Morgunblaðið - 04.02.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. febrúar 1958
MORGVNBLAÐIÐ
3
• • •>
|HB|
: \
' ■: mM
„Könnuður“ var sem kunnugt er sendur út í geiminn með fjögurra þrepa Júpitereldflaug. Fyrsta
þrepið var hins vegar af Redstone-eldflaug — og þessi mynd er tekin í verksmiðjunum, sem
framleiða Redstone. Myndin er af þrepinu, að visu er það ekki nema rúmlega fjórði hluti eld-
flaugarinnar allrar, en nógu stórt finnst okkur það samt.
Rússar náðu olíu-
innflutningnum
„New York World Telegram"
birti fyrir skemmstu grein um
vaxandi ítök kommúnista i efna-
hagslífi ýmissa þjóða. Er þar aðal
lega vikið að Egyptalandi, Sýr-
landi, Ghana, Ceylon og fslandi.
Um ísland segir blaðið m.a.:
Rússar hafa notfært sér ósam-
komulag Vesturlanda og náð
í sínar hendur öllum olíuinnflutn
ingi til íslands. Þeir gerðu það
fyrir tveim árum, þegar brezkum
útgerðarmönnum tókst að stöðva
fiskinnflutninginn til Bretlands
og Bandaríkin keyptu ekki
þann hluta fiskframleiðslunnar.
Rússar létu þá olíu og bíla fyrir
lúðu og þorsk íslendinga.
Framlag Hraun-
prýðiskvenna
NÝLEGA komu í skrifstofu Slysa
Sinfóníutónleikar í Þjóð-
leikhúsinu nk. timnuu-
dagskvöld
Efnisskráin er fjölhreytt og vönduð
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís-
lands heldur tónleika n.k. fimmtu
dag í Þjóðleikhúsinu. Eru þetta
aðrir tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar á þessu ári. Stjórn-
andi verður Róbert A. Ottósson,
en Þuríður Pálsdóttir syngur ein
söng með hljómsveitinni. Þeir
Jón Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar,
og Róbert A. Ottósson skýrðu
fréttamönnum frá þessum tónleik
um í gær.
Aðrir tónleikarnir í röð.
sem Róbert A. Ottósson stjórnar
Eru þetta aðrir tónleikarnir í
röð, sem Róbert A. Ottósson
stjórnar, en hann er nýkominn
frá Berlín, þar sem hann dvaldi
allt s.l. ár fastráðinn sem annar
hlj ómsveitarstj óri sinfóníuhljóm-
sveitar Berlínarborgar. Á fyrri
tónleikunum var hvert sæti
skipað.
Þuríður Pálsdóttir er nýlega
komin heim frá nokkurra mán-
aða námsdvöl í Mílanó. Er þetta
í þriðja sinn, sem hún dveist þar
við söngnám. Þuríður hefir oft
áður sungið með hljómsveitinni.
Er að koma skriður
á Kýpurmálin!
NICOSIU og LONDON, 3. febr. —
Dr. Kutchuk, leiðtogi tyrkneska
minnihlutans á Kýpur, kom í dag
til Nicosiu frá Ankara. Því hef-
ur verið fleygt, að brezki land-
stjórinn á Kýpur, Foot, hafi gert
boð eftir Kutchuk — og ætli að
reyna að fá hann til þess að
koma í veg fyrir að tyrkneski
minnihlutinn eigi upptök að
óeirðum á eyjunni.
Mikill fjöldi tyrkneskra Kýpur
búa fagnaði Kutchuk við kom-
una og las hann fyrir mannfjöld-
ann orðsendingu, sem hann hafði
meðferðis frá tyrknesku stjórn-
inni. Voru eyjarskeggjar þar
hvattir til þess að sýna þolin-
mæði, eyjunni yrði skipt fyrr
eða síðar.
í London hefur Lloyd utan-
ríkisráðherra átt viðræður við
Butler, sem nú gegnir forsætis-
ráðherraembætti. Hefur utan-
ríkisráðherrann skýrt þar við-
ræðurna við tyrknesku stjórnina
á dögunum.
Hún er ört vaxandi söngkona,
sem hefir þroskast með hverju
viðfangsefni, er hún hefir fjallað
um. í Mílanó söng hún á hljóm-
leikum ásamt öðrum ungum
sönðvurum og fékk góða dóma.
Stóð henni til boða að syngja í
tveimur óperum við óperuhús í
Mílanó, en hafði ekki tök á að
taka boðinu, þar sem hún þuríti
að snúa heim.
Fjölbreytt »g vönduð
efnisskrá
Á efnisskránni eru í þetta sinn
í senn létt tónverk og tónlist, sem
er þyngri í vöfum. Verður sá
háttur hafður á að leika léttu tón
verkin fyrir hléið.
Fyrst er forleikur að óperunni
Kátu konurnar frá Windsor eftir
Nicolaj. Síðan syngur Þuríður
óperuaríu úr Don Giovanni eftir
Mozart, aríu úr Don Pasquale
eftir Donizetti og ,oks atriði úr
óperunni Faust eftir Gounod. í
þessu atriði er „recitativur"
söngur um konunginn í Thule og
gimsteinaarían svokallaða. Þá eru
tveir dansar úr óperunni Selda
brúðurin eftir Smetana.
Eftir hléið verður leikin Sin-
fónía nr. 2, Defire Temperament-
er, eftir danska tónskáldið Carl
Nielsen. Hér hafa verið flutt
nokkur smærri verk eftir þetta
danska tónskáld, en þetta er í
fyrsta sinn, sem nokkuð af stærri
verkum hans er flutt hér.
Flutningur Sinfóníunnar
merkur viðburður
í tónlistarlífi bæjarins
Carl Nielsen er fæddur 1865, og
er hann dó 66 ára að aldri. var
hann tvímælalaust frægasta tón-
skáld Norðurlanda að Sibelíusi
einum undanskildum. Margir
telja hann enn merkara tónskáld
en Sibelíus, þó að hann sé ekki
eins frægur. En s.l. 20 árum hefir
orðstír hans vaxið mjög, og segja
má, að horfur séu á, að hann verði
heimsfrægur, sagði Jón Þórarins-
son. Fyrsti flutningur á þessu
verki mundi því þykja mikill tón
listarviðburður, hvar sem væri.
Hugmyndn að De fire Temjera
menter fékk tónskaldið, er hann
var eitt sinn á ferð um Sjáland
ásamt konu sinni. Fóru þau inn
í veitingakrá til að fá sér glas af
öli, og þar hékk á vegg málverk,
sem bar nafnið De fire Tempera-
menter. Var því skipt í fjóra reiti,
er tákna áttu hinar fjórar mis-
munandi lyndiseinkunnir Tón-
skáidið hefur lýst því hversu öfga
fullt, hlægilegt og kiaufalegt
honum hafi þótt málverkið, en
hann losnaði ekki við áhrif þess,
fyrr en hann hafði túlkað þau í
tónum. Er verkinu skipt í fjóra
kafla. Sá fyrsti á að lýsa bráð-
lyndinu, annar rólyndinu, þriðji
þunglyndinu og fjórði léttlyntí-
inu.
Nielsen samdi 6 sinfóníur nokkr
ar óperur og ýmis konar aðra tón
•list. Þess má geta, að ungverski
fiðluleikarinn Emil Telmanyi,
sem hingað hefir komið, er
tengdasonur Nielsens.
★ ★ ★
Síðustu tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitarinnar sem haldnir
voru 20. jan. s.l., voru mjög vel
sóttir og seldust aðgöngumiðar
upp nokkru fyrirrram. Forráða-
menn hljómsveitarmnar vilja því
hvetja menn til tryggja sér miða
í tíma á þessa tónleika, þar sem
búazt má við a.m.k. jafnmikilli
aðsókn.
varnafélagsins formaður og gja’td
keri slysavarnadeildarinnar
Hraunprýði í Hafnarfirði og af-
hentu 45 þúsund krónur sem er
framlag deildarinnar.
Deildin hefur nýlega haldið aö-
alfund sinn og var öll stjórnm
endurkosin, en hana skipa: Rann-
veig Vigfúsdóttir, formaður; Sig-
ríður Magnúsdottir, gjaldkeri,
Elín Jósefsdóttir, ritari; og með-
stjornendqr Sólveig Eyjólfsdóttir,
Ingibjörg Þorsteinsdottir og
Hulaa Helgadóttir.
Starfsemi deildarinnar hefur
verið með miklum bloma og hat'a
konurnar sýnt frábæran dugnaö
við fjáröflun og einnig haft á
sínum snærum unglingadeildina
Hjálparhöndin, sem starfar mtð
mikiili prýði og sannarlega öðr-
um til fyrirmyndar.
(Frá Slysavarnalél. ísland^)
ByggingaverkamaSur
tapar sKaÓaúófamáli
í HÆSTARÉTTI hefur gengið
dómur í skaðabótamáli, sem höfð
að var gegn ríkissjóði, af manni
er slasaðist við vinnu hjá erlend-
um verktaka suður á Keflavíkur-
flugvelli. Maðurinn, sem heitir
Lárus Guðmundur Guðmundsson,
Höfðakaupstað, gerði rúmle'ga
163,000 króna skaðabætur, bæði
í undirrétti og eins fyrir Hajsta-
rétti. Hann vann málið að nokkru
í undirrétti, en tapaði því alveg
í Hæstafétti.
Forsaga málsins er á þá leið,
að Lárus G. Guðmundsson vaun
hjá ameríska verktakafélaginu
Hamilton, Smith, Beck Comp-
anies á Keflavíkurflugvelli er
slysið varð hinn 12. október 1953.
Féll þá Lárus niður af timbur-
stafla, sem var rúmlega metri
á hæð. Var hann uppi á stafianum
að velja þar borð. Daginn áður
hafði rignt en kuldi var um nótt-
ina og var timburstaflinn élaður
og háll mjög. Rann Lárus Guð-
mundur til og féll út af staflanum
og kom niður á vinstri öxl og
handlegg og slasaðist.
í Héraðsdómnum segir m.a.:
Þá er leitt í ljós, að nauðsyn
bar til, að farið væri upp á stafl-
ann til þess að velja borð úr efri
búntunum, svo og að því verki
hafi ýmist verið hagað svo, að
menn gerðu þetta sjálfir hver
fyrir sig, eða að sérstakur maður
stæði uppi á staflanum og rétti
borðin niður. Að svo vöxnu mali
verður ekki fallizt á það með
stefnda, að stefnandi hafi verið
uppi á staflanum að nauðsynja-
lausu, er hann féll niður. Eigi er
heldur í ljós leitt, að sú máls-
ástæða stefnda hafi við röic að
styðjast, að stefnandi hafi íallið
niður af staflanum vegna ógætni
sinnar. Á hinn bóginn þykir hafa
það skort, að gætt væri ör.vggis,
sem kostur var, þar sem svo var
frá timbrinu gengið. sem
að framan er lýst, en sjá mátti
fyrir nokkra hættu af því að
menn færu upp á timburstaf lann
til þess að sækja borð. Má rekja
orskir slyssins til þessarar ófull-
nægjandi öryggisgæzlu á vinnu-
stað og óhappatilviljunar“.
í undirrétti voru Lárusi Guð-
mundi dæmdar 50.000 kr. í
skaðabætur. í forsendum dóms
Hæstaréttar segir m. a.:
Aðaláfrýjandi Rikissjóður hef-
ur skotið máli þessu til Hæsta-
réttar með stefnu 21. maí 1957.
Hann krefst aðallega sýknu og
málskostnaðar i héraði og fyrir
Hæstarétti úr hendi gagnáfrýj-
anda, en til vara lækkunar
fjárhæða og að hvorum aðila
verði dæmt að bera kostnað sinn
af málinu fyrir Hæstarétti.
Gagnáfrýj andi Lárus Guðmund
ur, sem veitt hefur verið gjaf-
sókn hér fyrir dómi, hefur áfrýj-
að málinu með stefnu 27 maí
1957. Hann krefst þess, að aðal-
áfrýjanda verði dæmt að greiða
honum kr. 156.369.00 ásamt 6%
ársvöxtum frá 12. október 1953
til greiðsludags og málskostnað
í héraði og fyrir Hæstarétti eftir
mati dómsins.
Eigi er í Ijós leitt, að vinnu-
veitenda þeim, sem hlut átti að
máli, verði vegna aðgæzluskorts
eða vanbúnaðar á vinnustað gefin
nokkur sök á slysi gagnáfrýjantía.
Verður aðaláfrýjanda því dæmd
sýkna.
Eftir atvikum þykir rétt, að
hvor aðili beri kostnað sinn af
málinu í héraði og fyrir Hæsta-
rétti“.
STAKSTEIMR
Leit stjórnao’flokkanna
Eftir að kunnugt var, hvílíkan
ósigur stjórnarflokkarnir biðu i
bæjarstjórnarkosningunum bæði
hér í Reykjavík og víðs vegar
úti um land, hafa forystumenn-
irnir og málgögn þeirra gert sér
leit að ástæðunum til þess, að
svona skyldi fara. Hver hefur
sínar skýringar og ber þeim ekki
alltaf sem bezt saman. En allir
forðast flokkarnir að minnast á
það, sem vafaluust er megin-
ástæðan til hinnar hraklegu
útreiðar stjórnarflokkanna, þegar
litið er á kosningaúrslitin í heild.
Almenningur sér það vitaskuld
og skilur, að núverandi ríkis-
stjórn hefur ekki staðið við neitt
af þeim loforðum, sem hún gáf.
Fyrir hálfu öðru ári síðan gaf
hún mörg og stór loforð, bæði
fyrir og eftir kosningar, en þeg-
ar þjóðin fer að gera reikning-
inn upp, kemur í ljós að ekkert
af þessum stóru loforðum liefur
verið efnt. Enginn af forystu-
mönnum flokkanna né nokkurt
af málgögnum þeirra hefur
treyst sér til að taka upp loforöa-
skrárnar frá 1956 og benda nú
á hvað efnt hafi verið af þeim
Ioforðum. Stjórnarflokkarnir
reyna vitaskuld að komast í
kringum þessa staðreynd, sem
vafalaust hefur átt mjög mikinn
þátt í kosningaúrslitunum og
reyna að finna orsakirnar annars
staðar en þar er leitað langt yfir
skammt.
Tíminn gefur þá aðalskýringu
á fylgistapinu, að Sjálfstæðis-
menn hafi haft uppi magnaðan
áróður og breitt út ýmislegt, sem
blaðið kallar „sögur“ og á það
þar við frumvarpið, sem hirt var
af borðum þingmannanna og
guliu bókina, sem er samin af
stjórnskipuðum nefndarmönnum.
Hér var ekki um neinar „sögur“
að ræða, heldur blákaldan veru-
leika.
Lausn á getraun
í Morgunblaðinm á sunnudag-
inn voru birtir greinarkaflar úr
einu af stjórnarblöðunum og sú
spurning lögð fyrir lesendur úr
hvaða blaði þeir teldu að þessir
kaflar væru. Flestir munu hafa
getið sér þess til, að hér væri um
greinarkafla úr Þjóðviljanum að
ræða, því svo glögg voru eyrna-
mörk kommúnista á greininni, að
tæplega gat þar verið um að vill-
ast. Þar var prédikuð samfylk-
ingarlína kommúnistanna og
ástæðan til ósigurs Alþýðu-
flokksins mcðal annars talin sú,
að flokkurinn hefði ekki haft
samfylking'u með kommúnistum
til kosninga í verkalýðsfélögun-
um. Greinin var öll á þessa bók
lærð og hefði sómt sér vel hvar
sem var í Þjóðviljanum. En
greinin birtist raunar á fimmtu
síðu Tímans á laugardaginn var,
en sú síða kallast „Vettvangur
æskunnar“ og er málgagn Sam-
bands ungra Framsóknarmanna.
Ritstjóri er Áskell Einarsson.
Það er ekki annað hægt að
segja en að kommúnistar megi
líta hýrum vonaraugum til ung-
liðanna í Framsóknarflokknum,
ef margir þeirra hugsa á svipað-
an hátt og höfundur þessarar
greinar, sem liefði sómt sér svo
einstaklega vel í Þjóðviljamim.
Ef þessi grein er rétt mynd af
því andrúmslofti, sem er meðal
æskumanna innan Framsóknar-
flokksins, þá er ekki annað sjá-
anlegt, heldur en að þar sé um
eins konar klakstöð að ræða fyr-
ir kommúnistaflokkinn. Komm-
únistar geta svo vænzt þess, að
þegar* þessi síli, sem svona eru
sinnuð, ná vissum þroska, verði
þeim sleppt í „myllulæk“ komm-
únistanna, svo notað sé eitt orð
úr þessari furðulegu ritsmíð.