir Hallgrímsson bæjarfull- trúi, Gísli Halldórsson arkitekt og Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri. Valgarð Thoroddsen, frú Elín íósefsdóttir, Helgi Guðmunds- son, Eggert fsaksson, frú Hulda Sigurjónsdóttir, Páll V. Daníels- son, Ólafur Elísson, Þorgrímur Halldórsson, frú Sigurveig Guð- mundsdóttir, Árni G. Finnsson, Stefán Jónsson og Matthías A. Mathiesen, sem jafnframt stjórn- aði fundinum. Einnig lék hljóm- sveit Caris Billichs og frú Þuríð- ur Pálsdóttir og Guðm. Jónsson sungu við undirleik F. Weisshap- pels. — Var mjög góður rómur gerður að ræðunum, svo og skemmtiatriðum, og ríkti hinn mesti einhugur á þessum fjöl- menna fundi. Þeir, sem til máls tóku, töluðu að sjálfsögðu mestmegnis um bæjarmálin og sýndu greinilega fram á það öngþveiti, er ríkir hér í þeim efnum. Hin mikla óstjórn á málefnum bæjarins síðustu 4 árin, hefði verið með þeim endemum, að engu tali tæki, og slíkt yrði ekki þolað öllu lengur. Hefði Alþýðuflokkurinn og kommún- istar svikið flest af sínum stærstu kosningaloforðum, svo sem að vinna að hafnarframkvæmdum, en eins og bæjarbúum er vel kunnugt, hefir ekkert verið gert í þeim efnum á því kjörtíma- bili, sem nú er að líða. Þörf væri skjótra umbóta í ýmsum málum, sem ráðandi flokkar hafa svik- izt um að framkvæma, og yrðu Hafnfirðingar því að taka hönd- um saman um að losa sig við meirihlutavald kommúnista og Alþýðuflokksins í bæjarstjórn. En til þess að svo mætti verða yrðu bæjarbúar að sameinast um að gera sigur Sjálfstæðisflokksins sem stærstan í kosningunum. Það er óhætt að segja að fund- ur þessi hafi verið einn sá glæsi- legasti, sem Sjálfstæðisfélögin hafa haldið til þessa hér í Firð- inum. Bar hann þess öll merki, að Sjálfstæðismenn eru stað- ráðnir í að vinna fullan sigur í kosningunum á sunnudaginn kem ur. —G. E. Kosið kl. 9 f.h. til 11 e.h. í Reykjavík ATHYGLI kjósenda er vakin á því, að skv. lagaákvæðum, sem sett voru nú í vetur, verður kjör- stöðum lokað kl. 11 að kvóldi. Yfirkjörstjórnin í Reykjavík hefur hins vegar ákveðið að nota sér heimild í lögum til að láta kosninguna hefjast kl. 9 um morguninn. í Reykjavík verður því kosið frá kl. 9 f. h. til 11 e. h. Hins vegar hefst kosningin í Hafnarfirði ekki fyrr en kl. 10. Morgunblaðinu er ekki kunn- ugt um, hvort ákvarðanir hafa verið teknar um það, hvenær kosning skuli hefjast í öðrum kaupstöðum, en skv. lögum verð- ur kjörstöðum alls staðar lokað kl. 11. Bindindisíél. öku- manna tekur upp tryggingarumboð BFÖ hefur nú tekið almennt tryggingaumboð fyrir Vátrygg- ingafélagið hf. og býður öllum féiagsmönnum og öðrum bindind ísmönnum á íslandi að tryggja bíla sina og margt annað á vegum þess. Fyrsta tbl. af tímariti félagsins „Umferð“ sem mun verða árs- fjórðungsnt, kemur út í febrúar. Verður það fallegt rit, mikið myndskreytt ög fjallar um um- ferðarmál. Þá mun BFÖ opna skrifstofu 1. febr. á Klapparstíg 26 og verð ur hún fyrst um sinn opin aðeins kl. 17—19 og á laugardögum kl. 13—15. Afgreiðsla blaðsins verð- ur þar. Framkvæmdastjóri mun verða Ásbjörn Stefánsson, ritari féÍH^oxiiS. Níu kosningaskrifstofur Sjálfstœðismanna víðs vegar um bœinn Nes- og Melahverfi I KR-húsinu (inngangur frá Granaskjóli). Sími 1-30 97. — Opin kl. 5—10 e. h. Miðbærinn (frá Óðinsgötu að Aðalstræti). Áð Skólavörðustíg 17. Sími 2-44-59. Opin kl. 2—6 og 8—10 e. h Vesturbær Að Ægisgötu 10. Sími 1-12-88. Opin kl. 2—6 og 8—10 e. h. Austurbær Að Hverfisg. 42 (2. hæð). Sími 1-47-22. Opin ld. 2—6 og 8—10 e.h. Hlíða- og Holtahverfi Að Miklubraut 50. Sími 1-17-79. Opin kl. 2—6 og 8—10 e. h. Norðurmýri. Að Miklubraut 15 (Rauðarárstígsmegin). Sími 1-48-69. Opin kl 5—10 e. h. — Langholts- og Vogahverfi Að Sigluvogi 15. Simi 3-31-59. Opin kl. 10—12 f. h. og kl. 2—6 og 8—10 e. h. — Laugarneshverfi Að Kleppsvegi 50. Sími 3-33-81. Opin kl. 8—10 e. h. Smáíbúða-, Bústaða- og Blesugrófahverfi Að Sogavegi 94. Sími 1-86-47. Opin kl. 2—6 og 8—10 e. h. O—oo^oo—O í skrifstofunum liggja frammi kjörskrár, og eru þar gefnar allar upplýsingar er kc garnar varða. Sjálfstæðismenn eru hvattír til að hafa sambuu vio jkrifstofurnar í hverfum sxnum hið fyrsta. Aldrei meiri eyosla á valni hiiaveiliiiigiar en í gær Háff á 6. hundrað sek.lífr. um hádegisbilfð S V O virðist sem íbúum á hitaveitusvæði bæjarins hætti til að gleyma því, að Hita- veitan hefur ekki ótakmark- að vatn í geymum sínum. — Síðasta sólarhringinn eyddist meira vatn en nokkru sinni fyrr í sögu Hitaveitunnar, sagði Helgi Sigurðsson, hita- veitustjóri, í samtali við blað- ið í gær. Geymar tæmdust Undanfarna daga höfum við átt í miklum erfiðleikum, sagði Helgi, sem stafa af því, sem svo oft hefur verið minnzt á í frétt- um: Gífurlegri eyðslu vatns um nætur. Þetta keyrði þó um þverbak aðfaranótt þriðjudagsins. Þá var vatnseyðslan svo mikil, að það tók ekki að hækka í geymunum á Öskjuhlíð, sem tsemdust alveg um nónbil á mánudaginn, fyrr en komið var fram yfir miðnætti. Nætureyðslan var gífurleg hér í bænum í fyrrinótt, eða 325 sek. lítrar. Hér vildi ég minna á, sagði Helgi, að er áætlanir voru gerðar um virkjunina að Reykjum í Mos fellssveit, var Hitaveitan miðuð við 300 sek. lítra. Meiri notkun en áður Það var því ekki að undra miðað við svo gífurlega eyðslu, þó vatnið í geymunum væri ekki mikið í gærmorgun. Vatnsborðið reyndist vera í 2,80 m hæð í stað 7 metra. Vatnsrennslið til bæjar- ins jókst najög þegar er bæjar- búar tóku að rísa úr rekkju, og vatnsborðið í geymunum tók brátt að lækka. Milli klukkan 11 og 12 um hádegi í gær komst vatnsnotkunin upp í hvorki meira né minna en 567 sek. lítra! Þetta er algjört met í sögu Hitaveit- unnar, sem nú er á 15. árinu. Afleiðingin var líka sú að um klukkan 1 voru geymarnir á Öskjuhlíð galtómir orðnir. Féll þá vatnsþrýstingurinn úr 567 í 407 sekl., en það er allur sá vatns forði, sem Hitaveitan hefur nú yfir að ráða, og er þá inniíalið Kaupið íiierki S^’álfstæðis- i/ flokksins MERKI Sjálfstæðisflokksins er nú selt til ágóða fyrir kosninga- sjóðinn. Flokksmenn á ýmsum vinnustöðum hafa merkin til söiu, og er fólk hvatt til að kaupa þau. Verðið er ákveðið af kaup anda, en lágmark er 10 kr. Sölumennirnir eru minntir á, að skilagrein verður að berast fyrir annað kvöld. S jálfstæðismenn! — Kaupið flokksmerkið! 25 krdna veltnn ALLIR þeir, sein fengið hafa áskorun um að taka þátt í „25 króna veltunni“, eru beðnir að koma framlögum sínum í skrif- stofuna í Sjálfstæðishúsinu nú þegar. Enn er tími til að skora á kunningjana, en verði því ekki við komið, er þess óskað að fram lögin séu send án útfyllts eyðu- blaðs um áskoranir. Skrifstofan er opin kl. 9—7, símar eru 17104 og 16845. Sjálfstæðismenn! Lokasóknin er hafin. Eflum kosningasjóðinn. vatn frá varastöðinni við Elliðaár og frá borholunum við Rauðara og Höfða. Þessa varð eðlilega skjótlega vart sagði Helgi, og hingað til skrifstofunnar (Hitaveitunnar) barst í dag fjöldi umkvartana, svo sem við mátti búast. Það er því aldrei of oft kveðin vísa í blöðunum, þegar kalt er í veðri, að hvetja fólk á hitaveitu svæðinu til þess að sýna þegn- skap: Láta umfram allt ekki vatn renna um nætur og spara vatnið að öðru leyti eftir föngum. Þá er líka ótrúlegt hvað Hitaveitan dugar lengi, þó frost séu hörð og langvinn, sagði Helgi Sig- urðsson að lokum. Skipstjóriim JOHN SUNDBLOM, skipstjóri, hefur í samtali við Morgunblaðið, beðið það að færa öllum þeim, sem þátt tóku á einn eða annan hátt í hinni giftusamlegu björg- un hans og skipverja af „Val- borg“, sem strandaði á Garð- skagaflös á laugardagskvöld, inni legustu þakkir sínar og skips- manna sinna. — „Varnarstyrkur" Frh. af bls. 1. stöðvar og er alkunnugt, að greiðslurnar til Spánar eru í sam- bandi við þær. Meðal annarra ríkisstjórna, sem fengið hafa sams konar stuðning, eru stjórn Chang-Kai- Cheks á Formósu og Syngmans Rhees í Suður-Kóreu. Þessi skýrsla staðfestir í einu og öllu það, sem Morgunblaðið hefur áður sagt um tilkomu lán- veitinga Bandaríkjastjórnar til íslands að undanförnu. Eysteinn Jónsson hefur hvað eftir annað misnotað aðstöðu sína í útvarp- inu til að villa um fyrir mönn- um í þessu. Skýrsla Bandaríkja- stjórnar tekur af öll tvímæli og var hið rétta samhengi þó full- skýrt áður fyrir þá, sem vildu vita hið sanna. En það varpar óneitanlega ömurlegu ljósi yfir stjórnarhætt- ina á íslandi að undanförnu, að samtímis því, sem íslenzka stjórnin hefur þegið þennan „varnastyrk" frá Bandaríkjun- um, þá hefur hún einnig, að sögn Bandaríkj astj órnar, notið opinberrar fjárhagshjálpar frá Sovétblokkinni! — „Gula" bókin Framh. aí bls. 1 að hann telji stefnu stjórnarinnar í samræmi við uppljóstranir Mbl. og vera sjálfsagða og eðlilega. Sjálfsagðar ráðstafanir. Um frumvarpið „sem hvarf“, segir ráðherrann: „Fullyrða má að í þessum frum varpsdrögum eru engin kúgunar- ákvæði gagnvart húseigendum, engin ákvæði er svipta þá um- ráða- né eignarrétti yfir húsum sínum“. Mbl. birtir í dag myndir af nokkrum greinum frumvarpsins. Að dómi félagsmáiaráðherra, er ekkert ákvæði í þessum greinum „er svipti þá (eigendur) umráða né eignarrétti yfir húsum sínum“. Ur því að þetta er skilningur V-stjórnarinnar þá þarf víst eng- an að furða, þó að þeir vilji jafn- framt koma á ríkiseinkasölu fast eigna, banni við byggingu stærri en 60—80 fermetra íbúða og lán- veitingum eingöngu til opinberra íbúðarbygginga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.