Morgunblaðið - 21.02.1958, Qupperneq 19
Föstudagur 27. febrúar 1958
MORCVNBLAÐIÐ
19
Vestur-íslendingur í öld-
ungadeild Kanadaþings
NÝLEGA skipaði ríkisstjórn
Kanda íslendinginn Gunnar S.
Thorvaldson til að taka sæti í
öldungadeild ríkisþingsins. Er
Gunnar S. Thorvaldson fyrsti
maður af íslenzkum ættum, sem
þessi heiður hlotnast.
— Súdan
Frh af bls. I
og bendir á, að 1. febrúar sl. hafi
Egyptar sent Súdönum orðsend-
ingu þar sem þeir krefjast
tveggja landsvæða fyrir norðan
22. breiddarbaug. í þessari orð-
sendingu var því haldið fram, að
svæðin tilheyri Egyptalandi sam-
kvæmt ákvæðum samriingsins
milii Egypta og Breta frá 1899.
Samningar rofnir
Súdans-stjórn bendir á, að sam
kvæmt sáttmála Egypta og Súd-
ana frá 1902 og 1907 séu bæði
þessi landsvæði hluti af Súdan
og hafi lotið súdanskri stjórn sið-
an. íbúar svæðanna séu Súd-
anar og hafi aldrei greitt at-
kvæði í egypzkum þingkosning-
lim eða þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hins vegar hafi þeir tekið þátt í
kosningunum í Súdan 1953 í sam-
ræml við sáttmála Breta og Eg-
ypta um sjálfsstjórn Súdans frá
febrúarmánuði 1953.
Egyptar friðmælast
Formælandi Egypta sagði í
dag, að þeir hefðu hug á að fá
friðsamlega lausn á deilunni. —
Hann sagði að í landamærahéruð-
unum væru bara venjulegar eg-
ypzkar lögreglusveitir, en ekki
hersveitir. Jafnframt endurtók
hann tilboð Egypta um að fresta
þjóðaratkvæðinu í Egyptalandi,
sem ætti að fara fram á morgun,
og þingkosningum í Súdan, þar
til samkomulag hefði náðst um
hin umdeildu landsvæði.
Svartsýnl í Súdan
í Khartoum, höfuðborg Súd-
ans, voru menn yfirleitt svart-
sýnir eftir að samningaumleitan-
Ir Egypta og Súdana í Kaíro
fóru út um þúfur í gær. Utan-
ríkisráðherra Súdans, Mahmound
Mahgoub, sagði í dag að hann
mundi fara aftur til Súdans á
miðnætti án frekari viðræðna
við egypzka ráðamenn.
Arababandalagið óákveðið
Framkvæmdastjóri Araba-
bandalagsins sagði í dag, að hann
væri að kynna sér einstök atriði
í landamæradeilunni og að von
sé til þess að sættir megi takast.
Haile Selaissie, keisari í Eþíópíu,
sendi samhljóða orðsendingar til
stjórna Súdans og Egyptalands
þar sem hann skoraði á bæði rík-
in að neyta allra bragða til að
leysa deiluna friðsamlega.
Kröfur Egypta
Það var 16. febrúar sl. sem
egypzk stjórnarvöld tilkynntu
Súdans-stjórn, að þau hefðu
ákveðið að senda kosningastarfs-
menn og landamærahersveitir
inn á hin umdeildu svæði til að
hafa eftirlit með þjóðaratkvæð-
inu þar. Súdans-stjórn bað tvisv-
ar um frest til að semja um þessi
mál við Egypta. Hinn 18. febrúar
sendu Egyptar Súdönum aðra
orðsendingu þar sem þeir kröfð-
ust þess að bæði landsvæðin yrðu
látin taka þátt í egypzka þjóðar-
atkvæðinu. Jafnframt báðu þeir
Súdana um að kalla heim her-
deild sem send hafði verið til
landsvæðanna til að halda uppi
lögum og reglu í kosningunum.
Súdans-stjórn neitaði að verða
við þessum tilmælum og leit svo
á, að hér væri um að ræða brot
á sjálfstæði landsins og móðgun
við Súdana. Hins vegar sendi hún
utanríkisráðherra sinn til Kaíró
til að semja við Egypta, en þær
viðræður fóru út um þúfur.
(Frétt sem Morgunblaðinu
barst í gær um samkomulag milli
Súdana og Egypta var á misskiln
ingi fréttastofunnar byggð).
í öldungadeildinni eiga 102 full
trúar sæti, skipaðir af ríkisstjórn-
inni ævilangt. Svo sem við er að
búast, er stuðningsflokkur nú-
verandi ríkisstjórnar þar æði fá-
mennur eða aðeins 6 fulltrúar.
Hinn nýi öldungadeildarþing-
maður er meðal hinna yngstu í
deildinni, enda flestir fulltrúar
þar mjög við aldur. Hann er 57
ára að aldri, fæddur í Riverton.
Faðir hans, Sveinn Thorvaldson,
var þingmaður fyrir Gimli-kjör-
dæmi. Gunnar S. Thorvaldson er
kunnur lögfræðingur í Winnipeg,
meðefgandi í lögfræðifirmanu
Thorvaldson, Eggertson, Bastin
and Stringer. Hann var um skeið
forseti verzlunarráðs Kanada og
sat á þingi Manitoba 1941—1949.
(Frá utanríkisráðuneytinu).
Skákmóti frestað
HAFNAFIRÐI. — Afráðíð hafði
verið að skákmót Hafnarfjarðar
hæfist á sunnudaginn, en af óvið-
ráðanlegum ástæðum getur það
ekki hafizt fyrr en n.k. miðviku-
dagskvöld. Hefst það þá kl. 8 og
verður teflt í Gúttó.
Er búizt við góðri þátttöku, því
að nú er mikil gróska í félaginu,
og hefir starfað í því í vetur fjöldi
ungra pilta. Eru þeir, sem enn
hafa ekki tilkynnt þátttöku, beðn
ir að gefa sig fram við StígHerluf
sen fyrir sunnudag, en þá verður
raðað niður. — Að öllum líkind-
um munu tveir sterkir skákmenn
frá Rvík taka þátt í mótinu sem
gestir. — Keppt verður um titil-
inn skákmeistari Hafnarfjarðar
1958. ■—G.E.
Hammarskjöld
aflýsir ferðalap;i
NEW YORK, 20. febr. — Dag
Hammarsk j öld framkvæmda-
stjóri S. Þ. sagði á fundi sínum
vxð fréttamenn í dag, að þróun
heimsmálanna hefði neytt sig til
að hætta við fyrirhugaða heim-
sókn sína til Malaja í næsta mán
uði. Hins vegar kvaðst hann
mundu heimsækja Moskvu og
London eins og ráð hefði verið
fyrir gert.
Hammsrskjöld ræddi ekki nán-
ar, hvað hann ætti við með þró-
un heimsmálanna, en hann hafði
gert ráð fyrir að vera í Malaja
við setningu jiæsta þings Efna-
hagsnefndar Asíu. Hammar-
skjöld kvaðst ekki hafa fengið
neina opinbera skýrslu eða mála
leitan í sambandx við landamæra-
deilu Egypta og Súdana, þegar
funduxúnn var haldinn í dag. Um
deilu Frakka og Túnisbúa sagðx
hann, að hann liti á það sem
skyldu sína að skerast 1 leikinn,
ef tæKÍfæri byðist til að draga
úr viðsjám. Hann kvað þessa
skyldu ekki falla úr gildi, enda
þótt vinsamlegar umræður deilu-
aðila ættu sér stað. Hins vegar
gæti aldrei orðið um samkeppni
milli S. Þ. og einstakra aðildar-
ríkja að ræða um milligöngu í
deilumálum. Hvenær sem einstök
ríki sæu sér fært að miðla mál-
um, væri það S. Þ. gleðiefni og
benti í því sambandi á samkomu-
lagið um að leyfa vistaflutninga
til frönsku hersveitanna í Túnis.
ákólasýning
KL 5 og 7 í dag sýnir Lauga-„s-
bíó rússnesku kvikmyndina „Don
Quixote“ fyrir skólafólk. Að-
göngumiðar verða seldir í dag
frá kl. 2 og verður gefinn 50%
afsláttur.
PARÍS, 20. febr. — Franska
stjórnin ókvað í dag að beita sér
fyrir bandalagi Evrópuríkjanna
um efnahagssamvinnu, sem komi
í staðinn fyrir fríverzlunarsvæð-
ið. Álcvörðunin var tekin á
stjórnarfundi undir forsæti Gail-
leffds. Einstök atriði hinnar nýju
áætlunar eru ekki kunn, en hún
verður lögð fyrir hin fimm ríkin,
sem eru aðilar að sameiginlegum
markaði Evrópu.
Engin merki mæðiveiki
i sauote i Skagafrirða
MBL. átti í gær símtal við Ágúst
Jónsson, bónda að Hofi í Vatns-
dal, en hann var þá staddur á
Hofsósi. Ágúst, sem er eftirlits-
maður með mæðiveiki var á eft-
irlitsferð í Skagafirði vegna
þessa. Árið 1954 kom upp mæði-
veiki ó einum bæ í Hjaltadal, og
var þá skorið niður á tveim
næstu oæjum þar til öryggis.
Flóabáturinn Baldur
úrskurSaður ósjófær
STYKKISHÓLMI, 20. febr. —
Enn er flóabáturinn Baldur kom-
inn í fréttirnar, því nú hefur það
gerzt, að Skipaeftirlitið hefur úr
skurðað bátinn ósjófæran.
Baldur hefur verið tekinn upp
í slipp og á nú fram að fara ná-
kvæm skoðun á bol skipsins.
Hefur undanfarið stöðugt borið á
leka í skipinu og ekki tekizt að
fá það þétt aftur. Skipstj órinn
segir að eftir að báturinn varð
fyrir áfalli í desember við Malar
rif, hafi hann alltaf lekið meira
og minna.
Ekki hefur enn verið gengið
úr skugga um hve skemmdirnar
á bátnum eru miklar, en með
mikilli viðgerð, gæti svo farið að
Baldur yrði í slipp allt að því
2 mánuði.
Aðkallandi er fyrir Breiðafjarð
arhafnir að fá bát til þess að ann-
ast samgöngurnar við Reykjavik,
því ónógar þykja ferðir „Skjald-
breiðar", er hingað kemur hálfs
mánaðarlega, en Baldur hefur far
ið a.m.k. einu sinni í viku á milli
Breiðafjarðarhafna og Reykjavík
ur. —Árni.
Árnesingafélagið
heldur
þorrablót LöBRÁ
Árnesineamót Ár-
HIÐ árlega Árnesingamót Ár
nesingafélagsins í Reykjavík
verður haldið n.k. laugardag.
Hefst það með borðhaldi kl. 6,30
e.h. í Sjálfstæðishúsinu.
Verður þar framreiddur ís-
lenzkur þorrablótsmatur. Dag-
skráratriði verða meðal annars:
ávarpsorð formanrs félagsins,
Hróbjarts Bjarnasonar, Björgvin
Jónsson, alþingismaður flytur
ræðu, Flúðakórinn i xngur undir
stjórn Sigurðar Ágústssonar
Birtingaholti og Karl Guðmunds
son, leikari flytur gamanþátt. Að
lokum verður dansað.
Það hefur verið venja Árnes-
ingafélagsins, að bjóða einum til
tveimur heiðursgestum úr Árnes-
þingi á árshátíðir sínar. Að þessu
sinni eru heiðursgestirnir Eirík
ur Jónsson, bóndi að Vorsabæ ;
Skeiðum og Sigurjón Steinþórs-
son, fyrrverandi bóndi að Ki'óki
í Flóa. Von er á stórum hópi
fólks heiman úr héraði.
Ekki kvað Ágúst nein þess
merki, að mæðiveiki værx í
neinu fé á þessum slóðum. Taldi
hann sennilegt að veikin væri
búin að gera vart við sig á þess
um tíma, ef hún hefði leynzt
fé.
Ágúst kvað mikið fannfergi
Skagafirði. Skepnur eru þar all-
ar á gjöf, nema hvað lítilsháttar
jörð er af og til í Blönduhlíð og
framan til í Skagafirði. í norðan
verðum Skagafirði eru hvergi
snöp. Bændur gefa fé öllu inni, en
hrossum hefur verið gefið úti og
einnig í húsi. Hann kvað menn
þar vel birga aí heyjum.
Vegir góSir sem stendur
Vegir hafa verið mokaðir í
Skagafirði síðustu daga, og geta
nú bílar komist leiðar sinnar eins
og er, viðast hvar í byggðarlag-
inu.
Ekki 1 millj. kr.
heldur 1 millj. $
SKÝRT var frá því í blaðinu í
gær, að bandarískur auð- og fjár-
málamaður, A. S. Kilman, hefði
boðið fram fé til byggingar gisti-
húss hér í Reykjavík. Var sagt að
Mr. Kilmar. hefði boðið fram 1
milljón króna. — Hér var um
mjög alvarlega prentvillu að
ræða hjá blaðinu, því Mr. Kil-
man bauð að leggja fram hvorki
meira né minna en 1 milljón
Bandaríkjadala í þessu skyni eða
um 16.000.000 króna samkvæmt
skráðu bankagengi.
PILTAR.
EFÞIO EIGI0 UNNUSTONA
ÞÁ Á ÉC NRINGANA /
ER RÉTTA BÓNIÐ
Hreinsar vel
Skinandi gljái
Heildsölubirgðir:
Eqgerl Kristjánsson
& Co. h.f.
Skrifstofustúlka
sem getur vélritað ensk bréf og unnið önnur skrifstofu-
störf óskast sem fyrst til starfa hjá heildsölufyrirtæki.
Umsóknir merktar: , 8699“, óskast lagðar á afgreiðslu
Morgunblaðsins sem fyrst.
LOKAÐ
í dag frá kl.
vegna jarðarfarar.
Magnús Th. S. Blöndahl HF.
Faðir og tengdafaðir okkar
BJARNI JÓNSSON
í Gerði, lézt að heimili sínu 20. þ. m.
Jarðarförin auglýst síðar.
Börn og tengdabörn.
BJÖRN ARNDAL GUÐMUNDSSON
frá Miðkoti, Sandgerði.er lézt af slysförum 15. þ. mán.
verður jarðsunginn laugardaginn 22. þ. m.
Húskveðja verður að Miðkoti kl. 2.
Jarðað verður að Hvalsnesi.
Aðstandendur.
wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammm—^m^mmmm^mmmmmmmmmmmmm
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
fráfall eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður
SIGURÐAR PÉTURSSONAR
verkstjóra,
Margrét Björnsdóttir,
Halldór Sigurðsson, Kristjana Kjartansdóttir,
Helga Sigurðardóttir, Jón Björnsson,
Eysteinn Sigurðsson, Kristín Guðmundsdóttir
Tómas I*. Sigurðsson, Sigrún Sigurbergsdóttir.
Þökkum auðsýnda samúð við andlát
SIGRÍÐAR P. SIGFÚSSON
Friðrikka Sveinsdóttir, Guðjón Hjörleifsson,
María Möller, Sigurður Sívertsen.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför
PÁLS ÁRNASONAR
Jónas P. Árnason,
Elísabet Magnúsdóttir, Þorbjörg Magnúsdóttir,
Jakob Magnússon.