Morgunblaðið - 04.02.1958, Síða 20

Morgunblaðið - 04.02.1958, Síða 20
VEDRIÐ Allhvasst austan. Rigning eða slidda. Skjala- og minjasafn Reykjavíkur. Sjá bls. 11. 29. tbl. — Þriðjudagur 4. febrúar 1958 Myndin hér að ofan er af bæjarfulltrúum Sjáífstæðisflokksins í Keflavík, en þar vann flokkurinn glæsilegan sigur og hreppti meirihluta eða 4 fulltrúa af 7 í bæjarstjórn. AðalfuIItrúar Sjálfstæðis- manna sitja í neðri röð og eru þeir frá vinstri: l'ómas Xómasson, Alfreð Gíslason, Guðmundur Guðmundsson og Marteinn Arnason. Að baki standa varafulltrúar þeirra, frá vinstri: Halldór Guðmundsson, Höskuldur Goði Karlsson, Sesselja Magnúsdóttir og Falur Guðmundsson. Verðlaunalog við kvœ&i Jónasar Hallgrtmssonar RÍKISÚTVARPIÐ hefur ákveðið, eins og áður hefur verið tilkynnt, að veita verðlaun fyrir beztu ný lög er því berast við kvæði Jón- asar Hallgrímssonar, og var þetta tilboð upphaflega gert á vegum Afmælissjóðs útvarpsins, í sambandi við 150 ára afmæli Jónasar. Verðlaun eru alls kr. 11.500.00 og eru annars vegar verðlaun fyr ir lög við einstök kvæði, en þar eru 1. verðlaun kr. 2.000.00 og 2. verðlaun kr. 1.000.00. Hins vegar eru svo verðlaun fyrir umfangs- meiri verk við eitthvert hinna stærri kvæða, og getur þá verið um að ræða einsöngslög og kór- lög, 15—20 mínútna eða lengri hljómsveitarverk. 1. vei-ðlaun eru þar kr. 6.000.00 og 2. verðlaun kr. 2.500.00. Tónskáldum er heimilt að velja sér sjálf texta, en Ríkisútvarpið hefur bent á ýmis smærri kvæði og stærri, er það telur einkum æskilegt að fá lög við. Útvarpið áskilur sér rétt til frumflutnings laganna og áfram haldandi flut*i*gsrétt og einnig Verzlunarskóla- blaðið komið úl í DAG kemur út Verzlunarskóla- blaðið, málgagn Verzlunarskóla- nemenda. Blaðið kemur út einu sinni á vetri og er ætlað að kynna starfsemi og áhugamál nemend- anna. Hefur það verið venja, að blaðið komi út sama dag og nem endamótið er haldið. Efni blaðsins er að mestu leyti frá nemendum, en auk þeirra eru greinar eftir skólastjórann dr. Jón Gíslason, dr. Gylfa Þ. Gísla- son menntamálaráðherra og Guð mund Jónsson óperusöngvara, sem er gamall nemandi skólans og skrifar „Endurminningar úr skólanum“. Blaðið er 72 blaðsíður á stærð og hið vandaðasta að frágangi. Það er gefið út af Málfundafélagi Verzlunarskóla íslands og rit- stjóri þess er Ragnheiður H. Briem. útgáfurétt, eftir samkomulagi, ef það óskar þess. Frestur til að skila lögunum er til 1. marz 1958. Lögin skulu send með sérstöku auðkenni, er einnig sé sett á lokað umslag, er í sé svo naín höfundar. í dómnefnd eiga sæti, auk út- varpsstjóra, dr. Páll Ísólísson, dr. Victor Urbancic, Fritz Weisshapp el, píanóleikari og Guðmundur Jónsson, óperusöngvari. Kvæði þau, er útvarpið hefur tekið til, eru þessi: I. Smærri kvæði: Ásta; La Belle; Grátittlingur- inn; Sr. Þorsteinn Helgason (eink um 3. og 4. vísa); Sláttuvísa; Ó, þú jörð; Hví skyldi ég ei vakna við; Tómasarhagi; Occidente Sole. II. Stærri kvæði: Gunnarshólmi; Hulduljóð; ís- land farsælda frón; Annes og eyjar; Formannsvísa. ★ Þetta tilboð er einn þáttur í þeirri starfsemi útvarpsins, að það vill efla og styðja íslenzka tónlist og íslenzkar bókmenntir í dagskrá sinni. Það væntir þess, að úr þessu megi koma góð og skemmtileg verk, og góð sam- vinna útvarpsins og höfunda. Allar nánari uppl. fást hjá rík- isútvarpinu. i'Frá skrifstofu útvárpsstjóra). Áfengissala svipuð og áður í SKÝRSLU sem Áfengisverzlun rikisins hefur tekið saman um áfengissölu á íslandi sl. ár, kemur í ijós, að alls hefur áfengissala frá Á.V.R. numið 129.223.023.00 kr., sem er 31.099.549.00 meira en árið 1956. í skýrslunni segir, að vegna verðhækkunar á áfengum drykkjum 1. febr. 1957, sé vafa- samt hvort áfengisneyzla hafi aukizt á árinu. Áfengissalan sl. ár nemur á hvert mannsbarn í landinu kr. 778.00. Árið 1956 nam áfengissalan á hvert mannsbarn 609.00 kr. og árið 1955 566.00 kr. Enn ósamið um sfjórn bœjarmála Hafnarfj. HAFNARFIRÐI. — Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í sl. viku, skrifaði Sjálfstæðisflokkurinn hér Alþýðuflokknum bréf, þar sem hann fór fram á viðræður fiokkanna um stjórn bæjarmál- anna. Á fundi, sem Fulltrúaráð Sjálf- stæðisfélaganna hélt sl. sunnudag upplýstu bæjarfulltrúar flokks- ins, að Alþýðuflokkurinn hefði enn ekki svarað hréflega, en hins vegar hefði Guðmundur Gissurarson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins, skýrt frá því í viðtali við einn bæjarfulltrúanna að eins og stæði væri Alþýðu- flokkurinn ekki reiðubúinn til að hefja viðræður við Sjálfstæðis- flokkinn um stjórn bæjarmál- anna. Á fundi Fulltrúaráðsins á sunnudaginn var enn JCremur tek- in afstaða til samstarfs við Al- þýðubandalagið, og eftirfarandi tillaga samþykkt: „Fundur Fulltrúaráðs og trún- aðarmanna Sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði, haldinn 2. febr. 1958, telur að nýafstaðnar bæj- arstjórnarkosningar sýni, að bæj- arbúar vilja ekki að Alþýðu- bandalagið hafi oddaaðstöðu um stjórn bæjarmála Hafnarfjarðar. Með skírskotum til þessa telur fundurinn að samstarf við Al- þýðubandalagið af hálfu Sjálf- stæðisflokksins um stjórn bæjar- málanna komi tkki til greina, og eru allar sögusagnir þar að iút- andi algjöriega ur lausu ioíti gripnar". — G. E. Slœm umgengni farþega um borð í Gullfossi GULLFOSS kom hingað til Reykjavíkur í gærdag, laust eftir hádegið með fjölda farþega og allar lestir fullar af vörum. Það var óvenjulegt við þessa för skipsins, að umgengni farþega var með slíkum hætti að þess eru ekki dæmi fyrr. Gullfoss kom við í Færeyjum og tók þar margt færeyskra sjó- manna og voru þaðan með skip- inu 200 manns. — Aðfaranótt mánudagsins kom Gullfoss til Vestmannaeyja og þar fóru 80 Færeyingar í land. í fyrrinótt voru hurðarhúnar í 14 farþegaklefum snúnir i sund ur og þessa sömu nótt voru brotnir í skipinu 6 armstólar í reyksal á II. farrými og svo- nefndu bréfritunarherbergi skips ins. Leikur grunur á að þar hafi farþegar verið að verki, jafnvel þó nokkuð hafi verið illt í sjóinn. Var umgegni í þessu fallega skipi Forsetinn hrenpti útvarpsgraumó ion í DAS-happdrættínn 13 ára telpa fékk íbúðina í GÆR var dregið í 10. flokki happdrættis DAS um 10 vinn- inga. Var aðalvinningurinn í þessum flokki 4 herbergja íbúð fullgerð að Álfheimum 38, að verðmæti talin um 400 þús. kr. Kom íbúðin á miða nr. 22366 í Vesturveri. Eigandinn er 13 ára sjómannsdóttir, Guðrún Helga- dóttir, Holtsgötu 22. Annar vinningurinn, Chevro- let Bel Air 1958 árgerð, kom á miða nr. 59878 í Keflavíkurflug- vallarumboði og er eigandinn Fyrsti fundur bæjar- stjórnar Akureyrar í dag HIN nýkjörna bæjarstjórn Akur- eyrar heldur fyrsta fund sinn í dag. Fyrir fundinum liggur kjör nýs bæjarstjóra, forseta bæjar- stjórnar og nefnda. Bæjarstjórn- in er nú skipuð 5 fulltrúum Sjálf- stæðismanna, 3 fulltrúum Fram- sóknarmanna, 2 fulltrúum Al- þýðubandalagsins og 1 fulltrúa Alþýðuflokksins. Fyrir kosningar höfðu vinstri flokkarnir gert með sér banda- lag um framgang nokkurra mála í bæjarstjórn og var fyrst og fremst samið um þau mál er hér að framan getur. Hins vegar liggur ekkert fyr- ir um samstöðu vinstri eining- arinnar á sviði atvinnumála, svo sem hvað snertir lausn rekstr- arvanda útgerðarfélagsins, en fulltrúar flokkanna lýstu því þó yfir fyrir kosningarnar að það væri eitt mesta vandamál hinnar nýju bæjarstjórnar. Bíða Akur- eyringar lausnar rauðu einingar- innar á því máli með eftirvænt- ingu. —vig. Guðmundur Magnússon, skrif- stofumaður. Moskvist-bíll, 4ra manna, kom á nr. 62259 í Vesturversumboði. Húsgögn fyrir 25 þús. kr. eftir eigin vali kom á miða nr. 10450, sem er ársmiði í ísafjarðarum- boði, eigandi Árni Guðbjarnar- son, Aðalstræti 32 þar í bæ. Horning & Möller píanó kom á miða nr. 21933 í Siglufjarðarum- boði, eigandi Eggert Theódórs- son. Annað píanó, Zimmerman, kom á miða nr. 20920 í Eyrar- bakkaumboði, eigandi Álfhildur Bentsdóttir, þriggja ára hnáta þar í kauptúninu. Heimilistæki fyrir 15 þús. kr. eftir eigin vali kom á miða nr. 62957, í umboðinu í Sjóbúðinni, eigandi Lárus Helgason, Skeggja götu 4. Útvarpsgammofónn Loewe (a- þýzkur) kom á miða nr. 1 og er eigandinn forseti íslands, Ásgeir Ásgeirsson. Heimilistælú eftir eigin vali á miða nr. 25118, eigandi Óskar Böðvarsson, mjólkurbílstjóri, Sel fossi. 10. vinningurinn, húsgögn að verðmæti 10 þús. kr., kom á miða nr. 20718 í Keflavíkurum- boði, eigandi Guðrún Guðmunds- dóttir þar í bæ. með þeim þeim hætti að skip- verjar telja sig ekki muna neitt hliðstætt dæmi. Á útleið hreppti Gullfoss mjög slæmt veður fyrstu nóttina eftir að látið var úr höfn hér. Varð þá mikið tjón á húsgögnum í músiksalnum, er stóll, borð og annar húsbúnaður mölbrotnaði og er það tjón metið á um 50.000 krónur. Bæjarsjóri verður sýslumaður SAUÐÁRKRÓKI, 3. febr. — Björgvin Bjarnason, bæjarstjóri hér á Sauðárkróki, mun láta brátt af störfum, en hann er einn þeirra þriggja manna, sem sótt hafa um sýslumannsembættið í Strandasýslu, og mun nú aðeins bíða eftir formlegri veitingu dómsmálaráðuneytisins fyrir hinu nýja embætti. Hingað mun koma frá Hólma- vík Jóhann Svalberg Guðmunds- son, sem dómsmálaráðherra veitti sýslumanns- og bæjarfógeta embættið hér á Sauðárkróki um síðustu áramót, en hefur ekki fengið lausn frá störfum á Hólma vík enn sem komið er. — Jón. Sjálfstæðismenn, Akureyri KVÖLDFAGNAÐ halda Sjálf- stæðisfélögin á Akureyri að Hótel KEA n.k. fimmtudag, 6. febrúar, fyrir þá, sem störfuðu fyrir D-listann í bæjarstjórnar- kosningunum. Samkoman liefst kl. 9 síödegis. Stutt ávarp verður flutt og ýmis skemmtiatriði. — Loks verður dansað. Þeir sem vilja sækja kvöldfagnaO þennan, vitji aðgöngumiða í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Hafnarstr. 101, kl. 4—7 á morgun (miðviku- dag).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.