Morgunblaðið - 04.02.1958, Síða 17
Þriðiiidaerur 4. febrúar 1958
MORCUNBLAÐIÐ
17
Jens Péfursson
í Crafarnesi
Fæddur 30. marz 1927.
Dáinn 11. desember 1957.
SKÖMMU fyrir jól lézt á sjúkra-
húsi hér í Reykjavík Jens
Pétursson, Grafarnesi, áður bóndi
á Búlandshöfða. Jens sálugi féll
frá í blóma lífsins, liðlega þrit-
ugur að aldri, eftir að hafa árum
saman glímt við þann sjúkdóm,
sem leiddi hann til dauða. Þessi
sjúkdómur hafði í för með sér,
að Jens gat aldrei notið krafta
sinna eins og efni stóðu til. Ftá
náttúrunnar hendi var Jens karl-
mannlegur að vallarsýn, hár og
þrekinn eins og hann átti kyn til,
og hefði eflaust orðið dugrnikill
bóndi, ef heilsan hefði ekki brugð
izt honum.
Eftir að hafa dvalið hér í
Reykjavík á heimili systur sinn-
ar, Guðrúnar Pétursdóttur, um
10 ára skeið sér til lækmnga.
jafnframt því sem hann stundaði
bifreiðaakstur hjá Landsspítalan-
um og fleiri fyrirtækjum, fluttist
Jens sálugi aftur vestur í Breiða-
fjörð til æskustöðvanna og gerö-
ist bóndi að Búlandshöfða í Eyrar
sveit. Þó að Jens sálugi dveldist
þetta lengi hér í Reykjavík, átti
sveitin hans fagra fyrir vestan
allan hug hans, og í þeirri trú, að
í skauti náttúrunnar mundi heilsu
hans ekki síður borgið en hér í
Reykjavík, þótt þar væri lengra
til lækna og lyfjabúða að sækja,
hóf hann búskap á erfiðri jörð,
en sjúkdómurinn bar harm ofur-
liði svo hann varð að hverfa frá
búskapnum eftir nokkur ár og
setjast að í Grafarnesi. En
skömmu eftir að þangað kom
varð hann dauðsjúkur og var
fluttur í sjúkrahús hér í bænum
og lézt eins og áður er sagt.
Jens var fæddur að Hjarðar-
brekku í Eyrarsveit. Foreldrar
hans voru Pétur Jóhannesson,
bóndi, og Kristín Guðmundsdótt-
ir, sem nú býr á Naustum með
syni sínum, Hallgrími Péturssyni,
og verður nú að sjá af þriðja syni
sínum hverfa héðan á bezta aldri.
Við, sem þekktum Jens sáluga,
minnumst með söknuði góðs
drengs, sem ekki aðeins bar æðru
laust erfiðan sjúkdóm heldur var
manna léttastur í lurid i nópi vina
— minningarorð
og kunningja, góðviljaður og
hjálpsamur þegar tii hans var
leitað.
Árið 1951 gekk Jens sálugi að
eiga Eygló Pálmadóttur og eign-
uðust þau 4 börn og er það elzta
aðeins 6 árá. Það verður aldrei
fullskýrt með orðum einum,
hversu þungt áfall það er íyrir
konu og bórn að sjá á bak maka
og föður, þegar dagur stendur
hæst í lífi fjölskyldunnar og verið
er að koma börnunum til þroska
og manndóms, en það verður
þeim nokkur harmabót, að allar
þeirra endurminningar um Jens
sáluga eru ljúfar og góðar og
munu veita þeim styrk í þeirri
erfiðu baráttu, sem framundan
Kveðja
Horfði ég á þig hugfanginn
heilla vinur mæti
hvernig barstu baggan þinn
brosandi af kæti.
Engum meiri guð víst gaf
gleði yndislega
þú varst snauður alveg af
ama sút og trega.
Hart þér sótti helja gegn
hugðist sárum dreifa
en vanheilsunni var um megn
við þínu br si hreyfa.
Yrkja jörð var óður þinn
öðrum betur kvaðstu
orkusnjalli einyrkinn
engan hjálpar baðstu.
Ekki sástu óveginn
eða heilsugrandið
horfði lengra hugur þinn
heim í draumalandið.
er.
S. H. M. H. H.
.
Hálf húseign
við Guðrúnargötu, skemmtileg íbúð á I. hæð og hálfur
kjallari. Allt í góðu ástandi og mjög vel umgengin
er til sölu. Uppl. í síma 17254.
Ný 5 heib. íhúð
Til sölu er í Kópavogi ný, 5 herbergja íbúð á efri
hæð (hálft húsið) með sér hita og bílskúrsréttindum.
Góð lán fylgja og auk þess er fyrsti veðréttur laus
fyrir 80 þúsund krónur.
Einar Sigurbsson
Ingóifsstræti 4 — Sími 16767.
AUGLÝSING
Skólajörðin Eiðar í Eiðahreppi er laus til ábúðar frá
næstu fardögum.
Nokkur búslóð og áhöfn fylgir.
Upplýsingar gefur skólastjórinn Eiðum.
Vélritunarstúlkur
Vanar vélritunarstúlkur óskast nú þegar.
Unpl. í síma 19946 (á veniulegum
skrifstofutíma). —
Regfusamur maður
á aldrinum 25—35 ára, getur fengið atvinnu hjá
nýju iðnfyiúrtæki ,sem er að taka til starfa.
Tilboð sendist b’aðinu merkt: „Framtíð —7926“.
22 fiskhjallar
til sölu fyrir ofan Hafnarfjörð.
Leiga kemur til greina.
Málflutningsskrifstofa Áka Jakobssonar og Krist-
jáns Eiríkssonar, Laugaveg 27, sími 11453 (Bjarni
Pálsson, sími 12059.)
Skrifsfofustarf
Okkur vantar vanan skrifstofumann
eða skrifstofustúlku.
Bsfreiðastöð Steíndórs
Símar 1.15.88 og 1.85.85.
Gefið börnunum SÓL GRJÓN
á hverjum morgni ...!
Framleidd af »OTA«
Góður skammtur af SÓL GRJÓ-
NUM með nægilegu af mjólk
sér neytandanum fyrir •/. af.dag-
legri þörf hans fyrir eggjahvitu*
efnl og færir líkamanum auk
þess gnægð af kalki, járni,fosfór
og B-vitaminum.
Þessvegna er neyzla SÓL
GRJÓNA leiðin til heil-
brigði og þreks fyrij;
börn og unglinga.
OTA
SOl.
GRJÓN
Það er aðeins eitt,
sem gefur hressandi
vellíðan eftir rakst-
urinn ...... það er
0
Blátt Gillette
Látið nýtt blátt
Gillette blað
í viðeigandi
Gillette rakvél
og ánægjan er yðar
L0 blöð kr.: 17.00.