Morgunblaðið - 04.02.1958, Page 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
triðjudagur 4. febrúar 1958
Gera þeir lilraun með tvo gervi-
hnetfti næstu daga?
CAPE CANAVERAL, 3. febr. —
Meðal fréttamanna hér var al-
mennt álitið síðdegis í dag, að
Bandaríkjamenn væru að undir-
búa að skjóta öðrum gervihnetti
út í geiminn — og þess yrði
skammt að bíða að sú tilraun
yrði gerð. begar hefur fyrsta
þrepi Júpiter-skeytis verið komið
fyrir á skotpallinum, en vísinda-
menn hafa áður skýrt svo frá, að
næsti gervihnöttur Bandaríkja-
manna yrði sendur á loft fyrir
marzlok. Ekki er loku fyrir það
skotið að öllum áætlunum hafi
verið flýtt vegna þess hve ferð
„Könnuðs“ hefur gengið vel —
og þykir allt benda til þess að
næsti hnöttur verði kominn á loft
innan nokkurra daga.
Þá hefur heyrzt, að búið sé að
gera við Vanguard-flugskeytið,
sem skemmdist, er reynt var að
skjóta þvj út í desember. Hafi
því verið komið fyrir á öðrum
skotpalli i nánd við Cape Cana-
Horwafh láfinn
BÚDAPEST, 3. febr. — Imre
Horwath, utanríkisráðherra, er
látinn, segir í frétt frá ungversku
fréttastofunni. Horwath var ut-
anríkisráðherra í stjórn Kadars,
en áður hafði hann gegnt sendi-
herraembætti í Washington,
London, Moskvu og Prag. Sonur
hans flýði land í uppreisninni í
Ungverjalandi 1956 — og er land
flótta.
(hurchill vesfur
um haf!
WASHINGTON, 3. febrúar. —
Blaðafulltrúi Eisenhowers skýrði
svo frá í dag, að forsetinn hefðí
boðið Churchill-hjónunum vest-
ur um haf, ef þau vildu veröa
gestir hans í Hvíta húsinu í
nokkra daga, meðan stendur á
sýningu málverka Churchilis
víða í Bandaríkjunum.
Samræma efnahags-
málaslefnuna
HAAG, 3. febr. — Forsætis- og
utanríkisráðherrar Belgíu Hol-
lands og Luxemburg undirrituðu
í dag samning um fullkomið efna
hagssamband landanna — við
hátíðlega athöfn í Haag. Er þetta
eins konar viðbótarsáttmáli við
Benelux-samninginn frá 1948.
Tollmúrarnir milli landanna hafa
smátt og smátt verið brotnir nið-
ur á undanförnum árum, en með
nýja samningnum er það bundið
fastmælum, að ríkin þrjú sam-
ræma efnahagskerfi sín meira en
verið hefur og stefna þeirra í
viðskiptum við önnur lönd verð-
ur og samræmd.
Morðiuginn geymdi
líkið í ísskápi
LONDON, 3. febrúar — Stúlka
ein, sem hvarf á leið heim til sín
skammt utan við London hinn
30. des. s. 1., er nú fundin. Fannst
lík hennar í skógi utan við borg-
ina. Ljóst er, að morðinginn hef-
ur geymt líkið í ísskáp allan
þennan tíma, því að engin rotn-
unarmerki eru á því — og sam-
kvæmt úrskurði lækna gætu
einungis verið fáir dagar liðnir
frá dauða hennar ef dæma ætti
eftir ásigkomulagi líksins. Þó
þykjast þeir fullvissir um það,
að stúlkan hafi verið myrt í
desember, en líkið geymt í kulda
siðan.
veral — og sé nú tilbúið til ann-
arrar tilraunar svo framarlega
sem veður leyfir. Þá er talið, að
komið hafi verið fyrir í Vanguard
sams konar gervihnetti og upp-
haflega var ætlað að láta eld-
flaugina flytja út í geiminn, en
Nokkrir menn héðan úr bænum
fóru fyrir helgina í leiðangur
norður að Tindastóli, til þess að
skyggnast eftir kindunum sem
verið hafa í sjálfheldu í bjarg-
inu, og sagt hefur verið frá í
fréttum. Þar eru nú 2 kindur
eftir af 14, sem þar tepptust.
Leiðangur þessi var farinn fyr-
ir tilstilli Dýraverndunarfélags-
ins á laugardaginn og var Gunn-
ar Þórðarson, yfirlögregluþjónn
hér, foringi leigangursins, en í
honum voru alls 8 menn. Fóru
þeir héðan á stórri trillu, en
höfðu léttbát með í eftirdragi til
þess að fara í land á. Hér hafa
verið svo óstillt veður um langt
skeið, að ekki hefur verið fært
á bát norður fyrr en ' síðasta
laugardag.
Er leiðangursmenn komu til
baka átti ég tal við þá um för-
ina. Þegar þeir félagar voru
komnir í land við fjallið aust-
anvert, en þar uppi var féð, komu
þeir fljótt auga á tvær kindur
ofarlega. Þar hefur snjó ekki fest
til muna, og því ekki haglaust.
Virtust þær vera sprækar, og
töldu leiðangursmenn mjög senni
legt að þær myndu hafa ein-
hverja beit fram á vor. Þetta er
ekkert einsdæmi að kindur lendi
i sjálfheldu í Tindastóli og lifi
þar af langan vetur, hafi þær
haft einhverjar snapir.
Á öðrum stað voru aðrar tvær,
en þær stóðu í algjöru hagleysi.
Klöngruðust leiðangursmenn eins
— New York Times
Frh. af bls. 1.
alveg eins og borgarar stærri og
fjölmennari landa girnast þá.
Úrslit bæjarstjórnarkosning-
anna í þessari viku styðja þá
skoðun,' að ísland sé að verða
þreytt á kommúnistum: Moskvu-
áhangendurnir og Jafnaðarmanna
félagar þeirra í samsteypustjórn
töpuðu fylgi. Ályktunin sem
draga má af þessu, er að þó þessi
úrslit hafi ekki bein áhrif á Al-
þingi, þá muni það finna undir-
öldu almenningsálitsins, svo að
brátt geti dagar samsteypustjórn-
arinnar verið taldir.
ísland hefur hernaðarlega þýð-
ingu fyrir okkur. Það hefur
einnig táknræna þýðingu í heims
baráttunni móti kommúnisma.
Eitt-hundrað-sextíu-og-tvö-þús-
und manna þjóð gefur eins gott
sýnishorn af almenningsálitinu,
eins og hinar vandlega skipu-
lögðu skoðanakannanir, sem fram
fara í þessu og öðrum löndum.
Groundswell = Jörðin skelfur
Sundurslitin þýðing á framan-
greindri forustugrein New York
Times birtist öll úr lagi færð í
Tímanum 31. janúar. Til dæmis
um frágang blaðsins á þessari
frétt má geta þess að enska orðið
„Groundswell" sem þýðir undir-
alda er á máli Tímans þýtt „að
jörðin skelfur“U
hann er liðlega hálft annað kíló
að þyngd.
Hins vegar hafa fréttamenn
það og eftir áreiðanlegum
heimildum, að stærra skeyti sé
nú tilbúið — og í því sé ellefu
kg. gervihnöttur.
Ferð „Könnuðs“ gengur, sem
vonir stóðu til — og eru banda-
rískir vísindamenn mjög ánægð-
ir með árangurinn.
hátt upp eftir gili og fært var
með skotvopn sín og skutu þeir
þessar kindur báðar niður af sill-
unum, sem þær stóðu á.
Á eftir gengu þeir úr skugga
um að í bjarginu eru ekki aðrar
kindur eftir af þeim 14, sem þar
tepptust. Þótti þeim sýnt að 10
hefðu hrapað í sjóinn úr svell-
uðum hlíðum Tindastóls.
Sem fyrr greinir eru nú að-
eins tvær kindur eftir í Tinda-
stóli og þeirra mun ekki verða
vitjað fyrr en með vori og eru
menn vongóðir um að þær muni
þá nást heilar á húfi. —jón.
AÐALFUNDUR Sreinafélags
húsgagnasmiða var haldinn 30.
janúar s.l. Á fundinum fóru fram
venjulega aðalfundarstörf. Stjórn
félagsins var einróma endurkjör-
in, en hana skipa þessir menn:
Formaður: Bolli A. Ólafsson,
varaformaður: Kristinn Guð-
mundsson, ritari: Sigurður Sól-
mundsson, féhirðir: Ólafur E.
Guðmundsson, varaféhirðir: Hall
dór G. Stefánsson.
Varastjórn: Jóhann Ó. Erlends-
son Gunnar G. Einarsson.
Trúnaðarmannaráð er auk
stjórnarinnar skipað þessum
mönnum: Þórólfur Beck, Guð-
mundur Samúelsson, Bjarni G.
Einarsson og Guðmundur Bene-
diktsson.
Endurskoðendur voru kjörnir:
Guðmundur Benediktsson og
Auðunn Þorsteinsson.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt einróma á fundinum:
„Aðalfundur Sveinafélags hús-
gagnasmiða haldinn 30. janúar
1958 lýsir yfir stuðningi sínum
við núverandi ríkisstjórn og
þann samvinnugrundvöll, sem
hún byggir á.
Jafnframt minnir fundurinn
ríkisstórnina á skyldur hennar
gagnvart verkalýðshreyfingunni
í sambandi við lausn efnahass-
málanna og mótmælir eindregið
öllum tilhneigingum til að leysa
þau mál með gengislækkun, beint
eða óbeint.
Fundurinn krefst þess að stjórn
arflokkarnir standi við fyrirheit
sín um hagkvæmar lántökur er-
lendis til uppbyggingar atvinnu
lífsins og lausnar húsnæðisvanda
málanna.
Fundurinn leggur ríka áherzlu
á það við núverandi ríkisstjórn,
i að hún endurskipuleggi ríkisl-^ftrf
ið, dragi úr þenslu þess og ‘É&’-'i
niður alls konar óþörf rikhpt-
gjöld.
Fundurinn telur ennfremur að
ríkisstjórninni sé skylt að standa
við gefin loforð um stækkun land
helginnar.
Að lokum krefst aðalfundur
Sveinafélags húsgagnasmiða þess,
að þegar verði hafizt handa um
framkvæmd þingsályktunartillög
unnar frá 28. marz 1956 um upp-
sögn herverndarsanuiingsins og
Ný gerð toll-
iimsigla hér
í SÍÐASTA Lögbirtingarblaði er
skýrt frá því að nú verði tekin
í notkun ný gerð tollinnsigla og
birtist hér mynd af hinu nýja
innsigli.
Að því er Unnsteinn Beck, toll
gæzlustjóri, skýrði blaðinu frá í
gær er það eftir ábend. Tollmála
stofnunarinnnar í Briissel, að hið
nýja tollinnsigli er hér tekið upp,
en sams konar innsigli eru í Dan-
mörku, Hollandi, Noregi og víð-
ar.
Tollgæzlumenn hér í Reykja-
vík fá í dag afhentar hinar nýju
tollinnsiglistangir en síðan munu
þær verða sendar út á land þar
sem sérstakir tollgæzlumenn
starfa, en sýslumenn, bæjarfó-
getar og lögreglustjórar nota
óbreytt embættiseinkenni.
herinn hverfi úr Iandi.“
Framangreind fréttatilkynning
frá Sveinfélagi húsgagnasmiða,
Reykjavík, hefur borizt Morgun-
blaðinu. í félagi þessu munu vera
rúmlega 80 meðlimir og voru um
30 á fundi, þegar kommúmstar
fengu samþykkta þessa traustyfir
lýsingu á stjórnina. En félag
þetta er eitt þeirra, sem komm-
únistar hafa náð algeru ein-
ræði í.
Starcke ritar mn
handritin
KAUPMANNAHÖRN, 3. febr. —
Starcke hefur ritað grein í Há-
skólabiaðið danska þar sem hann
segir, að íslendingar eigi engar
siðferðilegar kröfur til handrit-
anna, þau hafi aldrei verið eign
Islands eða þjóðarinnar — held-
ur einstaklinga. í handritunum
sé fjallað mestmegnis um Dani
og viðburði í Danmörku — og
sumt sé jafnvel um lífið í Dan-
mörku, áður en menn fluttust
út til íslands. Berlingur birti
kafla úr greininni í dag.
Samþykkt einróma
WASHINGXON 3. febrúar. —
Öldungadeild Bandaríkjaþings
samþykkti einróma í kvöld til-
lögu Eiscnhowers um að 1,260
milljónum dollara yrði varið til
landvarna umfram það, sem
áður hafði verið ákveðið. Hér er
eingöngu um eldflaugafram-
leiðslu að ræða.
PEKING, 3. febrúar — Kínverska
þingið kom saman í dag og flutti
Po I Po, aðstoðarforsætisráðherra
því skýrslu stjórnarinnar. Helstu
atriði hennar voru þau, að fimm
ára áætlunin, sem lauk í des.
s. L, stóðst. Ákveðið hefur verið
að taka upp latneskt stafróf í
stað kínverska táknletursins —
Hvað segir
Wash inglon!
WASHINGTON, 3. febrúar. —
Eisenhower athugaði bréf Bulg-
anins í dag. Ætlunin var, að
hann ræddi við Dulles um efni
bréfsins síðdegis, en Dulles, sem
nýkominn er frá Ankara, kvef-
aðist dálítið í förinni og hélt sig
innan dyra í dag. Mun bréfið
verða rætt á morgun.
Annars er almennt lítið nýtt
talið í bréfi Bulganins. Stjóin-
málamenn í Washington eru
sagðir þeirrar skoðunar, að ríkis-
leiðtogafundur komi ekki til
greina nema að utanríkisráðherr-
arnir hafi ræðzt við áður og
undirþúið fundinn. Telja þeir, að
Bulganin ætli að nota sér þetta
ágreiningsatriði til áróðurs — og
muni ekki hvika frá því að vilja
efna til fundarins án alls undir-
búnings. Síðan ætli hann að segja
að Bandaríkjamenn séu andvígir
ölum viðræðum um afvopnunar-
málin.
Seint í kvöld var birt í Hvíta
húsinu umsögn um bréf Bulgan-
ins. Sagði þar, að einungis væri
um endurtekningar úr fyrra bréfi
að ræða hvað viðvíki fundi ríkis-
leiðtoganna. Rússar yrðu að
hugsa málið betur, ef þeir ósk-
uðu einlæglega að fundurinn yrði
haldinn.
Beðið eftir síld
ÁLASUND, 3. febr. — Ekkert
bólar á síldinni enn — og norsku
sjómennirnir sitja í landi auðum
höndum og bíða. Norskir útgerð-
armenn segja, að sérhvert veiði-
skip verði að fiska 10,000 hl. af
síld til þess að hafa fyrir útgerð-
arkostnaðinum — og fleiri bátar
bjuggust nú til veiðanna en
nokkru sinni fyrr. Fiskifræðing-
ar segja síldina enn 200 sjómílur
undan ströndinni, en hvort hun
kemur, eða hvenær — veit eng-
inn.
Ekki fyrr en....
TEHERAN, 3. febr. — Henry
Cabot Lodge, aðalfulltrúi Banda*
ríkjanna hjá S. Þ., hélt í dag
ræðu í háskólanum í Teheran.
Sagði hann Bandaríkjamenn ekki
mundu hætta framleiðslu kjarn-
orkuvopna fyrr en Rússar sýnl
það í verki að þeir vilji gera hið
sama og fallast á sanngjarna aí-
vopnunarskilmála.
Reiðhjól tekið
við Melaskóla
12 ára drengur varð fyrir ó-
happi í gærkvöldi að missa ný-
legt reiðhjól, Elsvick, blátt með
hvítum brettum, við Melaskól-
ann.
Var þetta um klukkan 9, en
drengurinn var í heiinsókn hjá
húsverðinum og var reiðhjól-
inu stolið við innganginn að
húsvarðaríbúðinni.
Nú eru það vinsamleg tilmæli
til þess, sem hjólið tók, að hann
skili því aftur á sama stað, en
þeir sem gætu gefið einhverjar
uppl. er leiða mættu til þess að
drengurinn fengi hjó.’ið sitt aft-
ur, eru beðiír að hrirgja í sí-na
23-1-82. Drengurinn sagðist
mundi fara strax árdegis í dag
til lögreglunnar og tilk. hvarf
reiðhjólsins.
og eru bundnar vonir við að sú
breyting auðveldi fólki lestrar-
námið. Mikill fjöldi Kínverja er
ólæs og óskrifandi, enda er rit-
mál þeirra erfitt námsefni. Mun
Pekingmálið verða tekið upp sera
ritmál á latnesku letri, en um
70% þjóðarinnar talar það mál
og skyldar móllýzkur.
Aðeins tvter kindur eftir í Tindn
stóli nf 14 sem tepptust
Leiðangur a vegum Dýraverndunar-
félagsins fór þangað
SAUÐÁRKRÓKI, 3. febrúar —
30 menn lýsa transti á rikis-
stjórnina - með skilyrðum
Kínverjor tnko upp lntneskn letrið