Morgunblaðið - 22.01.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. jan. 1958
MORGVNBL4ÐIÐ
STAKSTEINA8
Hvafarfundurinn á mánudagskvöld
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt hélt fund um bæjarmálin í Sjálfstæðishúsinu. Frá fundinum var
sagt í blaðinu, en Iiann var mjög fjölsóttur og sý ndi mikinn sóknarhug og sigurvilja í bæjarstjórn
arkosningunum nk. sunnudag. Mynd þessa af fundinum tók ljósmyndari Mbl., Ól. K. M. —
KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf-
stæðisflokksins í Njarðvíkum er
í Vélsmiðju Ól. Ólsens, sími 222.
Skrifstofan er opin daglega kt.
1—10 síðdegis.
V-íslenzkur skor-
dýrafræðingur
1 SÍÐUSTU Heimskringlu, sem
hingað hefur borizt, er sagt frá
því að blaðið Winnipeg Tribune
hafi fyrir nokkru varið miklu af
lesmáli sínu til að segja frá starfi
Vestur-íslendingsins, dr. J. A.
Thorsteinssonar, en hann er
kennari við búnaðardeild Mani-
tobaháskólans, og leggur einkum
stund á skordýrafræði.
Um þetta segir Heimskringla
m. a. á þessa leið:
„Allir vita hvílíkir skemmdar-
vargar engisprettur, kartöflu-
bjallan og þúsundir annarra teg-
unda skordýra eru jurtalífinu. En
ekki geðjast þeim öllum að sama
gróðri. Og spursmálið er hvað er
það, sem skordýrin sækjast eftir
Ravm&ókmamefndl sýknar
Thorneyetoft og banka-
stjóra Englandshanka
LONDON, 21. jan. (Reuter) —
Sér'stök rannsóknarnefnd hefur
að undanförnu rannsakað ákær-
urnar um það hvort upplýsmgar
um forvaxtahækkunina í Bret-
landi hafi slæðzt út í september
siðastliðnum.
Nefndin kemst að þeirri niður-
stöðu, að ekkert bendi til þess
huguðu forvaxtahækkun. Þeir
| hafi heldur ekki fært sér vitn-
eskjuna sjálfum sér í nyt til
persónulegs ávinnings.
Nefndin lætur í ljós ánægju
með framkomu fjármálaráðherra
Peter Thorneycroft, er hann m.
a. ræddi við fréttamenn kvöldið
áður en forvaxtahækkunin var
•r
150 Færeyingar
með .DroHningunni
SL. MÁNUDAG bættust 150 í
hóp hinna færeysku sjómanna,
sem hingað eru komnir á vetr-
arvertíð. Komu þeir með Dr.
Alexanderine frá Þórshöfn.
Með skipinu komu einnig milli
40 og 50 farþegar aðrir, sem fóru
áfram með skipinu til Grænlands.
Hingað komu um sl. helgi 35
farþegar flugleiðis frá Kaup-
mannahöfn í veg fyrir skipið, og
fóru með því til Grænlands. Þar
tekur skipið höfn í GodthSb og
Grönnedal við suðurodda Græn-
lands. Skipið tekur þar farþega
til Kaupmannahafnar.
Hingað kom líka sl. mánudag
þýzki togarinn Fladengrund frá
Bremerhaven. Var hann með
brotna skrúfu. Hafði trollhleri
farið í skrúfuna og brotið eitt
eða tvö skrúfublöð.
að neinar slíkar upplýsingar hafi í tilkynnt. Leyndi hann frétta-
slæðzt út. Rannsóknarnefndin er í mennina þessari fyrirætlun og
öll sammála um þessa niðurstöðu. varð á engan hátt séð af fram-
Það voru helzt tveir menn sem i k°mu hans né orðum, hvað til
sætt höfðu ásökunum um að stseði
vera valdir að því að upplýs-
ingar bærust út. Það voru tveir
framkvæmdastjórar Englands-
banka, Kindersley lávarður og
William Keswick.
Rannsóknarnefndin hefur kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að
hvorugur þessara tveggja manna
hafi ljóstrað upp um hina fyrir-
Skýrsla nefndarinnar hefur
þannig orðið til að hreinsa for-
ustumenn íhaldsflokksins og þá
einkum Peter Thorneycroft af
margháttuðum ákærum andstæð-
inga þeirra um póltískt misferli
Nefndin sem var skipuð kunnum
dómurum yfirheyrði í rannsóltn-
inni 130 vitni.
I)r. J. A. Thorsteinsson
SJngverskar fjölskyldur
fá landvist í Bretlandi
LONDON 21. jan. (Reuter)
Brezka stjórnin hefur nú heimil-
að þremur ungverskum fjölskyld
um er komu til landsins sem
laumufarþegar að verða um kyrrt
í Bretlandi. Það sem mestu ræð-
ur um þessa ákvörðun mun vera,
að ein konan er að því komin að
eiga barn.
Hér er um að ræða ungverskt
flóttafólk, sem eftir byltinguna
í Ungverjalandi fékk landvist í
Brasilíu. En þar í landi hafði um-
ræddum fjórum fjölskyldum ekki
fallið vistin og því læddust þau
í Rio de Janeiro um borð í stórt
flutningaskip, er skyldi sigla til
Bretlands.
Þegar skipið kom til hafnar í
Southampton var ekki litið á
Ungverjana sem flóttafólk, þar
sem þeir voru í reyndinni orðnir
Utankjörstaðakosning
ÞEIR, sem ekki verða lieima á kjördegi geta kosið lijá sýslu-
mönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavik
hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum
sendiráðum og ræðismönnum, sem tala íslenzku.
Kosningaskrifstofa borgarfógetans í Reykjavík er í pósl-
húsinu, gengið inn frá Austurstræti. Skrifstofan er opin íiá
kl. 10—12 f. h., 2—6 og 8—10 e. h. dagl, sunnud. kl. 2—G. e.n.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Vonarstræti I,
veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utankjör-
fundaratkvæðagreiðslu. Skrifstofan er opin frá kl. 10—10
daglega. Simar skrifstofunnar eru 1 71 00, 2 47 53 og 1 22 48.
brasilískir borgarar. Var því
ætlunin að senda þau aftur til
baka með sama skipi.
En rétt áður en skipið lagði úr
höfn, hurfu þrír karlmenn úr
hópnum. Var þeirra leitað í tvo
daga um Suður-England og tókst
loks að hafa upp á þeim, en þá
var skipið farið. Vakti þessi leit
mikla athygli og mótmæltu mörg
blöð því harðrétti, sem þetta vesa
lings fólk yrði að sæta í Bret-
landi. Nú hefur Butler innanríkis
ráðherra loks ákveðið að heimila
fólkinu landvist.
í einni tegund gróðurs en ekki
annarri. Það er einmitt það, sem
Mr. Thorsteinsson hefir nú verið
að rannsaka og að því fundnu,
nema lostætið burtu og reka skor
kvikindin af gróðrinum með þvi.
Þannig er hugmyndin að koma í
veg fyrir skaðsemi þeirra.
1 greininni er haldið fram að
aðferð Mr. Thorsteinssonar sé
frumleg og ný. Og því er starfs
hans nú minnzt.
Heimskringla óskar vísinda-
manninum heilla í starfi sínu.
„Nefnd þriggja kunnra
húseigenda“
Ráðagerðir stjórnarblaðanna
um að þegja „gula hneykslið“ í
hel, hafa algjörlega farið út
um þúfur. Þjóðviljinn drífur
Hannibal Valdimarsson út á rit-
völlinn í gær, og Tíminn hefur
nú tvo daga í röð keppzt við að
þvo hendur Framsóknar hreinar
af tillögum flokks-fulltrúanna
tveggja, sem hann sl. sunnudag
kallaði „tvo borgara“. En Hanni-
bal segist í algeru sakleysi að-
eins hafa skipað „nefnd þriggja
kunnra húseigenda í Reykjavík“!
Á mönnum af því að skiljast sem
allt hafi verið gert með hag hús-
eigenda fyrir augum!
„Einhver nýskipun
í húsnæðismálunum“.
f gær er uppistaðan í afsökun
Tímans sú, að „gula bókin“ sé:
— — — gömul álitsgerð
tveggja manna um einhverja ný-
skipun í húsnæðismálum, og er
annar Framsóknarmaður, sem
lýsir þar sérsltoðun sinni, en
ekki skoömnum Framsóknarfl.
Þetta plagg frá því í fyrra eða
hitteð fyrra grípur Mbl. og
hermir umsvifalaust upp á rík-
isstjórn og flokka, og gerir allt
að einu númcri, plaggið og frum
varpsuppkast, sem gert var á sl.
ári á allt öðrum forsendum og
aldrei lagt fram“.
Ólíklega er nú látið. Tíminn
þykist alls ekki vita hverjar á-
ætlanir „gulu bókarinnar“ eru,
talar út í bláinn um „einhverja
nýskipun“, og veltir eins og álf-
ur út úr hól vöngum yfir, hve
gömul „gula bókin" sé, þ. e. ann-
að hvort frá því í „fyrra eða
hitteð fyrra“!
Þegar á allt þetta er litið,
væri pá ekki einfaldasta ráðið
fyrir ríkisstjórnina að bivta
„g'ulu bókina" í heild? Þá þyrfti
ekki að kvarta undan að i.eitt
fari á milli mála. Á slíka birt-
ingu má hins vegar ekki minnast,
því að í þessu er sannleikurinn
öllum sögusögnum ljótari.
SEYÐISFIRÐI, 20. jan. — Tog-
arinn Brimnes seldi í gær í
Bremenhaven 179 lestir af fiski
fyrir 122.200 mörk. —B.
SEYÐISFIRÐI, 20. jan. — Hing-
að kemur bráðlega sérfræðingur
til að setja upp fiskflökunarvél
í fiskiðjuverið. —B.
Mílliríbpdeila vegna töku
júgóslavnesks skips
PARIS og BELGRAD, 21. jan. —
Upptaka Frakka á hergögnum í
júgóslavneska skipinu Slovenija
hefur vakið alheimsathygli.
Vegna þess atburðar má nú bú-
ast við margþættum og flóknum
milliríkjadeiium, milli Júgó-
slavíu, Frakklands og Marokkó.
Fulltrui í franska utanríkis-
ráðuneytinu upplýsir að Frakk-
ar hafi í höndum nákvæmar upp-
lýsingar um þessi hergögn sem
smíðuð eru í Tékkóslóvakíu en
voru á leiðinni til uppreisnar-
manna í Alsír. Salan á vopnunum
fór fram í Prag 15. nóvember
Síðan hafa Frakkar fylgzt með
öllum flutningum á þeim.
Talsmaður júgóslavnesku stjórn
arinnar hélt í dag fund með blaða
mönnum í Belgrad. Hann for-
dæmdi töku Frakka á hinu júgó-
slavneska skipi sem sjórán.
Fulltrúi þj óðfrelsishreyf ingar
Alsír-manna átti einnig tal við
fréttamenn í Rabat í Marokkó.
Hann mótmælti því að þjóð-
frelsishreyfing Alsír hefði átt
þessi vopn.
Frakkar neita algerlega að láta
vopnin af hendi. Hins vegar
munu þeir vera fúsir til að
greiða útgerð hins júgóslavneska
skips nokkrar bætur fyrir töfina,
sem skipið varð fyrir.
Hannes „borgari“
Hannes Pálsson má muna tím-
ana tvenna. Áður fyrri var hann
stundum fremur kenndur við
annað en að vera kallaður „borg-
ari“ og „kunnur húseigandi“. En
þessir virðulegu titlar eru þó
ekki á hann settir honum til
lofs, heldur af því, að stjórnar-
fylkingin reynir með því móti
að sverja hann af sér og láta
sem hann sé allur annar en hann
er. Tíminn í gær sagði það „lengi
verið kunnugt, að Ilannes Páls-
son hefur liaft aðrar skoðanir
en Framsóknarflokkurinn varð-
andi húsaleigulöggjöfina, og er
svo enn“.
Hér er staðreyndunum alveg
snúið við eins og oft ella í Tím-
anum. Hannes hefur einmitt ver-
ið sérstakur trúnaðarmaður
flokksins í húsnæðismálum.
Flokkurinn hefur árum saman
skipað hann í allar trúnaðarstöð-
ur í þessum efmum, einmitt af
því að hann túlkaði hinar ríkj-
andi skoðanir í flokknum. Þess
vegna var Hannes strax fulltrúi
Framsóknar við úthlutun smá-
íbúðalána og hefur frá upphafi
verið í húsnæðismálastjórninni
af hálfu Framsóknar, og staðið
þar af sér bráðabirgðalög og ann-
að brölt Hannibals.
Hannes licfur þrátt fyrir all
ar umbyltingar haldið trúnaoar-
störfunum af því, að hann hefur
dyggilega fylgt þeirri stefnu, sem
ungfrú Rannveig Þorsteinsdóttir
markaði, enda er liann og ráða-
mestur um fasteignamat í land-
inu.