Morgunblaðið - 21.02.1958, Blaðsíða 17
Föstudagur 21. febrúar 1958
MORCVNBLAÐIÐ
17
Fréftabréf úr Fljótsdal
Lítill hóll forðaði Egils-
stöðum frá snióflóði
SKRIÐUKLAUSTRI, 13. febr. —
Hér hefur verið vetrarveðrátta,
það sem liðið er af árinu. Snjó-
létt hefur þó verið lengst af, en
þó nokkuð bætt á nú síðustu dag-
ana. Upp úr miðjum janúar gerði
hörku norðan veðra kafla um
vikutíma. Hríðaréi og hvassviðri
og frosthart.
í þorrabyrjuR setti hér tals-
verðan austan-snjó, en hlánaði
svo upp á. Var mikil rigning að-
faranótt 28. jan. og rann snjór-
inn fljótt í sundur. En þessi bráða
leysing orsakaði snjó- og krapa-
flóð bæði í Suður- og Norðurdal.
T. d. féll allmikið krapaflóð rétt
hjá bænum á Egilsstöðum í Fljóts
dal. Klofnaði það á allmiklum
hól upp af bænum og féll megin
þess utan við bæ og tók m. a.
túngirðinguna á nokkrum kafla.
Jörð var mjöf þakin svellum
hátt í hlíðar og því hált undirlag
að nýja snjónum. En ekki hefur
fallið þarna snjóflóð í minni nú-
lifandi manna. Hagalítið eða hag-
laust var viða fyrir þessa hláku,
en batnaði talsvert. En síðustu
viku hefur aftur verið norðaust-
læg átt, élakóf oft og skakviðri.
Haglitið er enn í Norðurdal og
stórhætta fyrir sauðfé vegna
hálku.
Á Jökuldal eru víðast nokkrir
hagar og sums staðar sæmilegir.
Snjór er þar ekki mikill. Hrein-
dýr hafa ekki leitað til byggða
í vetur og bendir það til þess að
hagar séu um afréttirnar, enda
sennilega aldrei blotað á heiðun-
um, a. m. k. ekki svo að harð-
fenni yrði eða svell.
Allir vegir mega nú heita ófær-
ir um Héraðið. Þó hafa verið fær-
ir vegarkaflar hér um dalinn að
þessu.
Lagarfljót er nú allt ísilagt.
Lagði það innundir Hallormsstað
seint í janúar, en hélzt autt á all-
stóru svæði undan Geitagerði þar
til í byrjun febrúar. Er sennilega
kominn talsverður ís í það nú, en
ekki hefur verið farið neitt eftir
fljótinu enn.
Jarðarför Páls Hermannssonar,
fyrrverandi alþingismanns, fór
fram að Valþjófsstað laugardag-
inn 8. febrúar. Var þá hörkulculdi
og nokkur skafrenningur, og erf-
itt umferðar. Fylgdi þó allmargt
fólk hinum látna sæmdarmanni
til grafar. Þar hefði orðið mikið
fjölmenni, ef samgöngur hefðu
verið greiðar. Páll heitinn var
fæddur að Þorgerðarstöðum í
Fljótsdal og sleit barnsskónum í
Víðivallagerði. Hann unni alla
tíð dalnum, þar sem hann var
borinn og kaus að bera þar bein-
in. — J. P.
Finnska stjórnin
■ékk
traustsyfirlýsingu
HELSINKI, 19. febr. — Finnska
stjórnin undir forsæti Rainers
von Fiendts kom „ósködduð“ út
úr umræðum þingsins í dag, en
hafði þó ekki nema fimm atkvæða
meirihluta í úrslita-atkvæða-
greiðslunni.
Fyrir þinginu lágu tvær van-
trauststillögur. Kommúnistar
lögðu fram aðra þeirra vegna
efnahagsstefnu stjórnarinnar, en
sósíaldemókratar komu líka fram
með tillögu, sem forsætisráðherr-
ann leit á sem vantraustsyfir-
lýsingu.
Hér getur að líta hina tvo heimsmeistara í plægingum. Það
er fjórða skiptið sem Fordson Major vinnur heimsmeistara-
titilinn. — Þótt nýir plógar séu að koma á markaðinn er
heimsmeistarakeppnin enn háð með hinum árþúsunda
gamla plógi.
Hver á að borga
brúsann!
Allir vilja fá eigið
regn
SIDNEY. — Ástralíumenn hafa
mikinn hug á því að hagnýta sér
í framtíðinni þá visindalegu upp
götvun, sem gerði fært að fram-
le'iða regn með því að varpa úr
flugvél iskristöllum yfir ský.
Ástralskir bændur eiga oft í erf-
iðleikum vegna þurrka — og fyr-
irhugað er að hafa fyrirkomulag-
ið þannig, að bændur geti pant-
að regn fyrirfram einhvern á-
kveðinn dag, þegar það kemur
sér bezt fyrir þá. Síðan munu
sérlegir verktakar á þessu sviði
sjá um að framleiða regnið. í
sambandi við þetta er komið upp
mikið vandamál: Segjum t.d. að
bóndi panti regn, en vindurinn
beri það yfir jörð nágrannans.
Já, og við getum sagt, að regnið
valdi þar skemmdum þar eð ná-
granninn hefur ekki verið því
vjðbúinn. Báðir krefjast skaða-
bóta — hver á að greiða þær?
Nú vilja ástralskir bændur, að
þingið setji sérstök lög um þetta
efni svo að ekki komi til ótal
klögumál, ef bændur fá ekki eig-
ið regn — sem þeir hafa borgað
fyrir — svo og til þess að fyrir-
byggja að bændur geti „stolið'1
regni, sem öðrum er ætlað.
Nefndarálii um
uppsagnarfresl o. fl. \
Heilbrigðis- og félagsmála-
nefnd efri deildar Alþingis hef-
ur skilað áliti um stjórnarfrum-
varpið um rétt verkafólks til upp
sagnarfrests frá störfum og um
rétt til launa vegna sjúkdóms- og
slysaforfalla. Lagt er til, að 3
breytingar verði gerðar á frumv.
Sjálfstæðismennirnir (Sigurð-
ur Ó. Ólafsson og Friðjón Þórðar-
son) taka þetta fram í álitinu:
„Við erum sammála öðrum
nefndarmönnum um nauðsyn
þess að tryggja betur en nú er
atvinnuöryggi tíma- eða viku-
kaupsverkafólks, en teljum hins
vegar frv. að ýmsu leyti ábóta-
vant. Ýmis ókvæði þess eru óljós
og vafasamt, hversu þau reynast
í framkvæmd. Þar sem með frv.
er verið að lögfesta breytingu á
gildandi kjarasamningum, teljum
við mjög vanhugsað að hafa ekki
haft samráð við samtök vinnu-
veitenda og launþega um undir-
búning málsins. Þótt meðferð
mólsins sé þannig að ýmsu leyti
gölluð, munum við fylgja frv. og
sjáum ekki ástæðu til að bera
fram breytingartillögur við það,
þar sem vitað er, að ákveðið mun
hafa verið af stuðningsflokkum
ríkisstjórnarinnar að samþykkja
frv. í öllum meginatriðum ó-
breytt. Áskiljum við okkur hins
vegar rétt til þess að fylgja breyt
ingartillögum, sem fram kunna
að koma“.
Fylgiskjöl með áliti heilbrigð-
is- og félagsmálanefndar eru
bréf um frumvarpið frá Alþýðu-
sambandinu, Vinnumálasam-
bandi samvinnufélaganna, Vinnu
veitendasambandinu og Félagi
íslenzkra iðnrekenda. Þessir að-
ilar, en einkum þó 3 hinir síðast-
nefndu, gagnrýna ýmis atriði
frumvarpsins. Þá gera þessir 3
aðilar athugasemdir við meðferð
málsins.
1 tileini ai 85 fira aimæU
JÓNS TRAUSTA verður
Ritsafnið 8 bækur
selt í dag fyrir
kr. 750,oo
flðeins þennon eino dng
Bókaverzlun ísafoldar
Sími: 1-4527 og 1-8544.
Guð/ón Ó.
Hallveigarstíg 6 A
Sími 14169