Morgunblaðið - 22.01.1958, Qupperneq 8
8
MORCUNBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 22. jan. 1958
Anton Jónsson, skipasmíðameistnri
ANTON Jónsson skipasmíða-
meistari frá Arnarnesi við Eyja-
fjörð verður jarðsunginn í dag
klukkan hálf tvö e.h. trá Foss-
vogskapellu. Hann andaðist 14.
jan. síðastliðinn á Landsspítalan-
um.
Fyrst eftir að hann kom á spít-
alann vonuðu vinir hans og kunn
ingjar að hann mundi hressast
þar, eftir þrotlaust erfiði er hann
hafði lagt á sig í mörg ár. En því
var ekki að heilsa. Hvíldin eilífa
tók hann til sín.
Anton var fæddur 1. maí 1879.
Hann ólst upp hjá foreldrum sin-
um í Arnarnesi í glöðum hóp
margra systkina.
Arnarnesheimilið var að því
leyti frábrugðið flestum heimil-
um i sveitinni á þessum árum, dð
heimilisfaðirinn, Jón Antonsson
stundaði jöfnum höndum land-
búnað á heimajörð sinni og sjáv-
arútveg, og selveiðar er svo bar
undir. A uppvaxtarárum Antons
kom skýrt í Ijós, að hann kunni
ekki við, að honum félli verk úr
hendi.
Ahuginn við störfin og viniiu-
semin áttu hann óskiptan. Þegar
faðir hans kom honum í Möðru-
vallaskóla varð námstíminn í
stytzta lagi, aðeins einn vetur.
Um vorið hafði faðir hans misst
þilskp í hafi. Um hausiið byrjaði
hann að byggja nýtt þilskip. Þá
héldu Anton engin bönd við nám.
Því nú hvarf hann að bvggingar-
starfinu í Arnarnesi, er faðir
hans stjórnaði með heimamönn-
um sínum. Er lokið var þessari
byggingu þilskipsins, er hét
Gestur, og oft nefnt „Arnarnes-
gestur“ fór Anton utan til að ar'la
sér aukinnar fræðslu og þekking
ar á þessu sviði. Þegar hann kom
heim úr utanförinni, byggði hann
sér snoturt timburhús á ofan-
verðri Oddeyrinni sem hann átti
um nokkur ár. Þetta mun hafa
verið um aldamótin.
Næstu árin fékkst hann við
húsasmíðar og útgerð á þorsk og
síld og undi vel hag sínum. Jafn-
framt þessum störfum rak hann
verzlun með byggingarvörur og
hafði stjórn á húsabyggingum
og útgerð sem fyrr segir, jafn-
hliða því sem hann byggði vél-
báta fyrir ýmis fyrirtæki við Eyja
fjörð.
Er íram í sótti komst hann
stundum í erfiðleika með síldar-
Minningororð
starfi sínu og hinu óbrotna nægju
sama daglega lífi. Anton Jónsson
var einn af þessum gæfusömu
mönnum. Hann var afburða gest-
risinn og vildi hvers manns vanda
leysa, og átti því einnig við um
hann það sem sagt var um Arnar
nesheimilið: Að þaðan færu allir
glaðari en þegar þeir komu.
Hann mun hafa verið um 50
ára gamall þegar hann skildi við
Akureyri og Eyjafjörð og gerðist
síðar yfirverkstjóri í Slippnum.
Alls staðar hefur þessi staki |
ágætismaður notið mikilla vin-1
sælda meðal þeirra, sem unnið
hafa með honum eða undir hans j
stjórn eða haft einhver skipti
við hann hann, því menn lærðu
fljótt að meta hve traustur maður |
hann var í hvívetna, eins og hjarg
ið sem byggt er á. Strangur heið
arleiki hans, vandvirkni og hin
meðfædda krafa sem hann fram- 1
fylgdi alltaf til hins ýtrasta,
að gera aldrei vísvitandi á hlut-
nokkurs manns, skapaði i hug
hans og framkomu frið og öryggi
og aflaði honum einlægrar vin-
áttu allra þeirra, sem þekktu
hann.
Árið 1923 gekk hann að eiga
eftirlifandi konu sína Maigréti
Magnúsdóttur og varð hann
elskaður og virtur stjúpfaðir
tveggja barna hennar af fyrra
hjónabandi. Þau eignuðust eina
dóttur Helgu, en urðu fyrir þeirri
miklu sorg að missa hana upp-
komna árið 1947.
V. St.
ekki hlut sinn, þegar nann hafði
rétt mál fram að bera.
Ég veit, . að ég með þessum
fáu orðum, mæli fyrir munn allra
samstarfsmanna Antons Jónsson
ar í Slippfélaginu og vottum við
aðstandendum hans okkar inni-
legustu hluttekningu.
Sigurður Jónsson.
verkfræðingur.
Um gieiðsln
branotjónn
í GREIN, sem birtist í Morgun-
blaðinu 14. þ. m., um húsatrygg-
ingarnar í bænum, hefir slæðzt
ranghermi, þar sem segir, að
félagið, sem hafði tryggingarnar
áður en bærinn tók þær í eigin
hendur, sé nú um þessar mundir
að gera upp tjón við bæinn.
Það er misskilningur, að
nokkru sinni hafi orðið nokkur
óeðlilegur dráttur á greiðslu
brunatjóns, hvorki til bæjarins
né annarra, á meðan nefnt félag
(Almennar Tryggingar) annaðist
tryggingarnar og sama er að
segja um tímabilið, sem Sjóvá
fór með þau málefni, svo og er-
lendu félögin, sem þar áður
voru.
Yfirleitt er ekki vitað annað
en að greiðsla brunatjóns hafi
jafnan verið innt af hendi með
eðlilegum hætti eftir því sem
samningar stóðu til.
Hins vegar er það svo, að frá
fyrstu tíð hafa þau ákvæði verið
í gildi skv. vátryggingarskilmál-
unum, að tjón falla í gjalddaga,
þegar endurbyggingu húsa eða
viðgerðum lýkur.
Þess vegna hafa tryggingarfélög
þá reglu að leggja frá (í bið-
reikning) fyrir tjónum, sem orð-
ið hafa fyrir lok reikningsársins,
en hafa ekki verið „gerð upp“.
Líður oft alllangur tími frá
því að tjón varð, þar til það er
e;
Yfir 6 þús. „æfingomeðferðir"
I stoð Styrktaríélags lamaðra og fatlaðra
AÐALFUNDUR Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra var haldinn
að Sjafnarfötu 14, í Reykjavík,
sunnudaginn 19. þ. m.
Formaður félagsins, Svavar
Pálss.on, flutti skýrslu stjórnar og
las upp ársreikninga og skýrði
þá Á árinu var komið upp skó-
uppgert að fullu, en jafnan greitt
„upp í“ tjónið, ef svo mætti segja,
eftir því sem endurbótum og
byggingu miðar áfram.
Af þeim sökum m. a., en þó
einkum í sambandi við önnur
skuldaskil (greiðslu ágóðaþókn-
unar til bæjarins — og iðgjalda
til félagsins), er tiltölulega ný-
lega lokið þeim viðskiptum bæj-
arins við h.f. Almennar Trygg-
ingar, sem hófust þegar félagið
tók við húsatryggingunum og
stóðu á því trygigngartímabili,
1944—1954,
En þau reikningsskil standa
ekki í neinu sambandi við
greiðslu brunatjóna til bæjarins.
Eíríker 14, grafinn
upp
STQKKHÓLMl, 20. jan. — Með
röntgentæki, myndavélar og alls
konar verkfæri önnur hófu 13
séríræðingar í dag rannsóknir á
grafhýsi Eiríks 14. Svíakonungs
í dómkirkjunni í Vesturási til að
j fá úr því skorið, hvort konung-
urinn dó af eitri nótt eina fyrir
; 381 ári. Dánarorsökin hefur verið
i mikið deiluefni meðal fræði-
manna, en ekki eru talin mikil
líkindi til, að málið verði út-
kljáð með þessari rannsókn, sem
■ taka mun um vikutíma.
smíðaverkstæði Steinars Waage í
húsakynnum félagsins og byggð
til þess viðbót við bílskúr. Taldi
formaður að þarna hefði náðst
mikilsverður áfangi í starfsemi
félagsins.
Æfingastöðin var rekin allt ár-
ið eins og áður og veittar alls
6.404 æfingameðferðir fyrir fötl-
uð og lömuð börn og unglinga.
Rekstrarhalli varð kr. 552.521.42
á rekstri stöðvarinnar og taldi
formaður þetta vera aðaláhyggju
efni ráðamanna félagsins eins og
nú standa sakir. Fjársöfnun fé-
lagsins fer að verulegu leyti til
þess að greiða rekstrarhallann en
það veldur því, að félagið getur
ekki fært úr starfsvið sitt eins
og vonir standa til.
Haukur Kristjánsson læknir
gaf síðan stutta skýrslu um starf
semi æfingastöðvarinnar sl. starfs
ár.
Heilldartekjur félagsins námu
kr. 966.751.08 á reikningsárinu 1.
okt. 1956 til 30. sept. 1957. Aðal-
tekjuliðir voru ágóði af sölu
merktu eldspýtnastokkanna kr.
467.642.14 og ágóði af símahapp-
drættinu 1956 kr. 358.438.21. —
Ágóði af simahappdrætti 1957
mun vera um 500 þús. kr. Hrein
eign félagsins 30. september 1957
nam samkvæmt reikningunum
kr. 2.374.864.07.
Þá fóru fram kosningar í stjórn
og framkvæmdaráð. Úr stjórn-
inni áttu að ganga Svavar Páls-
son formaður og Björn Knútsson
gjaldgeri og voru báðir endur-
kjörnir. Varaformaður var end-
urkjörinn Friðfinnur Ólafsson
og varagjaldkeri Baldur Sveins-
son. í framkvæmdaráð voru end-
urkosnir: Dr. Björn Sigurðsson,
Keldum, Sigríður Bachmann,
hjúkrunarkona, Haukur Krist-
jánsson, læknir, Sveinbjörn
Finnsson, frkvstj., Haukur Þor-
leifsson, bankastjóri.
Nildiríðarsynir segja:
í'ótt i ReykjavíZí"
útveginn á þessum árum, því
síldin reyndist honum sem öðr-
um stopull gróðavegur og að því
kom, að hann hvarf frá síldarút-
gerðinni og fluttist skömmu síðar
hingað til Reykjavíkur og tók
við verkstjórastarfi í Slippnum.
Þar var þá kominn dugmikill
ungur verkfræðingur, Sigurður
Jónsson einbeittur og áhugasam-
ur.
Oll þau ár sem við höfum vc”ið
samtíða hér í Reykjavík, hef ég
aldrei orðið þess var, að hann
hefði neinn verulegan áhuga á,
því að græða fé af því sem hann
aðhafðist, en það var yndi hans
að koma nytsömum verkum i
framkvæmd sem fyrst og sem
bezt. Það var honum fyrir öllu.
Og vanda hvert verk sem hann
vann eða hafði verið unnið undir
hans forsjá og á hans ábyrgð.
Aldrei gerði hann neinn grein-
armun á þvi, hvort hann ynni
fyrir sjálfan sig eða aðra, en gerði
það fyrir sjálfan sig að bregða
ekki út af vandvirkninni, því hún
var honum í blóð borin.
Venjan er vitaskuld sú, að mikl
ir starfsmenn slitna með aldrin-
um „þreytast" eins og það er
kallað, þegar árin færast yfir. En
lengi vel gat hann sneitt h.iá
þreytu efri áranna, eða svo virt-
ist manni.
Vinnugleði hans var alltaf
óvenjulega mikil. Starfið sjálft
var honum sífelld ánægja. En sú
ánægja virlist honum óprjótandi
aflgjafi.
Sumir leita lífsánægjunnar út
um alla heima og geima og finna
hana kannske aldrei. En aftur
hafa aðrir lind lífsánægjunnar í
sjálfunj sér, í skapgeið sinni og
*
Kveðja frá
Sigurði Jónssyni
ÞEGAR ég, haustið 1926, réðist
sem verkfræðingur til Akureyrar
bæjar, held ég, að fundum okk-
ar Antons Jónssonar hafi fyrst
borið saman. Ég bjó hjá systur
hans, frú Margréti, sem rak gisti-
hús á Akureyri, og voru þau
Anton og kona hans, frú Mar-
grét, þar tíðir gestir. Minnist ég
þess sérstaklega, hvað mér var
starsýnt á þessi glæsilegu hjón.
Við kynntumst þá nokkuð. meðal
annars unnum við saman við
nokkrar matsgerðir. Var mér þá
þegar ljóst, hvílíkum mannkost-
um Anton var gæddur. Ekki grun
aði mig þá, að leiðir okkar Ant-
ons ættu eftir að liggja saman,
eins og síðar varð, en árið 1936
réðist hann til Slippfélagsins sem
yfirverkstjóri við skipasmiði og
starfaði þar óslitið til dauðadags.
Er mér ljúft að minnast bessa
22 ára samstarfs, sem engan
skugga bar á.
Anton var einn af þeim fá-
gætu mönnum, sem bar hag fyrir
tækis þess, sem hann starfaði við,
meir fyrir brjósti en sinn eigin
hag. Hann var mjög vel að sér-
í sinu fagi, fylgdist ágætlega með
þeim verkum, sem honum voru
falin, ósérhlífinn var hann með
afbrigðum og vildi hvers manns
vandræði leysa. Tel ég það mikið
happ fyrir Slippfélagið að hafa
notið starfskrafta slíks manns.
Anton var hlédrægur maður,
barst ekki mikið á, en hann lét
ÞEGAR ég man fyrst eftir mér
hér í Reykjavík, var hér ekki
meira fjölmenni en svo, að flest-
ir þekktust. Smám saman breytt-
ist þetta, hægt í fyrstu, en síðan
með vaxandi hraða.
Bæjarbúum fjölgaði vegna hag
stæðs hlutfalls milli fæðinga og
dauðsfalla. Áttu stórbætt lífs-
kjör og betri aðbúnaður bæjar-
búa mestan þátt í því, en aðal
fjölgunin stafaði þó af stöðugum
og látlausum straumi af fólki,
sem þyrptist til bæjarins í at-
vinnuleit og til búsetu, víðs veg-
ar af landinu.
Langflest af þessu fólki hefur
orðið ágætis borgarar í þessu
bæjarfélagi. Það hefur unað hag
sínum hér vel, samlagazt nýju
umhverfi og tekið þátt í því að
breyta þessum bæ á nokkrum
áratugum úr fátæklegum smábæ
í glæsilega nýtízku borg.
Eftir stofnun Framsóknar-
flokksins. fyrir um það bil 40
árum, fór að bera á því, að með-
al aðflutta fólksins væru nokkr-
ar undantekningar. Það fóru að
flytjast menn til bæjarins, sem
sögðu: „allt er ljótt í Reykja-
vik“. Reykvíkinga kölluðu þeir
„Grímsbylýð". Ekkert mátti gera,
sem til framfara horfði. Það mátti
ekki reka „stórútgerð“, ekki
virkja Sogið, ekki koma upp hita-
veitu, ekki stuðla að íbúðarbygg-
ingum eða auknum framkvæmd-
um í Reykjavík. Veðdeild Lands-
bankans var lokað á sínum tíma
fyrir atbeina Framsóknarflokks-
ins. Skömmtun og ríkisafskipti
töfðu og lömuðu framkvæmdir
í Reykjavík meira og minna í 10
ár frá 1929 til 1939 meðan áhrifa
Jón Otti Jónsson
Framsóknarflokksins gætti sem
mest, og þá kynntust menn böli
atvinnuieysisins.
Sama óheillaþróunin byrjaði
aftur eftir síðustu alþingiskosn-
ingar, þegar framsóknarmönnum
tókst aftur að ná stjórnarforust-
unni með kosningaklækjunum al
ræmdu.
Enn vilja þeir draga úr öllum
framkvæmdum í Reykjavík og
svipta menn umráðarétti yfir
eignum sínum, þar á meðal hús-
eignum, sbr. „horfna frumvarp-
ið“, sem samið er af framsókn-
arframbjóðandanum Hannesi
Pálssyni, yfirfasteignamatsstjóra
ríkisins og gulu skýrslunnar.
Stöðugt hækka skattar og aðr-
ar álögur og miða allt við að
Reykvíkingar og atvinnurekstur
hér verði sem harðast úti, en
hlífa SÍS og öðrum framsóknar-
fyrirtækjum.
Nú herða framsóknarforingj-
arnir á róginum um Reykjavík
og forustumenn hennar. „Allt er
ljótt í Reykjavík", segja þeir, og
hatrið er svo magnað, að fegursta
fjall eins og Esjan á samkvæmt
grein í Tímanum, ekki skilið að
kallast fjall, heldur er henni
jafnað við fjóshaug. Von er að
margt færist úr skorðum, þegar
fagurt landslag má ekki njóta
sannmælis af því, að það er í
nágrenni Reykjavíkur.
Þessir aðfluttu menn, foringjar
Framsóknarflokksins, eru óvinir
og rógberar Reykjavíkur, þeir
eru eins og Guðmundur Friðjóns
son skáld nefndi þá: „Hildiríðar-
synir“, sem bera róg á milli
manna, til þess að reyna að upp-
hefja sjálfa sig á annarra kostn-
að. En það tekst ekki hér, þeir
þekkjast. Hver Reykvíkingur,
sem fylgir þessum mönnum, ger-
ist svikari við sitt bæjarfélag.
Við bæjarstjórnarkosningar
reyna framsóknarforkólfarnir af
veikum mætti að breiða sauðar-
gæru yfir innræti sitt og fyrir-
ætlanir gagnvart Reykjavík, en
það mun í þetta sinn takast enn-
þá verr en áður, því þeir tefla
fram verðugum fulltrúa Fram-
sóknarflokksins, en óþurftar-
manni Reykjavíkur.
Allir góðir Reykvíkingar munu
sameinast um að gera hlut Fram
sóknarflokksins sem minnstan í
kosningunum á sunnudaginn
kemur.
Jón Otti Jónsson.