Morgunblaðið - 04.02.1958, Side 12

Morgunblaðið - 04.02.1958, Side 12
12 MORCUNBLAÐIÐ í>riðjudagur 4. febrúar 1958 UTSALA Hin árlega útsala okkar er hafin. Stórkostleg veirðlækkun Lítið inn og gerið hagstæð kaup. Eitthvað fyrir alla. Skólavörðustíg 21. Ungverskar ullarpeysur GLUGGIIMN Laugaveg 30. Y firbókarasfaða flugmálastjórnarinnar er laus til umsóknar. — Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu minni á Reykjavíkurflugvelli fyrir 15. marz nk. Reykjavík, 31. janúar 1958. Flugmálastjórinn Agnar Kofoed-Hansen. íbúð til leigu Til leigu er 4 herbergja íbúð í nýlegu húsi við Laug- arnesveg. íbúðin er 115 m2 auk geymslu o. fl. í kjallara. Sanngjörn leiga. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Upplýsingar gefur Fasteigna og Verðbréfasalan, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Ingibiörg Ólafsdóttir — minning „NEI, hvað sé égt — ert það þú?“ sagði frú Ingibjörg Ólafs- dóttir, þegar við sáumst í sumar eftir réttan aldarfjórðung. Og þó að hún væri komin yfir hálfátt- rætt, brá fyrir glampa af glettni í augum hennar. „Það held ég þú sért nú búinn að gleyma spaug- inu, sem flaug okkar á milli í bókasafninu á ísafirði.“ „Nei, ekki gamanseminni,“ svar aði ég, ððen orðaskiptum. Og þó man ég enn það síðasta, sem ég heyrði þig segja á ísafirði." „Það er meira en ég man,“ sagði hún. Það var síðan ráðið, að ég og þau hjónin hittumst í góðu tómi, en áður en af því yrði, heyrði ég, að Ingibjörg væri komin í sjúkra hús, og þann 17. þ. m. var ég við- staddur, þá er hún var kvödd í Fossvogskapellu og ísfirðingur- inn séra Jón Auðuns kastaði á hana rekunum þremur. Kynni okkar Ingibjargar urðu þannig, að þegar bókasafnið á ísa firði var flutt í stærri og hentugri húsakynni en það hafði áður haft, þá er ég varð þar bókavörður, réðst hún til að hjálpa mér við þrif á bókum og niðurröðun þeirra í hillur. Síðan vann hún með mér á hverju vori að þrifum safnsins, unz þau hjón fluttust til Reykjavíkur. Sömu árin kynntist ég og náið bónda hennar, því að hann var þá dyravörður í skólan- um, þar sem ég kom daglega frá hausti til vors. Frú Jngibjörg fæddist á Láuga- bóli í ísafirði 23. september 1881. Foreldrar hennar voru hjónin ól- afur Jónsson og Sigurborg Gunn- laugsdóttir, sem þá voru vinnu- hjú Jóns bónda Halldórssonar og Guðrúnar Þórðardóttur. Jón var einstakur maður að áhuga og dugnaði á sjó og landi og kona hans mikil húsfreyja og búkona, og var Laugabólsheimilið stórt og frábærlega myndarlegt. Þarna ólst Ingibjörg upp, unz hún var orðin stálpuð, vandist öllum verkshætti á slíku heimili, en fékk auk þess tilsögn í hannyrð- um, sem hún var mjög hneigð fyrir. Var Guðrún húsfreyja henni mjög góð og umhyggju- söm. Frá Laugabóli fluttust for- eldrar Ingibjargar að Hallsstöð- um á Langadalsströnd, og þar átti Ingibjörg heima, unz hún giftist árið 1902 sveitunga sínum Markúsi, syni Bjarna bónda á Armúla, Gíslasonar dannebrogs- manns s. st. Bjarnasonar, sem einnig bjó á Ármúla. Markús hafði snemma vanizt sjósókn, og þá er þau Ingibjörg gengu í hjóna band, hafði hann lokið prófi við Tungubomsur Fyrir kouur og böru Hlífðarskófatnaður á karla, konur og börn. tJRVAL Sendum í póstkröfu. HECTOR Laugaveg 11 — Laugaveg 81 Spœnskukennsla Munið námskeiðið, sem byrjar í næstu viku. Væntanlegir nemendur mæti nk. fimmtudag kl. 8 síðd. í VII. kennslustofu Háskóla Islands, Næst síðusti útsöludagur Ýmsar vörur ennþá á ótrúlega lágu verði svo sem: flauelisbuxur á telpur, drengjanærföt á 6—8 ára. Kvenblússur, hvítar og mislitar. Nælonsokkar á kr. 22,00. Herrabindi á kr. 14.00 o. m. fl. Gjörið svo vel og lítið inn. imkmupinn TEMPLARASUND -3 \ I t Afgreiðsíumaður (Lagermaður) óskast í véladeild Áhaldahúss vegagerða ríkisins, Borgartúni 5. Upplýsingar gefur vélaverkfræðingurinn, sími 12809. Afgreiðslustarf Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í sérverzlun í miðbænum strax. Tilboð ásamt upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist blaðinu merkt: „Verzlun —Hd±ó“, fyrir miðvikudag. Stýrimannaskólann í Reykjavík. Þau settust að á ísafirði. Þar var Markús stýrimaður og skipstjóri, unz hann meiddist þannig að hann gat ekki lengur verið yfirmaður á skipum. Eftir það stundaði hann oftast þar vestra ýmis störf í landi, þangað til þau hjónin flutt- ust til Reykjavíkur á kreppu- árunum. Þau áttu þrjú börn, Ólaf, kennara í Reykjavík, kvæntan Hólmfríði Jónsdóttur, Guðrúnu húsfreyju í Silfurtúni, gifta Jóni Jónssyni húsasmíðameistara frá Skaganesi í Mýrdal, og Elísabetu húsfreyju í Sveinatungu í Garða hreppi, gifta Jóhanni stórkaup- manni Eyjólfssyni. Ingibjörg Ólafsdóttir var á yngri árum fríð sýnum og alla ævi myndarleg í sjón, hýrleg og skýrleg. Hún var hvort tveggja í senn: góð kona og greind. Hún var traust í skapi, dugleg og vel verki farin, mjög hagvirk og smekkleg á hannyrðir, þó að hún gæti lítt gefið sig við slíkum störfum fyrr en á efri árum sínum. Hún var bónda sínum ómetanlegur föru- nautur og börnunum frábærlega umhyggjusöm og nærgætin, enda naut hún mikillar ræktarsemi og ástúðar af hendi dætra sinna, þá er elli tók að færast yfir hana og heilsan að bila. Hún var fámál og óhlutdeilin um annarra hagi, frekar dul og þó glaðleg við lítil kynni, en ræðin og skemmtileg, þá er kynning jókst, reyndist þá glettin og gamansöm, enda hafði hún glöggt auga fyrir öllu skrýtnu og skoplegu og var minn ug á sérleg atvik og orðalag. Þess vegna hef ég órðið lang- minnugur á orð hennar við mig, þá er hún flutti frá ísafirði, að þau lýstu henni vel, voru engan veginn sögð út í bláinn, eins og sitthvað það, sem fólk lætur sér um munn fara, þegar svipað er ástatt. Ég hafði spurt hana, hvort hún héldi nú ekki, að hún mundi kunna hálfilla við sig syðra svona í fyrstunni. „Onei“, sagði hún. „Fólkið er sjálfsagt alls staðar eftir því, hverju að því er snúið, og þó að mér sé sagt, að tíðin sé leiðinlegri fyrir sunnan en hérna á Vest- fjörðum, þá kvíði ég henni ekki. Ég held það sé mest komið undir manneskjunum sjálfum, hve oft þær njóta sólarinnar." Ég sá ekki betur í sumar, þegar við Ingibjörg hittumst, en að ell- in hefði ekki náð að byrgja fyrir henni sólina, og víst mundi bjart um hana í minningu allra, sem af henni höfðu nokkur veruleg kynni. Guðmundur Gislason Hagalín. Ekki jafnmargir kafbátar WASHINGTON, 31. jan. — Butke yfirforingi bandariska flotans, skýrði fulltrúadeild þingsins svo frá í dag, að Rússar framleiddu nú ekki kafbáta í jafnstórum stíl og áður. Rússneska flota- stjórnin hefði nú einbeitt sér að framleiðslu kjarnorkuknúinna skipa — og hefði þar af leið- andi dregið nokkuð úr kafbáta- framleiðslunni. Ný tillaga um nýjaíi fund PRAG, 31. jan. — Tékkneska stjórnin gerði það að tillögu sinni í dag að haldinn yrði fundur aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins og Varsjárbandalagsins með þátttöku Júgóslavíu, Egypta lands, Indlands, Sviss og Aust- urríkis. Tillögunni var komið á framfæri í orðsendingu, sem sendiráðum í Prag bárust í dag frá tékknesku stjórninni. í orð- sendingu þessari er lýst fullum stuðningi við hugmyndina um griðasáttmála NATO og Varsjár bandalagsins svo og tillöguna um • „afvopnað" belti í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.