Morgunblaðið - 26.02.1958, Side 9

Morgunblaðið - 26.02.1958, Side 9
Miðvikudagur 26. febr. 1958 MORCVNBLAÐIÐ 9 þjónað hagsmunum kommúnista í Eistlandi um skeið. Nú sáu þeir að sér, en það var of seint. Hófu þeir samstarf við aðra lýðræðis- sinna við framboð — og það tókst. Þá gripu kommúnistar til síð- asta herbragðs síns. Daginn fyrir kosningarnar kröfðu þeir alla írambjóðendur um skriflega stefnuskrá. „Aiþýðusambandið“ var að nafninu til látið úrskurða, að stefna andkommúnista væri „andstæð hagsmunum verkalýðs- ins“ og „auðvaldsöfl“ stæðu að þeim. Á þessum forsendum voru allir mótframbjóðendur kommúnista handteknir umsvifalaust og um örlög flestra þessara manna er ekkert vitað. Þar á meðal voru fjölmargir jafnaðarmenn, sem áður höfðu stutt kommúnista í verkalýðsfélögunum. Þetta voru þeirra laun. Hlægilegar tölur Og siðan fóru hinar „frjálsu“ kosningar fram. Var farið heim til þeirra, sem ekki mættu á kjör- stað, og voru þeir neyddir til þess að kjósa. Kjörstjórnir allar voru skipaðar kommúnistum — og að kosningunum loknum var tilkynnt, að kommúnistar hefðu unnið mikinn sigur. 84% höfðu neytt atkvæðisréttarins — og þar af höfðu 92,8% kosið kommún- ista. í síðustu lýðræðislegu kosn- ingmium hlutu kommúnistar um 5% atkvæða — og var líklegt að f jöldahandtökur og ofbeldisað- gerðir hefðu aukið svo mjög vin- sældir kommúnista? Nei Ég end- urtek: Hér var einungis um hið kommúniska „lýðræði" að ræða. Er það þetta, sem kjósendur ís- lenzkra kommúnista vilja? „Verndarar smáþjóðanna" Þingið kom saman strax að kosningunum afstöðnum. Mynd- uð var alkommúnisk stjórn undir forustu Vares, sem og var skipað- ur forseti, því að Páts forseti var fluttur nauðugur til Síberíu — og síðan h.efur aldrei spurzt til hans. Tveir ráðherrar jafnaðar manna, sem setið höfðu i fyrri kommúnistastjórninni voru einn- ig fluttir austur á bóginn. Stig af stigi var Eistland inn- limað í Rússland og þetta ár voru 60 þús. manns flnttir i þrælkun í Síberíu. Þúsundir manna voru myrtar, eistneskir kommúnistar og rússneskir hermenn óSu uppi með alvæpni, rændu mönnum og drápu. Fjöldi fólks fór huldu höfði og þúsundir flúðu land, aðallega til Finnlands þetta árið. hafi haft mikinn hluta landsins á sínu valdi, því að hvorki eist- neskir kommúnistar né rússnesk- ir hermenn voguðu sér út í skóg- lendið — þar fengu þeir óblíðar viðtökur. „Internationalen“ í stað þjóð- söngsins Um skeið lék ég markvörð í landsliði Eistlands í knattspyrnu. Síðasti landsleikurinn minn, og sá 19., var háður í höfuðborginni Talinn. Þar lékum við gegn lands liði Finnlands 18. júní 1940. Þá hafði Rauði herinn haldið inn- reið sína í landið — og mikið upplausnarástand var ríkjandi. Kommúnistar höfðu þá hafizt handa og m. a. bannað þjóðsöng- inn okkar. Okkar þjóðsöngur var við sama lag og sá finnski — og er mér mjög minnistætt, er þjóð- söngur Finna var leikinn á leik- vanginum, að knattspyrnuleikn- um loknum. Áhorfendur voru margir — og þeir grétu — og sungu allir sem einn finnska þjóð sönginn. f stað eistneska þjóð- söngsins var „Internationalen" leikinn. Enginn tók undir hann. Forseti eistneska íþróttasam- bandsins var handtekinn eftir leikinn svo og margir af for- ystumönnum íþróttamanna — og ég flúði til skógar skömmu síðar. í eitt ár var ég meðal skæruliða — og það var ekki fyrr en í byrj- un júlí árið eftir, að ég kom aftur til byggða ásamt mörgum félaga minna. Þá voru Þjóðverjar á næstu grösum og Rússar á und- anhaldi. Stalin gaf þá út skipun til einstakra kommúnista um að stofna brennusveitir, sem áttu að sjá um að eyða allri landsbyggð- inni áður en Þjóðverjar kæmu. Það átti að brenna öll mannvirki, smá og stór, akra og skóga — það átti að svíða landið. Grafnir lifandi Skæruliðasveitirnar hófust þá handa og rákum við Rússa úr flestum héruðum landsins áður en Þjóðverjar komu. Viðskilnað- ur Rauða hersins var hræðilegur. Ég minnist þess, að eitt sinn kom um við að fangelsi í nánd við Tartu, sem kommúnistar höfðu geymt pólitíska fanga í. Rúss- neskir hermenn gættu fanganna — og voru Rússarnir nýflúnir, þegar við komum. Margar konur höfðu setið í fangelsinu og höíðu rússneskir hermenn nauðgað fjölda þeirra og myrt síðan. Var líkunum síðan ekið í tvær fjölda- grafir — og mokað yfir. Aðkom- an var Ijót. Allt var flóandi í blóði og sáum við strax hvað gerzt hafði. Fundum við grafirn- ar og komumst að raun um, að allmargir fanganna höfðu ekki látizt strax, en verið grafnir lif- andi. Þannig fóru kommúnistav með eistnesku þjóðina — og svo er fólk, jafnvel sumir íslendingar, undrandi yfir því, að Eistlending- ar elska ekki kommúnista!! Einræðisstjórnin harðnar í lok styrjaldarinnar hörfuðu Þjóðverjar aftur vestur á bóginn og Rússar fylgdu fast eftir í kjöl- far þeirra. Þá flúðu margir land. Talið er, að um 50 þús. hafi leitað til Þýzkalands og 25 þús. um sama leyti til 'Svíþjóðar. Fram- koma Rússa var nú enn grimmd- arfyllri en áður. Lögreglan var nú eingöngu skipuð Rússum — og Rússar voru stöðugt fluttir inn í landið í stað Eistlendir.g- anna, sem Rússar drápu og fluttu í þrælabúðir í Síberíu. Byltingin etur börnin sín Þá hófst einn athyglisverðasti þáttur kommúnistastjórnarinnar í Eistlandi. Rússarnir höfðu vart komið sér fyrir á ný, er hreins- anir hófust meðal eistneskra kommúnista, meðal byltingar- manna sjálfra. Nú var röðin kom in að þeim, hinir rússnesku kommúnistar þurftu þc-irra ekki við lengur — og einn af öðrum voru fjarlægðir úr góðum stöðum, sem þeir höfðu hlotið fyrst eftir valdatöku kommúnista. Áður ara. Talið er, að um 100 þús. hjálpuðu þessir eistnesku somm- únistar til þess að koma íyrir kattarnef jafnaðarmönnum, en nú luku Rússarnir við þessa alls- herjarhreinsun — og drápu og sendu í þrælabúðir eistnesku „verkalýðsforingjana". í stað þeirra voru fluttir til landsins Rússar og rússnesk ættaðir Eist- lendingar, sem numið höfðu fræði sín í Rússlandi. Þessir menn settust nú í æðstu valda- stóla, innlimun Eistlands var lok- ið. Ungan, reglusaman mann vantar HERBERCl nú þegar eða upp úr næstu mánaðarmótum. Helzt for- stofuherbergi, í Austurbæn um. Til greina kemur einn- ig í Sogamýri. Tilb. skilist á afgr. Mbl., fyrir 1. marz, merkt: „Reglusamur — 8565“. — Forsetinn framdi sjálfsmorð Og eistneski kommúnistinn Var es, forsetinn og forsætisráðherr- ann, sem bezt hafði dugað komm únistum og mest hafði sviluð ætt- jörð sína, iðraðist nú loksins gjörða sinna — og árið 1949 frömdu hann og kona hans sjálfs morð. Dómsmálaráðherrann batt einnig enda á líf sitt, og utan- ríkisráðherrann og formaður „al- þýðusambandsins“ voru fluttir til Síberíu ásamt fjölda háttsettra kommúnista og almennra borg- manns hafi verið fluttir austur á bóginn í þrælabúðir það árið. Nú er svo komið að fjórðungur íbúa Eistlands eru Rússar. Öllum er ljóst hvernig kommúnistar ætla að afmá «istnesku þjóðina, útrýma henni. Og það er ekki aðeins þessi litla þjóð, sem fórnað hefur verið á blótstaíli komm- únismans. Kommúnistar um allan heim halda áfram að búa fleiri þjóðum þessi sömu örlög. í sérhverju lýðræðisþjóðfélagi er það krafa samfélagsins á hendur einstaklingunum, að þeir, hver og einn, geri sér ljósa grein fyrir hættunum, fyrir þeim öflum, sem vilja tortíma lýðræði og frelsi og fórna öllu, sem manninum er helgast, jafnvel að afmá heilar þjóðir, ef það verður heimsvalda- hugsjón kommúnismans að liði. Ég trúi á sigur hins góða, trúi að réttlætið sigri og að kommún- istum takist aldrei að gera heim- inn að einu stóru fangelsi. En Vesturlandaþjóðir virðast enn ekkert hafa lært. Það er sama hvað Rússar gera og segja, sama hvað mennirnir í Kreml aðhafast. Þeir hafa valdið hormum millj- óna, kúgað og myrt. Við þekkjum það allt, en allt of margir virðast samt hafa gleymt — og nógir eru til þess að halda því á loft, að Rússar - að Serov og Krúsjeff — vilji gera samninga, vilji halda friði. Þeir halda ekki neina samn inga lengur en þeim geðjast, og friðinn rjúfa þeir um leið og það er kommúnismanum hagfellt. Mannslífin skipta þá engu, jafn- vel ekki líf og tilvera heilla þjóða. Sagan hefur sannað það — og við ættum ekki að þurfa láta sanna okkur það æ ofan í æ til þess að trúa. h.j.h. 20 rúmlesta vélbáfur til leigu. — Allar upplýsingar gefur Landssamband íslenzkra Utvegsmanna Tryggvagötu 8, Reykjavík Vélstjórafélag íslands lieldur félagsfund í Grófin 1 í kvöld klukkan 20. Áríðandi mál á dagskrá. Stjórnín. Til leigu Ibúð á Teigunum ca. 130 fermetra til leigu. Stór bílskúr upphitaður fylgir. Má nota fyrir iðnað. — Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 1. marz n.k. merkt: „Teigarnir — 7947. Jafnvel kirkjur voru skattlagðar Fyrstu aðgerðir kommúnista i efnahagsmálunum voru allsherj- arþjóðnýting á öllu, lifandi og dauðu, í landinu. Bankainnstæð- ur voru festar, eftirlaunagreiðsl- ur stöðvaðar til annarra en komm únista — og peningaskipti fóru fram. Með þessum aðgerðum voru allir gerðir öreigar, en fá- kunnandi kommúnistar voru sett ir í valdamiklar stöður þar sem þeir beittu valdi sínu af dýrs- legri grimmd. Kunnáttu- og af- reksmenn voru útskúfaðir, en ör- fáir, sem fylgdu kommúnistum, voru hafnir upp til skýjanna. Jafnvel íbúðarhús voru þjóðnýtt -— og húseigendur reknir úr hús- um sínum, reknir út á gaddinn með fjölskyldur sínar, ef þeir höfðu „gert sig seka um pólitísk afglöp“ Bann var sett við ölium verkföllum og tilvera verkaiýðs- hreyfingarinnar í fyrri mynd var úr sögunni. Kommúnistar reyndu að brjóta kirkjuna og guðstrú á bak aftur með öllum ráðum. Mik ill fjöldi var handtekinn, kirkjur voru skattlagðar margfalt — og bændur voru neyddir til þess að flytjast af eigin jörðum til sam- yrkjubúanna með skattpíningu. Andspyrnuhreyfingin Þúsundir Eistlendinga héldu sig í skógum landsins og þar var fljótt skipulögð vel vopnuð and- spyrnuhreyfing, sem gerði komm únistum margar skráveifur. Segja má, að þessi andspyrnuhreyfing SAMEINAÐA ÁÆTLUN 1958 M^s Dronnmg Alexondrine og m^s H. J. Kyvig Ferðir m/s Dr. Alexandrine: FlíÁ KAUFMANN AHÖFN: FRÁ REYKJAVlK: Ferðir m/s H. J. Kvvig: FRÁ KAUPMANNAHÖFN: FRÁ REYKJAVlK: 8/3. 22/3. 11/4. 29/4. 24/5. 17/6. 11/7. 25/7. 8/8. 26/8. 12/9. 10/10. 7/11. 5/12. 1/3. 15/3. 31/3. 19/4. 16/5. 9/6. 3/7. 18/7. 31/7. 16/8. 2/9. 20/9. 18/10. 15/11. 13/12. 25/4. 23/5. 14/6. 25/9. 25/10. 21/11. 5/5. 2/6. 24/6. 6/10. 4/11. 1/12. Ferðir m/s Dr. Alexandrine frá Kaupmannahöfn 29/4. 24/5. og 17/6. verða via Grænland til Reykjavíkur ferðirnar frá Reykjavík 20/9. 18/10. og 15/11. veroa via Grænland til Kaupmannaliafnar. Komiö er við í Fær- eyjum nema þegar siglt er via Grænland. M/s H. J. Kyvig mun eins og að ofan greinir halda uppi beinum ferðum milli Kaupmannahafnar og Reykja- víkur með viðkomu í Færeyjum á þeim tíma sem m/s Dr. Alexandrine fer til Grænlands. Breytingar á brottfarardögum eða með skipsferð falli n iður getui- ávallt átt sér stað fyrirvaralaust ef kringum- stæður krefjast þess. Tekið á móti farþegapöntunum nú þegar. Gegnumgangandi flutningur tekinn til og f rá ýmsum löndum víðsvegatr um heim. — Skipaafgreiðsla Jes Zimsen (Erlendur Pétursson) Slmi 13025 oe 23985 — Vörugeymsla 14025

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.