Morgunblaðið - 21.02.1958, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.02.1958, Qupperneq 6
6 MORCTlNfíT. AÐIÐ Föstudagur 21. febrúar 1958 FUNDUR HINNA ÆÐSTU MANNA í SUMAR? Þessi myryl er af einu Iistaverka frú Gretu Bjömsson, „Úr Reykjavík“, sem verið hefir til sýnis að undanförnu á vegum listkynningar Morgunblaðsins. NÚ FYRIR röskri viku síðan lýsti bandaríski utanrík- isráðherránn John Foster Dulles því yfir, að ekki væri skil- yrði af hálfu Bandaríkjamanna, að fundur utanríkisráðh. hinna ýmsu ríkja yrði haldinn, áður sn æðstu menn þeirra hittust eins og mjög hefur verið rætt um að undanförnu. •— Eins og kunn- ugt er, hafa R ú s s a r sótt mjög á um að slikur fundur yrði haldinn en Bandaríkjamenn hafa haft þann fyrirvara, að þýðingarlaust sé að halda slíkan fund nema hann sé mjög vel undirbúinn og þá fyrst og fremst með því að á undan verði haldinn fundur ut- anríkisráðherra þeirra ríkja, sem þátt taka í fundi hinna æðstu manna, svo að tryggt verði sem allra bezt að einhver árangur geti orðið af viðræðum æðstu mannanna. Nú hefur Dulles lát- ið i ljós, að utanrikisráðherra- fundur sé ekkert skilyrði, eins og áður er sagt, heldur sé nægi- legt að fundurinn verði undirbú- inn á fullnægjandi hátt, sem hann svo nefnir, ep ekki útskýrði ráðherrann nánar, hvað hann teldi nauðsynlegt í þvi sambandi. Meðal stjórnmálaritara bæði á Vesturlöndum og eins austan við járntjald er talið að með yfir- lýsingu John Foster Dulles hafi Bandaríkin gefið verulega eftir í þessu máli og að nú séu miklu meiri líkur en áður til þess, að fundur hinna æðstu manna verði haidinn á sumri komanda. Fyrir nokkru síðan kallaði Eisenhower forseti sendiherra sinn í London Lleweilyn Thompson heim, en hann er nú nýfarinn aftur til Moskvu og er talið að hann hafi fengið ýmsar fyrirskipanir frá ríkisstjórn sinni varðandi afstöð- una til hins fyrirhugaða fundar, þannig að hann sé viðbúinn að taka upp viðræður af hálfu Kvennadeildir SVFI í Eyjum ou Garðinum SLYSAVARNAFÉLAGI fslands barst nýlega rekstrarreikningur kvennadeildarinnar Eykynd- ils í Vestmannaeyjum. Heildar- tekjur deildarinnar á árinu 1957 voru rúmar 55 þúsund kr. Fram- Iag til Slysavarnafélagsins var 40 þús. kr. Tekna þessara hafa konurnar aflað með bazar, dans- leik, hlutaveltu, kaffisölu og fl. af sínum alkunna dugnaði og fórnfýsi til framdráttar slysa- varnamálum á íslandi. Formaður Eykyndíls er Sigrið- ur Magnúsdóttir, ritari Kristjana Óladóttir og gjaldkeri Katrín Árnadóttir. Einnig hefur kvennadeildin í Garðinum nýlega sent rekstrar- reiknmg sinn og voru heildar- tekjur deildarinnar rúmar 10 þús. kr. og hluti Slysavarnafé- lagsins í því um 8 þús. kr., sem nú þegar hefur verið afhent. Eins og kunnugt er var það brim- róðrarbátur slysavarnafélagsins í Garðinum, sem notaður var til að bjarga áhöfn finnska skips- ins, fyrsta áfangann er það strandaði á Garðskagaflös f-yrir skömmu og sést þar enn einu sinni árangur þess mikla starfs, sem deildir félagsins hafa lagt á sig í sjálfboðavinnu svo hægt hafi verið að koma fyrir björgun artækjum sem víðast við hina hættulegu strönd landsins. Formaður deildarinnar í Garð- inum er Helga Þorsteinsdóttir, gjaldkeri Pálína Guðmundsdóttir og ritari Una Guðmundsdóttir. Bandaríkjanna við rússnesku stjórnina um þessi mál. Það mun vera fullt samkomu- lag um það meðal stjórnmála- manna á Vesturlöndum, að rétt sé að dagskrá sé vel undirbúin áð- ur en hinir æðst'u menn koma saman og yfirleitt þannig búið um hnútana að fundurinn snúist um ákveðin málefni, sem fyrir- fram séu undirbúin. Afstaða Rússa hefur verið sú, að þeir vilja ekki að tekin séu upp á fundinum mál, sem sýnilega sé mjög örðugt eða jafnvel ómögu- iegt að komast að samkomulagi um, eins og nú standa sakir og er meðal þeirra sameining Þýzka- lands og mál leppríkjanna austan við járntjald. Hins vegar virðist svo, sem Rússar muni leggja mikla áherzlu á að hinir æðstu menn ræði nýjan griðasátt- mála milli austurs og vesturs og einnig áætlun pólska utanríkis- ráðherrans Rapackis um land- belti í Evrópu, þar sem engin kjarnorkuvopn séu. Af hálfu Bandaríkjanna og margra annarra hefur verið á það bent, að nokkur hætta liggi í því að halda fund hinna æðstu manna vegna þess að fari svo, að ekkert samkomulag náist um þau mál, sem efst eru á baugi og mestum deilum valda, þá muni afleiðing- in verða sú, að vígbúnaður muni stóraukast og óvissa og öryggis- leysi verða enn meira í heimin- um en áður. Afleiðingin muni með öðrum orðum verða sú, að kalda striðið harðni enn meir en orðið er. Það sé því ver farið en heima setið að halda slíkan fund nema fyrirfram sé nokkurn veg- inn Ijóst, hver möguleiki sé til samkomulags um tiltekin ágrein- ingsmál. Hvernig svo sem undir- búningi fundarins verður háttað, þá virðast, eins og sagt var hér á undan, miklu sterkari líkur til þess nú en áður, að fundur hinna æðstu manna verði haldinn í sum ar en um fundarstað mun allt vera óráðið. „Enn um jólasálminn ELVAKANDI hefir í dálkum Mbl. tveim sinnum gagnrýnt þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar á „Heims um ból“. Síðan hefur annar áhugamaður á sama vett- vangi leitazt við að sanna að þjóð söngur Matthíasar sé lélegur skáldskapur, með áberandi hugs- unarvillum. Bendir sá höfundur á leið til úrbóta og víkur einu orði til „betri vegar“. Margir örðugleikar eru á, að að „bæta“ listaverk eins og „Heims um ból“ og þjóðsönginn: 1. Fyrir nokkrum árum létu yfirmenn þjóðkirkjunnar „endur bæta“ nokkra kunna sálma og gefa þá út. Reis þá öflug mótmæla alda gegn þessum listiðnaði. Stóðu skáld og almennir borgar- ar hlið við hlið í þessu stríði. Að lokum var „Leirgerður", því svo var sálmaheftið nefnt, brennt og báðu engir henni lífs eða griða. Engin af breytingunum lifir á vörum fólksins. 2. Þjóðsöngur Breta gæti verið fullkomnari sem skáldverk, en hann er sunginn óbreyttur öid eftir öld í öllu Bretaveldi. Ótelj- andi Englendingar hafa kvatt jarðlífið í baráttu fyrir land sitt með þennan þjóðsöng á vörum. Hér er helgur dómur heilar þjóð ar. Enginn brezkur ættjarðarvin- ur talar gálauslega um þjóðsöng- inn eða orðar breytingu. 3. Hvaða íslendingur vill taka 'Sveinbjörn Egilsson á kné sér, og leiðrétta „stíl“ hans? Svein- björn er meistari meistaranna, áhrifaniesti málfræðingur þjóöar Iðnráð Reykjavíkur hefir slarfað í nær 30 ár AÐALFUNDUR Iðnráðs Reykja- víkur var haldinn .1. febr. 1958. Formaður Iðnráðs, Guðmundur Halldórsson, húsasm.meistari, setti fundinn og stjórnaði hon- um. í fundarbyrjun minntist for- maður Guðmundar Halldórssonar prentara sem lézt á sl. ári, og var minningu hans vottuð virðing innar og mestur af öllum sam- löndum, við að snúa erlendu máli á íslenzku. „Endurbætt útgáfa" af „Heims um ból“ mundi verða lögð til hinztu hvíldar við hlið „Leir- gerðar“. í heila öld hafa öll ís- lenzk börn ofið þetta ljóð inn í jólafögnuð sinn, og þau munu um ókomin ár standa vörð bæði um lofsöng Matthíasar og jóla- sálm Sveinbjarnar. Jónas Jónsson frá Hriflu" Um fiskmeti og fleira Skuggi skrifar: VINLEGA sæll og blessað- ur, Velvakandi góður. Ætíð gerist eitthvað nýtt í bless aðri borginni okkar. Ég sá í dag blöðunum nýlega, að nú hafa meiri háttar vertshúsin endur- vakið þann gamla góða sið að bera í trogum górnsæta, þjóðlega rétti. Til þægindaauka er gestum séð fyrir sjálfskeiðungum. En annars er vist hverjum þeim, sem það kýs frekar, leyfilegt að nota guðsgafflana eins og í gamla daga, þegar lítið var um hnífa- pörin. í trogunum kvað kenna margra grasa af góðmetinu, svo sem súrs- aðra lundabagga, hvals, lifrar- pylsu, sviða, blóðmörs, að ógleymdu mesta hnossgætinu, blessuðum hrútspungunum. En einhverjir eru þeir ný-yrðingar uppi meðal vor, sem vilja koma fyrir kattarnef þessu rammís- lenzka kjarnyrði. Gaf að lita á með því, að fundarmenn risu úr sætum sínum. Á fundinum flutti form. skýrslu stjórnarinnar, ritari Valdi mar Leonhardsson, las upp úr gjörðabók framkvæmdastjórnar- innar um afgreiðslu hinna ýmsu mála. Gjaldkeri, Gísli Ólafsson, lagði fram endurskoðaða reikn- inga Iðnráðsins. í skýrslu form. var þess m.a. getið, að á kjör- tímabilinu sem er tvö ár, hélt framkvæmdastjórnin 50 fundi og skrifaði 302 bréf. Þá gat form. þess einnig, að í des. n.k. væru 30 ár liðin frá stofnun Iðnráðs- ins, en það var stofnað fyrir for- göngu Iðnaðarmannafélagsins í prenti orðið „kviðsvið“ i stað hrútspungs, og þá var hlegið dátt í koti mínu. Tel ég slíka nafn- breytingu rangtúlkun, og bera vott um pempíuhátt á háu stigi, og vonandi nær þetta viðrinisorð aldrei fótfestu í okkar máii. Þeg- ar ég heyri orðin „súrsaðir hrúts- pungar“ kemur ætíð vatn í munn inn á mér, en „súrsuð kviðsvið“ valda mér velgju. Upptalning sú sem ég las í dag- blöðunum á hinum rammíslenzku réttum í verthúsunum, bendir til þess, að spendýrunum sé gert hærra undir höfði en fiskunum, að undantekinni síldinni. Nu er þó tími kútmaganna, hausastöpp- unnar, hrognanna og lifrarinnar. Man ég þá tíð, að vertíðin þótti mikill dásemdartími, og miklu gat maður slokað í sig af þessu góðgæti. Og ekki má nú gleyma „tannburstanum“ okkar í gamla daga, hertu þorskhausunum. Gaman var að sitja á rúmstokkn- um í rökkrinu og tæta sundur harðan hausinn á þeim gula. Beztur þótti mér kinnfiskurinn, en mest hélt ég upp á kerlingar- svuntuna, hvernið svo sem á því stóð. Steikt tálknin smökkuðust prýðilega. Og ekki var nú ónýtt að éta með lýsisbræðinginn. Ég held, að það væri ekki svo vitlaust, að kokkarnir okkar gæfu meiri gaum að vertíðinni og fiskmetinu. Ekki skal standa á mér að staulast á þá staði, sem hafa á boðstólum lifraða kútmaga í hádegismatinn. Ég tala nú ekki um, ef hertir þorskhausar og lýsis bræðingur fylgdi með. Reykjavík, 23. des. 1928, og taldi formaður að viðeigandi væri að almennur Iðnráðsfundur y«jði haldinn um það leyti, og saga Iðnráðsins rakin í stórum drátt- um. Óskar Hallgrímsson flutti svo- hljóðandi tillögu: „Aðalfundur Iðnráðs Reykja- víkur, haldinn 1. febr. 1958, þakk ar stjórninni vel unnin störf á liðnu kjörtímabili". Tillagan var samþykkt með samhljóða atkvæðum. Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa: Guðmundur Halldórsson, húsa- sm.meistari, formaður; Gísli Jóns son, bifr.sm.meistari, varaform.; Gísli Ólafsson, bakarameistari, gjaldkeri; Valdimar Leonhards- son, bifvélavirkjam., ritari og Þorsteinn B. Jónsson, málari, vararitari. Varastjórn: Óskar Hallgrímson, rafvirki; Þórólfur Beck, húsgagnasm.; Gestur Pálsson, prentari og Þorsteinn Daníelsson, skipasm. Endurskoðendur: Guðmundur B. Hersir, bakari, og Þorsteinn Daníelsson, skipa- sm. og til vara Sigurður Jónsson, pípulagningam. Ritari almennra funda, Gísli Ólafsson, bakarameistari. Æskuiýðssamkoma í Keflavíkurkirkju LAUGARDAGINN 1. febrúar gekkst stúkan Vík fyrir æskulýðs samkomu í Keflavíkurkirkju, en sá dagur hefir fyrir nokkru ver- ið helgaður bindindisfræðslu á vegum skólaæsku landsins. Samkomunni í kirkjunni stjórn aði Rögnvaldur Sæmundsson skólastjóri gagnfræðaskólans í Keflavík, en ræður fluttu: Val- geir Gestsson formaður skólafé- lags Kennaraskólans og Eyjólfur Þór Jónsson kennari. Ræddu þeir um skaðsemi tóbaks og áfengra drykkja og brýndu fyrir æsku- lýðnum að varast slíkar nautna- vörur, sem aðeins skapa fólki fjármunatap og leiða ógæfu og heilsutjón yfir neytendur. Þótti ræðumönnum segjast vel, enda var gerður góður rómur að máli þeirra. Að lokum tók til máls sóknarpresturinn, sr. Björn Jóns- son, er hvatti æskufólkið eindreg- ið til þess að helga líf sitt háleit- um hugsjónum og reglusemi. shrif'ar ur daglega lífínu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.