Morgunblaðið - 22.01.1958, Síða 17
Miðvikiiriíisrur 22. jan. 1958
M ORCUIV BL AÐIÐ
17
Bréf send Mbi.:
M&hw&asmsnd sam JFaS-
£r ve»r osy Mrkgusömep
Hr. ritstjóri.
EFTIRFAKANDI athugasemd bið
ég yður Vinsamlegast að birta í
blaði yðar.
Mánudaginn 13. þ.m. talaði
Guðmundur Jónsson, söngvari
„um daginn og veginn“. Var mál
hans um margt athyglisvert og
flutt í þeim þægilega rabbtón,
sem honum er svo eiginlegur. í
lok erindisins vék hann lítillega
að okkur prestunum, og það sem
hann hafði um okkur að segja
var auðvitað ekkert gott — held-
ur einber gagnrýni, — það til-
heyrir. Stjórnmálamennirnir voru
að vísu ekki vel góðir heldur að
áliti Guðmundar, en þar voru þó
til margir ljósir punktar.
Hvað viðvíkur hinu fyrsta, er
hann vék að í sambandi við okkur
prestana — flutningi eða með-
ferð Faðir vorsins, skal ég strax
lýsa því yfir, að þar er ég honum
fyllilega sammála, enda lít ég
svo á, að öll frávik einstakra
presta frá „rituali“ kirkjunnar,
séu skaðleg og til þess eins að
valda ruglingi og óþægindum. En
nú man ég ekki betur en, að fyp-
irlesarinn hafi sjálfur látið sig
hafa það að fara með Faðirvorið
í alþjóðar áheyrn í annarri útgáfu
en þeirri sem algengust er, e.t.v.
lítur hann svo á, að annað skuli
gilda um listamenn en venjuiega
hversdagsmenn.
Þá ræddi Guðmundur nokkuð
um kirkjusönginn, og skildist
mér á honum að hann teldi eina
orsökina til lélegrar kirkjusóknar
þá, að fjölbreytni væri lítil í vali
sálmalaga, — sömu lögin væru
sungin sí og æ, fátt heyrðist nýtt,
virtist svo sem hann teldi þetta
eitt af mörgum merkj um um let-
ingjahátt okkar prestana, eins og
hann komst svo smekklega að
orði, og hefur þessi frumlega
fyndni hans vafalaust fallið í
lagt svo fyrir, að þeir sálmar og
þau lög skuli sungin, er honum
bezt líkar og þykir við eiga
hverju sinni. En nú eru það bara
aðeins tiltölulega fáir prestar,
sem slíka aðstöðu hafa. Víðast
er það svo, að fyrir organistastarf
ið er greidd aðeins lítilfjörleg
þóknun, og söngfólkið fær alls
ekkert greitt fyrir sína vinnu.
Og þar sem svo er ástatt er
erfitt fyrir prestinn að gjöra há-
ar kröfur til söngfólksins um að
leggja mikla vinnu í að læra ný
lög. Ég minnist þess t.d. frá dvöl
minni í þeirri miklu söng- og
menningarsveit við Mývatn, sem
Guðmundur lauk maklega miklu
lofsorði á, að þar voru ósjaldan
gjörðar athugasemdir við þá
sálma, sem ég hafði valið og þá
yfirleitt á þeim forsendum, að
fólkið kynni ekki lögin við þá.
Það er þá líka svo að mínum
skilningi, að sálmasöngurinn i
kirkjunni á ekki að vera neitt
koncertnúmer, heldur þannig, að
sem flestir geti tekið þátt í hon-
um, og frumskilyrði þess ,er auð-
vitað, að menn kunni lögin, sem
sungm eru.
Hitt er svo annað mál, að það
getur vissulega aukið á hátíðleik
og helgiblæ guðsþjónustunnar, að
inn í hana séu felld og flutt fög-
ur tónverk af þjálfuðum kór eða
færum einsöngvurum. og er sann
arlega ánægjulegt að heyra um
áhuga reykvískra söngmanna á
þessu sviði.
Bolungapvík, 14. jan. 1958.
Þorbergur Kristjánsson.
Kvenfélagi Kefla-
vikur jbakkað
UM árabil hefir það verið fastur
liður í starfsemi Kvenfélags
Keflavíkur að halda samkomu um
jólaleytið, þar sem boðnir eru
elztu borgarar bæjarins. Það er
göfug hugsun, sem býr að baki
þessarar venju, að gefa hinurn
öldnu kost á því að gleðjast sam
eiginlega á góðri stundu. Og það
er ekki ofmælt, þótt sagt sé að
margur, sem þarna á hlut að
máli, horfir fram til þessarar
stundar fullur tilhlökkunar, —
og eftir á býr hann lengi að björt
um endurminningum.
Þessi árlega samkoma var í
þetta sinn haldin hinn 5. janúar
síðastliðinn í Ungmennafélagshús
inu í Keflavík. Að venju var vel
til hennar vandað. Ríkulegar
veitingar voru fram bornar og
fjölþætt skemmtiatriði á boð-
stólum. Hinir öldnu gestir voru
í sólskinsskapi og r.utu stundar-
innar í ríkum mæii.
Fyrir hönd gestanna allra vil
ég leyfa mér að færa Kvenfélagi
Keflavíkur hugheilar hjartans
þakkir. Þessi stund var — og
verður mörgum — sólargeisli, er
lengi lýsir og vermir á dimmum
og köldum skammdegisdögum.
Björn Jónsson.
Steypustyrktarjárn
fyrirliggjandi.
Laugavegi 17.
Afgreiðslustúlka
rösk og ábyggileg, óskast til afgreiðslustarfa í mat-
vöruverzlun. — Upplýsingar um fyrri störf leggist
inn á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir nk. laugardag
merkt: Afgreiðsla —3790.
þann jarðveg, sem til væri ætlazt.
En varðandi sálmavalið, vildi
ég mega segja þetta: í Reykjavík
og öðrum stærstu söfnuðunum,
þar sem organistastarfið er all-
vel launað og söngfólkinu a.m.k.
greidd nokkur þóknun fyrir Staif
sitt,þar getur presturinn sjálfsagt
hf. AKUR
Hamarshúsið (vestu»rendanum)
Símar: 13122 og 11299.
I-
JZ €>. Ot>
J. /V +J>a+ S6o + Arj 4- JJo + Sás + JtJo 4 /'Æi+ Jo+ J S-y +rf>0-1
Til sölu
nokkrar íbúðir af ofangreindri stærð í Hálog alandshverfi, sem nú þegar eru fokheldar.
Hverri íbúð fylgir eitt herbergi í kjaliara og sér geymsia. Auk þess hiutdeiid í sameigin-
legri frystigeymslu.
Ibúðirnar seljast ekki skemmra komnar en fokheldar með miðstöð. — Framkvæmd-
um er hagað þannig, að kaupendur fá íbuöirnar á þeim tíma, sem um er samið.
Upplýsingar í síma 1.66.49.
SAfelDGERfHW&AR
Höfum opnað móttöku á fatnaði til hreinsunar
að Hlíð í Sandgerði.
Efnalaug Suðurnesja,
Keflavík.
ÚTSALA
Kápur frá kr. 300.00
Ödýrar poplinkápur komnar aftur.
Kvenpeysur frá kr. 65.00
Kjólar frá kr. 295.00
Sokkabuxur frá kr. 50.00
Kápu- og dömubúðin
15 Laugavegi 15.
íbúðir tíl sölu
2ja og 3ja lierbergja íbúðir á góðum stað í Hálogalands-
hverfinu. Eru að verða fokheldar. Hagstætt verð.
Andvirði miðstöðvarlagnar (án ofna) og múrhúðunar
utanhúss lánað til 2ja ára.
5 herbergja vönduð rishæð við Bugðulæk. Áhvílandi lán
kr. 150 þúsund til 15 ára. Allt múrverk úti og inni búið.
Höfum ýmiss konar aðrar fasteignir til sölu.
Fasteigna & Verðbréfasalan,
(Lárus Jóhanuessou lirl.)
Suðurgötu 4.
Símar: 13294 og 143Í4.