Morgunblaðið - 28.02.1958, Blaðsíða 2
2
MORGU1SBL.4ÐID
Fostudagur 28. febr. 1958
Á að halda áfram að skjóta sér
bak við þögnina?
Engar frekari upplýsingar fdst enn um
vörubrask Islenzkra aðalverktaka og
þar með Regins hf. í sambandi við
varnarliðið
ISLENZKIR aðalverktakar effa
Tíminn hafa ekki enn hrcyft sig
neitt í ]>á átt aff svara þeim spurn
ingum, sem Morgunblaðiff hefur
lagt fram varðandi hina nýju
vöruflutninga af Keflavíkurflug
vellL Stendur enn við þaff
sama að ekki fást neinar frekari
upplýsingar í málinu. Það eina,
sem hefur gerzt er það að æðstu
menn Sambandsins og Regins
hafa fariff í meiðyrffamál til þess
að fá sér eins konar „plástur“ á
þann hátt, en Tíminn hefur svo
hins vegar veitzt mjög að Sam-
einuðum verktökum fyrir sölu
alls konar byggingarvara sem
þeir hafi notað á Keflavíkurflug-
velli.
í fréttatilkynningu utanríkis-
ráðuneytisins, sem birt var út af
vörubraski aðalverktakanna, kom
fram að varnarmáladeild hefði
veitt Sameinuðum verktökum
leyfi til að selja vöruafganga,
sem samtökin áttu, en þessir af-
\gangar voru af byggingarvörum,
sem samtökin höfðu notað við
framkvæmdir á Keflavikurflug-
velli og voru annaðhvort upp-
runalega keyptar á innlendum
markaði eða fluttar inn af sam-
tökunum sjálfum gegn gjaldeyr-
is- og innflutningsleyfum.
Ekkert af þessum byggingar-
vöruafgöngum, sem Tíminn telur
aff hafi verið krossviður, gypso-
nit, pappi og saumur, auk ein-
hverra véla og tækja, var upp-
runniff frá varnarliðinu.
Sýnist því hér vera um allt
annað að ræða heldur en þær
vörur, sem aðalverktakarnir
hafa flutt út af Keflavíkurflug-
velli, enda er beint sagt í frétta-
tilkynningu utanríkisráðuneytis-
ins, að það leyfi, sem varnarmála
deild, veitti, hafi verið misnotað.
Hins vegar þarf ekki hér lengi
að leita, því augljóst er að varn-
armáladeild ber ábyrgð á því
leyfi, sem hún kann að hafa veirt
Sameinuðum verktökum og
hljóta að vera opnar allar leiðir
til að rannsaka það mál ofan í
kjölinn. Rétt er að taka fram að
Reginn h.f. er einn allra stærsti
aðillinn í Sameinuðum verktök-
um.Hafi hér eitthvað átt sér stað,
sem hafí verið öðru vísi en vera
bar, þá hafa yfirvöldin vitaskuld
alla aðstöðu til að rannsaka það
mál.
Hins vegar er hin brýnasta þörf
á því, aff svaraff verffi því, sem
spurt hefur veriff uin varðandi
kaup íslenzkra affalverktaka og
þar mcff Regins h.f. á varnarliffs-
vörum og hiff fyrirhugaffa brask
þeirra meff þær hér í landinu.
Þar var stofnaff til viffskipta, sem
ekki eiga sér neinn líka og er
vissulega full þörf á, aff viff-
komandi affilar geri hreint fyrir
sínum dyrum í því efni, en láti
ekki nægja meiffyrffamálstefnu,
órökstuddar staffhæfingar, effa
þá algera þögn, eins'og íslenzkir
affalverktakar og Reginn h.f.
leyfa sér aff viðhafa nú.
Árni Jónsson
Nýr söngvari heldur
fyrsfu songskemmtun
BÆTZT hefur í hóp þeirra söngv-
ara, sem að baki eiga langt og
strangt nám. Er það Árni Jóns-
son, tenórsöngvari, sem nýlega
er kominn heim frá Sviþjóð.
Árni ætlar að „debutera", eins
og söngvarar kalla það, er þeir
halda opinbera söngskemmtun í
fyrsta skipti, á þriðjudaginn kem-
ur í Gamla Bíöi.
í gær hittu blaðamenn Árna
að máli.
Árni Jónsson, sem nú er 32
ára er Rangæingur frá Hólmi í
Landeyjum, sonur Jóns Árnason-
ar bónda þar og konu hans,
Ragnhildar Runólfsdóttur.
Árið 1947 komst Árni í kynn:
við Kjartan Sigurjóiisson, sem
látinn er fyrir allmörgum árum
Mikil kosningaþáttfaka
á fyrsta kjördegi í Súdan
En úrslit verða ekki kunn fyrr
en 10. marz
KARTÚM, 27. febrúar. (Reuter). — I dag hófust þingkosningar í
Súdan. Skyldi ljúka atkvæðagreiðslu í höfuðborginni Kartúm og
stærri bæjum í dag, en kosningar í sveitum munu standa yfir fram
til 8. marz. Talning atkvæða skal síðan hefjast 10. marz.
Sigurglaffir foringjar
Það er athyglisvert að foringj-
ar tveggja stærstu stjórnmála-
flokkanna, Sambandsflokksins og
Ummaflokksins eru báðir mjög
sigurglaðir. Telur hvor um sig
sinn flokk öruggan um að ná
hreinum meirihluta á þingi.
Um 2,5 milljónir Súdana hafa
kosningarétt, en kjósa skal 173
fulltrúa til þjóðþingsins. Af
kjörsókn í Kartúm í dag virðist
mega ráða, að kosningaþátttaka
verði mikil. Söfnuðust miklar
biðraðir við kjörklefana.
Kosningamútur efflilegar
Aff þessu sinni virðist all-
mikiff kapp í kosningunum.
Valda því meffal annars af-
skipti Egypta af kosningabar-
áttunni. Mikill hluti kjósend
anna er ólæs og óskrifandi.
Er þess vegna sagt aff pólitísk
rök hafi ekki úrslitaþýðingu í
kosningunum. Hitt sé þyngra
á metunum, hvorum hinna
tveggja flokka hefur tekizt aff
vinna fleiri til fylgis viff sig
meff matar- og glingurgjöfum.
Er þaff viffurkennd staffreynd
í Súdan, aff Egyptar hafi t. d.
kostaff miklu til matvælagjaía
til Súdana. Þegar egypzkur
fljótabátur var nýlega tekinn
í Wadi Halfa, hafði hann inn-
anborðs mikiff magn af korní,
sem augljóst var að átti aff
dreifa meffal almúgans fyrir
kosningarnar.
Þá er það álit sumra, að þótt
herflutningar Egypta hafi valdið
ólgu á dögunum, sé þær bylgjur
þó teknar að lægja verulega síð-
an Egyptar drógu lið sitt til
baka.
Khalil og Ashari
Tvo stjórmnáiamenn ber hæst
í kosningum þessum. Annar
þeirra er Khalil forsætisráðherra.
foringi Ummaflokksins. Flokkur
þessi er einkum studdur af svert-
ingjum í suðurhluta landsins.
Khalil foringi hans er gamall her-
maður, sem hafði lítið komið ná-
lægt stjórnmálum, þar til fyrir
nokkrum árum, að stjórnmála-
hreyfing hans hófst upp meðal
svertingja til þess að hindra sam-
einingu við Egypta.
i Hinn stjórnmálaleiðtoginn er
Ibrahim el Azhari, foringi Sam-
bandsflokksins, sem berst fyrir
sameiningu við Egyptaland. —
Azhari er elskaður og dáður af
miklum hluta þjóðarinnar fyrir
það að hann stóð fremst í sjálf-
stæðisbaráttunni gegn Bretum.
Ætlun hans var þó að eftir að
Súdan var orðið sjálfstætt skyldi
það sameinast Egyptalandi. —
Fyrst eftir að landið öðlaðist
sjálfstæði var hann forsætisráð-
herra þess, en varð að víkja þeg-
ar endspyrnan gegn Egyptum óx.
Sameining effa sjálfstæffi
Báðir flokksforingjarnir eru
taldir vissir um að ná kosningu,
Azhari í kjördæmi sínu í höfuð-
borginni Kartúm, en Khalil i
sveitakjördæminu Kosti í Suður
Súdan. í kosningunum berjast
þeir um völdin, — þar verður
einnig kveðinn upp úrskurður
um hvort Súdan ber að samein-
ast stórveldi Nassers.
en þá var söngkenanri á vegum
söngmálastjora. Kjartan hvatti
Árna til þess að hefja söngnám
og varð hann nemandi Sigurðar
Birkis. Hann var og hjá fleiri
söngkennurum hér í Reykjavik
og söng með Karlakór Reykja-
víkur og eins í Fóstbræðrum. —
Leið hans lá svo til ítalíu árið
1953, þar sem hann stundaði nán
hjá maistro Gallo. Hjá honum
söng Arni svo óperuhlutverk í
óperu, sem Gallo ferðaðist með
Næsta ár fór Árni til Stokk-
hólms og var hjá Primo Montan-
ari. Primo var svo ráðinn hing-
að til íslands að söngdeild Tón
listarskólans og kom Árni þá
heim með honum. Hér kynntist
Árni Jónsson svo sænska óperu-
stjóranum Simon Edvardsen. —
Var það úr að Árni fór til Sví-
þjóðar árið 1955 og hefur hann
verið þar síðan við söngnám hjá
Edvardsen, en einnig sótti Árni
einkatíma í sambandi við óperu-
söng og leik. í Stokkhólmi hef-
ur hann komið nokkrum sinnum
opinberlega fram t.d. í útvarpi, og
á heimleið kom hann við í Osló
og söng þar inn á segulband fyr-
ir útvarpið.
Þetta er í stórum dráttum
söngsaga Árna Jónssonar, sem
á þriðjudaginn ætlar að halda
fyrstu söngskemmtun sína með
aðstoð Weisshappels sem undir-
leikara. Ætlar hann að syngja
þar lög eftir íslenzka höfunda
og útlenda, t. d. aríur.
— Ef ég fæ góðar undirtektir
hér, leikur mér hugur á að fara
út á land, sagði Árni. Það fer
einnig eftir því hve kostnaðar-
samt það verður.
Á þriðjudagssöngskemmtunina
eru aðgöngumiðar seldir í bóka-
búðum Lárusar Blöndals við
Skólavörðustíg og í Vesturveri
og í bókabúð Eymundssonar.
Bandaríkjamenn mótfallnir víkkun
landhelgi, en Afríkumenn hlynntir
Frá landhelgisráðstefnunni i Genf
GENF 27. febr. Einkaskeyti frá
Reuter. — Það er nú augljóst að
af þeim fimm nefndum sem eru
starfandi á alþjóðaráðstefnunni
um landhelgi og sjávarreglur á
höfum úti, er mest fylgzt með
nefndum þeim sem hafa til með-
ferðar verndun fiskistofnsins og
stærð landhelginnar. í dag völctu
einna helzt athygli tvær ræður,
önnur sem fulltr. Ghana í Afríku
hélt, hin sem fulltrúi Bandaríkj-
anna hélt. Virðist sýnt af ræðu
Ghana-fuUtrúans, að Afríkurík-
in muni mjög hlynnt landhelgis-
víkkun og aukinni friðun fisk-
stofnsins. Fulltrúi Bandaríkjanna
lýsti sig hins vegar í aðalatrið-
iim mótfallinn víkkun landhelgi.
Sjónarmiff Afríkubúans
Fulltrúi Ghana á ráðstefnunni
Geoffrey Bing að nafni skýrði
frá afstöðu ríkisstjórnar sinnar.
Hann sagði m.a.: Vernd fiski-
stofnsins er sérlega þýðingar-
mikil fyrir þjóðir Veslur Afríku
Okkur skortir eggjahvítuefni í
fæðuna og það er því mikilvægt
að úr þeim skorti fáist bætt með
fiskafurðum.
Þess vegna mun Ghana eindreg
ið fylgja þeim aðgerðum, sem
mega verða til þess að vernda
hinn dvínandi fiskstofn heimsins
og hefja fiskrækt með þvi móti
Fultrúinn sagði að vísu að lands
menn hans ættu ekki stóran fiski
skipaflota og þeir gætu enn sem
komið er, ekki nýtt sér til fulls
fiskinn við ströndina. Þar með
væri ekki sagt, að þeir vildu að
aðrir hremmdu þann afla. Mr.
Bing kvað Afríkumerm sjálfa
vilja veiða fiskinn á landgrunni
álfu sinnar, þótt landgrunnið
væri minna við Afriku en við
flest önnur lönd.
Sjónarmiff Bandarikjanna
Arthur Dean formaður banda-
rísku sendinefndarinnar sagði
m.a. á fundi með blaðamönnum,
að varðveizla reglunnar um
þriggja mílna landhelgi væri
merkilegasta verkefni ráðstefn-
unnar. Við stefnum að sem allra
mestu frjálsræði á höfunum,
bæði í siglingum, verzlun og fisk
veiðum, í samræmi við alþjóða-
sáttmála, samninga og nauðsyn-
legar friðunarráðstafanir.
Mr. Dean tilnefndi ákveðin
dæmi um landhelgisvíkkun sem
hann gagnrýndi, fyrir það að þau
gengju út í algerar öfgar og þess
vegna gæti stjórn Bandaríkjanna
ekki fallizt á þau. Dæmi þau sem
hann nefndi voru að sum Suður
Ameríku-ríki hafa tekið sér 200
mílna fiskveiðilandhelgi, í öðru
lagi ákvörðun Rússa að lýsa allan
Péturs-mikla-flóa við Austur
Síberíu sem lokað innhaf og í
þriðja lagi yfirlýsing stjórnar
Indónesíu um að allt haf á milli
eyjanna í Austur Indíum skyldi
teljast undir lögsögu ríkisins.
Þessar aðgerðir geta ekki sam-
rýmzt alþjóðalögum, sagði Mr.
Dean.
Pilnik kveSur á
hraðskákmóti
HRAÐSKÁKMÓT Reykjavíkur
1958 fer fram í Sjómannaskólan-
um í kvöld kl. 8,00 og n.k. sunnu
dag kl. 1,30.
í kvöld verður teflt í riðlum,
en á sunnudaginn tefla efstu
menn úr hverjum riðli til úvslita.
Sigurvegari hlýtur titilinn HRAö
SKÁKMEISTRI REYKJAVÍICUR
1958 og kr. 300,00 í verðlaun.
Gestur mótsins verður argen-
tíniski stórmeistarinn H. Pilnik,
sem flestir hérlendis kannast við.
Hann er nýlega kominn hingað
til lands frá Hollandi, en þar
tefldi hann á stórmóti með níu
öðrum skákmeisturum. Jafnir 4
því móti með 514 v. urðu þeir dr.
Euwe fyrrv. heimsmeistari og
Donner, sem tefla á einvígi við
Larsen bráðlega um sæti í undan
keppni heimsmeistarakeppninn-
ar.
Hcrman Pilnik
Pilnik heldur áleiffis til Argen-
tínu á mánudaginn, en þar tekur
hann þátt í hinu víðfræga Mar-
del-Plata skákmóti ásamt 19 öðr
um frægum skákmeisturum.
Friðriki Ólafssyni var boðin þátt
taka, en hann getur ekki þegið
það að þessu sinni.
Þetta verður síðasta skákmót,
er Pilnik tekur þátt í hér á landi
í bráð.
Flestir sterkustu skákmenn
okkar munu taka þátt í hrað-
skákmótinu og verður það ef-
laust skemmtilegt og spennandi.
Reynt verður að koma í kring
almennu fjöltefli Pilniks á laug-
ardaginn og verður listi látinn
liggja frammi á föstudagskvöldið
í Sj ómannaskólanum fyrir þá,
sem vildu taka þátt í því.
— „Gula bókiri"
Frh. af bls 1.
hér virðist það eiga að verða
Alþýðuflokkurinn.
Þegar þessi reynsla annarra
þjóða er höfð í huga, er það furðu
legt að leiðtogar tveggja lýðræð
isflokka skuli láta hafa sig til
að taka þátt í ráðabruggi komm
únista með nákvæmlega sömu að
ferðum og leiddu til þeirra átaka
í leppríkjunum sem tryggðu
kommúnistum völdin.
Og „gulu“ leiðtogarnir í þeim
löndum sögðu líka: „Það skeð-
ur ekki hér. Við getum þess
vegna kallað lýðræðissinnaða and
stæðinga okkar fasista“. Þar
leiddi þvílíkt athæfi til áþjánar
og kúgunar ahnennings og ein-
ræðis kommúnista.
Hér á landi ríkir frelsi enn,
þótt reynt sé að skerða það. Upp
ljóstranir Sjálfstæðismanna á
„gulu“ áformunum eiga ríkan
þátt í, að stjórnarliðið stendur
nú uppi sem ráðvillt hjörð, er
sjálf leggur fram sannanirnar
fyrir eigin sekt. Útgáfa „Gulu
bókarinnar“ sannar, að Sjálf-
stæðismenn sögðu í einu og öllu
rétt frá. Vonandi afla sem flestir
sér því bókarinnar og ekki ætti
það að spilla, að með því renna
nokkrar krónur til Hannesar
I borgara frá Undirfelli og veitir
! honum elcki af sárabótum eftir
1 alla hraknmgana, sem hann hefir
j hlotið af sínum mönnum.