Morgunblaðið - 26.02.1958, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.02.1958, Qupperneq 10
10 MORCUNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 26. febr. 1958 TTtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjón: tíigfus Jónsson. Aðafntstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, simi 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Krtstiiisson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Asknftargjalo kr. 30.00 á mánuði innanlands. 1 iausasölu kr. 1.50 emtakið. GILDRAN, SEM LÖGÐ VAR FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN EGAR Hræðslubandalagið var stofnað fyrrihluta árs 1956 var mörgum Aí- þýðuflokksmönnum órótt innan- brjósts. Þeir, sem mundu vel eftir því sem gerzt hafði í viðskiptum Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins á þeim árum, sem þeir voru í stjórnarsamstarfi á milli 1934 og 1939, sáu skugga bregða á vegginn. Þeim voru ljósar þær afleiðingar, sem samstarfð við Framsókn hafði þá haft tyrir Al- þýðuflokkinn og hvílík lyftistöng það hafði þá orðið kommúnistum. Þeir menn innan Alþýðuflokks- ins, sem höfðu augun opin gerðu sér ljóst, að enginn stjórnmála- flokkur hafði klakklaust komizt fra því að starfa með Framsóknar mönnum. Þeir höfðu séð, hvernig Framsóknarmenn hvað eftir ann- að höfðu leikið Sjálfstæðisflokk- inn, sem var neyddur til sam- starfs við þá, þegar öll önnur sund lokuðust. Þeir höfðu seð, hvernig Framsóknarmenn á hverju kjörtímabili eftir annað hlupu undan merkjum og stofn- uðu til stjórnarslits og nýrra kosn inga, þegar flokkshagsmunir þeirra buðu þeim það. Þá var ekkert tillit tekið til þeirra, sem starfað var með, eða landsmál- anna í heild. Þar voru það ein- göngu flokkshagsmunir Fram- sóknar, sem réðu. ★ Þegar Framsóknarmenn komu til Alþýðuflokksins fyrrihiuta árs 1956 og buðu þeim samkomu- lag innan Hræðslubandalagsins, þá byggðist þetta á því að koma skyldi í framkvæmd víðtækum kosningaklækjum með það fyrir augum að fá hærri þingmanna- tölu en lýðræðislegar reglur leyfa. Framsókn leiddi hér Al- þýðuflokkinn fram á ofurhátt fjall og sýndi honum ríki ís- lenzkra stjórnmála og sagðj við hann, að hann skyldi tá stóra hlutdeild, mjög mikla hlutdeild og ráð í þessu ríki, ef hann aðeins vildi faba fram og tii- biðja forustu Frainsóknar í þeirri stjórn sem koma skyldi. Forustuiið Framsóknar hvíslaði því að Alþýðuflokknum, að nú skyldi klekkt á kommúnistum, bandalag Framsóknar og Alþýðu flokksins skyldi brjóta þá á bak aftur en upprenna nýr tími fyrir Alþýðuflokkinn sjálfan i einlægri sameiningu og sambandi við Framsóknarmenn í ríkisstjórn þeirri, sem koma skyldi. Fram- sóknarmenn máluðu myndina þannig upp, að til samstarfs við kommúnista skyldi aldrei koma og seinustu orð forustumanns Al- þýðuflokksins i útvarpsumræð- unum fyrir kosningar var hátíð- legt loforð til manna sinna um að til samstarfs við kommúnista í ríkisstjórn mundi aldrei koma, að kosningum loknum. ★ Nú eru liðin næstum því tvö ár síðan þessi atburðir gerðust. Þeir hafa ekki verið rifjaðir hér upp nema í höfuðdráttum en rétt er að líta á, hvernig myndin er nú. Alþýðuflokkurinn kom ef til vill að einum þingmanni meira vegna Hræðslubandalagsins við Framsóknarflokkinn, en flokkur- inn hefði annars fengið ef hann hefði gengið einn og óstuddur til kosninga. Eftir kosningar var lof- orð forustumanns Alþýðuflokks- ins svikið og gengið til samstarfs við kommúnista. Hræðslubanda- lagið reyndist gildra fynr Alþýðu flokkinn, gildra, sem sumum sýn- ist, að hafi reynzt flokknum næst um því banvæn. Nú er svo komið að forustulið Framsóknar og kommúnista hafa snúið bölcum saman gegn Alþýðufiokknum en hann leitar stuðnings annarra ]ýð ræðissinnaðra manna innan verkalýðsféiaganna til að halda sínum áhrifum og fær þann stuðn ing. Alþýðuflokkurinn gerir sér það ljóst, að líf hans og framtíð er undir því komin, að honum takist að halda velli innan verka- lýðsfélaganna. Til þess fær floklc urinn tilstyrk frá öðrum lýðræðis sinnuðum mönnum og þar á með al Sjálfstæðismönnum. En nú á hverjum degi, þegar undirbúnar eru kosningar í mörgum verka- lýðsfélögum, þá gengur forustu- lið Framsóknar fram fyrir skjöldu, kallar á þá menn innan þessara samtaka, sem forustuliðið telur vera á sínum snærum og beinlínis skipar þeim að kjósa frambjóðendur kommúnista Sam staða Framsóknar og kommúnista gegn lífshagsmunum Alþýðu- flokksins innan verkalýðsfélag- anna eru hverju einasta manns- barni augljós. Stefna Framsóknarflokksins gagnvart Alþýðuflokknum er aug ]jós en hún er þessi: Markmið Framsóknarflokksins er að sundra Alþýðuflokknum og eyði- leggja hann að fullu og öllu. Framsóknarmenn hugsa að þeir muni geta náð til sín mjög veru- legum hluta af fylgi flokksins, einkanlega í kjördæmum úti á landi og styrkja aðstöðu sína þar með því. Framsóknarmenn líta á kommúnista sem „vaxandi“ og „upprennandi verkalýðsflokk", eins og þeir hafa tekið til orða og ef Alþýðuflokkurinn er úr sög unni, telja Framsóknarmenn að þeir séu búnir að koma sér endan lega fyrir í þeirri miðflokks-að- stöðu, sem þá dreymir um. Það geti aldrei orðið um neitt annað að velja í íslenzkum stjórnmá!- um en samstarf við Framsókn, það sé ekkert annað að leita fyrir aðra flokka en til þeirra og þeir geti þá ætíð verið þunginn á vogarskálinni og ráðið lögum og lofum. Margir Alþýðuflokksmenn sjá hættuna. Og hættan er ennþá meiri en hún var eftir samstarfið við Framsóknarmenn á árunum eftir 1934. Það hefur aldrei verið meira lífsspursmál fyrir Alþýðu- flokksmenn en nú að halda vöku sinni og taka þá stefnu, sem gæti orðið flokknum til bjargar. Vél- ráð forustuliðs Framsóknarflokks ins liggja í augum uppi. Þau dyljast engum hugsandi Alþýðu- flokksmanni. En nokkur hluti af forustuliði flokksins eru band- ingjar Framsóknarmanna, sem ekki telja sig geta losað sig úr þeirri úlfakreppu. Þar liggur n eitt höfuðmein Alþýðuflokksins, og það er ástæðan til þess, hve flokknum gengur nú erfiðlega að taka hreina og ákveðna stefnu sér til bjargar. UTAN UR HEIMI Moira Shearer vill bjóða sig fram til þings, ef Aneurin Bevan dansar í,,Svanavatninu" Beecham vill ekki hafa konur i hljóm■ sveifum, Cocteau treystir jbvi, ab timi kraftaverkanna sé ekki libinn ENSKA dansmærin og leikkonan Moria Shearer („Rauðu skórn- ir“) var eins og kunnugt er manni sínum Ludovic Kennedy stoð og stytta í kosningabarátt- unni í Rochdale í Lancashire, þar sem hann bauð sig fram fyrir Frjálslynda flokkinn í aukakosn- ingu, er fram fór á dögunum. Moria Shearer — ei Aneurin- Bevan vili dansa i „Svanavatn- inu“ Er kosningarnar voru um garð gengnar var haft viðtal við hana í sjónvarpi, og var hún m.a. spurð: Gætuð þér hugsað yður að bjóða yður fram í pingkosning- um? Já, var svarið. Ef Anuerin Bevan vill dansa aðalhlutverkið í „Svanavatninu“, þá skal ég bjóða mig fram til þings! Ef þær eru ljótar, trufla þær mig Hinn aldraði brezki hljómsveit arstj. Sir Thomas Beecham þver- neitar enn ákveðið að breyta þeirri ákvörðun, sem hann tók fyrir löngu, að stjórna ekki hljóm sveit, ef konur eru meðal hljóð- færaleikaranna. Sir Thomas Beecham — ef þær eru fallegar, draga þær athygli- Uorfendanna frá tónlistinni ir>að er alveg ómögulegt, segir j hann. Ef þær eru fallegar, draga þær athygli áhorfendanna frá tón listinni. 'Séu þær ófríðar, trufla * þær mig! Málverk Modigliani fyrir 100 franka Ég á eina ósk, sem ég vil garna sjá rætast, áður en ég dey, sagði franski listamaðurinn Jean Cocteau á dögunum. Áríð 1919 málaði Modigliani, sem þá var ekki mikils metinn listamaður, mynd af mér. Ég hefði getað keypt málverkið fyrir 100 franka, en ég átti þá ekki til. Fyrir nokkru var málverkið selt á upp boði í Lundúnum fyrir 20 millj- ónir franka — og ég átti þá ekki heldur. Ég verð þvi að treysta því, að tími kraftaverkanna sé ekki liðinn. Mlnjagripur frá tíma glæpahöíðingjanna Brynvarða Cadillacbifreiðin, sem glæpahöfðinginn A1 Capone : konar „stjórnarerindreka", sem taka eiga þátt í viðleitninni til að draga úr spennu þjóða á milli. Er Gina Lollobrigida var á ferð um Bandaríkin, heimsótti hún ók á sínum tíma í um Chicago, þykir álíka merkilegur gripur og skemmtisnekkja Adolfs Hitl- ers. Cadillacbifreiðin var nýlega seld á uppboði í Englandi, og kaupandinn var Tony Stuart, sem á dansstað í Manchester. Greiddi hann sem svarar 85 þús. ísl. kr. fyrir bifreiðina. Tony Stuart mun ekki ætla sér að nota bifreiðina. Hún minnir allt of mikið á safngrip, kvað hann hafa sagt. En hins vegar ætla ég mér að græða peninga á henni, mun Tony Stuart hafa bætt við. Ég get vel hugsað mér, að auðugan Bandaríkjamann langi til að eign ast bifreiðina sem minjagrip um tíma glæpahöfðingjanna í Banda ríkjunum — og því mun ég nú auglýsa bifreiðina til söiu í New York Times. Jafnvel fiskarnir tala af sér í Frakklandi Brezki forsætisráðherrann Har Mcmillan — í Englandi gengur jafnvel erfiðlega að fá páfa- gauka til að tala old Mcmillan hefir undanfarið verið á ferðalagi m.a. í Ástralíu. Þar spurðu blaðamenn hann m.a. um það, hvort hann hefði eftir fund Atlantshafsráðsins í París kvartað yfir framhleypni franskra blaðamanna. Tja, kvartað eða ekki kvartað. Ég sagði aðeins mjög hóglátlega, að í Frakklandi tala jafnvel fisk- arnir af sér, en hins vegar geng- ur það erfiðlega að fá páfagauk- ana í Englandi til að tala. Fagrir „stjórnar erindrekar" Ef til vill er það ekki svo fjar- stæð hugmynd að láta fegurstu kvikmyndastjörnur verða eins Gina Lollobrigida — Fer Sam Rayburn yfir Atlantshafið? neðri deild bandariska þingsins — og hinn aldraði forseti deild- arinnar Sam Rayburn, sem löng- um hefir þótt hinn mesti harð- jaxl, sagði við Ginu, ér hún hafði látið ljós náðar sinnar skína á hann um stund: — Ég hefi aldrei lagt mig niður við að sigla yfir Atlantshafið til Evrópu, en eftir að hafa hitt yður, held ég, að ég muni gera það ein- hvern tíma! Góðar tennur! Já, enginn er öfundsverður af að þurfa að ferðast mikið með járnbrautum! Hinn ágæti franski Jacques Soustelle — Hm, góðar tennur! stjórnmálamaður, Jacques Sou- stelle, sem svo oft kemur fram sem „hægri hönd“ de Gaulles, hefir þurft að ferðast víða um Frakkland í ýmis konar erinda- gjörðum. Hann segir svo frá, að eitt sinn hafi hann þurft að bíða fimmtán mínútur eftir næstu lest. ' Því flýtti hann sér inn í veit- ingaskálann og spurði þjóninn, sem stóð bak við borðið: — Hefi ég tíma til að borða eitt buff, áður en ég fer til Paris- ar? Hm, svaraði þjónninn og varð hugsandi á svip . . . það er eftir því, hvað þér hafið góðar tennur, herra minn! Frakkar eru óútreiknanlegir Ef tveir karlar og ein kona — við skulum segja, að þau séu skipbrotsmenn — lenda á eyðiey og eru neydd til að búa einagruð frá umheiminum mánuðum sam- an — hvað gerist? — Ef það eru Spánverjar, þá drepur annar karlmaðurinn hinn. Ef þau eru ítalir, þá drepur konan annan karlmanninn. Ef þau eru Englendingar, þá gerist ekkert — því að þau hafa Frh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.