Morgunblaðið - 04.02.1958, Síða 13
Þrifiinrtneiir 4. febrúar 195S
MORGUNBLAÐIÐ
13
Enska knaítspyrnan
Þeir, sem valdir voru til heimsmeistarakeppninnar. Standandi frá vinstri: Hallsteinn þjálfari, Val-
ur Ben., Karl Ben., Sverrir Jónsson, Gunnlaugur, Ragnar, Þórir, Einar, Hermann, Árni form. HSÍ.
, Fremri röð f. v.: Bergþór, Karl Jóhannsson, Guðjón, Kristófer, Reynir og Kristinn.
16 ísl. handknatíleiksmenn valdir
til Jaátttöku í heimsmeistarakeppni
NÚ HAFA verið valdir þeir
handknattleiksmenn, sem fyr
ir Islands hönd eiga að taka
þátt í heimsmeistarakeppn-
inni í handknattleik, sem
fram fer í A-Þýzkalandi 2«,
febrúar til 8. marz. Héðan
fara 16 leikmcnn og farar-
stjóri, þjálfarí og landsliðs-
nefndarmaður. Utan heldur
hópurinn eftir um það bil 3
vikur, en ferðin stendur í
2—3 vikur.
Á æfingu 26 manna úrvals-
hóps tilkynnti form. handknatt-
leikssambandsins, Árni Árnason,
val landsliðsnefndar, en HSÍ
hafði borizt það í bréfi.
Þeir, sem valdir voru eru
þessir:
Birgir Björnsson, FH.
Bergþór Jónsson, FH.
Einar Sigurðsson, FH.
Guðjón Þ. Ólafsson, ÍR.
Gunnlaugur Hjálmarsson, ÍR.
Hermann Samúelsson, ÍR.
Hörður Jónsson, FH.
Karl Benediktsson, Fram.
Karl Jóhannsson, KR.
Kristófer Magnússon, FH.
Ragnar Jónsson, FH.
Reynir Ólafsson, KR.
Sverrir Jónsson, FH.
Valur Benediktsson, Val.
Þórir Þorsteinsson, KR.
Kristinn Karlsson, Á.
I bréfi nefndarinnar til HSI
segir á eftir þessari upptalningu,
að nefndin (en hana skipa Sig-
urður Norðdal og Grímur Jóns-
son) hafi ekki orðið sammála um
16. mann fararinnar og var þar
um að ræða Kristinn Karlsson,
Á, og Guðjón Jónsson, Fram.
I lögum HSÍ um landsliðsnefnd
segir svo að verði ágreiningur í
nefndinni skuli stjórn HSÍ í sam-
ráði við þjálfara fella endalegan
úrskurð. Stjórn HSÍ og þjálfari
úrskurðuðu að Kristinn Karlsson
skyldi vera 16. maður hópsins.
Var það gert m. a. af þeirri
ástæðu að bréf hafði borizt frá
Handknattleiksráði Reykjavíkur
þess efnis að ráðið fengi fulltrúa
í fararstjórn. Ákvað stjórn HSÍ
Arni Árnason, form. IISl, tilkynnir úrvalsflokksmöiinum hverj-
ir valdir voru tii Þýzkalandsferðar.
a& leika á fflmnanowep
1 GÆR barst Iiandknattleikssam-
bandinu boð um það að ísleznka
landsliðið sem taka á þátt í
heimsmeistarakeppninni í Austur
Þýzkalandi, leiki einn leik í
Hannover.
Þetta boð er nú til athugunar
hjá sambandinu. Til greina koma
tveir leikdagar samkvæmt boð-
mu. í fyrsta lagi að leikið verði
par 23. febrúar þegar liðið er á
leið til Magdebugr, eða að leika
þar 9. marz er liðið er á heim-
leiö.
að það skyldi vera Kristinn
Karlsson, en hann á sæti í stjórn
handknattleiksráðsins. Auk þess
sem hann er leikmaður, er hann
því í fararstjórn.
Formaður ráðsins tilkynnti að
Birgir Björnsson skyldi vera
fyrsti fyrirliði en Karl Jóhanns-
son ef Birgir væri ekki á leik-
velli.
Leikstjóri (þ. e. a. s. sá er sér
um m^nnaskiptingar) er Hall-
steinn Hinriksson þjálfari. Þá
skipaði ráðið uppstillingarnefnd
liðsins í utanferðinni og skipa
hana Hallsteinn þjálfari, Sigurð-
ur Nordal landsliðsnefndarmað
ur og fyrirliði hverju sinni.
Ekki er að leyna því að dálítill-
ar óánægju gætir í sambandi við
val liðsins. Alltaf deila menn
um úrvalslið og sýnist sitt hverj-
um. Óánægjan nú er ekki alvar-
legs eðlis.
Ýmsum þykir að nokkrir góðir
séu skildir eftir heima t. d. Hörð-
ur Felixson, KR, Guðjón Jónsson,
Fram svo einhverjir séu nefndir.
Þá þykir sumum nokkuð djarft
teflt að hafa aðeins 2 markverði
í förinni.
Ástæðan til að Hörður Felix-
son fyrirliði KR-liðsins og einn
Framh. á bls. 18
Meistaramót
Islands í
frjálsíþróttum
innanhúss
INNANHÚSSMEISTARAMÓT ís
lands í frjálsum íþróttum fer
fram í íþróttahúsi Háskólans.
sunnudaginn 23. marz 1958 og
hefst kl. 3 e.h. Undankeppni í
þeim greinum, þar sem þátttaka
verður mikil fer fram laugardag
inn 22. marz kl. 3 e.h. á sama
stað.
Keppnisgreinar eru:
Þrístökk án atrennu.
Langstökk án atrennu.
Hástökk án atrennu.
Stangarstökk.
Hástökk með atuennu.
Kúluvarp.
Útbreiðslunefnd FRI sér um
mótið og þurfa þátttökutilkynn-
ingar að hafa boriat í Box 1099,
Reykjavík, fyrir 20. marz n.k.
NÚ hafa öll lið fyrstu deildar
leikið tuttugu og sjö leiki, en
alls eru leikirnir fjörutíu og tveir.
Úlfarnir hafa enn fimm stiga
forskot, þar sem þeir unnu Lei-
cester 5:1. Síðustu tveir leikir
sýna, að þeir eru úr öldudal jan-
úarmánaðar. Mörkin gerðu hægri
útherjinn Deelay eitt, innherj-
arnir Mason eitt og Broadbent
tvö, en eitt var sjálfsmark. Mörik
in skiptust nokkuð jafnt á milli
framherja Úlfanna. í síðustu
víku skoruðu Mason, Mullen og
svo Broadbent tvö.
Preston North End sigraði
Birmingham með „aðeins “ 8
mörkum gegn engu. Listamenn-
irnir Finney og Thomson gerðu
mestan usla, skoruðu fimm mörk.
Fyrir tveim árum var Thomson
keyptur fr: Aston Villa fyrir
tuttugu og fimm þúsund pund.
Fyrirliði skoska landsliðsins
Docherty átti einnig góðan leik,
hann leikur framvörð með Prest-
on.
Síðastliðinn vetur var gerð til
raun með Finney og Thomson í
enska landsliðinu gegn Skotlandi
en sú tilraun misheppnaðist,
Ástæðan var sú að Docherty lék
með Skotlandi og þekkti leik fé-
laga sinna út og inn.
West Bromwich Albion hefur
burstað Manchester City tvisvar
í vetur og skorað gegn þeim 14
mörk. Þessi lið mættust aftur á
laugardaginn. Strax á sjöttu mín
útu skoraði Kevan fyrir Albion
og virtist sagan ætla að endur-
taka sig.
En nú var mælirinn fullur.
Leikmenn City tóku að leika
knattspyrnu, sem þeim er von og
vísa. Þeir gáfu andstæðingunum
engan frið, hófu hverja sóknina
á eftir annari og skutu viðstöðu-
laust, þegar tækifæri gafst. Tólcst
þeim að skora fjögur mörk og
sigra' glæsilega.
Framh. á bls. 18.
Ármann J. Lárus-
r
son vann Ar-
mannsskjöldinn
SKJALDARGLÍMA Ármanns fói
fram á sunnudaginn. Keppendur
voru 11 talsins. Sigurvegari varð
Ármann J. Lárusson, UMFR, sem
lagði alla sína keppinauta og
hlaut 10 vinninga. Hefur Ár-
mann margoft unnið skjöldinn
áður.
Næstur honum að vinningum
varð bróðir hans, Kristján Heim-
ir Lárusson. Hlaut hann 8 vinn-
inga. Þriðji að vinningum varð
Ólafur Guðlaugsson, UMF Dags-
brún.
Benedikt G. Waage, forseti
ÍSÍ, afhenti verðlaun að glímu-
lokum.
Svanberg á fullri ferð.
Svanberg Þórðarson og Heiðn
Árnadóttir sigruðn ó skíðamótinu
HIÐ árlega Stefánsmót skíðamanna, það 9. í röðinni, fór fram við
skíðaskálann í Hveradölum á sunnudaginn. Það var fyrsta skíða-
mót vetrarins og fór fram í ákjósanlegu veðri og við beztu að-
stæður. Margt manna var við keppnina, en keppendur voru alla
36 talsins.
Keppt var í svigi í öllum
fiokkum. í aðalkeppni dagsins í
A-fiokki karla sigraði Svanberg
Þórðarson ÍR. í kvennaflokki
Heiða Árnadóttir Á, Sigur Svan-
bergs kom nokkuð á óvart, en
var stórglæsilegur Hann er ung-
ur skíðamaður, en mjög efnileg
ur. Má geta þess að tiann er bróð-
ir Eysteins, bezta skíðamanns ís
lands í fjallagreinum.
Úrslit í A-flokki:
1. Svanberg Þórðarson 43,5 og
42.0 = 85.5 sek.
2. Guðni Sigfússon ÍR 45,5 og
44.8 = 90,3 sek.
Ólafur Nilsson KR 45.8 og 44.6
= 90.4 sek.
í 4. sæti kom sigurvegarinn frá
í fyrra Stefán Kristjánsson og í
5. sæti Ásgeir Eyjólfsson. .
Kvennaflokkur:
1. Heiða Árnadóttir Á 28.8 og
36.6 = 65.4 sek.
2. Karolína Guðmundsdóttir
KR 30,1 og 37,9 = 68,0 sek.
B-flokkur karla:
1. Hilmar Steingrímsson KR
48.6 og 45.0 = 93.6 sek.
2. Marteinn Guðjónsson KR
52.0 og 47.9 = 99.9 sek.
3. Leifur Gíslason KR 50.7 og
49.5 = 101,2 sek.
V llokkur karla:
1. Úlfar Andrésson ÍR 31.8 og
32.5 = 64.3 sek.
2. Þorkell Ingimarsson ÍR 37,2
og 35,4 = 72,6 sek.
3. Björn Steffensen KR 34.8 og
40.5 = 75.3 sek.
Drengjaflokkur:
1. Jón Lárusson Á 21.6 og 22.9
= 44.5 sek.
2. Hinrik Hermannsso* KR
25.0 og 23.2 = 48.2 sek.
3. Proels Bentsen KR 24,7 og
24.1 = 48.8 sek.