Morgunblaðið - 04.02.1958, Qupperneq 19
Þriðjudagur 4. febrúar 1958
MORGUNBLAÐIÐ
19
Óviðfeldar ýfingar
ENDA þótt það sé leiðinlegur
eannleikur, tjáir ekki annað en
að játa það sem hverja aðra stað-
reynd, að nokkuð skortir á það,
að við höfum enn lært að koma
ætíð háttvíslega fram gagnvart
framandi þjóðum. Þó er skortur
á kurteisi ávallt til vansæmdar
og aldrei til ávinnings. Og ekki
er fyrir það síður unnt að halda
fast á máli þó að allrar háttvísi
eé gætt. Sem dæmi um skort
okkar á henni, vil ég nefna þann
ósið, er mjög tíðkast í blöðum
okkar, að minnast Rússa helzt
með háði eða skætingi. Síðastur
manna skal ég deila á þá, er ekki
fella sig við allt í pólitík Rússa.
Sjálfur er ég í þeirra tölu, því
mér hefur löngum fundizt margt
vera með endemum í rússneskri
pólitík. En ekki bætum við um
hana með strákslegu blaðri eða
siðlausu og máttlausu háði. Með
því gerum við ekki annað en
smækka sjálfa okkur. Og þó að
Rússar séu í sumum efnum á
villigötum, þá er því sízt að neita
að þeir eru mikilhæf og um
marga hluti ákaflega merkileg
þjóð.
En það var ekki þessi vesal-
mannlega framkoma blaðaskrif-
ara okkar gagnvart Rússum, sem
kom mér til að taka til máls að
þessu sinni. Það var annað efni.
Það var hið svonefnda Græn-
landsmál, eða hinar mjög svo
óviðkvæmilegu ýfingar okkar við
Dani með Grænland að tilefni.
Meðan einn maður hélt þeim
uppi, mátti ef til vill segja, að
láta mætti kyrrt liggja. Þorri
manna hugði ég að þá liti á þenn
an símalandi són sem sjúklega
áráttu. En þegar hinir og aðrir,
þar á meðal málsmetandi menn,
voru farnir að taka undir sóninn
í flestum þjóðmálablöðum lands-
ins, og jafnvel farið að stofna
félög til landvinninga úr hönd-
um Dana, þá játa ég að mér
ofbýður og ég blygðast mín fyrir
þjóðarinnar hönd. Mér þykir
þetta ljótur skrípaleikur, og ég
óttast að hann geti meira að
segja reynzt okkur hættulegur.
Gagn getur hann ekkert unnið,
og furða að blöð skuli standa
opin fyrir því, sem svo er óviður-
kvæmilegt.
Ef við viljum (meðan okkur
gengur illa að stjórna okkar eig-
in landi), kalla til landa á vestur-
hveli, hefði mér fundizt í því
meiri mannsbragur að heimta
Norður-Ameríku, þ. e. Kanada og
Bandaríkin. Raunar verð ég að
segja, að ef við gerum tilkall til
alls Grænlands sökum þess, að
fyrir þúsund árum námu þar
norrænir menn dálítinn skika, þá
sé ég naumast hvers vegna við
ættum við að geta krafizt allrar
Vesturálfu með svipuðum rökum
—máske að Eldlandi undan-
skildu. Þegar við værum búnir að
eignast slíka nýlendu, finnst mér
að við værum orðnir menn á
báðum buxunum. Þá gætu vænt-
anlega kaupmenn okkar með
góðri samvizku farið að auglýsa
nýlenduvörur — eins og þeir
raunar g,era nú, þó að ekki viti
ég hvar nýlendan er.
En sleppum öllu gamni, því
þetta er orðið allt annað en gam-
anmál. Enda þótt við værum
orðnir menn til að stjórna Græn-
landi“ (ég hefi þýtt eftir hinum
órafjarri — þá vitum við ofurvel
að aldrei getur komið til mála
að við fáum tækifæri til þess.
Grænland heldur væntanlega
áfram að lúta danskri stjórn unz
heimaþjóðin einhvern tíma í
framtíðinni er því vaxin að taka
sæti á meðal sjálfsstjórnarþjóða.
Mér virðist líka allt benda til
þess, að Danir leitist nú við að
stjórna þessari hjálendu sinni vel.
En hvort sem þeir stjórna þar
vel eða illa, þá hefir alþjóða-
dómstóllinn í eitt skipti fyrir öll
skorið úr því, að Danir hafi
fullveldi yfir öllu Grænlandi.
Hann gerði það fyrir aldarfjórð-
ungi (5. apríl 1933), er hann kvað
upp þann úrskurð, að hann
„teldi Danmörku hafa tekizt að
sanna þá staðhæfingu sína, að ..
þann 10 júlí 1931 hafði hún gildan
fullveldisrétt yfir öllu Græn-
landi! (ég hefi þýtt eftir hinum
enska texta dómsins.)
Rétt er að geta þess, sem líka
er á allra vitorði, að hinir
fremstu lögfræðingar íslenzkir
hafa neitað lagarétti okkar til
þess að krefjast Grænlands. Allt
ber að sama brunni, því ólærð
en heilbrigð skynsemi gerir sömu
ályktun.
Við áttum lengi í erjum við
Dani, og þá var á báðar hliðar
sagt ýmislegt það, er til engrar
sæmdar var. Með einni undan-
tekningu eru nú öll okkar deilu-
mál við þá leyst. Og þetta eina
óleysta mál mun efalaust fá góð-
an endi, ef við kunnum til að
gæta. Við skulum halda á því
með hviklausri festu, en líka með
fyllstu háttvísi, enda verður hún
ætíð heilladrjúgust. Nú er svo
komið að fjölmargir hinna mestu
mætismanna Dana hafa af miklu
veglyndi skipað sér undir okkar
merki í þessu síðasta deilumáii.
Og deilan er nú í rauninni aðeins
við fámennan hóp, sem dæmdur
er til ósigurs. Þessum dæmdu
mönnum skulum við sýna fulla
kurteisi og fyrir engan mun ala
á nokkurri óvild til þeirra. Við
skulum reyna að sýna okkur
drengi þessa litlu stund sem eftir
er. Hinum skulum við af alhug
þakka, sem setja réttinn og sann-
girnina ofar öllum hégómaskap
— mönnunum sem með veglyndi
sínu eru að sýna það öllum heim-
inum í verki, hvernig ein þjóð
eigi að breyta við aðra. Það er
okkur til heiðurs að taka ofan
fyrir slíkum mönnum og votta
þeim alla þá virðingu, sem þeir
hafa svo ríkulega unnið til.
En meðan við erum með tilefnis
lausar ýfingar við Dani, erum
við að skyrpa framan í þessa
sjálfboðnu liðsmenn okkar. Og
það hika ég ekki við að kalla
ódæðisverk. Ég er ekki annað en
óbreyttur almúgamaður og mæli
hér aðeins fyrir sjálfan mig, en
ég vil þvo hendur mínar af því
skemmdarverki, sem verið er að
vinna, þjóðinni til vansæmdar,
með Grænlandsýfingunum við
Dani. Með orð Matthíasar á vör-
unum, tek ég gjarna í danska
hönd og segi: „Samskipta vorra
sé endir bróðurlegt brð“.
Sn. J.
Ánægja eða ótfi!
VARSJÁ, 3. febrúar — Stjórn-
arvöldin í Póllandi lýsa yfir ein-
lægri ánægju vegna þess hvað
þátttaka í bæjarstjórnarkosning-
unum á sunnudag var mikil. Á
kjörskrá voru 18 milljónir manna
— og sums staðar var kjörsókn
yfir 80%, eða mun betri en við
síðustu kosningar. Telja komm-
únistar, að þessi aukna kjörsókn
sé talandi tákn um vinsældir
kommúnistastjórnarinnar, en
fréttamenn Reuters hafa aðra
sögu að segja. Þorri kjósenda
fer á kjörstað til þess að fyrra
sig vandræðum og útistöðum við
kommúnista.
Svik eða
KAUPMANNAHAFNARBLAÐ-
ið „Social-Demokraten" hefur
það eftir „Daily Mail“ í London
að höfundur bókarinnar „Þriðja
augað“, sem sagzt hefur verið
tíbezkur lama, sé ekki lama —
heidur sonur ensks blikksmiðs —
og hafi hann ritað bókina eitt
sinn, er hann var í fjárkröggum.
„Þriðja augað“ hefur komið út í
fjölmörgum löndum, m.a. hér á
iandi, og hefur bókin hvarvetna
hlotið metsölu. Er hér um að
ræða ævisögu manns, er nefnist
Lobsang Rampa, og er hann fædd
* KVIKMYNDIR +
„Valsakóngurinn"
ÞETTA er þýzk-austurrísk kvik-
mynd í litum, sem byggð er á
æviferli hins dáða austurríska
tónskálds Jóhanns Strauss (1825
—1899). — Strauss-kvikmynd-
irnar eru orðnar margar og hver
annarri keimlíkar, enda uppi-
staðan í þeim öllum ástir tóii-
skáldsins og tónlist hans og um-
hverfið glæst salarkynni, með
fögrum konum í íburðarmiklum
búningum og léttum dansi. —
Margar þessara kvikmynda hala
verið sýndar hér áður og átt vin-
sældum að fagna. — „Valsakóng-
urinn“, sem Austurbæjarbíó
sýnir um þessar mundir á marg'
sammerkt við aðrar Strauss-
myndir. Þar er ótalmargt sem
gleður augu og eyru og oft
bregður fyrir í myndinni góðri
kímni, en annars ber þó meira á
fullmikilli tilfinningasemi. Sumt
fer út í öfgar eins og tónlistar-
stríðið milli Strauss og Offen-
bachs, eða öllu heldur aðdáenda
þeirra og bregður þó líka fyrir
þar góðum atriðum. En höfuð-
galli myndarinnar finnst mér sá
að Bernhard Wicki, er leikur
Strauss er alls ekki sú rétta
„týpa“. Hann er þunglamalegur
og skortir þá hofmannlegu glæsi-
mennsku, sem þarf til að falla við
umhverfið og gervi hans er fren -
ur leiðinlegt. Gervi Franz Jósefs
keirara er heldur ekki gott. Hins
vegar eru konurnar hver annarri
fegurri og glæsilegri. — Að öllu
samanlögðu er myndin þó sæmi-
leg og vel þess virði að sjá hana
Ego.
Heillaóskir á 10
ára afmæli STEFS
í TILEFNI 10 ára afmælis
STEFs bárust félaginu og for-
manni þess heillaóskir frá sam-
bandsfélögurn og menningarstofn
unum austanhafs og vestan, svo
og frá rétthöfum og notendum
tónlistar hérlendis. — Mennta-
málaráðherra Islands skrifaði fé-
laginu svohljóðandi heillaóska-
bréf:
„í tilefni af 18 ára afmæli
Sambands tónskálda og eigenda
flutningsréttar sendi ég sam-
bandinu hugheilar árnaðaróskir
Með stofnun STEFs var stigið
merkilegt spor. I því fólst mikil
og sjálfsögð réttarbót til handa
eigendum hugverka. Ég vona, að
sú efling eignarréttar að tór-
verkum, sem orðið hefur á liðn-
um áratug fyrir samstarf lög-
gjafa, framkvæmdarvalds, tón-
skálda og tónflytjenda, verði til
þess að bæta skilyrði til sköpun-
ar nýrra tónverka og kynningar
þeirra. Veraldleg gæði eru nyt-
samleg og æskileg. En án and-
legra verðmæta er maðurinn fá-
tækur, hversu fjáður sem hann
er. Menning þjóðar gerir hana að
stórþjóð eða smáþjóð, án tillits
til höfðatölu hennar.
Það er því einlæg ósk mín, á
þessu 10 ára afmæli STEFs, að
það megi um alla framtíð styrkja
íslenzka menningu. Jafnframt
þakka ég því störf þess á liðnum
áratug að eflingu andlegra verð-
mæta á íslandi".
ekki svik?
ur og uppalinn í Tíbet, gerðist
þar Jamaprestur — og segir í sög-
unni frá margvíslegri reynzlu
sinni.
„Daily Mail“ hefur það eftir
eiginkonu bókarhöfundar, að
ævisagan sé skáldsaga, og hafi
Cyril Henry Hoskins, blikksmiðs
sonurinn, ritað hana til þess að
afla sér aukatekna.
Hoskins hefur ekki neitað því
að hafa ritað hana, en engu að
síður segir hann söguna sjálfs-
ævisögu Lobsangs Rampa.
Þingkosnignar
í Svíþjóð?
STOKKHÓLMI, 3. febrúar. —
Svenska Dagbladet hefur það i
dag eftir formanni sænska mið-
flokksins, að fullvíst megi telja,
að efnt verði til þingkosninga í
Svíþjóð fyrir 1. júlí í sumar. —
Sagði formaðurinn, að forystu-
menn allra þingflokkanna væiu
sammála um nauðsyn kosninga
— og mundu fundir um málið
haldnir í öllum flokkunum í þess
um mánuði.
Skólanefnd Mafsveina-
og veifingaþjónaskólans
NÝLEGA hefur samgöngumála-
ráðuneytið skipað skólanefnd
Matsveina- og veitingaþjónaskól-
ans til ársloka 1961. Er skóla-
nefndin nú skipuð þessum mönn-
um: Böðvar Steinþórsson, mat-
reiðslumaður og er hann jafn-
framt formaður nefndarinnar,
Janus Halldórsson framreiðslu-
maður, Pétur Daníelsson hótel-
stjóri, Haraldur Tómasson fram-
reiðslumaður og Magnús Guð-
mundsson, matsveinn, Hafnar-
firði.
Vel heppnaður
fsfirðingafapnaður
Á sunnudagskvöldið efndi ísfirð-
ingafélagið í Reykjavik til Sólar-
kaffifagnaðar í Sjálfstæðishús-
inu. Mikill fjöldi ísfirðinga og
gesta þeirra sótti fagnaðinn og
heppnaðist hann vel. Skemmti-
atrið voru fjölmörg —• og m.a.
þeirra má nefna einsöng Guð-
mundar Jónssonar og eftirherm-
ur Karls Guðmundssonar. Einnig
komu þarna fram „Tommy Steel"
Norðurlanda og félagar hans, er
hér eru staddir um þessar mund-
ir.
Hilmar Carðars
hé^aðsdómslögmaður*
Málflutningsskrifstofa.
Gamla-Bíó. Ingólfsstræti.
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréttarlögmaður.
Aðalstræti 8. — Sími 11043.
Þungavinnuvelar
Sími. 34-3-33
Móðir mín, tengdamóðir og amma
MARGRÉT EIRlKSDÖTTIR
frá Akurhúsum Garði, andaðist 1. þ.m.
Hrefna Matthíasdóttir,
Pétur Jónsson olg börn.
Faðir okkar og tengdafaðir
SVEINBJÖRN GUÐMUNDSSON,
Laugaveg 34 B, andaðist 2. þ. m.
Katrín Sveinbjarnardóttir, Ósk Sveinbjarnardóttir,
Bjarni Bjarnason.
Útför mannsins míns
GUÐMUNDAR KR. KRISTJÁNSSONAR
vélstjóra,
sem andaðist að heimili sínu Holtsgötu 31 27. f.m., fer
fram í Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. febrúar kl. 2 e.h.
Athöfninni verður útvarpað.
Fyrir hönd barna okkar, barnabarna, tengdabarna
og annarra ættingja,
Aðalheiður Klemensdóttir.
Útför systur okkar
ÁSTRlÐAR SlMONARDÓTTUR
hjúkrunarkonu, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudag
5. þ. m. kl. 1,30 e. h.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent
á líknarstofnanir.
Þuríður Símonardóttir,
Kristinn Símonarson,
Jón Símonarson.
Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu
SÓLVEIGAR STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR
Lindargötu 13, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn
6. febrúar kl. 2 e. h.
Blóm og kransar afbeðið. Þeim, sem vildu mlnnast
hennar er bent á Dvalarheimili aldraðra sjómanna.
Jarðarförinni verður útvarpað.
Bjarni Guðmundsson, Guðbjörg Þorsteinsdóttir,
Njáll Guðmundsson, Anna Magnúsdóttir,
Stefán Guðmundsson, Jóna Erlingsdóttir,
Guðmundur Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir,
Axel Guðmundsson.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu
okkur vinarhug og veittu okkur hjálp við andlát og jarð-
arföt
ARNÓRS GÍSLASONAR,
Gröf.
Ennfremur þökkum við allar minningargjafir bæði frá
einstaklingum og félögum.
Kristín Gunnlaugsdóttir og börn.